Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2010, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2010, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 21. júlí 2010 FRÉTTIR 7 Aðeins nokkrar vikur eru í að gestir geti barið eðlur og slöngur augum í návígi í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum í Laugardalnum í Reykjavík. Tvær tegundir af eðlum og slöngum eru nú í sóttkví undir eftirliti starfs- manna Húsdýragarðsins og gangi allt að óskum gætu aðeins verið um fimm vikur í að skriðdýrin verði tekin til sýningar. Einhver gæti haldið að koma skriðdýranna í Laugardalinn teng- ist því að Jón Gnarr er orðinn borg- arstjóri. Svo er þó ekki því nokkuð er síðan sótt var um leyfi til að flytja skriðdýrin inn til landsins og var ráð- gert að taka þau til sýningar á árinu. Fjölskyldu-og húsdýragarðurinn fagnar á þessu ári 20 ára afmæli sínu og var ákveðið að prófa eitthvað nýtt á afmælisárinu. Að sögn Unnar Sig- urþórsdóttur, deildarstjóra fræðslu- deildar, hafa um sextán dýr í það heila verið í sóttkví í um 2-3 vikur. Yfirdýralæknir fer fram á að dýr sem þessi séu í sóttkví í átta vikur áður en ákvörðun er tekin um hvort dýrun- um verði hleypt inn. Kyrkislöngur og skeggdrekar Sem fyrr segir er um að ræða fjór- ar tegundir skriðdýra, sextán stykki í það heila. Slöngutegundirnar eru tvær. Annars vegar bóaslanga, sem er kyrkislanga, og kornsnákur. Eðl- utegundirnar tvær eru iguana-eðlur og skeggdrekar. Skeggdrekar, þrátt fyrir sitt ógnvænlega nafn, verða venjulega ekki mikið meira en 60 sentímetrar að lengd. Bóaslöngur geta hins vegar orðið allt að fjórum metrum að lengd, og jafnvel rúm- lega það. Þessi skriðdýr eru ekki talin hættu- leg en starfsfólk Fjölskyldu- og hús- dýragarðsins hefur fengið þjálfun í meðhöndlun þeirra og hefur sérstök- um vistarverum þegar verið komið upp fyrir dýrin í Húsdýragarðinum. Aldrei áður hafa dýr sem þessi ver- ið til sýningar hér á landi og heppnist sóttkvíin verður því um að ræða tíma- mótaatburð sem vonir standa til að laði fleiri gesti að garðinum. Vonar að borgarstjóri kunni að meta dýrin Mikið hefur verið fjallað um það kosningaloforð Besta flokksins að fá ísbjörn í Húsdýragarðinn. Nú eru hjólin farin að snúast í þeim efnum eins og lesa má í DV í dag en aðspurð segir Unnur þó að borgarstjórinn, Jón Gnarr, hafi ekki haft hönd í bagga með að gefa grænt ljós á komu skrið- dýranna. Ákvörðunin um að fá þau til sýningar hafi verið afrakstur stefnu- mótunarfunda starfsmanna fyrir þó nokkru. „En borgarstjóri er vonandi bara ánægður með komu þessara dýra,“ segir Unnur. Ljóst er að ef allt gengur upp verður Húsdýragarður- inn býsna spennandi viðkomustaður fyrir fólk á öllum aldri. DV reyndi að ná tali af Jóni Gnarr borgarstjóra til að spyrja hann út í skoðanir hans á komu skriðdýranna í Húsdýragarðinn en blaðið náði ekki í hann. Borgarstjóri er vonandi bara ánægður með komu þessara dýra. SLÖNGUR Á LEIÐ Í HÚSDÝRAGARÐINN Ef allt gengur að óskum eru fimm vikur í að gestir Fjölskyldu- og húsdýragarðsins geti skoðað slöngur og eðlur í garðinum. Sextán dýr eru nú í sóttkví og bíða leyfis svo gestir og gangandi geti barið þau augum í fyrsta skipti hér á landi. SIGURÐUR MIKAEL JÓNSSON blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Skeggdrekinn Ermeðal þeirraskriðdýrasemlands- menngetabráttskoðað. Kyrkislanga Bóaslangaerkyrki- slöngutegundsemgeturorðið rúmlegafjögurrametralöng. Runnu á lyktina Lögreglumenn í eftirlitsferð um Eyr- arbakka á mánudagskvöld fundu einkennilega lykt á ferð sinni um bæinn. Í ljós kom að um var að ræða kannabislykt sem kom frá húsi einu í bænum. Lögreglumennirnir kölluðu á liðsauka og bönkuðu upp á. Þar fundu þeir par á þrítugsaldri sem var að skera niður þrjátíu kannabis- plöntur í neysluskammta, samtals um eitt kíló. Lögreglan lagði hald á allan búnað og plöntur og handtók fólkið. Myndin hér að ofan tengist fréttinni ekki beint. Sendinefnd AGS á Íslandi Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum er stödd hér á landi og verður fram á fimmtudag. Nefndin mun meðal annars eiga viðræður við stjórnvöld vegna þriðju endurskoðunnar Íslands og sjóðsins. Önnur endurskoðunin var samþykkt í apríl síðastliðnum. Komið hefur fram að viðbúið sé að endurskoðunin tefjist vegna dóms Hæstaréttar um gengis- tryggð lán og áhrif hans á efna- hagsstöðu landsins. Íslendingur til Kabúl Þórður Ægir Óskarsson sendiherra hefur á vegum Íslensku friðar- gæslunnar tekið að sér starf yfir- manns pólitískra mála á skrifstofu sérlegs fulltrúa framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, Mark Sed- will. Er hann jafnframt stað- gengill Sed- wills. Starf Þórð- ar felur meðal annars í sér ábyrgð á sam- skiptum og samvinnu við afgönsk stjórnvöld, þing og þingmenn, sendinefnd Sameinuðu þjóðanna í landinu, aðrar alþjóðlegar stofn- anir og erlend sendiráð í Kabúl. Yfirmaður pólitískra mála tekur jafnframt virkan þátt í sáttaferli stríðandi fylkinga í landinu og samskiptum við nágrannaríkin, einkum Pakistan.  Bauð Björk hlut í HS Orku Ross Beaty, stjórnarformaður og for- stjóri Magma Energy, bauð söng- konunni Björk Guðmundsdóttur að kaupa 25 prósenta hlut í HS Orku. Frá þessu greindi vefútgáfa tímarits- ins Reykjavík Grapevine á þriðjudag. Þar er einnig birt svar Bjarkar við tilboðinu þar sem hún vandar Beaty ekki kveðjurnar. „Kæri Ross, ég sá skilboð þín til mín. Þar býður þú mér hlut í HS Orku sem sýnir að þú er að misskilja málstað minn herfilega. Mín skoðun er sú að þetta fyrirtæki ætti ekki að einkavæða. Því ætti að skila aftur til fólksins. Að því sögðu þá hef ég eng- an áhuga á hlutnum.“„Við erum að vinna á fullu í þessu ís- bjarnarmáli öllu og ráðgerum að fara af stað með söfnunarsíðu vegna ísbjarn- arins um miðjan ágúst,“ segir Heiða Kristín Helgadóttir, aðstoðarkona Jóns Gnarr borgarstjóra. Eins og frægt er orðið lofaði Jón og flokkur hans, Besti flokkurinn, að koma fyrir ísbirni í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum. Hingað til hefur öllum fullyrðing- um um ísbirni í Húsdýragarðinum ver- ið tekið með nokkrum fyrirvara. Hins vegar hafa fjölmiðlar kannað raunhæfi þessa loforðs og flestir sem til þekkja verið á því að ef Besti flokkurinn ætlar sér að standa við það myndi það kosta hundruð milljóna króna eða að efndir væru í besta falli ómögulegar. Jóni Gnarr er hins vegar full alvara með þessu og hefur hann nú látið hefja vinnu við að koma upp vefsíðu þar sem tekið verður á móti framlögum til að fjármagna kosningaloforðið. „Við ætlum að safna fyrir ísbirnin- um með þessum hætti,“ segir Heiða í samtali við DV. „Þetta er netsíða sem verið er að útbúa og við ætlum að nota þessa alþjóðlegu athygli sem Jón hef- ur fengið til að auglýsa þessa ísbjarn- arsíðu og taka við framlögum frá fólki og félögum sem hafa áhuga á að koma upp ísbjarnargryfju í Húsdýragarðin- um. „Jón er með mjög ákveðnar skoðan- ir og hugmyndir um hvernig hann vill að Húsdýragarðurinn verði og blómstri sem eitthvað fyrirbæri í borginni. Og ég veit að hann er að nota sumarfríið í að skoða þessi mál mjög vel þannig að ég hlakka bara til að fá hann úr fríinu, uppfullan af góðum hugmyndum.“ mikael@dv.is Besti flokkurinn safnar fyrir kosningaloforði sínu: Söfnunaðhefjastfyrirísbirni Ísbjörninn væntanlegur JónGnarrætlarséraðstandaviðgefiðloforðumísbjörní Húsdýragarðinn.Söfnuninferígangínæstamánuði. MYND REUTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.