Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2010, Blaðsíða 24
haukar fá fyrrverandi börsung
Nýliðar Hauka í Pepsi-deildinni hafa fengið til sín spænskan
leikmann til að styrkja liðið fyrir lokaátökin en Haukar hafa enn
ekki unnið leik í deildinni að tólf umferðum loknum. Leikmaður-
inn sem um ræðir heitir Alejandro Garcia Canedo en hann gerir
samning við Hauka út tímabilið. Alejandro er 24 ára og var síð-
ast samningsbundinn katalónska risanum Barcelona en þar var
hann leystur frá störfum árið 2006. Síðan þá hefur hann spilað
áhugamannabolta og stundað nám í Bandaríkjunum.
Ósáttir við M-in Knattspyrnuvefsíðan sammarinn.com
sem er rekin af dyggum stuðningsmönnum KR hendir fram skemmti-
legri grein um Bjarna Guðjónsson og öll þau fjölmörgu M sem hann
hefur fengið í Morgunblaðinu en M fær sá sem hefur staðið sig vel í
leiknum. Finnst KR-ingum Bjarni hafa verið meira og minna slakur í allt
sumar en aldrei klikkar það að á hann er skellt M-i eftir hvern leik. Sér-
staklega ofbauð þeim M-ið sem Bjarni fékk eftir Hauka-leikinn þar sem
hann þótti standa sig afar illa. Greinin ber yfirskriftina „Stóra Bjarna
Guðjóns samsærið“ og er afar skemmtileg lesning.
MOLar
Mourinho rændi
unglingi frá liverpool
n Jose Mourinho, þjálfari Real
Madrid, var fljótur til þegar sautján
ára undrabarnið Juan Lescano fékk
ekki atvinnuleyfi
hjá Liverpool.
Argentínumað-
urinn ungi var
ekki lengi laus
því Mourinho var
snöggur að gera
við hann fjögurra
ára samning og
spilar hann því
sinn fótbolta í Madríd næstu ár. Les-
cano þarf heldur betur að hafa fyrir
hlutunum ætli hann sér að komast í
aðalliðið en það er eins og allir vita
stjörnum prýtt og á Mourinho enn
eftir að bæta við vaska sveit sína.
Cole fékk sjöuna
n Allir á Anfield eru í sjöunda himni
með komu enska landsliðsmanns-
ins Joe Cole til liðsins. Því var ekki
umflúið að skella
kantmannin-
um knáa í treyju
númer sjö en þá
tölu mun hann
bera á bakinu
næstu árin. Það
hafa engar smá
goðsagnir í Bítla-
borginni borið
sjöuna á bakinu. Leikmenn á borð
við Kenny Dalglish, Kevin Keegan
og Peter Beardsley hafa allir klæðst
þeirri treyju. Dalglish er einmitt yfir-
maður akademíu félagsins í dag og
kom til greina sem næsti þjálfari liðs-
ins áður en Roy Hodgson var ráðinn.
gerrard hafði
Mikil áhrif
Aðeins meira af Cole og hans vista-
skiptum. Roy Hodgson, þjálfari
liðsins, sagði við Sky Sports að Ste-
ven Gerrard og
Jamie Carragher
hefðu haft sitt að
segja um að Cole
skrifaði undir við
Liverpool. „Jamie
og Steven gerðu
vel í að selja Cole
hugmyndina
þegar þeir voru
á heimsmeistaramótinu. Cole var
óákveðinn um hvað hann vildi gera
og það þarf nú heldur betur að selja
Lundúnapilti þá hugmynd að flytj-
ast til Liverpool,“ sagði Hodgson en
launapakki upp á 90.000 pund hafði
án efa eitthvað að segja líka.
dani varafyrir liði
evrópu
n Colin Montgomerie, fyrirliði Ry-
der-liðs Evrópu, hefur valið þá þrjá
menn sem verða varafyrirliðar Evr-
ópu í ár. Einn af
þeim er Daninn
Thomas Björn
en hinir eru þeir
Darren Clarcke
og Paul McGin-
ley. Fyrirliði
bandaríska liðs-
ins valdi aftur á
móti fjóra vara-
fyrirliða, þá Tom Lehman, Jeff Slu-
man, Davis Love og Paul Goydos.
Bandaríkin unnu sigur á heima-
velli fyrir tveimur árum og er það
nú undir Evrópu komið að endur-
heimta titilinn á Celtic Manor en
keppnin hefst þrettánda október.
24 spOrt uMSjóN: TóMaS þóR þóRðaRSon tomas@dv.is 21. júlí 2010 miðvikudagur
„Við þurfum bara að halda búrinu
hreinu og skora tvö mörk. Það hljóm-
ar einfalt en verður svo sannarlega
erfitt,“ segir markamaskínan í Blika-
liðinu, Alfreð Finnbogason, léttur,
en bikarmeistararnir mæta Mother-
well í seinni leik liðanna í forkeppni
Evrópudeildarinnar á fimmtudags-
kvöldið. Skotarnir unnu fyrri leikinn
ytra, 1-0, og bíður Blikanna því erfitt
verkefni.
„Maður fann alveg fyrir getumun
á liðunum. Þeir eru kvikari í öllum
aðgerðum sínum og áræðnari, svona
ekta breskt lið. Þeir tvöfalda mikið og
jafnvel þrefalda á kantana. Svo dæla
þeir boltanum fyrir þar sem bróð-
ir Chris Sutton er. Hann er sko ekki
ólíkur bróður sínum. Ef við náum
að verjast þessum fyrirgjöfum eins
og við gerðum úti þá eigum við fín-
an séns,“ segir Alfreð en handan við
hornið bíður leikur gegn Álasundi
frá Noregi.
„Við fengum aftur góðan drátt og
okkar bíður lið sem við getum alveg
unnið. Hefðum við fengið Karpaty
Liev eða eitthvað hefði það minnk-
að spenninginn fyrir leikinn en nú
vitum við hvað bíður okkar. Við get-
um alveg skorað á Motherwell. Við
fáum alltaf færi og fengum þau líka
úti. Okkur bara vantaði að setja þar
útivallarmarkið sem hefði gjörbreytt
öllu,“ segir Alfreð.
Skoskir aðdáendur eru vanalega
mjög duglegir að styðja sitt lið og
verða væntanlega 300 slíkir mættir
á Kópavogsvöll. Stuðningsmanna-
lið Breiðabliks, Græna Pandan, þarf
því að hafa fyrir hlutunum. „Ég held
að það eigi eftir að heyrast meira í
Skotunum. Ég set allavega þá pressu
á Blikana í stúkunni. Þeir eru ekkert
að keppa við Stinningskalda eða Ber-
serki núna. Þetta verða alvöru stuðn-
ingsmenn,“ segir Alfreð Finnboga-
son. tomas@dv.is
alfreð Finnbogason segir Blika alltaf fá færi:
skosk heimsókn í kópavog
Íslandsmótið í höggleik hefst á
fimmtudaginn og stendur fram til
sunnudags þegar meistarar í karla-
og kvennaflokki verða krýndir. Mótið
fer fram í fyrsta sinn á Kiðjabergsvelli
í Grímsnesi en þar var Íslandsmótið
í holukeppni haldið í fyrra en einn-
ig hafa landsmót 35 ára og eldri ver-
ið haldin á vellinum. Alls eru 144
keppendur skráðir til leiks, þar af 127
karlar og 17 konur. Íslandsmeistarar
síðasta árs, Ólafur Björn Loftsson úr
Nesklúbbnum og Valdís Þóra Jóns-
dóttir úr Golfklúbbnum Leyni, mæta
bæði til þess að reyna verja titla sína.
Birgir Leifur Hafþórsson verður
einnig með í fyrsta skipti síðan 2007
en hann og Íslandsmeistarinn verða
saman í ráshóp fyrstu tvo dagana.
nýr völlur
Í fyrsta skipti fer landsmótið fram
á Kiðjabergsvelli í Grímsnesi en sá
völlur er ungur að árum. Leiknir
verða fjórir dagar af golfi, frá fimmtu-
degi til sunnudags, alls 72 holur. Eftir
fyrstu tvo dagana eða 36 holur verður
keppendum í karlaflokki fækkað úr
127 í þá sjötíu og tvo sem hafa lægst
skor. Séu menn jafnir í 72. sæti fara
báðir áfram eða allir sé um fleiri en
tvo að ræða. Allir leikmenn sem eru
tíu höggum eða minna frá forystu-
sauðnum halda þó áfram. Í kvenna-
flokki er fækkað með sama hætti í
átján eftir 36 holur leik. Þarf þess þó
ekki í ár þar sem aðeins sautján kon-
ur eru skráðar.
Mest spennandi hollið fyrstu tvo
dagana er án efa það sem inniheld-
ur Íslandsmeistarann Ólaf Björn
Loftsson úr Nesklúbbnum, Örn Ævar
Hjartarson úr GS og Birgi Leif Haf-
þórsson úr GKG. Birgir Leifur er þre-
faldur Íslandsmeistari en hann vann
árin 1996, 2003 og 2004. Örn Ævar
hefur einu sinni hampað sigri á Ís-
landsmótinu í höggleik, árið 2001 í
Grafarholti.
Kiðjabergið krefjandi
„Við erum bara mjög spenntir,“ segir
Hörður Þorsteinsson, framkvæmda-
stjóri Golfsambands Íslands, en þar á
bæ hafa menn unnið hörðum hönd-
um að skipulagi mótsins eins og ár
hvert. „Nú fáum við nýjan völl inn í
þetta og verður spilað í fyrsta sinn á
Kiðjabergi. Það verður gaman að sjá
hvernig kylfingum tekst að takast á
við völlinn. Hann er mjög krefjandi
í erfiðu landslagi og öðruvísi en
það umhverfi sem við höfum van-
ist að sjá hér á höfuðborgarsvæð-
inu. Þetta verður bara spennandi
og skemmtilegt,“ segir Hörður en í
Kiðjaberginu hafa menn lagt nótt
við dag að gera allt klárt.
„Þar á bæ eru menn tilbúnir
enda búnir að vinna mikið í vell-
inum. Völlurinn var lengdur og
byggðir hvítir og bláir teigar til að
takast á við svona verkefni. Síðan
hefur verið gengið frá ýmsu öðru
á vellinum. Þó hann sé ungur er
þetta virkilega fallegur völlur,“ seg-
ir Hörður.
náttúrulegar stúkur
Í fyrra var mótið haldið í Grafar-
holtinu á heimavelli Golfklúbbs
Reykjavíkur. Umgjörðin þar var
rómuð sem líklega sú besta í sög-
unni en GR fagnaði þá 75 ára af-
mæli sínu. Var sett upp stúka við
átjándu flötina og stór skorveggur
þar sem hægt var að fylgjast með
gangi mála. Ekki verður boðið upp
á þessa tvo hluti í Grímsnesinu en
það þýðir þó ekki að áhorfendum
muni ekki líða vel.
„Við verðum ekki með stúku
núna. Það eru náttúrulegar stúkur á
svæðinu. Það er svo mikið landslag
í vellinum að það er gott að fylgj-
ast með, hægt er að fara upp á hóla
og kletta til að sjá út um allt. Svo
erum við með nýjung í ár. Við erum
Krefjandi völlur í Kiðjaberginu
Landsmótið í golfi hefst á fimmtudaginn en það fer nú fram í
fyrsta skipti á Kiðjabergsvelli í Grímsnesi. Mikil vinna hefur
verið lögð í að gera þennan nýja völl kláran fyrir mótið sem all-
ir vilja vinna. Birgir Leifur Hafþórsson mætir á landsmótið í
fyrsta skipti síðan árið 2007.
Meistarinn ólafur Björn Loftsson
tryggði sér sigur á ótrúlegan hátt í fyrra.
Engir pallar Það verður bara notast við náttúrulegar stúkur og landslagið í
Grímsnesinu um helgina.
TóMaS þóR þóRðaRSon
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Frábær Alfreð Finnbogason hefur
farið á kostum með Blikum í sumar.
MynD ToMaSz KoLoDziEJSKi