Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2010, Síða 18
HUGÐAREFNI DAVÍÐS
n Erfitt er að finna það eintak Morg-
unblaðsins frá því Davíð Odds-
son hóf störf þar sem Jón Ásgeir
Jóhannesson
athafnamaður
er ekki nefndur
og þá yfirleitt af
slæmu. Davíð
hefur, vakinn og
sofinn, verið með
Jón á heilanum í
um það bil 10 ár
eða frá því hann
var forsætisráðherra. Staksteinar og
leiðarar Moggans hafa verið undir-
lagðir af þessu hugðarefni ritstjór-
ans. Á mánudaginn var skráður nýr
kafli í íslenskri fyndni þegar Davíð
tengdi saman fjölmiðlafyrirtækið
365 og þá staðreynd að það eru
einmitt 365 dagar í árinu. Reikna
má með því að einhverjir lesendur
Moggans hafi staðið á öndinni af
hlátri yfir hinni hárbeittu kímni.
STYRKUR
ÚTGERÐARMANNA
n Einhverjar vangaveltur eru uppi
um það hver haldi úti áróðursvefn-
um amx.is sem stýrt er af Friðbirni
Orra Ketils-
syni. Friðbjörn
er tengdason-
ur Gunnlaugs
Sævars Gunn-
laugssonar sem
hefur lifibrauð
sitt af þjónustu
við athafnakon-
una Guðbjörgu
Matthíasdóttur í Vestmannaeyj-
um. Guðbjörg er áhrifamikil innan
Landssambands íslenskra útvegs-
manna. Því er haldið fram að stór
hluti þeirra peninga sem fara til
reksturs amx.is komi frá LÍÚ. Talað
er um hálfa aðra milljón á mánuði.
Þetta fæst þó ekki staðfest hjá sam-
tökunum.
ALMÁTTUGUR
RÁÐALAUS
n Einn af öflugustu útgerðarmönn-
um Íslands er Jón Guðbjartsson
sem rekur rækjuútgerð og vinnslu
á Ísafirði. Jón
hefur í gegnum
tíðina haft það
orð á sér að geta
flest. Í samræmi
við það var hann
kallaður Almátt-
ugur þegar hann
bjó í Bolung-
arvík. En nú er
Jón ráðalaus eftir að Jón Bjarna-
son sjávarútvegsráðherra ákvað að
gefa veiðar á úthafsrækju frjálsar.
Eins og fram kom í DV keypti Jón
rækjukvóta fyrir 160 milljónir fyrir
nokkrum vikum. Sú fjárfesting er
einskis virði í dag og Jóni er eðlilega
brugðið.
SONURINN LÍKA Í
ÚTVARP
n Útvarp Saga er á mikilli ferð þessa
dagana undir styrkri stjórn Arn-
þrúðar Karlsdóttur. Fyrir nokkrum
vikum flutti stöðin í nýtt og glæsi-
legt húsnæði við Nóatún. Og enn
er verið að færa út kvíarnar því á
næstunni verður opnuð tónlistar-
rás undir merkjum Sögu. Það má
segja að snemma beygist krókurinn
því það er sonur Arnþrúðar sem þar
verður við stjórnvölinn.
Björk Guðmundsdóttir er snillingur á ótal sviðum. Hún er ekki aðeins tónlist-armaður af hæstu gráðu í
poppheiminum heldur veit hún allt
um umhverfismál og þar með talin
orkumál. Björk er á meðal auðug-
ustu Íslendinga vegna hæfileika
sinna. Þeir peningar sem henni hafa
áskotnast hafa orðið til í útlönd-
um. Og það er einmitt þess vegna
sem hún veit hversu hættulegir
útlendingar geta verið illa upplýst-
um eyjaskeggjum úti í ballarhafi
sem gjarnan falla fyrir gylliboðum
útlendinga. Þetta er í raun eins og
það var á tímum landafundanna.
Landkönnuðir veifuðu glysi framan
í frumbyggja og fengu þá þannig
til að afhenda þau gæði sem lönd
þeirra bjuggu að.
Íslendingar lifa nú þá erfiðu tíma að flest verðmæti eru veðsett útlendingunum. Vitl-eysingarnir í útgerðinni eiga
yfir höfði sér skuldabréfavafninga í
risabönkum erlendis. Og það er ein-
ungis tímaspursmál hvenær ljótu
kallarnir fara fram með veðkall og
eignast íslenska þorskstofninn og að
ekki sé talað um humarinn. Sama er
uppi á teningnum með íslensku ork-
una. Lög banna að útlendingar utan
Evrópu komi höndum yfir jarðhita-
svæðin okkar. En þar sem Kanada-
maður nokkur ásældist fjallið Keili
og alla þá orku sem sprettur upp
þar í kring varð að finna leið til að
draumur hann rættist. Íslendingar
eru þaulreyndir í að stofna allskonar
fyrirtækjaflækjur til að eignarhald-
ið sé ekki að þvælast fyrir hunda
og manna fótum. Þess vegna veitti
ráðuneyti eitt góðfúslega aðstoð við
að stofna skúffufyrirtæki í Svíþjóð.
Þannig gat Kandamaðurinn eignast
fjallið og orkuna.
Söngkonan Björk er búin að sjá í gegnum allt þetta sjón-arspil. Hún veit að það er ein-ungis tímaspursmál hvenær
illa upplýstir landar hennar glepjast
til að selja Geysi, Gullfoss, Esjuna
og jafnvel fjallkonuna. Þess vegna
boðaði hún til blaðamannafundar á
eyjunni bláu. Þar útskýrði hún fyrir
nokkrum vitleysingum af fjölmiðl-
um hvað væri í gangi. Jafnframt
lét hún í ljósi áhyggjur af skorti á
rannsóknarblaðamennsku á Íslandi
sem hefði væntanlega komið í veg
fyrir að auðlindirnar væru á leið í
hendur útlendinga. Opinmynntir
blaðamenn hlýddu á niðurstöður og
opinberanir söngkonunnar. Þegar
þeir síðan vildu bergja meira af fróð-
leiksbrunni Bjarkar var fundinum
slitið.
Blaðamennirnir sem sáu ekki landið falla í hendur útlendinga máttu einskis spyrja. Þetta var ekki þannig
blaðamannafundur. Þetta var svona
upplýsingafundur. Og blaðamenn-
irnir létu þetta gott heita. Hver og einn
hélt á sinn fjölmiðil og menn skrifuðu
og skröfuðu eftir nákvæmri forskrift
söngkonunnar. Það þarf enga rann-
sóknarblaðamenn á svona landi. Við
eigum Björk sem sér í gegnum holt og
hæðir og varar okkur við ljótu útlend-
ingunum sem gerðu hana ríka.
BJÖRK Á BLÁRRI EYJU
„Samskipti mín við Jón Bjarnason hafa
engin verið og munu engin verða,“ segir
JÓN GUÐBJARTSSON, einn af
eigendum rækjuvinnslunnar Kampa á
Ísafirði aðspurður um samband hans
við Jón Bjarnason,
sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra.
Jón Guðbjartsson
keypti aflaheimildir af
Byggðastofnun fyrir 160
milljónir króna aðeins
vikum áður en nafni
hans gaf veiðar á
úthafsrækju frjálsar.
Hann skoðar nú
réttarstöðu sína
vegna málsins.
HVERNIG RÆKIR ÞÚ
SAMBAND ÞITT VIÐ JÓN?
„Ég velti þessu
nú ekki mikið
fyrir mér ef ég á
að segja eins og er.“
n Arnaldur Indriðason, rithöfundur um 80
milljóna króna hagnað sinn af bókasölu. - DV
„Ég hef nú aldrei lent í
öðru eins ofbeldi á ævinni
og hef ég þó gengið í
gegnum ýmislegt.“
n Stefán H. Hilmarsson, endurskoðandi og
fyrrverandi fjármálastjóri Baugs um það að
Héraðsdómur Reykjavíkur hafi lýst hann
gjaldþrota. - Vísir
„Þetta eru meginástæður
þess að þegar ég las
greinina hans Brynjars
Níelssonar þá langaði mig
að fara og berja hann.“
n Bjarni Karlsson, sóknarprestur um
Pressupistil Brynjars Níelssonar hæstaréttarlög-
manns um vændi. - Pressan
„You didn’t really put your
money where your mouth
is, did you?“
n Úr svari Bjarkar Guðmundsdóttur til Ross
Beaty fjárfestis. - Reykjavik Grapevine
„Annars leið mér eins og
ég væri komin í gettóið
þar sem nasisminn var,
þær myndir sem maður
hefur séð af því.“
n Bryndís Gyða Grímsdóttir Pressupenni um
ferðalag sitt til Tyrklands. - DV
Galgopinn Gylfi
Ríkisstjórn Íslands hefur ekki borið gæfu til að standa með almenningi í landinu. Þótt Jóhanna Sigurðardótt-
ir hafi í gegnum tíðina uppskorið aðdáun og
fylgi fyrir að standa með því fólki sem á erf-
iðast uppdráttar kveður við annan tón eftir
að hún var gerð að forsætisráðherra. Skyndi-
lega varð það hennar hlutskipti að standa
vörð um banka og fjármálastofnanir. Fólk-
ið sem hún lofaði skjaldborg var skilið eftir á
berangri.
Þetta er í raun saga íslensku kreppunnar.
Ofuráhersla var lögð á að verja hagsmuni
fjármagnseigenda, hvort sem litið er til inni-
stæðna í bönkum eða þeirra sem lögðu fé
sitt í áhættusjóði. Þannig eru dæmi um að
íslenska ríkið hafi bjargað fjármunum stór-
eignafólks án þess að hafa til þess neina laga-
skyldu. Þetta var á ábyrgð Jóhönnu Sigurð-
ardóttur ekki síður en annarra ráðherra sem
sendu reikninginn á þá skuldugu í samfélag-
inu. Fólk í heljargreipum banka og fjármála-
stofnana átti að þola stökkbreytt lán til þess
að hægt væri að standa vörð um hagsmuni
eignafólks í landinu.
Hæstiréttur Íslands dæmdi síðar að
myntkörfulánin væru ólögleg. Það er nötur-
leg staðreynd að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð-
ardóttur leitar nú ákaft leiða fram hjá dómi
Hæstaréttar. Skuldarar, sem skornir voru úr
snörunni, skulu fara aftur í gálgann. Heilög
Jóhanna tekur að sér hlutverk böðulsins.
Sá ráðherra ríkisstjórnarinnar sem hvað
ákafastur er í að umskrifa dóm Hæstarétt-
ar er Gylfi Magnússon efnahagsráðherra.
Gylfi á frama sinn því að þakka að hann
hélt þrumuræðu á Austurvelli í aðdraganda
búsáhaldabyltingarinnar. Þá var hann mað-
ur fólksins. Nú er hann genginn í björg kerf-
isins og tekur banka og okurlánara fram yfir
fólk í neyð.
Galgopinn sem talaði sig inn í hjörtu
valdamanna á Austurvelli hefur sýnt sitt
rétta andlit. Og Jóhanna Sigurðardóttir er
á góðri leið með að sanna að allt hennar
tal um að hjálpa fólki var lýðskrum. Ríkis-
stjórnin, sem kennir sig við jöfnuð, er uppvís
að því að vera í algjörri mótsögn við yfirlýsta
stefnu. Hræsnin og tvöfeldnin eru aðals-
merki þeirra.
REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR. Heilög Jóhanna tekur að sér hlutverk böðulsins.
SANDKORN
TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK
ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR:
Lilja Skaftadóttir
FRAMKVÆMDASTJÓRI:
Bogi Örn Emilsson
RITSTJÓRAR:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
FRÉTTASTJÓRI:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
DV Á NETINU: DV.IS
AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010,
ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050.
SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
LEIÐARI
SPURNINGIN
SVARTHÖFÐI
BÓKSTAFLEGA
18 UMRÆÐA 21. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR