Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2010, Blaðsíða 26
Kristrún Ösp Barkardóttir fyrir- sæta nýtur góða veðursins þessa dagana. Akureyrarmærin sleik- ir sólina við hvert tækifæri og skrifaði hún á Facebook-síðu sína í gær: „Yndislegt að vera úti í þessari sól á brjóstunum með kaldan drykk.“ Kristrún var einnig léttklædd í sólinni á mánudag en hún segir frá því á síðu sinni að hún og sex vinkonur hennar hafi verið á nærbuxunum einum klæða í sólbaði í Vaglaskógi. Forsetafrú Íslands, Dorrit Moussaieff, var á laug- ardagskvöld viðstödd árlegan galakvöldverð Ra- isu Gorbatsjev-samtakanna í Hamptonhöllinni í Bretlandi. Dorrit var þar ásamt fjöldanum öllum af heimsþekktu fólki en það er fyrrverandi leið- togi Sovétríkjanna, Mikhail Sergeyevitsj Gorba- tsjev, sem er maðurinn á bak við samtökin. Dorrit var svo hrifin af kjól breska stílist- ans Joanne Black að hún stóðst ekki mátið og pantaði eintak á staðnum af hönnuðinum sjálf- um, Osman Yousefzada, sem einnig var gest- ur í samkvæminu. Frá þessu segir á vefsíðunni wwd.com. Sem fyrr sagði var fjöldinn allur af heims- þekktu fólki mættur á samkomuna sem hald- in var í fjórða skipti. Samtökin safna fé fyrir krabbameinsveik börn en á meðal gesta voru Hugh Grant, Anjelica Huston, Joely Richard- son, Claire Forlani, Dougray Scott, Alan Rick- man, Sophie Ellis-Bextor, Neve Campbell og David Walliams sem er þekktastur fyrir hlut- verk sitt í gamanþáttunum Little Britain. asgeir@dv.is Dorrit Moussaieff á góðgerðasaMkoMu gorbatsjevs: Vala Grand oG BaldVin: 26 miðvikudagur 9. júní 2010 fólkið „Hún er að jafna sig eftir þessa stóru aðgerð og liggur nú í morfínmóki,“ segir Baldvin Vigfússon kærasti Völu Grand en Vala gekkst undir kynleið- réttingaraðgerð á Landspítal- anum í Fossvogi á sunnudag. Aðgerðin, sem tók fjóra og hálf- an tíma, gekk mjög vel en Bald- vin viðurkennir að hafa verið stressaður á meðan hann beið frétta af kærustunni. „Þetta var mjög stressandi en það gekk allt mjög vel sem betur fer. Vala þarf að dvelja á spítal- anum í tvær vikur til að jafna sig eftir þetta allt saman,“ seg- ir hann og bætir við að hann heimsæki hana á sjúkrahúsið eins mikið og hann geti. Vala gekkst undir að- gerðina ásamt fjórum öðr- um stúlkum. Baldvin segir að samfélagið sé orðið tiltölulega afslappað gagnvart aðgerðum af þessu tagi og að vinahópur Völu hafi staðið þétt við bakið á henni. „Ég styð hana náttúru- lega 100% í þessu og vinir mínir styðja okkur líka heilshugar. Að sama skapi er fjölskyldan mín öll að koma til og ættin tekur þessu öllu saman mjög vel,“ segir hann og viðurkennir að stuðningurinn skipti þau afar miklu máli. „Draumurinn hennar hefur nú ræst. Og draumur okkar beggja,“ segir hann brosandi. Á Facebook-síðu Völu er hægt að fylgjast með gangi mála. Vala er vina- mörg og þar hafa fjöldamargir þekkt- ir einstaklingar óskað henni til ham- ingju með áfangann. Síðasta færsla hennar „aðgerðin gekk vel, núna er mér geggjað illt i klobbanum so stay tuned“ hefur fengið yfir 110 „like“ og á meðal ummæla við færsluna má finna kveðju frá vinkonu hennar, glamúrmódelinu Ásdísi Rán: „Frá- bært“ Congratz pjallan mín :) hehe.“ Áður en Vala fór í aðgerðina sagði hún einnig við vina sína á síðunni að nú væri loksins komið að því að hún myndi endurfæðast sem kona og verða þess kyns sem hún átti að fæð- ast í upphafi. indiana@dv.is Vala Grand gekkst undir vel heppn- aða kynleiðréttingaraðgerð á sunnu- daginn. aðgerðin tók tæpa fimm klukkutíma en fjórar aðrar konur gengust einnig undir slíka aðgerð. Baldvin Vigfússon kærasti völu var stressaður á meðan á aðgerð- inni stóð en segir allt hafa gengið vel. okkar beggja að rætast“ Draumur Glæsileg Vala Grand vaknaði sem 100% kona á sunnudaginn eftir fjögurra og hálfs tíma aðgerð sem gekk mjög vel að sögn Baldvins. Stendur með sinni Baldvin, kærasti Völu Grand, segir samfélagið tiltölulega afslappað gagnvart kynskipti- aðgerðum. Hann segir stuðning vina og ættingja skipta sköpum fyrir þau. BerBrjósta í sólinni Að kvöldi opnunardags heimsmeist- aramótsins í knattspyrnu á föstudag- inn ætlar Knattspyrnufélagið Mjöðm að blása til stórskemmtunar í Iðnó. Hljómsveitirnar Hjaltalín, Retro Stefson, Agent Fresco & Mjaðmbó Kings munu meðal annars koma fram sem og dj-sett frá Jack Schidt, múm & FM Belfast en skemmtunin hefur hlotið nafnið Bjúddarinn 2010. KF Mjöðm er að miklu leyti skip- að tónlistarmönnum, þar á meðal Örvari úr múm, Sindra í Seabear og Einari í Singapore Sling. Félagið var stofnað árið 2008 og hefur tekið þátt í Carlsberg-utandeildinni síðastlið- in þrjú tímabil. Miðar verða aðeins seldir við dyrnar á Iðnó. Miðaverð er 1000 krónur og hefst skemmtunin klukkan 22. mjaðma- mamBó í iðnó Pantaði kjól á staðnum Mikhail Gorbatsjev Með dóttur sinni Irinu Virganskaya. Dorrit Moussaieff Er smekkmanneskja mikil og stóðst ekki mátið þegar hún sá glæsilegan kjól Yousefzada.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.