Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Page 11
miðvikudagur 22. september 2010 fréttir 11 Einar Örn Benediktsson segir ótækt að varaborgarfulltrúar séu án launa því þeir skili mikilli vinnu. Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar, segir málflutning meirihlutans útúrsnúning og Þorleifur Gunnarsson segir að fyrst áhugi sé á hagræðingu fari betur á því að lækka enn frekar hæstu launin. Hann fái greiddar 307.000 krónur í laun eftir breytingu og þyrfti á aukavinnu að halda væru þau lægri. „þeir eru eins og þeytispjald“ „Á síðasta kjörtímabili voru laun allra æðstu embættismanna borgarinn- ar og borgarfulltrúa lækkuð vegna nauðsynlegrar hagræðingar,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrver- andi borgarstjóri, og segir að góð sam- staða hafi verið um þá lækkun. „Allir samþykktu samhljóða að lækka þessi laun. Það þurfti að hagræða og lækk- un launanna var hluti af hagræðingu innan borgarinnar. Nú er verið að snúa þeirri ákvörðun við og hækka þau aftur. Að reyna að halda því fram að hér sé um leiðréttingu að ræða er útúrsnúningur.“ Hanna Birna seg- ir forgangsröðun borgarinnar vera ranga. Það þurfi að hagræða og um það hafi hingað til ríkt samhugur allra starfsmanna borgarinnar. Hækkun- in gefi röng skilaboð til starfsmanna borgarinnar. Vonarglæta kveikt „Hækkun á launum varaborgarfull- trúa og leiðrétting á kjörum kveikir ákveðna vonarglætu hjá okkur,“ segir Jakobína Þórðardóttir, framkvæmda- stjóri Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar. Hún segir að á síðasta ári hafi öll áhersla verið lög á að launahag- ræðing og sá sparnaður sem varð að eiga sér stað í borginni næði til allra sem gætu borið hann. „Kjarasamn- ingar okkar eru lausir 30. nóvem- ber og þá má benda á að störfum hjá Reykjavíkurborg hefur fækkað þótt fólki hafi ekki verið sagt upp. Öll yf- irvinna hefur verið skorin niður og ætlast til þess að fólk vinni meira á skemmri tíma.“ Jakobína vill bera kjör starfsmanna í þessari stöðu saman við kjör varaborgarfulltrúanna. Eins og er þá fái þeir ekki greitt að fullu fyrir þá vinnu sem unnin er. Skipti þá engu hvort breytingin á kjörum er kölluð leiðrétting eða hækkun. Jak- obína segir félagsmenn sína halda þetta vera vísbendingu um að okinu og þrengingunum sé létt af starfs- mönnum borgarinnar eins og vara- borgarfulltrúum en segist þó ekki of vongóð. „Við erum ekki bjartsýn á að kjör okkar batni mikið í bráðina,“ seg- ir Jakobína. Varaborgarfulltrúar eru eins og þeytispjald Einar Örn Benediktsson, borgarfull- trúi Besta flokksins, segist ekki snúa staðreyndum á hvolf og það sé miður að fréttaflutningur hafi verið með því móti. Hann segir um leiðréttingu vera að ræða og að ákveðinni hagræðingu sé náð um leið. „Launin hafa ekki ver- ið hækkuð. Varaborgarfulltrúar fá aft- ur sömu laun og þeir voru með fyr- ir breytingu. Það eina sem við höfum gert er að eyða þeirri óvissu sem hef- ur ríkt um launakjör þeirra. Fyrir þá sem ekki skilja eru varaborgarfulltrú- ar afar mikilvægir í starfi borgarinnar og gefa lýðræðinu aukið vægi. Þeir eru eins og þeytispjald og vinnuframlag þeirra er mikið. Það er ótækt að borga þeim engin laun. Þetta snýst líka um að nýta varaborgarfulltrúana frekar en að koma að öðrum í ráð og nefndir og borga þeim fyrir þá vinnu. Þannig næst fram hagræðing og einnig auk- in skilvirkni innan borgarinnar.“ Ein- ar nefnir að breytingarnar séu hluti af því að einfalda stjórnkerfið. Á því sé full þörf. Einar Örn bendir á nærtækt dæmi: „Nú er Björk Vilhelmsdóttir til dæm- is í flugvél á leiðinni til Möltu á þing um eiturlyfjaneyslu. Þá þarf að kalla til varaborgarfulltrúa sem er skylt að mæta til leiks og passa að þráðurinn slitni ekki í verkum borgarinnar því það er svo margt að gera. Þeir eru enn- þá að taka á sig sömu kjaraskerðingu og aðrir borgarstarfsmenn hafa gert. Þetta eru ekki há laun sem um er að ræða.“ Lækkum hæstu launin Hækkunin felur í sér að fyrstu vara- borgarfulltrúar njóti 70 prósenta af grunnlaunum borgarfulltrúa en fallið verði frá breytingum á kjörum sem tóku gildi við upphaf kjörtíma- bilsins. Varaborgarfulltrúarnir sem fá hækkun eru Geir Sveinsson, Páll Hjaltason, Hjálmar Sveinsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Hækkunin er frá 22 prósentum og allt upp í 63 prósent. Þorleifur Gunnlaugsson, vara- borgarfulltrúi Vinstri grænna, seg- ist styðja þessa breytingu. Hann segir ábyrgð varaborgarfulltrúa vera mikla og vinnuálagið töluvert. Eftir breytinguna sé hann eftir sem áður með fremur lág laun: „Ég fæ greiddar 307.000 krónur á mán- uði sem er þó meira en þeir fá sem fá greidda fjárhagsaðstoð frá Reykja- víkurborg,“ segir Þorleifur. „Ég styð breytinguna og myndi fremur vilja fjölga varaborgarfulltrúum verulega til þess að vinna að hag borgarbúa. Það ætti fremur skoða að lækka enn frekar hæstu laun borgarstarfsmanna. Hanna Birna Kristjánsdóttir er til dæm- is með um 700.000 krónur í laun og minnist ekki mikið á það,“ bendir hann á. Þorleifur segist vinna mikið alla daga og væri hann lægra launaður þyrfti hann ef til vill að finna sér frek- ari vinnu. „Ég vil vinna fyrir borg- ina og að hag borgarbúa og verð að benda á að ég er í raun og veru í miklu meira en fullu starfi. Ofan á þessi laun leggjast engar frekari greiðslur. Fólk áttar sig ekki á því og það er ef til vill eitthvað sem þarf að skýra betur. Í launagreiðslunni eru öll okkar störf innifalin.“ Þorleifur segir að í þrengingunum fyndist honum réttmætt fyrst verið er að ræða um jöfnuð, hagræðingu og að ekki sé hægt að borga laun upp að fátæktarmörkum, hafi borgin frum- kvæði að því að hæstu laun megi ekki vera hærri en tvöföld lægstu laun starfsmanna borgarinnar. „Við ætt- um að lækka hæstu launin. Þar er svigrúm til hagræðingar.“ Kristjana GuðBrandsdóttir blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is hvað segja starfsmenn borgarinnar? Upplýsingar Um vinnUframlag erU óljósar sóLVEiG HaLLdórsdóttir,sérkennariáleikskólan- umHagaborg,telurupplýsingarallsekkiveranægartil þessaðhægtséaðleggjamatáþaðhvortleiðréttingin eðahækkunineigiréttásér.„Ífyrstalagigeriégmér ekkinægilegavelgreinfyrirvinnuframlagivaraborgar- fulltrúatilþessaðgetalagtmatáhvortbreytingarnar séuréttmætareðaumframþaðsemerviðhæfiídag. Afþvílitlasemégheflesiðþáfinnstmérégekkigeta myndaðmérskoðun.Síðastþegarégvissiþáskiluðu varaborgarfulltrúarafarmisjöfnuvinnuframlagiogþá varmismunandihvortnefndarsetavarlaunuðeðaekki.“ hanna birna hreykti sér ÞorBjÖrG KarLsdóttir,verkefnastjóriá BorgarbókasafniReykjavíkur,segistloksinshafa skiliðorðræðunaþegarhúnheyrðiEinarÖrn BenediktssonútskýraþaðíviðtaliáRás2aðmeint launahækkunværiíraunleiðréttingákjörum varaborgarfulltrúannasemhefðuveriðlaunalausir íeinhverntíma.„ÍhálfansólarhringhreykirHanna BirnasérafþvíaðBestiflokkurinnséaðhækka launáerfiðumtímumogfjölmiðlarsláþvíuppán þessaðleitauppiskýringar.Þaðþarfaðskýraþetta málbeturogfjölmiðlarþurfaaðreiknadæmiðtil enda,“segirÞorbjörg. hver erU laUnin? „Mérfinnstfjölmiðlarekkigefagóðamyndafþví hvaðumeraðræða,“segirHóLmfríður Gunn- LauGsdóttir,bókavörðuráBorgarbókasafni Reykjavíkur.„Hvaðerulauninaðhækkamikið? Hversvegnahækkaþauíeinhverjumtilfellumum 20prósentogöðrumumheil60prósent?Hvað vorulaunináður.Þaðerekkihægtaðtakaafstöðu útfráþeimupplýsingumsemalmenningurhefur. Égvarreiðíhálfansólarhringyfiróréttlætinuognú erégreiðútífréttamennfyriraðhafaekkimatreitt þettabeturogskýranákvæmlegahvaðhérerum aðræða.“ Varaborgarfulltrúar eru eins og þeytispjald EinarÖrnBenediktsson segirósanngjarntaðborgavaraborgar- fulltrúumenginlaun. „Við samþykktum öll að lækka launin“ HannaBirnasemtelur meirihlutannsnúastaðreyndum áhvolf. Þetta eru ekki há laun sem um er að ræða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.