Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Blaðsíða 15
Bensín (200 kr/l) 240.000 kr. Viðhald og viðgerðir 118.000 kr. Hjólbarðar 44.000 kr. Tryggingar 172.000 kr. Skattar og skoðun 22.500 kr. Bílastæðakostnaður 7.500 kr. Þrif, o.fl. 22.000 kr. Verðrýrnun (13%) 383.500 kr. Vaxtakostnaður* (6%) 119.475kr. Heildarkostnaður á ári 1.128.975 kr. Útreikningar FÍB miðast við... n Kostnað við að reka þriggja milljóna króna skuldlausan nýjan bíl. n 15.000 km. akstur á ári og að bíllinn eyði 8 lítrum á hundraðið. n Að ekkert lán hvíli á bílnum. * Hér eru reiknaðar Út vaxtatekjur aF þvÍ Fjár- magni sem að meðaltali er Bundið Í BiFreiðinni á eignartÍma Hennar. svona skiptist kostnaðurinn Drekkið allavega 2 lítra á Dag „Vatn líkamans er um 60 prósent af líkamsþunganum að meðaltali og gegnir margvíslegum hlutverkum sem gerir það lífsnauðsynlegt manninum og öðrum lifandi ver- um. Meðal hlutverka vatns í líkamanum er að flytja úrgangsefni, sem verða til í efnaskiptum, með þvagi úr líkamanum. Einnig tapast vatn sem gufa frá lungum, frá húð sem sviti og með hægðum,“ segir á vefnum íslenskt.is, en þar má finna ótal greinar um ávexti, grænmeti og aðra hollustu. Þar kemur fram að flestir þurfi að drekka 2 til 2,5 lítra af vökva á dag — en þeir sem hreyfa sig mikið þurfa enn meira. Mikinn fróðleik er að finna á vefsíðunni. Munið grænMeti og ávexti Samkvæmt manneldismarkmiðum er fólki ráðlagt að borða fimm skammta eða minnst 500 grömm af grænmeti, ávöxtum og safa á dag. Þar af er ráð- lagt að minnst 200 grömm séu í formi ávaxta og 200 grömm í formi grænmetis. Einn skammtur getur verið einn meðalstór ávöxtur eða til dæmis glas af hreinum ávaxtasafa. Börn þurfa þó heldur minni skammta. Þumalputtaregla segir að einn skammtur sé ein teskeið fyrir hvert ár barns frá eins til sex ára. Gætið þess að ávextirnir og grænmetið sé af fjölbreyttum toga til að sem flest vítamín og steinefni fáist. miðvikudagur 22. september 2010 neytenDur 15 „Þeir segja í stuttu máli að ekkert komi í stað nagladekkja – sérstak- lega hjá þeim sem hafa ekki ESC- skriðvörn í bílum sínum,“ segir Stef- án Ásgrímsson hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Ný sænsk rann- sókn leiðir í ljós að sá sem ekur um á negldum dekkjum við vetrarað- stæður er 42 prósent ólíklegri til að lenda í banaslysi en sá sem ekur um á ónegldum vetrardekkjum. Þetta er þveröfugt við það rannsóknir undan- farinna ára hafa leitt í ljós. þveröfug niðurstaða Umferðaröryggisstofnunin Trafik- verket framkvæmdi rannsóknina nú, en fyrir ári voru niðurstöðurn- ar þveröfugar. Þá var sagt að nýjustu ónegldu vetrardekkin væru nokk- urn vegnin jafn örugg í vetrarfærð og negld dekk. Nýja rannsóknin, sem framkvæmd er af sama aðila, seg- ir nú að með því að aka um á negl- dum dekkjum megi draga úr hættu á dauðsfalli um nær helming. Stefán segir þó að rannsóknin leiði í ljós að þeir bílar sem eru með áðurnefnda ESC-skriðvörn séu nán- ast jafn vel settir hvort sem þeir eru á negldum eða ónegldum dekkjum. „Þetta kerfi er komið í vel flesta nýja bíla í dag,“ segir Stefán en þess bera að geta að innflutningur á nýjum bílum hefur verið í algjöru lágmarki frá efnahagshruni. Þetta hafi þó ver- ið komið í marga nýja bíla áður en hagkerfið fór á hliðina. ESC stendur fyrir Electronic Stability Control en er kallað mismunandi nöfnum eftir framleiðendum. Stefán segir rann- sóknina leiða í ljós að skriðvörnin slagi hátt í að vera jafn mikilvægur öryggisbúnaður og bílbeltin. gerið þarfagreiningu Stefán segir mestu máli skipta að hver og einn greini þarfir sínar áður en dekk eru keypt. „Ef þið eruð í að- stæðum þar sem hætta er á hálku og hliðarvindi þá eigið þið að vera á nagladekkjum,“ segir hann og bætir við að þeir sem nánast einungis aki um í Reykjavík aki líklega mjög fáa daga við slíkar aðstæður. „Það hef- ur verið rekinn áróður fyrir því að nagladekk valdi svifryki vegna þess að malbikið spænist upp og það get- ur vel verið rétt að einhverju leyti. Malbikið okkar hér er handónýtt, vegna þess að í því er ekkert gran- ít eins og annars staðar. En ef þetta er spurning um umferðaröryggi og mannslíf þá er enginn vafi á því hvað fólk á að velja,“ segir Stefán en hvetur fólk samt sem áður til að gera þarfa- greiningu áður en dekk eru keypt. Þess má geta að DV mun innan fárra daga greina ítarlega frá nið- urstöðum norskrar rannsóknar um gæði vetrardekkja; negldra og ónegldra. Þeirra er að vænta á allra næstu dögum og þá kemur í ljós hvaða dekk eru öruggust. Færri banaslys með nagladekkjum ný sænsk rannsókn tekur aF allan vaFa um öryggi HjólBarða: Baldur guðmundsson blaðamaður skrifar: baldur@dv.is Ef þetta er spurning um umferðaröryggi og mannslíf þá er enginn vafi á því hvað fólk á að velja. naglarnir öruggastir Stefán hvetur fólk til að greina þarfir sínar áður en dekk eru keypt. meira öryggi á nagladekkjum Líkurnar á því að lenda í banaslysi minnka um 42 prósent ef naglar eru í vetrardekkjunum. sparaðu 89 milljónir Þó ber að hafa í huga að meiri tíma getur tekið að ferðast með almenn- ingssamgöngum en á einkabíl. Aftur á móti getur tekið skemmri tíma að fljúga á milli landshorna en aka. að vinna hlutastarf Sá sem leggur bílnum eða selur hann getur leyft sér ýmislegt í staðinn, fyrir sama pening. Hann gæti flogið til Ak- ureyrar og til baka, þriðja hvern dag ársins – ef hann sýndi fyrirhyggju og nýtti sér ávallt hagstæðustu net- tilboð. Hann gæti líka hæglega far- ið út að borða á veitingahúsi hvern einasta dag – svo annað dæmi sé tek- ið. Ef hann á ekkert erindi til Akur- eyrar gæti hann valið að fljúga með maka sínum til Kaupmannahafnar og til baka í hverjum einasta mánuði og samt átt 22 þúsund krónur eftir í mánuði hverjum – til dæmis upp í hótelkostnað. Þeir sem leggja bílnum og minnka þar með útgjöld sín um 1,1 milljón króna geta líka valið að draga úr vinnu. Verkamaður í fullu starfi, með 238 þúsund krónur út- borgaðar á mánuði gæti, gróflega reiknað, minnkað starfshlutfall sitt um 35 prósent ef hann leggur bíln- um – án þess að þurfa að skerða önnur lífsgæði sín en þau sem snúa að bílnum. margFalt ódýrara Munurinn á því að taka strætó og aka er lygilegur. 37 manns geta tekið strætó allt árið fyrir sama pening og bíleigandi greiðir á einu ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.