Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2010, Qupperneq 19
FRIÐRIK WEISSHAPPEL
er upphafsmaður afmælisgjafar á
Facebook í formi fjársöfnunar handa
Ómari Ragnarssyni sem hefur
sannarlega undið upp á sig. Þegar
hafa yfir 6.500 manns skráð sig á
síðuna og á þriðjudag gaf Landsvirkj-
un Ómari tvær milljónir.
HEPPINN AÐ FÁ
MARGAR
HUGMYNDIR
Noam Chomsky er talinn einn helsti
höfundur nútímamálvísinda. Hann
er kominn yfir áttrætt og er nú einn-
ig þekktur fyrir skarpa ádeilu sína á
vestræn stjórnmál og lífshætti. Bono,
söngvari írsku hljómsveitarinnar U2,
kallaði Chomsky eitt sinn óþreytandi
andófsmann og New York Times tel-
ur hann einn af áhrifamestu andans
mönnum samtímans.
Lýðræði og hlutverk fjölmiðla er
Chomsky hugleikið. Hann bendir á að
um miðja nítjándu öld hafi dagblöð
verið frjálsari en nú á tímum. Raunar
hafi frelsi þeirra hrakað stöðugt allar
götur síðan. Ein ástæðan er sú að mik-
ið fjármagn þarf til að reka dagblöð á
samkeppnismarkaði. Þörfin fyrir aukið
fjármagn leiðir til aukinna áhrifa stór-
fyrirtækja og auglýsenda í fjölmiðlun.
Auglýsingar eiga að sínu leyti lítið skylt
við upplýsingar, sem eru næringarefni
lýðræðisins að mati Chomskys.
Þessi þróun hefur leitt til alvarlegr-
ar hnignunar stjórnmálanna sem selja
kjósendum ímyndir en ekki málefni og
upplýsingar. „Aðeins 10 prósent kjós-
enda vita, þegar upp er staðið, hver
afstaða frambjóðenda er til mála. Það
er ekki vegna þess að kjósendur séu
heimskir eða hafi ekki áhuga. Ástæðan
er sú sama og ástæðan fyrir því að við
vitum ekki úr hverju tannkrem er gert.“
Innræting á menntabraut
Noam Chomsky heldur fram athyglis-
verðri kenningu um innrætingu og
skoðanakúgun. Hún felst í því að með
aukinni menntun fólks samsami það
sig betur ríkjandi gildum. Þetta er rót-
tæk fullyrðing: Með lengri skólagöngu
og aukinni menntun veður fólk þægara
og hlýðnara. Það gerist á hljóðlátan,
fínlegan og ómeðvitaðan hátt. Orðrétt
segir Chomsky til dæmis um blaða- og
fréttamenn:
„Þeir munu segja þér að enginn
skipi þeim fyrir verkum. Það er satt
og þeir hafa rétt fyrir sér. Enginn segir
þeim fyrir verkum. Innrætingin er svo
djúp að menntafólk trúir því að hugsun
þess sé hlutlæg.“
Um þetta leitar Chomsky fanga í
Dýrabæ eftir George Orwell og vekur
sérstaka athygli á inngangi þessarar
frægu bókar. Svo einkennilega vildi til
að inngangur Orwells fylgdi ekki fyrstu
útgáfu bókarinnar. „Það er góð og gild
ástæða fyrir því, honum var stungið
undir stól,“ segir Chomsky.
Í inngangi Orwells segir: „Þessi
bók er háðsádeila á einræðisríki. En
hér ætla ég að ræða hið frjálsa Eng-
land. Í hinu frjálsa Englandi eru málin
ekki svo mjög frábrugðin. Það er hægt
að þagga niður óvinsælar skoðanir án
íhlutunar ríkisins og það er gert.“
Orwell komst vitanlega að sömu
niðurstöðu og Chomsky og fjöldi ann-
arra hugsandi manna: Fjármagnið nær
undirtökunum og voldugir auðmenn
hafa nægar ástæður til þess að bæla
vissar hugmyndir og þanka í opinberri
umræðu.
Orwell og Chomsky höfðu, eins og
áður greinir, áhyggjur af þöggun með-
al menntaðra manna. Þegar þeir væru
búnir að afla sér menntunar, til dæmis
í virtum háskólum, væru þeir jafnframt
búnir að meðtaka boðskap um að
suma hluti væri hvorki hægt né æski-
legt að segja.
Hafa skal það sem…
Orwell og Chomsky eru þarna að ýja
að því að menntakerfið innræti með-
virkni og fylgispekt við ríkjandi vald.
Því lengri skólaganga, því langvinn-
ari innræting. „Svo þegar fólkið, sem
notið hefur langrar skólagöngu, fer út
í lífið og leitast við að vera gagnrýnið
eru aðferðirnar margar til að draga úr
því kjarkinn eða útiloka það á einn eða
annan hátt.“
Að mati Chomskys geta þannig
háværir talsmenn hlutlægninnar og
frjálsrar hugsunar endurómað tóman
áróður valdhafa þegar vel er að gáð. Því
almennari sem hollusta manna verður
því meir hnignar lýðræðinu.
Vel má vera að einhverjum þyki
Chomsky og Orwell draga upp dökka
mynd af innrætingarmættinum. En
var það ekki svo að flestir Íslendingar
hlustuðu á fagurgala stjórnvalda og út-
rásarvíkinga fyrir bankahrun og fundu
bjartsýninni og græðginni hlutlæg og
jafnvel vísindaleg rök dag hvern?
Hér með er skorað á Ríkisútvarpið
að endurflytja prýðisgóða þætti Maríu
Kristjánsdóttur leikhúsfræðings um
Noam Chomsky, en þeir voru á dag-
skrá Rásar 1 árið 2006.
Innrætingin lævísa
1 FRÆGASTI BOSSINN Í BIKÍNÍ Kim Kardashian skellti sér á ströndina um
helgina.
2 GLEYMDU SYNI SÍNUM Á BENSÍN- STÖÐ Bresk hjón gleymdu syni
sínum í Sviss.
3 LÖGMAÐUR LINDSAY FÉKK NÓG AF HENNI Robert Shapiro, nýráðinn
lögmaður Lindsay Lohan, er hættur
að verja hana.
4 LARSSON VAR LANGT KOMINN MEÐ ÞÁ FJÓRÐU Sænski rithöfund-
urinn Stieg Larsson var langt kominn
með fjórðu Millenium-söguna þegar
hann lést.
5 HANDTEKINN FYRIR AÐ NAUÐGA HUNDINUM SÍNUM 64 ára gamall
Bandaríkjamaður var handtekinn á
föstudag fyrir að nauðga hundinum
sínum.
6 GUÐMUNDUR FRANKLÍN: „HANN HEFUR BARA EKKI LESIÐ ALLAN
TEXTANN“ Stofnandi Hægri grænna
svarar gagnrýni Jónasar Kristjáns-
sonar.
7 VEL HEPPNUÐ ÚTRÁS ARNALD-AR: SPÁIR LÍTIÐ Í HAGNAÐINN
Arnaldur Indriðason segist lítið spá
í það þó hann hafi hagnast mikið á
bóksölu.
MEST LESIÐ á dv.is MYNDIN
Hver er maðurinn?
„Friðrik Weisshappel.“
Hvað drífur þig áfram?
„Dagdraumar.“
Hvar vildirðu helst búa ef ekki á
Íslandi?
„Það væri þá einna helst í Kaupmanna-
höfn.“
Hvað borðarðu í morgunmat?
„Það sama og dóttir mín, hafragraut.“
Hvaða bók lastu síðast?
„Hún heitir A Thousand Splendid Suns
eftir Khaled Hosseini.“
Hvernig flaug þér í hug að hefja
söfnun fyrir Ómar?
„Það satt að segja veit ég ekki, mér bara
datt þetta í hug. Ég er heppinn að fá
margar hugmyndir og þetta er ein af
þeim.“
Áttirðu von á þessum viðbrögðum?
„Aldrei í lífinu átti ég von á þessum
viðbrögðum.“
Hvert er þitt uppáhaldslag með
Ómari?
„Sveitaball, ég er búinn að vera að
söngla það daginn út og daginn inn,
rjúkandi upp í sveitaballadans, nokkur
spor til hægri og nokkur til vinstri á
ólíklegustu stöðum.“
Hvar fæst besti hamborgarinn í
Kaupmannahöfn?
„Á The Laundromat Cafe, að sjálfsögðu.“
Hvað er fram undan?
„Björt framtíð.“
MAÐUR DAGSINS
KJALLARI
„Já, ég held það bara.“
SIGMAR ÞÓR MATTHÍASSON
23 ÁRA, TÓNLISTARKENNARI
„Já, ég hugsa að ég geri það.“
ÞORVALDUR HALLDÓRSSON
24 ÁRA, TÓNLISTARKENNARI
„Ég ætla að styrkja Ómar Ragnarsson.
Klárlega.“
BALDUR TRYGGVASON
24 ÁRA, TÓNLISTARMAÐUR
„Já, ég hef hugsað mér að gera það.“
LILJA BJÖRK RUNÓLFSDÓTTIR
22 ÁRA, TÓNLISTARKONA
„Já, mögulega.“
INGI BJARNI SKÚLASON
22 ÁRA, TÓNLISTARMAÐUR
ÆTLAR ÞÚ AÐ STYRKJA ÓMAR RAGNARSSON?
DÓMSTÓLL GÖTUNNAR
MIÐVIKUDAGUR 21. júlí 2010 UMRÆÐA 19
HINSTA FERÐIN Herjólfur lagði í sína síðustu ferð frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja á mánudag. Með tilkomu Landeyjahafnar
lögðust siglingarnar frá Þorlákshöfn af og tekur siglingin til Eyja nú mun skemmri tíma en áður. Margir íbúar Þorlákshafnar horfðu
með söknuði á það þegar skipið lagði frá höfn í síðasta skiptið. MYND DAVÍÐ ÞÓR GUÐLAUGSSON
„Orwell og Chomsky
eru þarna að ýja að
því að menntakerfið
innræti meðvirkni
og fylgispekt við
ríkjandi vald.“
JÓHANN HAUKSSON
blaðamaður skrifar