Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2010, Blaðsíða 19
Vilhjálmur Þór DaVíðsson var valinn herra hinsegin 2010 um liðna helgi, í fyrsta sinn sem keppnin er haldin á Íslandi. Hann fékk algjört áfall þegar úrslitin voru tilkynnt og dreymir um að verða lögga. Hugurinn tæmdist og líkaminn lamaðist Björn L. Bergsson, settur ríkissak- sóknari, blimskakkaði augunum eitt andartak að texta tveggja kafla í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is. Hann hallaði sér makindalega aftur á bak í saksóknarastólnum og gaf að því loknu út syndakvitt- un fyrir Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóra, Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftir- litsins, og tvo aðra valinkunna með- reiðarsveina Davíðs úr Seðlabank- anum. Hér var ekkert tilefni til að hefja sakamálarannsókn á hendur Davíð, Jónasi, Eiríki Guðnasyni og Ingimundi Friðrikssyni. Sjálfsagt létti fjórmenningunum við það hversu strangt og þröngt hinn setti ríkissaksóknari túlkaði orðið „vanræksla“. Var það nokkuð vanræksla af hálfu embættismanna þegar fjármálakerfi heillar þjóðar hrundi? Hversu mjög sem Björn L. Bergs- son hengir sig í lagabókstafi og hversu mjög sem hann reynir að teygja merkingu hugtaksins „van- ræksla“ breytir það engu um þann boðskap sem niðurstaða hans flytur út í samfélag þar sem á annað hund- ruð þúsund Íslendingar engjast undan vanrækslu og siðleysi. Boð- skapur Björns L. er sá, að eftirleiðis sem hingað til leyfist flokkshollum, meðvirkum og sérhagsmunatengd- um embættismönnum að vanrækja störf sín. Stjórnvöld geta haldið áfram að ráða óhæfa menn til verka innan embættiskerfis sem ráðandi flokkar líta á sem herfang sitt. Með pólitískum embættisveitingum hef- ur þetta herfang verið sem gullkista fyrir stjórnmálaforingja til að launa leiguþýi og taglhnýtingum hollust- una. Hollustuna, sem teymdi þjóð- ina út í ógöngur, sem hún veit ekki enn hvernig hún á að koma sér út úr. „Lyklar að ríkisféhirslunni eru eng- um fengnir til þess að sækja þangað vinargjafir eða fylgdarlaun,“ sagði Jón Þorláksson, stofnandi Sjálfstæð- isflokksins, á öndverðri síðustu öld. Þjónn hverra? Hvernig má það vera að Björn L. Bergsson lyftir ekki litlafingri til þess að hefja sjálfstæða rannsókn þegar nefnd á vegum Alþingis sendir hon- um bréflega kæru með ábendingu um að skoða vel skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis? Í skýrslunni eru í það minnsta nefnd möguleg brot fjórmenninganna gegn stjórnsýslu- lögum, lögum um Seðlabankann og lögum um eftirlit með fjármála- fyrirtækjum. Er ekki eins víst að rannsókn á vegum setts saksóknara hefði getað leitt eitthvað nýtt í ljós? Var til dæmis ekki nauðsynlegt að taka af öll tvímæli um hvort Davíð hefði gerst sekur um umboðs- svik þegar hann lánaði á þriðja hundrað milljarða króna til banka sem hann vissi að voru í dauðateygjunum? Björn L. veit greinilega hvað orðið vanræksla merkir, en rétt er að rifja upp með honum hvað orðið „umboðssvik“ merkir í lagalegum skilningi. Það teljast umboðssvik þegar maður misnotar aðstöðu sína, sér eða sínum til hagsbóta, en um- bjóðanda sínum til tjóns. Brot er fullframið við misnotkun aðstöðu, alveg án tillits til þess hvort af mis- notkun hlýst tjón. Hætta á ólög- mætri yfirfærslu fjármuna og tjóni sem kann að hljótast af því er sak- næm. Nægjanlegt er að háttsemin hafi í för með sér verulega hættu á tjóni til að um brot sé að ræða. Bæði ásetningur og hirðuleysi Lesendur geta sett sér fyrir sjónir þegar Davíð Oddsson tók vísvit- andi ákvarðanir um að lána dauðvona bönkum á þriðja hundrað milljarða króna gegn ófull- nægjandi veðum skömmu fyrir hrun þeirra. Þetta gerði Davíð á sama tíma og hann hafði kvölds og morgna yfir bæn- irnar um að Seðlabankanum lán- aðist einn dag enn að gæta að lög- boðnu hlutverki sínu um virkt og öruggt fjármálakerfi í þágu íslenskra heimila og fyrirtækja. Voru þessar ákvarðanir Davíðs eðlilegar, verjandi og umfram allt lögmætar? Þetta vita stjórnvöld ekki. Þetta vita stjórnendur fyrir- tækja ekki. Þetta veit almenningur ekki. En verst er að Björn L. Bergs- son nennir ekki að komast að hinu sanna fyrir stjórnvöld, fyrirtækin eða heimilin. Hann hefur sýnt af sér vanrækslu í þeim skilningi sem er svo augljós í lögum um ráðherraábyrgð frá ár- inu 1963. Til hægðarauka skal hér sett inn orðið „seðlabankastjóri“ í staðinn fyrir ráðherra: Lagagreinin hljóðar þá svo: „Seðlabankastjóra má krefja ábyrgðar samkvæmt því, sem nánar er fyrir mælt í lögum þessum, fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hefur orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hefur annað- hvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðu- leysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldis- ins, önnur landslög eða að öðru leyti stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu.“ Vanrækslusynd saksóknarans jóhann hauksson útvarpsmaður skrifar „Björn L. veit greini- lega hvað orðið vanræksla merkir, en rétt er að rifja upp með honum hvað orðið „umboðssvik“ merkir…“ umræða 9. júní 2010 miðvikudagur 19 1 Biður fólk að Biðja fyrir sér Jónína Benediktsdóttir vill að beðið sé fyrir sér vegna erfiðra mála. 2 ferðasjóður kennara fuðraði upp Grunur leikur á að ógætilega hafi verið farið með ferðasjóð kennara við Lækjarskóla. 3 BuBBi: pálmi og iceland express eru himnasending Bubbi Morthens myndi ekki hafna gjafabréfi frá flugfélaginu líkt og Vilhjálmur Bjarnason. 4 davíð heimtar afsögn jóhönnu vegna „másgeit“ Ritstjórinn segir launamál seðla- bankastjóra eflaust hafa leitt til afsagnar ráðherra í öðrum löndum. 5 kúamykjumál karls Werners-sonar tekið fyrir í dag Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. 6 „Þeir voru mjög glaðir að lána mér“ Einstæð móðir getur ekki staðið undir lánum sem hún tók árið 2006. 7 fangi á ekki fyrir vistun á vernd Refsifanginn Hlynur Ingi Bragason hefur ekki efni á vistun. mest lesið á dv.is myndin hver er maðurinn? „22 ára Ólafsfirð- ingur, heiðarlegur og hreinskilinn.“ hver er fyrsta minning þín úr æsku? „Það myndi bara vera að spila fótbolta við eldri bróður minn. Ætli ég hafi ekki verið svona 3-4 ára.“ áttu þér einhverja fyrirmynd? „Ætli það sé ekki bara móðir mín, Nína Ingi- marsdóttir. Hún er einstaklega heiðarleg og samviskusöm kona.“ hvers vegna ákvaðstu að taka þátt í herra hinsegin? „Ég ákvað það til að vera góð fyrirmynd, sérstaklega fyrir unga krakka sem eru inni í skápnum. Ég var sjálfur búinn að mikla þetta fyrir mér og var viss um að þetta yrði sjálfskapar- víti, sem þetta varð ekki þegar ég kom út úr skápnum fyrir rúmum tveimur árum. Ég vil að krakkar viti þetta.“ hvernig var tilfinningin þegar úrslitin voru tilkynnt? „Ég fékk eiginlega algjört áfall því ég átti alls ekki von á þessu. Hugurinn varð algjörlega tómur og líkaminn og andlitið lamaðist. En svo kom náttúlega þessi gleði og ánægjutilfinning yfir mann.“ Felldirðu tár? „Nei, en mér gæti samt hafa vöknað um augun.“ hvaða skyldum hefurðu að gegna nú þegar þú berð þennan titil? „Það er enginn samningur um slíkt fyrir utan að ég tek þátt í Herra hinsegin Evrópa. Svo er ég þannig séð orðinn talsmaður jafnréttisbaráttu samkynhneigðra þetta ár sem ég ber titilinn.“ hvers vegna langar þig að verða lögga? „Þetta hefur bara verið draumur- inn minn í mörg ár. Mér finnst þetta starf sem hæfir mér af því að ég hef agalega gaman af því að eiga samskipti við fólk. Þetta er líka starf sem hvetur mann til að halda sér í formi auk þess sem ég hef áhuga á lögum og reglum.“ hver er leið íslands út úr kreppunni? „Ég gæti komið með eitthvert rosalega langt svar, en ég ætla bara að segja að við brosum okkur í gegnum þetta.“ maður dagsins kjallari „Mér finnst það ekki sniðugt.“ anna margrét áslaugarDóttir 21 áRS, AtVINNuLAuS „Það finnst mér alveg fáránlegt. Það á ekki að leyfa fólki að sleppa með þetta.“ íVar nilsson 23 áRA, AtVINNuLAuS „Mér þykir það undarlegt, en ég treysti þeirra starfi.“ Eiríkur hEiðar nilsson 24 áRA töLVuNARfRÆðINGuR „Ég veit bara ekki hvað ég á að segja.“ guðmunDur Páll kjartansson 21 áRS SuMARStARfSMAðuR Í LANdSBANkANuM „fyrir mig var alveg nóg að sjá hann fá skellinn í skýrslunni. Ég hef engar efnislegar forsendur til að dæma hitt.“ unnDór jónsson 39 áRA, BANkAStARfSMAðuR hvað finnst Þér um að fyrrverandi stjórar seðlaBanka og fme sleppi við sakarannsókn? dómstóll götunnar sungið í sólinni Þessir ungu og efnilegu tónlistarmenn héldu uppi stemningunni á Austurvelli í góða veðrinu á þriðjudag. Sumarið hefur farið vel af stað í höfuðborginni ef undan eru skildir tveir dagar um helgina þar sem öskufjúk frá Eyjafjallajökli gerði borgarbú- um lífið leitt. á þriðjudag lét sólin sjá sig og nutu viðstaddir þess að sóla sig og hlusta á góða tónlist. mynD sigtryggur ari jóhannsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.