Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2010, Blaðsíða 12
12 miðvikudagur 9. júní 2010 fréttir
Orkuveita Reykjavíkur festi kaup á
Benz-glæsijeppa fyrir tæpum mánuði
síðan. Samkvæmt upplýsingum Orku-
veitunnar kostaði bifreiðin 7 milljónir
króna.
Benz-jeppinn er keyptur fyr-
ir Önnu Skúladóttur, framkvæmda-
stjóra fjármála Orkuveitu Reykjavíkur.
Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafull-
trúi Orkuveitunnar, upplýsir DV um
að Anna njóti bílafríðinda samkvæmt
ráðningarsamningi.
Þegar DV kannaði málið í gær var
einn Mercedes Benz ML 350 glæsi-
jeppi árgerð 2007 á bílastæðinu fyr-
ir utan Orkuveitu Reykjavíkur. Hann
er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur og var
keyptur þann 12. maí síðastliðinn.
Skráð gangverð er 7,9 milljónir króna
en nýr kostar jeppinn 13,7 milljónir
króna. Allt bendir því til þess að með-
fylgjandi myndir séu af umræddum
Benz-jeppa.
Kemur á óvart
Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orku-
veitu Reykjavíkur, segir að Anna hafi
unnið árum saman hjá Orkuveitunni
og hafi til skamms tíma verið á BMW-
bifreið sem fyrirtækið leigði. „Sá bíll
var áreiðanlega jafnverðmætur og
Benzinn sem keyptur var. Leigusamn-
ingurinn var útrunninn og það þótti
hentugra að kaupa bíl í staðinn. Þetta
er hluti af ráðningarsamningum fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins og hefur
ekki verið tekið fyrir í stjórn þess.“
„Mér finnst þetta hið furðulegasta
mál sem þarf að kanna betur. Ég hef
ekki haft tækifæri til að líta á þetta og
get ekki tjáð mig frekar um þetta að
sinni,“ segir Dagur B. Eggertsson odd-
viti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur-
borg og verðandi formaður borgar-
ráðs.
„Ég þekki ekki þennan ráðning-
arsamning. Almennt held ég að það
þurfi að breyta hugsunarhættinum í
þessum efnum. Ég býst við að skoða og
endurskoða öll svona mál og tel fulla
þörf á því. Við eigum að gæta hófs
og ráðdeildar,“ segir Jón Gnarr, odd-
viti Besta flokksins og verðandi borg-
arstjóri. Ætlunin er að nýr meirihluti
Samfylkingarinnar og Besta flokksins,
með Jón Gnarr í fararbroddi, taki við
stjórnartaumum í borginni
næstkomandi þriðjudag.
„Þetta kemur mér veru-
lega á óvart,“ segir Sigrún
Elsa Smáradóttir, sem situr
í stjórn Orkuveitu Reykja-
víkur. Hún segir að bíla-
kaupin hafi ekki verið tek-
in fyrir í stjórninni. „Mér
finnst þetta ekki við hæfi
og það kemur á óvart að
svigrúm sé til þessa innan
fyrirtækisins.“
Vilja hækka gjaldskrá
Ákvörðun stjórnenda
Orkuveitu Reykjavík-
ur um að leggja fram-
kvæmdastjóra fjármála
Orkuveitunnar til bíl er
tekin á svipuðum tíma
og upplýsingar berast um
ríka þörf á næstu misser-
um og árum til þess að
auka tekjur Orkuveitunn-
ar og þar með að hækka
gjaldskrá fyrir heitt vatn
og rafmagn. Ákvörðun
um hækkun gjaldskrár
verður þó ekki tekin fyrr
en ný stjórn hefur verið
skipuð yfir Orkuveituna í kjölfar borg-
arstjórnarkosninganna. Á næstu 5
árum er áætlað að hækka smásöluverð
á rafmagni um 27%, heitt vatn um 37%
og fráveitugjald um samtals 35%.
„Í mínum huga verður gjaldskrá-
in að hækka, hún hefur ekki hækkað
í mörg ár. Við höfum reynt að fresta
hækkunum eins lengi og hægt er en
fyrr en seinna kemur að því að hún
verði að hækka“, sagði Hjörleifur Kvar-
an, forstjóri Orkuveitunnar í samtali
við mbl.is 3. júní síðastliðinn.
Gagnrýnt var að ekki skyldi upplýst
um hækkunarþörf Orkuveitu Reykja-
víkur fyrir borgarstjórnarkosningarnar
og jafnvel látið að því liggja að fráfar-
andi meirihluti hefði vísvitandi haldið
upplýsingunum leyndum. Hjörleifur
hefur hins vegar upplýst að fyrirspurn
um gjaldskrá hafi ekki komið fram fyrr
en á síðasta stjórnarfundi veitunn-
ar fyrir kosningar og svör verið gefin
nokkru síðar.
Allir á móti hækkun
Á fyrsta fundi borgarráðs 3. júní síðast-
liðinn lögðu fulltrúar fráfarandi meiri-
hluta, þeir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn
Baldursson Sjálfstæðisflokki og Ósk-
ar Bergsson Framsóknarflokki, fram
bókun þar sem áréttað var að gjald-
skrá Orkuveitu Reykjavíkur verði ekki
hækkuð á yfirstandandi ári. „Ekki
kemur til greina að samþykkja hana
án undangenginnar skoðunar á því
með hvaða hætti verði hægt að draga
úr rekstrarkostnaði þannig að fyrir-
tækið velti ekki allri fjárþörf sinni yfir
á almenning. Við þetta má bæta að
svar stjórnenda Orkuveitunnar mið-
ast við afkomu samkvæmt árinu 2009
en fjárhagslegur styrkur og greiðslu-
hæfi Orkuveitunnar hefur vaxið veru-
lega síðan samkvæmt þriggja mánaða
uppgjöri ársins 2010.“
Í bókun fráfarandi meirihluta var
þess einnig getið að Orkuveitan, sem
er í eigu almennings, ætti að
leita allra leiða til hagræð-
ingar, áður en frekari byrð-
um yrði velt yfir á almenn-
ing, jafnvel þótt það gerðist
á svo löngu tímabili. „Í svari
stjórnenda Orkuveitunnar
við fyrirspurn stjórnarmanns
um arðsemi er því svar-
að hversu mikið gjaldskrár
þyrftu að breytast ef bættri
afkomu væri einungis mætt
með gjaldskrárhækkunum en
ekki einnig með hagræðingu,
bættu gengi og svo framveg-
is. Við mat á gjaldskrárbreyt-
ingum er samkvæmt svarinu
því ekki tekið tillit til annarra
þátta, svo sem hagræðingar í
rekstri, heimsmarkaðsverðs á
áli, stöðu gjaldmiðla eða vaxta-
kjara á lánamörkuðum. Úti-
lokað er að bættri afkomu yrði
einungis mætt með gjaldskrár-
hækkunum. Gjaldskrárhækk-
unarþörfin samkvæmt svarinu
er því stórkostlega ofmetin,“
segir í bókun sjálfstæðis- og
framsóknarmanna í borgarráði.
Mikil töf á svörum
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinn-
ar létu bóka um þetta að 28. janúar
síðastliðinn hefðu þeir lagt fram fyr-
irspurn um arðsemismarkmið Orku-
veitu Reykjavíkur og þörf á gjald-
skrárbreytingum. „Nú heilum fjórum
mánuðum síðar, skömmu eftir kosn-
ingar, skýrir stjórnarformaður OR og
fulltrúi meirihlutans frá því að þörf
fyrir gjaldskrárbreytingar er stað-
reynd, lág arðsemi og óbreytt gjald-
skrá stendur fyrirtækinu fyrir þrifum
og gerir fyrirtækinu erfitt um vik um
að sækja sér lánsfé. Það blasir við að
fráfarandi meirihluti hefur dregið það
í fjóra mánuði að svara fyrirspurnum
Samfylkingarinnar. Það ber vott um
pólitískt hugleysi. Skuldir Orkuveit-
unnar hafa vaxið gríðarlega í tíð frá-
farandi meirihluta og nú hefur Reyk-
víkingum verið birtur reikningurinn,“
segir í bókuninni.
220 milljarða skuld
Sigrún Elsa bendir á gríðarlega skuld-
setningu Orkuveitunnar og undrast
kaup á dýrum bifreiðum fyrir yfir-
menn fyrirtækisins eins og áður segir.
„Á síðasta kjörtímabili fjórfölduðustu
skuldir Orkuveitu Reykavíkur. Fram-
reiknaðar voru þær um 55 milljarðar
króna 2006 en eru nú vart minni en
220 milljarðar króna.“
Sigrún Elsa segir að þessa miklu
skuldsetningu megi rekja til mikils
framkvæmdahraða í upphafi kjör-
tímabilsins. Hann megi að sínu leyti
rekja til samninga um álver í Helguvík
sem sjálfstæðismenn og framsóknar-
menn í borgarstjórn stóðu að. Síðan
hafi orðið bankahrun og krónan féll.
„Ég hef velt því fyrir mér hvernig um-
horfs væri ef hrunið hefði orðið síð-
ar og ráðist hefði verið í Bitruvirkjun,
Hverahlíðarvirkjun og lokið við fram-
kvæmdir á Hellisheiði eins og menn
ætluðu sér. Þá værum við líklega að
spyrja nú á hvaða tungumáli við fengj-
um orkureikningana okkar. Hrun-
ið stöðvaði öll þessi áform. Nú þarf
borgin að halda til haga 8 til 12 millj-
örðum króna til þess, þar sem borg-
in ber ábyrgð á mestöllum skuldum
Orkuveitunnar. Við gagnrýndum þessi
áform en fyrirtækið þótti svo stórt og
stöndugt á sínum tíma að svo erfiðar
aðstæður sýndust óhugsandi,“ segir
Sigrún Elsa.
SkuldSett
Orkuveita
kaupir Benz
jóhAnn hAuKsson
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Ég býst við því að skoða og endur-
skoða öll svona mál og
tel fulla þörf á því,“ seg-
ir Jón Gnarr sem verður
borgarstjóri næstkom-
andi þriðjudag.
Verðandi borgarstjóri Jón Gnarr
verður borgarstjóri næstkomandi
þriðjudag. „Við eigum að gæta hófs og
ráðdeildar,“ segir hann.
Glæsijeppi Orkuveita Reykjavíkur keypti
nýverið Mercedes Benz-jeppa fyrir fjármála-
stjóra fyrirtækisins. Nýr kostar jeppinn nærri
14 milljónir króna. Mynd hörður sVeinsson
Framkvæmdastjóri fjármála Anna Skúladóttir nýtur bílafríðinda hjá OR samkvæmt ráðningarsamningi.
Á sama tíma og forstjóri Orkuveitu Reykja-
víkur lýsir því að hækka þurfi gjaldskrá
samþykkir hann kaup á Benz-glæsijeppa
fyrir framkvæmdastjóra fjármála hjá fyr-
irtækinu. Stjórnarmaður í Orkuveitunni
segir að kaupin hafi ekki verið rædd í
stjórninni. jón Gnarr verðandi borgar-
stjóri vill breyta hugsunarhættinum og
endurskoða málin með ráðdeild og hóf-
semi að leiðarljósi.