Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Síða 17
miðvikudagur 22. september 2010 erlent 17 Stefani Joanne Angelina Germa- notta, betur þekkt sem Lady GaGa, kom fram á útifundi á mánudag- inn þar sem hún mótmælti harðlega reglum bandarískra stjórnvalda sem meina opinberlega samkynhneigðu fólki að ganga í bandaríska herinn. Samkvæmt reglunum, sem Barack Obama forseti hefur lofað að afnema, má samkynhneigt fólk starfa í her- num að því gefnu að það gefi ekki upp kynhneigð sína. Þeir sem brjóta regl- urnar, sem ganga undir gælunafninu „ekki spyrja, ekki segja frá“, hafa end- urtekið verið reknir úr hernum. Lady GaGa kom fram á útifundi í Portland í Maine-ríki sem beint var gegn tveimur öldungadeildarþing- mönnum repúblikana í fylkinu. Þrátt fyrir að Obama hafi lofað að afnema reglurnar verður þeim ekki aflétt nema með lagabreytingu á bandaríska þinginu. Lady GaGa var aldrei þessu vant ekki klædd furðufötum, heldur í jakka og með bindi. Hún stakk upp á nýjum reglum sem beint yrði að gagnkyn- hneigðum hermönnum sem líður „óþægilega“ vegna samkynhneigðra hermanna í hernum. „Nýju lögin heita „ef þér líkar þetta ekki, farðu þá heim“,“ sagði söngkonan. Málefni samkynhneigðra í her- num hafa lengi verið umdeild á með- al almennings í Bandaríkjunum. En nú virðast þó, samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum, flestir Banda- ríkjamenn hlynntir því að opinber- lega samkynhneigðir hermenn fáir að starfa í Bandaríkjaher. Lady GaGa mótmælir reglum í hernum: Hermenn segi frá kynhneigð sinni Að minnsta kosti hundrað þúsund Þjóðverjar hafa beðið banda- ríska netrisann Google um að þurrka út myndir af húsum þeirra í nýja þrívíddarkortaforritinu Street View. Þjóðverjar eru á meðal helstu not- enda Google Street View-þjónust- unnar, sem bandaríski netrisinn hefur hannað til að sjá megi borgir í þrívídd á jörðu niðri á kortavef þess. Það þýðir hins vegar ekki að þeir vilji að húsin þeirra sjáist á netinu. Að minnsta kosti hundrað þúsund manns, og hugsanlega mun fleiri, hafa sent beiðni á netinu til Goog- le og beðið um að heimili þeirra séu þurrkuð út af síðum Google. Korta- vefir Google, sem gera netnotend- um kleyft að sjá gervihnattamyndir og ljósmyndir af borgum hafa valdið miklum titringi í Þýskalandi. Marg- ir þar í landi eru uggandi yfir því að auðvelt geti reynst, yfirvöldum og öðrum, að fylgjast með borgurum. Margir Þjóðverjar af eldri kynslóð- um, sem muna eftir starfsaðferð- um öryggislögreglunnar Gestapo í Þýskalandi nasismans og STASI í Austur-Þýskalandi, eru sérlega ósátt- ir við þessar tækninýjungar. Mikill fjöldi ósáttur Þýska vikuritið Der Spiegel hef- ur rannsakað málið og komist að því að yfir að minnsta kosti hundr- að þúsund manns hafi sent kvörtun til Google vegna þýsku útgáfu Street View-forritsins, sem kemur þó ekki í gagnið fyrr en í árslok. Tímaritið hef- ur auk þess eftir öruggum heimild- um frá stjórn bandaríska veffyrirtæk- isins að fjöldi þeirra Þjóðverja sem vilji að heimili sín verði þurrkuð út sé mörg hundruð þúsund. Í Street View geta netnotendur um allan heim séð 360 gráðu myndir af götum stærstu borga veraldar. Til dæmis getur netnotandi slegið upp mynd af Big Ben í London og ferð- ast svo innan hennar líkt og hann sé á göngu í kringum turninn fræga. Hann getur gengið áfram, inn í St. James’s Park og skömmu síðar birt- ist Buckingham Palace ljóslifandi í þrívídd ásamt öllum öðrum bygging- um í nágrenninu. Á síðunni er einnig hægt að skoða myndir af íbúðahverf- um og það hefur valdið mörgum angist, enda telja borgarar að hægt sé að glápa inn í garða hjá þeim. Óvíst hvort Google ráði við flóðið Johannes Caspar, sem er sérstakur hagsmunavörður einkalífs borgar- anna í Hamborg þar sem Google rek- ur höfuðstöðvar sínar í Þýskalandi, heimsótti nýlega skrifstofur fyrir- tækisins. Hann segir í viðtali við Der Spiegel að við fyrstu sýn hafi honum virst að fyrirtækið ætlaði að verða við óskum þeirra sem vilja ekki að hús þeirra sjáist. „Hins vegar á eftir að koma í ljós hvort Google ræður við allt flóðið sem berst af kvörtunum.“ Það mun ekki vera svo einfalt mál að gera hús ógreinileg í Street View, þar sem byggingarnar í forritinu eru límdar saman með mörgum mis- munandi myndum. Málshöfðanir um allan heim En þrátt fyrir að andstaðan við Street View sé mjög áberandi og sterk á meðal þýsku þjóðarinnar virðast þó allmargir Þjóðverjar nota þjónust- una stíft. Samkvæmt gögnum frá Google er Street View, í þeim lönd- um sem það hefur ekki verið tekið í notkun, vinsælast í Þýskalandi. Thomas de Maizière, innanrík- isráðherra Þýskalands, fyrirskipaði sérstakan fund í þessari viku þar sem rædd verður löggjöf um gervi- hnatta- og kortanetsíður á borð við Google Street View. Í síðustu viku bannaði tékknesk persónu- verndarstofnun Google að safna fleiri myndum í Street View. Sam- kvæmt Reuters-fréttastöðinni á fyrirtækið yfir höfði sér málshöfð- anir á grundvelli persónuverndar- laga í 37 ríkjum Bandaríkjanna og fjölmörgum löndum heims. Street View sýnir nú götumyndir frá 23 löndum. heLGi hrafn GuðMundsson blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is The Associated Press á sunnudag- inn. Hann sagði að starfsfólk sitt hefði fyllst algjörri reiði, örvæntingu og sorg eftir að það hafði borið hinn 21 árs Santiago til grafar á laugardaginn. Glæpagengi hafi bein áhrif á fréttir Samkvæmt skýrslunni sem Nefnd- in til varnar blaðamönnum gaf út snemma í mánuðinum „… hafa stjórnvöld í Mexíkó neitað að taka ábyrgð á sífelldum árásum á tjáning- arfrelsið.“ Nefndin segir að aðeins innan við tíu prósent glæpanna gegn fjölmiðlafólki hafi verið upplýst. Nefndin brýnir fyrir Calderon að gera árásir á fjölmiðlafólk að alríkis- glæp. Þau vilja að hann stofni nefnd sem vinni eingöngu að verndun blaðamanna. Einnig er þess krafist að embætti sérstaks saksóknara vegna árása á glæpamenn fái aukið sjálf- stæði. „Við búum nú við að glæpagengi reyna að hafa bein áhrif á upplýsinga- flæðið og það er mjög stórt vanda- mál fyrir allt landið. Það hefur haft vond áhrif á mannréttindi milljóna Mexíkó manna,“ sagði Carlos Luis í Nefndinni til varnar blaðamönnum. skelfilegt ástand Konur syrgja myrtan ástvin í mexíkósku borginni Ciudad Juarez sem er ein hættulegasta borg heims. Fimm þúsund manns hafa verið myrtir þar síðan eiturlyfjastríðið í Mexíkó hófst. Ofbeldið virðist engan enda ætla að taka og meira að segja blaðamenn hafa gefist upp af ótta við eiturlyfjagengin. Mynd reuters DAGBLAÐ GEFST UPP FYRIR GLÆPAGENGI HRÆÐAST HNýSNI mEÐ STREET VIEw Der Spiegel hef-ur auk þess eftir öruggum heimildum frá stjórn bandaríska vef- fyrirtækisins að fjöldi þeirra Þjóðverja sem vilji að heimili sín verði þurrkuð út sé mörg hundruð þúsund. hnýsni? Bílar með áföstum myndavélum sem notaðar eru til að mynda borgir í Street View á ráðstefnu í Hannover í Þýskalandi. Margir Þjóðverjar vilja ekki að húsin sín birtist í forritinu og að hnýsnir netnotendur geti þannig skyggnst inn í einkalíf þeirra. Mynd reuters Með bindi Lady Gaga mótmælir umdeildum reglum Bandaríkjahers sem meina samkynhneigðum að segja frá kynhneigð sinni. verkaMenn í kaLiforníu: Fundu urmul steingervinga Hópur byggingaverkamanna í Kali- forníuríki í Bandaríkjunum upp- götvaði gríðarlegt magn af ævaforn- um steingervingum þegar grafið var fyrir grunni í Riverside-sýslu á dög- unum. Verkamennirnir fundu meðal annars elstu beinagrind af sverðketti sem fundist hefur í sögu fylkisins. Í einni holunni kom fjarsjóður stein- gervinga í ljós en vísindamenn hafa hingað til greint 1.450 þeirra. Þar á meðal eru 250 stórir hryggleysingjar, en margar tegundirnar hafa aldrei birst mönnum áður. „Við erum enn að telja steingervingana. Ég hef unn- ið á þessu svæði í 40 ár og hvergi séð jafn marga steingervinga og hér,“ sagði steingervingafræðingur sem rannsakar fundinn. Skoskt olíufélag hefur fundið olíu úti fyrir ströndum Græn- lands. Olían fannst á fjög- ur hundruð metra svæði, á Alpa-1S1-svæðinu. Lítið magn af olíu fannst á fjögur þúsund og þrjú hundruð metra dýpi. Ekki er talið að nægilegt magn af olíu sé að finna á svæðinu til að réttlæta að þar verði reistur olíuborpallur en með niður- stöðunum er staðfest að olíu sé að finna á svæðinu. Frekari boranir munu fara fram á næstu mánuðum. Hlutabréf í skoska félaginu hækkuðu í verði um þrjú prósentustig á hlutabréfa- mörkuðum í Lundúnum við fréttirnar. Ove Karl Berthelsen, grænlenskur ráðherra, segir fundinn vera hvetjandi. skoskt oLíuféLaG finnur oLíu: Olía finnst á Grænlandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.