Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2010, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2010, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 21. júlí 2010 FRÉTTIR 11 fyrir hrun og að mínu mati heldur sú glæpastarfsemi áfram því það er ver- ið að taka fólk af lífi í stórum stíl. Það er einmitt Kaupþing sem fær verstu útreiðina af öllum bönkunum í rann- sóknum sérstaks saksóknara vegna þeirrar markaðsmisnotkunar sem átti sér stað þar fyrir hrunið,“ seg- ir Stefán en þar vísar hann til þeirra rannsókna á allsherjarmarkaðsmis- notkun Kaupþings sem eru í gangi hjá ákæruvaldinu. Stefáni boðið í einkabankaþjónustu Ástæðan fyrir því af hverju Stefán lét einkabankaþjónustuna sjá um viðskipti sín var sú að starfsmaður Kaupþings hafði samband við hann með tölvupósti og í síma í byrjun júlí árið 2007. Stefán hafði þá ný- verið fengið 12 milljónir króna í arð- greiðslu inn á gjaldeyrisreikning sinn hjá bankanum og var honum boðið að skoða einkabankaþjónustuna. Hann segist hafa ákveðið að verða viðskiptavinur einkabankaþjónust- unnar. Opnaður var vörslureikningur á nafni Stefáns og voru milljónirnar 12 lagðar inn á hann sem eigið fé til að fjárfesta fyrir. Skömmu síðar fékk Stefán tölvupóst frá einkabankaþjón- ustunni þar sem honum var boðið 50 milljóna króna lán til að fjárfesta fyrir. „Ástæðan fyrir því að ég gerði þetta var að bankinn hringdi í mig og bauð mér þessi hlutabréf með höf- uðstólsvörðu láni. Sölumaðurinn – teppasölumaðurinn – hringdi í mig og bauð mér þetta. Um leið og bank- inn hrundi gekk þessi viðskiptastjóri út úr bankanum og hætti en honum var örugglega fullkunnugt um þetta.“ Heimildir DV frá viðskiptavinum einkabankaþjónustu Glitnis herma að viðskiptastjórar þeirra hafi einn- ig hætt í bankanum eftir hrun og að erfiðlega hafi gengið að fá svör við þeim spurningum sem viðskipta- vinirnir vildu spyrja starfsmennina. „Ég byrjaði með 12 milljónir króna í eigið fé, tók lán upp á 50 milljónir og skulda 160 milljónir í dag,“ segir Stef- án. „Bankinn nálgaðist mig, tók pen- ingana mína, lofaði gulli og grænum skógum og sveik mig svo.“ Aðspurður hvort hann hafi aldrei fyllst efasemdum í garð einkabanka- þjónustunnar segir Stefán: „Nei, vegna þess að þeir lofuðu mér vökt- un. Ég treysti þeim vegna þess að ég taldi að þeir kynnu þetta betur en ég og þeir lofuðu að verja mig fyrir tapi.“ Blaðamaður: „Þannig að meira að segja fjármálastjóri Baugs var tekinn illa af einkabankaþjónustu eins við- skiptabankans?“ Stefán: „Já, já, af því að ég treysti þeim. Þeir buðu mér þessa þjón- ustu... Ég held að ég sé fyrsti ein- staklingurinn sem er tekinn af lífi af bönkunum fyrir að hafa verið kúnni í eignastýringu. Ég er fyrsti einstakl- ingurinn sem er líflátinn. Ég missi löggildingarréttindin sem endur- skoðandi og missi allt út af þessu. Svo er mikil hætta á að þetta verði til þess að aðrar fjármálastofnanir gjaldfelli lán og kröfur gegn mér, lán sem eru í skilum.“ Stefán segist vera milljónamæringur Stefán segir, aðspurður hvernig málarekstur Arion banka komi við hann persónulega, að hann sé í raun milljónamæringur. „Ég er heppinn. Ég lít á mig sem milljónamæring þrátt fyrir þetta. Ég á skemmtilega og fallega konu, á fjögur yndisleg börn, ég er í góðu starfi, ég er heil- brigður og hraustur, vel menntaður og ég kann ýmislegt. Ef maður for- gangsraðar er það kannski þetta sem skiptir mestu máli. Svo kannski end- ar maður á veraldlegum eigum eins og einhverju húsi eða fjármáladóti og öðru slíku. En ef þú ert ekki heil- brigður og átt ekki heilbrigð börn, þá hvað? Þetta eru grunnatriðin,“ segir hann. Aðspurður hvort hann muni missa hús sitt á Laufásveginum, sem hann færði yfir á hlutafélag móður sinnar síðla árs 2008, segist Stefán ekki vita það að svo stöddu. „Ég hreinlega veit það ekki.“ Svo kann þó að fara þar sem slíkir gerningar eru riftanlegir fjögur ár aftur í tímann. Skiptastjóri þrota- bús Stefáns kann því mögulega að taka afstöðu til þess ef Hæsti- réttur staðfestir gjaldþrotaúr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir honum. Málarekstur í máli Stefáns mun fara fram fyrir Hæstarétti síðar á árinu. Ekki er komin dagsetning á málflutninginn en Stefán segir líklegt að mál- ið verði tekið fyrir í haust. Uppgjör Stefáns Uppgjörið sem Stefán fékk sent heim vegna afleiðusamningsins við Kaupþing sýnir fram á að samningurinn var gerður upp á núlli. Hærri upphæð var tekin út af reikningi hans en hann átti að skulda samkvæmt samningnum. Viðskiptavinir eignastýringar- deildanna eiga að fá fagmenn til að fara yfir reikningana sína. „KAUPÞING RÆNDI MIG“ Sakar Kaupþing um skjalafals Stefán segir að uppgjör Kaupþings á afleiðusamningum sem hann gerði við einkabankaþjónustu bankans hafi ekki verið neitt annað en skjalafals og sakar hann bankann um rán. Kaupþing hefur sett Stefán í þrot vegna skulda sem hann stofnaði til í gegnum einkabankaþjón- ustuna. MYND HÖRÐUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.