Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2010, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2010, Side 14
Dísilolía Algengt verð verð á lítra 193,4 kr. verð á lítra 190,4 kr. Algengt verð verð á lítra 193,1 kr. verð á lítra 190,1 kr. Algengt verð verð á lítra 194,5 kr. verð á lítra 191,5 kr. bensín Dalvegi verð á lítra 193,0 kr. verð á lítra 190,0 kr. Melabraut verð á lítra 193,1 kr. verð á lítra 190,1 kr. Algengt verð verð á lítra 193,4 kr. verð á lítra 191,5 kr. SkeMMDAr nið- urSuðuDóSir Innihald niðursuðudósa sem hafa beyglast kann að vera skemmt. Þannig er mögulegt að þær hafi jafnvel gatast lítillega, sem er nóg til þess að allt innihaldið skemm- ist. Góð þumalputtaregla er að þrýsta ofan á allar pakkningar sem eru með loki. Ef þær hafa lyfst upp er innsiglið rofið, og ef það er raun- in heyrist smellur og lokið hreyfist upp aftur. Því skaltu aldrei kaupa beyglaðar niðursuðudósir. kleSSt kAkA n Lastið að þessu sinni fær Bakara- meistarinn í Húsgagnahöllinni. Við- skiptavinur keypti sér súkkulaðiköku með karamellukremi ofan á og setti afgreiðslustúlkan kökuna beint ofan í bréfpoka. Þegar heim var komið var kremið komið út um allt og varla hægt að borða kökuna sem var orðin vægast sagt ógirnileg. Þessi sami viðskipta- vinur hafði áður keypt eins köku en þá var bakki settur utan um kökuna áður en hún fór ofan í bréfpokann. Mynd- in að ofan er úr safni. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS FyrirMynDAr- tölvuþjónuStA n Lofið að þessu sinni fær Tölvu- tækni í Kópavogi. Ánægður við- skiptavinur keypti sér tölvu á staðn- um og sagði þjónustuna hafa verið afar góða þar. Þá hafi hún verið fagmannleg og við- komandi fengið heiðarleg ráð um tölvuviðskipti. Að lokum bætti hún við að verðið hafi verið betra en í öðrum tölvu- búðum. LOF&LAST 14 neyTendur UmSjóN: Símon örn reyniSSon simon@dv.is 21. júlí 2010 miðvikudagur ekTA beLgíSkAr vöFFLur Á Þingeyri fyrir- finnst kaffihús sem selur ósviknar belgískar vöfflur. Það er rekið í nýuppgerðu húsi á Fjarðargötu 5 í bænum, sem eigendurnir sjálfir unnu hörðum höndum við að gera upp. Það er ekki nóg með að vöfflurnar séu ósviknar, heldur er staðurinn í eigu Belga. Vöfflujárn- ið er einnig frá Belgíu, og segir eigandinn uppskriftina hafa fylgt járninu. Hvað sem því líður er þetta huggulegur staður sem er þess virði að vera heimsóttur. Þar kostar ein vaffla með sultu 650 krónur, en kaffibolli kostar 300 krónur. e L d S n e y T i Ódýrustu vegasjoppurnar Á ferð um landið knýr hungrið oft dyra og þá er oft freistandi að stoppa í næstu vegasjoppu og fá sér eitthvað snarl. Hamborgarar, ís eða pylsur verða oft fyrir valinu, og hafa sum- ir gengið svo langt að kalla þessa þrenningu hinn raunverulega þjóð- arrétt Íslendinga. DV kannaði verð- ið á fjórum hlutum í ýmsum vega- sjoppum landsins, hamborgara með frönskum, pylsu, litlum ís í brauði og loks verðið á 30 lítrum af bensíni. Inni á kortinu eru einn- ig nokkur góð tjaldstæði, en DV fjallaði um tjald- stæði landsins í síðasta mánuði. Að lokum hafa ódýrustu bens- ínstöðvarnar ver- ið merktar inn á kortið. DV tók saman verð á bensíni, pylsum, ham- borgurum með frönskum og ís í brauði í nokkrum sjoppum í kringum landið. Símon örn reyniSSon blaðamaður skrifar: simon@dv.is Hyrnan, borgarnesi Hamborgari: 1.240 krónur. Lítill ís: 220 krónur. Pylsa: 270 krónur. Bensín: 5.802 krónur. Olís, borgarnesi Hamborgari: 980 krónur. Lítill ís: 225 krónur. Pylsa: 260 krónur. Bensín: 5.802 krónur. Olís, Stykkishólmi Hamborgari: 980 krónur. Lítill ís: 225 krónur. Pylsa: 260 krónur. Bensín: 5.802 krónur. Hamraborg, ísafirði Hamborgari: 995 krónur. Lítill ís: 230 krónur. Pylsa: 250 krónur. Bensín: - Ekki selt. Staðarskáli Hamborgari: 1.095 krónur. Lítill ís: 240 krónur. Pylsa: 280 krónur. Bensín: 5.802 krónur. veitingaskálinn víðigerði Hamborgari: 950 krónur. Lítill ís: 225 krónur. Pylsa: 260 krónur. Bensín: - Ekki selt. n1-sjoppan, blönduósi Hamborgari: 1.095 krónur. Lítill ís: 240 krónur. Pylsa: 280 krónur. Bensín: 5.802 krónur. Pylsuvagninn, Selfossi Hamborgari: 890 krónur. Lítill ís: - Ekki selt Pylsa: 280 krónur. Bensín: - Ekki selt Ódýrasta bensínið ódýrasta bensínið er hjá Orkunni (20. júlí klukkan 17.00). Á Orkustöðvunum kostar bensín- lítrinn 193 krónur og þær eru dreifðar um landið. Þrjátíu lítrar af bensíni fæst þar á 5.790 krónur. ódýr bens- ínstöð hefur verið merkt inn á kortið með reglulegu millibili á hringveginum og í nágrenni hans. Fimm stjörnu tjaldstæði Fossatún, borgarfirði Verð: 800-1.000 krónur fyrir fullorðna. Skjólsælt, fallegt landslag og fyrsta flokks aðstaða. mínigolf, klifurturn, sparkvöll- ur og frítt internet í klukkustund eru meðal þeirra fríðinda sem gestum bjóðast. breiðavík á vestfjörðum Verð: 1.200 krónur á mann. Fallegt útsýni og fyrirmyndaraðstaða til boða hér. Þeir sem gista í Breiðavík geta meðal annars að nýtt þvotta- og baðaðstöðu, matsal, rafmagn, og hafa aðgang að heitu og köldu vatni. Úlfljótsvatn Verð: 1.200 krónur fyrir fullorðna. Góð aðstaða fyrir stóra hópa. Fjöldinn allur af leiktækjum er þarna fyrir börnin, og hjólabátar fást leigðir. Viðskiptavinir fá að veiða frítt, því veiðileyfi er innifalið í verðinu. meðferð áfengra drykkja er bönnuð. bakkaflöt, Skagafirði Verð: 800 krónur fyrir 12 ára og eldri. Skjólgott og fagurt umhverfi. Tjaldsvæðið er umkringt trjám og hólfaskipt, sem er hentugt fyrir hópa sem vilja næði. Boðið er upp á afnot af gasgrilli og eldunaraðstöðu þar sem um 20 manns geta sest niður. Heiðarbær, reykjahverfi Verð: 750 krónur á mann. Eldunaraðstaða með heitu og köldu vatni býðst gestum, sem og rafmagn og salerni sem er ætíð opið. Þetta tjaldstæði er staðsett nálægt mörgum af náttúruperlum Íslands, svo sem mývatni, Goðafossi, jökulsárgljúfri og Ásbyrgi. Fossatún, borgarfirði Úlfljótsvatn breiðavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.