Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2010, Blaðsíða 8
8 miðvikudagur 9. júní 2010 fréttir • Svart • Hvítt • Krem • Brúnt Holtagörðum 2. hæð • Sími 512 6800 • www.dorma.is • dorma@dorma.is OPIÐ Virka daga frá kl. 10-18 Laugardag frá kl. 11-17 Serta aftur á Íslandi !! Yankee Candle, hin einu sönnu. Yfi r 40 mismunandi ilmkerti ! Kynningarafsláttur 15% Chiro 600 heilsurúm Stærð cm. Tilboð kr. 90x200 90.900,- 100x200 95.900,- 120x200 98.000,- 140x200 119.900,- 160x200 149.900,- 180x200 159.900,- Uppreisn gegn leiksk lastjóra Fjöldi fyrrverandi starfsmanna leikskólans Seljaborgar er ósáttur við leikskóla- svið Reykjavíkurborgar þar sem ekkert hafi verið gert vegna alvarlegra umkvart- ana þeirra. Sviðinu barst skriflegt erindi í nóvember síðastliðnum og síðan þá hafa allir óánægðu starfsmennirnir hætt störfum á leikskólanum. Nær helmingur starfsmanna leik- skólans Seljaborgar leitaði til leik- skólasviðs Reykjavíkurborgar á dög- unum og kvartaði formlega undan leikskólastjóranum, Ágústu Amalíu Friðriksdóttur. Það gerðu starfs- mennirnir sex undir nafni þar sem stjórinn er sakaður um persónu- árásir á undirmenn sína. Það var í lok nóvember síðastlið- ins sem starfsmennirnir skiluðu inn skriflegri kvörtun til leikskólasviðs borgarinnar. Sexmenningarnir eru hins vegar ósáttir við úrvinnslu leik- skólasviðsins sem hafi engu skilað, öðru en því að allir starfsmennirn- ir hafa nú hætt störfum á leikskól- anum. Eftir því sem DV kemst næst hætti einn þeirra störfum skömmu áður en bréfið var afhent leikskóla- sviðinu og hinir fimm starfsmenn- irnir hættu eftir það. Hætta frekar Þær Ásgerður Friðbjarnardóttir, Edda Bára Höskuldsdóttir, Hjördís Árnadóttir og Hildur Rán Thors- hamar störfuðu allar á leikskólan- um undir stjórn Ágústu Amalíu og rísa nú upp gegn fyrrverandi yfir- manni sínum. Þær eru allar hættar störfum á Seljaborg og skilja ekk- ert í því hvers vegna ekkert hafi ver- ið aðhafst til að bæta úr stjórnunar- og samskiptavanda á leikskólanum. „Við erum ekki að stíga fram til að ná fram hefndum gegn nokkrum manni heldur til að vekja máls á al- varleika svona mála á vinnustöðum. Við erum búnar að mæta á nokkra fundi þar sem farið hefur verið yfir umkvartanir okkar en svo gerist ekki neitt. Starfsmannavelta leikskólans er ekki eðlileg og hana má rekja til vanlíðanar starfsmanna sem hætta frekar en að líða illa í vinnunni,“ seg- ir Ásgerður. „Við viljum bara vekja athygli á þessu því það er of lítið talað um svona hluti. Hins vegar var ekkert gert í málinu sem varð til þess að við sögðum upp á leikskólanum. Niður- staða stéttarfélagsins var sú að ekk- ert væri hægt að gera því við værum allar hættar. Síðan þá hefur bara nýtt fólk verið ráðið í staðinn og látið líta út fyrir að allt sé í lagi,“ segir Hildur Rán. Ekkert einelti Ragnhildur Erna Bjarnadóttir, sviðs- stjóri leikskólasviðs Reykjavíkur- borgar, staðfestir að starfsmennirnir hafi kvartað til sín. Hún viðurkennir að starfsmannavelta leikskólans sé há en fullyrðir að verið sé að vinna í því að bæta samskiptin þar. „Ein- elti er grafalvarlegt mál og þessi leik- skólastjóri hefur ekki fengið neinn slíkan stimpil hjá okkur. Alls ekki. Það er hins vegar rétt að hingað var komið með ábendingar og við höf- um unnið með þær hér. Niðurstaða eineltisteymis var sú að einelti hefði ekki verið stundað heldur hefur leik- skólastjórinn þurft að taka á starfs- mannamálum eins og yfirmaður þarf að gera,“ segir Ragnhildur Erna. „Það er ekki með neinu móti hægt að segja að þarna hafi starfs- menn verið beittir einelti, það gæti frekar verið samskiptavandi. Það hefur verið hlustað á starfsmennina og leikskólastjórann, ég veit að ein- hverjir þarna hafa hætt störfum, en ég held að stjórnandinn hafi tekið á erfiðum starfsmannamálum. Þegar svona kvartanir koma upp tökum við þær mjög alvarlega og rýnum mjög vel í þær.“ Við vinnslu fréttarinnar var leit- að viðbragða hjá Ágústu Amalíu en hún vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. trausti HafstEinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Þegar svona kvartanir koma upp tökum við þær mjög alvarlega og rýnum mjög vel í þær. rísa upp Þær Ásgerður, Edda Bára, Hjördís og Hildur Rán eru ósáttar við að ekkert hafi verið gert og vilja vekja máls á alvarleika vinnustaðavandamála. persónuleg meðmæli best Samkvæmt nýrri könnun MMR treystir fólk best persónulegum meðmælum og umfjöllun á netinu þegar það leitar upplýsinga um vöru og þjónustu. Um 80 prósent aðspurðra sögðust helst treysta meðmælum fólks sem það þekkir þegar þau leita sér upp- lýsinga um vörur og þjónustu. Þar á eftir komu heimasíður fyrirtækja og umsagnir neytenda á internetinu. Fæstir sögðust þó treysta auglýs- ingum á internetinu og SMS-auglýs- ingum. Yfirstrikanir á huldu Á Seltjarnarnesi voru yfirstrikanir og breytingar á framboðslistum í sveit- arstjórnarkosningunum ekki taldar ef þeir voru neðarlega á listum. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráðherra og núverandi þingmaður Framsókn- arflokksins, skipaði heiðurssætið á lista flokksins í bænum og því voru yfirstrikanir hennar ekki taldar. „Við töldum það ekki saman því það hafði ekki praktíska þýðingu. Fólk kemst ekkert neðar en 14. sæti,“ segir Pétur Kjartansson, formaður yfirkjörstjórnar á Seltjarnarnesi. Pét- ur segir að eitthvað hafi verið strikað yfir nafn Sivjar þó að engar tölur séu fáanlegar um það. segir pálma vera himnasendingu Tónlistarmaðurinn Bubbi Mort- hens lofar Iceland Express og kveðst þakklátur fyrir það að Pálmi Har- aldsson, oft kennur við Fons, eigi fé- lagið. Bubbi segist á bloggsíðu sinni hafa flogið með flugfélaginu til út- landa á dögunum því þar séu bestu „dílarnir“. „Ég er ekki eins og Villi Bjarna, kenndur við túlípana. Að neita gjafa- bréfi frá því frábæra fyrirtæki sem Iceland Express er, ef slíkt væri í boði,“ segir Bubbi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.