Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2010, Blaðsíða 25
Javier Hernandez Mexíkó Aldur: 22 ára. Staða: Framherji. Félagslið: Manchester United. n Mörgum kom á óvart þegar greint var frá því að Manchester United hefði keypt hinn 22 ára gamla Javier Hernandez. Hann spilaði í Mexíkó og hafa því fæstir sem einhvern áhuga hafa á fótbolta hér heima og á Englandi séð einn einasta leik með pilti. Eina sem hægt hefur verið að sjá eru Youtube- klippur þar sem hann virðist vera besti framherji sögunnar. Nú fær öll heimsbyggð- in að sjá hvort Sir Alex Ferguson hafi keypt köttinn í sekknum eða fjallmyndarlegan og baneitraðan ungan framherja. Allt ætlar um koll að keyra í Suður- Afríku þessa dagana en á föstudag- inn klukkan 14:00 að íslenskum tíma mætast gestgjafarnir frá Suður-Afr- íku og Mexíkó í opnunarleik heims- meistarakeppninnar í knattspyrnu árið 2010. Mikil stemning er í Jó- hannesarborg þar sem leikurinn fer fram, á Soccer City Stadium, en þar fer úrslitaleikurinn einnig fram. Gleðin er mikil í landinu en inn- an herbúða Suður-Afríku eru menn farnir að verða alvörugefnari á svip og farnir að spá í leik Mexíkóanna. Aðstoðarþjálfari liðsins, Pitso Mosi- mane, hefur töluverðar áhyggjur af leikkerfinu sem Mexíkó spilar en hann segir það afar erfitt að reikna út. „Þetta verður virkilega erfiður leikur þótt við vitum hvernig þeir spila. Mexíkó spilar leikkerfið 3-4-3 en svo skipta þeir allt í einu í 3-5-1. Það er mjög erfitt að halda eigin liði í föstum skorðum þegar þeir eru allt- af að breyta. Þetta kerfi ruglar and- stæðinga þeirra og Mexíkó er aldrei hrætt við að henda mönnum fram völlinn,“ segir Pitso. Javier Aguirre, þjálfari Mexíkó, var lykilmaður á miðju Mexíkó þeg- ar HM var haldið þar árið 1986. Í dag stýrir hann einu best mannaða Mex- íkóska landsliði sem teflt hefur ver- ið fram. Hann veit að liðið er fullfært um að leggja Suður-Afríku en segir leikinn verða erfðan. „Þetta er opnunarleikurinn gegn heimaþjóðinni. Það skiptir engu máli hvaða lið það er, það mun allt- af fá aukakraft frá áhorfendum. Við munum þurfa að taka á öllu okkar til þess að leggja Suður-Afríku að velli í þessum leik,“ segir Aguierre. tomas@dv.is Suður-Afríka mætir Mexíkó í opnunarleiknum: Spennan mikil fyrir fyrsta leik drogba líklega með Didier Drogba er enn í hópi Fílabeinsstrandarinnar fyrir HM og er fastlega búist við því að hann byrji að æfa innan skamms. Ekki hefur verið greint frá hvern- ig honum líði eða hvort hann verði klár fyrir stórleik liðsins gegn Portúgal þann 15. júní. „Endurkoma hans er mjög hvetjandi. Það bendir allt til þess að hann nái sér og muni spila með Fílunum á HM,“ segir í tilkynningu frá knattspyrnusambandi landsins. Drog- ba er skiljanlega algjör lykilmaður í liði Fílabeinsstrandarinnar en hann braut olnbogabein í æfingaleik gegn Japan á dögunum. nani úr leik Kantmaðurinn ágæti Nani, sem leikur með Manchester United á Englandi, verður ekki með Portúgöl- um á HM í Suður-Afríku. Hann er meiddur á öxl og getur því ekki tekið þátt. Hann skaddaðist á viðbeini á æfingu portúgalska landsliðsins síðastliðinn föstudag en læknar liðsins mátu það svo á þriðjudaginn að hann yrði ekki leikfær á HM. Þarna er stórt skarð höggvið í lið Portúgala því þrátt fyrir misjafnt gengi Nanis á Englandi er hann lykilmaður í plönum Portúgals. Ruben Amorim, leikmaður Benfica, tók stöðu Nanis í leikmannahópi Portúgals. sport 9. júní 2010 miðvikudagur 25 HmMolar Frekar rio en Fyrirliðabandið n Steven Gerrard ávarpaði Vilhjálm Bretaprins eftir að hann tók form- lega við fyrirliðabandinu en það AP-fréttastofan sem kom fundin- um á. „Auðvitað er það frábært fyrir mig að fá að leiða enska landsliðið á HM,“ sagði Gerrard um nýja stöðu sína innan liðsins. „Við vorum mjög svekktir þegar við fréttum að Rio yrði ekki með. Ég er samt viss um að þegar kemur að fyrsta leik verða allir klárir og tilbúnir í að vinna. Það er samt ekki spurning að ég vil frekar hafa Rio hér heilan og tilbúinn til að spila en að ég beri bandið. Því eru þetta svolítið blendnar tilfinningar,“ sagði Gerrard. FiFa stórgræðir n Heimsmeistarakeppnin er ekki bara góð fyrir allar þær milljónir og milljarða knattspyrnuunnenda um allan heim sem ætla að fylgjast með mótinu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Keppnin er peningamask- ína fyrir Alþjóðaknattspyrnusam- bandið, FIFA, sem stórgræðir á hverju móti. Breska viðskiptablaðið Money Observer gerði úttekt á mótinu en þar kemur fram að FIFA græði allt að því sem nemur 473 milljörðum króna áður en fyrsta boltanum verður sparkað. Tekjurnar fást með stórum samstarfssamn- ingum og sölu á sjónvarsprétti svo eitthvað sé nefnt. síðasti séns hjá moore n Craig Moore, fyrirliði Ástrala, getur hreint ekki beðið eftir HM en Ástralir eru í spennandi en erfiðum riðli með Serbum, Gana og Þjóðverjum. Moore er kominn vel á fertugsaldurinn og veit hann vel að þetta er hans síðasta keppni. „Ég veit að ég fæ aldrei að spila á HM aftur þannig að ég get ekki beðið eftir því að byrja,“ segir Moore. Ástralir eru ekki stærsta knattspyrnuþjóðin en samt er búist við hvað mestum fjölda áhorfenda frá Ástralíu á mótið. „Við erum dyggilega studdir af fólkinu okkar. Það er stolt fólk sem á eftir að hjálpa okkur mikið á mótinu,“ segir miðvörðurinn sterki. gott að spila í landi mandela n Samuel Eto‘o, framherji Inter og Kamerún, opnaði sig á blaðamanna- fundi um kynþáttahatur sem hann hefur orðið fyrir. Þessa leiktíð á Ítalíu segir hann hafa verið virkilega erfiða. „Ég varð fyrir barðinu á miklu hatri á Ítalíu á tíma- bilinu. Ég hef lent í ýmsu eins og þegar ég var með Barcelona að spila gegn Real Zaragoza. Í þeim leik gáfu áhorfendur frá sér apahljóð og hentu í mig hnetum. Þegar ég skoraði í þeim leik dansaði ég fyrir þá eins og api. Vegna alls þessa er frábært að fá núna að spila HM í landinu þar sem maðurinn sem ég lít mest upp til, Nelson Mandela, býr,“ segir Eto‘o. HM í fótbolta er STokkPallUr CarloS Simon brasilía Aldur: 45 ára. Staða: Dómari. n Carlos Simon er án efa umdeildasti dómarinn sem mun blása í flautu á HM. Hann var mikið gagnrýndur fyrir rautt spjald sem hann gaf Svíanum Teddy Lucic á síðasta HM en þá glotti hann framan í Svíann um leið og hann vísaði honum af velli. Í heimalandinu hefur hann einnig lent í miklum hremmingum og var kallaður svindlari og bófi af forseta Flamengo, eins stærsta félagsins í Brasilíu. Honum hefur þó verið úthlutaður risaleikur í fyrstu umferð, leik Englands og Bandaríkjanna. Carlos Simon gæti auðveldlega getið sér orð í HM í Suður-Afríku en það gæti alveg eins verið illt orð. niColaS nkoUloU kaMerún Aldur: 20 ára. Staða: Miðvörður. Félagslið: AS Monaco. n Þessi tvítugi miðvörður er liðsfélagi Eiðs Smára hjá Monaco í Frakklandi. Hann hefur nú þegar getið sér gott orð í frönsku deildinni og í landsliðinu þrátt fyrir ungan aldur. Hann er sagður sá sem bindur vörnina saman hjá Kamerún, ekki hinn fjörgamli en geðþekki Rigobert Song. Altént er Nkoulou talinn einn sá efnilegasti í Evrópu. Arsene Wenger er sagður fylgjast grannt með stráknum en hann er nákvæmlega sú týpa af leikmanni sem Wenger myndi kaupa til Arsenal og á réttum aldri. Góð frammistaða hans í Suður-Afríku gæti landað honum samningi í Norður-Lundúnum. SHinJi okazaki japan Aldur: 24 ára. Staða: Framherji. Félagslið: Shimizu S-Pulse. n Enginn framherji skoraði meira í landsleikjum á árinu 2009 en hinn japanski Okazaki. Í fyrra setti hann 15 mörk í undankeppninni fyrir HM en auðvitað verður að taka til greina að hann lék í Asíuriðlunum. Okazaki spilar enn í J-deildinni heima í Japan og gæti HM því svo sannarlega verið stökkpallur fyrir þennan kraftmikla framherja. Olíuríkin í Austurlöndum fjær hafa sýnt Okazaki mikinn áhuga en framherjinn virðist hafa metnað fyrir betri fótbolta sem er alltaf virðingarvert. Japan er í erfiðum riðli með Hollandi, Danmörku og Kamerún þannig það gæti orðið erfitt fyrir Okazaki að skora mörg mörk. Úrslit í æfingaleikjum liðanna fyrir HM: Suður AFríkA Suður-Afríka - Kólumbía 2-1 Suður-Afríka - Gvatemala 5-0 Suður-Afríka - Danmörk 1-0 MExíkó Holland - Mexíkó 2-1 Mexíkó - Gambía 5-1 Ítalía - Mexíkó 1-2 seinustu úrslitAðAlmAðurinnSteven Pienaar er langbesti leikmaður Suður-Afríku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.