Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2010, Blaðsíða 6
6 miðvikudagur 9. júní 2010 fréttir
„Það gengur bara vel. Ása er búin
að vera tvær vikur á Grensás og
æfingar ganga mjög vel. Framfarir
hjá henni eru ótrúlegar, á svo stutt-
um tíma,“ segir Þorsteinn Walters-
son, faðir Ásu Sigurjónu sem lifði
af alvarlegt umferðarslys á Suður-
nesjum síðla aprílmánaðar.
Ása Sigurjóna er nú í endur-
hæfingu á endurhæfingardeild-
inni Grensás eftir bílslysið sem
varð við Mánagranda á Suður-
nesjum laugardaginn 24. apríl síð-
astliðinn. Fjögur ungmenni voru
í bílnum þegar hann hafnaði á
ljósastaur og valt í kjölfarið. Tvær
vinkonur Ásu létu lífið í slysinu,
Unnur Lilja og Lena Margrét. Báð-
ar voru þær átján ára en þeim var
haldið í öndunarvél eftir slysið og
létust þær daginn eftir . Ása Sigur-
jóna lá í nokkra daga þungt haldin
í öndunarvél á Landspítalanum en
ökumaðurinn slapp ómeiddur en
hann var sá eini sem var í bílbelti.
Minni og mál til staðar
Ása Sigurjóna er nú í endurhæf-
ingu og hefur verið á Grensás síð-
ustu tvær vikur. Áætlað er að hún
dvelji þar í tvær vikur til viðbótar
til að ljúka fullri endurhæfingu.
Þorsteinn faðir hennar er ákaflega
ánægður með hversu vel endur-
hæfingin hefur gengið. „Eins og
við sjáum í dag er sama og engin
skerðing á hreyfingu. Það kemur
hins vegar betur í ljós þegar end-
urhæfingunni er lokið. Heilastarf-
semin og málstöðvarnar eru í lagi
og hið sama á við um minni henn-
ar. Það er frábær upplifun okk-
ar foreldrana að endurhæfingin
gangi svona vel og það er frábæru
fagfólki að þakka sem hefur hjálp-
að henni undanfarið,“ segir Þor-
steinn.
Í vikunni eftir slysið afdrifa-
ríka voru gerðar tvær tilraunir til
að vekja Ásu en þá ákváðu læknar
að betra væri að gefa henni meiri
tíma í öndunarvél á meðan lík-
aminn undirbyggi sig betur undir
átök. Það var svo fyrir rúmum fjór-
um vikum síðan sem hún vaknaði
og var síðar flutt yfir á endurhæf-
ingardeildina. Þar gengur henni
vel.
Frábært starfsfólk
Þorsteinn segir dóttur sína fara
sjálfa um endurhæfingardeild-
ina í dag án aðstoðar og það sé
meðal annars því að þakka hversu
sterk hún er, bæði andlega og lík-
amlega. Hann þakkar starfsfólki
Landspítalans og endurhæfing-
ardeildar Grensáss fyrir ómetan-
leg starf. „Hún er að koma mjög
fljótt til baka og fer um allt sjálf í
dag. Fyrir það er að þakka frábæru
starfsfólki Landspítalans, dugnaði
hennar og síðan æfingum í fót-
boltanum sem skila sér vel núna.
Og einnig ættingjum hennar og
vinum sem hafa staðið vel við
bakið á henni,“ segir Þorsteinn.
„Við foreldrarnir viljum koma
á framfæri þökkum til allra sem
hafa aðstoðað okkur í gegnum
þetta á einn eða annan hátt. Það
er algjörlega ómetanlegt.“
ÓTRÚLEGAR
FRAMFARIR
Ásu Sigurjónu Þorsteinsdóttur geng-
ur vel í endurhæfingu á Grensás eftir
alvarlegt umferðarslys á Suðurnesjum
seint í apríl. Í slysinu missti hún tvær
góðar vinkonur sínar en foreldrar henn-
ar segja framfarirnar ótrúlegar eftir að
hún komst úr öndunarvél. Vonir standa
til að hún ljúki endurhæfingu innan
tveggja vikna.
trauSti haFSteinSSon
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Hún er alveg búin að átta sig
á því hvað gerðist en
það var ákaflega erfitt
fyrir hana. Hún brotn-
aði alveg saman.
Á Grensás Ása er nú búin að
vera tvær vikur á Grensás þar sem
endurhæfingin gengur vel og
hefur hún að sögn föður hennar
tekið ótrúlegum framförum.
Rauðsól greiði
160 milljónir
Rauðsól, félag í eigu Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar, hefur verið gert að
greiða þrotabúi Íslenskrar afþreying-
ar 160 milljónir króna. Rauðsól var
stofnað í nóvember árið 2008 utan
um samning á kaupum Rauðsólar á
öllum hlutum 365 hf. í 365 miðlum.
Í dómnum, sem féll í Héraðsdómi
Reykjavíkur á þriðjudag, kemur fram
að Íslensk afþreying, sem áður var
365 hf., hafi gert samning við Rauð-
sól um að félagið skyldi fá 155 millj-
óna afslátt af kaupverði hlutanna.
Samkvæmt dómnum skal þessum
samningi rift og er Rauðsól gert að
greiða því sem nam afslættinum.
Naktir á hlaupum
Lögreglan í Vestmannaeyjum þurfti
aðfaranótt mánudags að hafa af-
skipti af fjórum nöktum karlmönn-
um sem voru á hlaupum á Ráðhús-
tröð.
Náði lögreglan tali af mönnun-
um þegar þeir voru komnir í húsa-
skjól og gáfu þeir þá skýringu að
þeir hefðu manað hver annan upp
í að hlaupa naktir eftir að hafa setið
að sumbli. Var nektarhlaupið liður í
drykkjuleik.
Var þeim gerð grein fyrir því að
stripp sem þetta væri ekki liðið.
Sökudólgar
hrunsins
Jónas Kristjánsson, fyrrverandi
ritstjóri, segir í grein á vefsíðu
sinni að Davíð Oddsson beri einn
ábyrgð á hruninu. Í greininni sem
hefur fyrirsögnina „Aðalgaurinn
er aðeins einn“ segir hann Davíð
vera eina manninn sem sé nægi-
leg forsenda hrunsins.
Hann segir einnig að hrunið
hefði ekki orðið ef Geir
H. Haarde eða Jónas
Friðrik Jónsson
hefðu bilað. Ekki
heldur ef Jón Ás-
geir eða Björgólfur
Thor hefðu bilað
eins og hann orðar
það.
Rannsókn lokið á myndatökum í búningsklefum Völsungs:
Klám til saksóknara
Rannsóknardeild lögreglunnar á
Akureyri hefur lokið rannsókn á
meintum nektarmyndatökum í bún-
ingsherbergjum íþróttafélagsins
Völsungs á Húsavík. Það fékkst stað-
fest hjá rannsóknardeildinni og það-
an hefur málið verið sent til embætt-
is ríkissaksóknara til ákvörðunar um
framhald.
Tveir meistaraflokksleikmenn
Völsungs, karl og kona, voru til rann-
sóknar hjá lögreglu vegna kynferð-
isbrota gagnvart ungum kvenkyns
knattspyrnuiðkendum félagsins.
Brotin snúa að ólögmætum nektar-
myndatökum af stúlkunum í bún-
ingsklefum og eru þær taldar hafa átt
sér stað á nokkurra mánaða tímabili.
Barnaverndaryfirvöldum hefur verið
tilkynnt um málið og leikmennirnir
gerðir brottrækir frá félaginu.
Eftir því sem DV kemst næst eru
fórnarlömbin að minnsta kosti átta
talsins, allt ungir leikmenn meist-
arflokksliðs kvenna í knattspyrnu á
Húsavík. Stúlkurnar eru á aldrinum
fimmtán ára til tvítugs. Það var eftir
að leikmennirnir, annars vegar leik-
maður karlaliðs Völsungs og hins
vegar kvennaliðsins, voru staðnir
að verki, sem forsvarsmenn félags-
ins tilkynntu það til lögreglu og fóru
fram á rannsókn. Á skírdag og föstu-
daginn langa voru leikmennirnir
tveir yfirheyrðir af lögreglu.
Samkvæmt heimildum DV er um
að ræða myndir úr búningsherbergj-
um kvennaliðs Völsungs þar sem
stúlkurnar voru að klæðast fyrir og eftir
leiki. Brot leikmannanna tveggja snúa
að þessum ólögmætu myndatökum
sem áttu sér stað um nokkurt skeið.
Mikil reiði greip um sig í bænum
eftir að málið komst upp. Leikmenn-
irnir hafa báðir verið reknir frá Völs-
ungi og yfirheyrðir af lögreglu vegna
málsins. Það er nú á leið til ríkis-
saksóknara sem tekur ákvörðun um
hvort ákæra verði gefin út eða málið
fellt niður. trausti@dv.is
rannsókn lokið Lögreglan á Akureyri
hefur lokið rannsókn og sent málið til
skoðunar hjá ríkissaksóknara.
• Dregur úr vöðvaspennu
• Höfuð- háls- og bakverkjum
• Er slakandi og bætir svefn
• Notkun 10-20 mínútur í senn
• Gefur þér aukna orku og vellíðan
Verð: 9.750 kr.
Nálastungudýnan
Opið virka daga frá kl. 9 -18
Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is