Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Side 19
HRÖNN MARÍNÓSDÓTTIR er stjórnandi RIFF, Reykjavík International Film Festival, sem hefst á fimmtudaginn. Hátíðin í ár er sú stærsta og mikið magn af útlending- um kemur til að horfa á myndirnar sem í boði eru. TEKIÐ EFTIR OKKUR ERLENDIS Í upphafi bókar sinnar Réttlæti í herkví segir Eva Joly eitthvað á þá leið að orðin spilling eða sið- leysi í viðskiptum og stjórnmálum endurspegli vart reynslu sína af sakamálarann- sóknum hennar í Frakklandi. Betra sé að nota orðið „refsileysi“ um þá sem lifa ofar lög- unum. Þeir sem svo háttar um eru í vissum skilningi sterkari en lögin; geðþótti leysir löghlýðni af hólmi. Í viðtali við DV sumarið 2009 vék Eva Joly að þessu atriði með eftir- farandi hætti: „Þetta er stétt manna sem telur sig ekki þurfa að lúta regl- um réttarkerfisins. Hún lítur svo á að lögin séu ekki ætluð þeim held- ur öðrum. Í spilltum löndum mútar þessi stétt dómurum. Meðal þróaðra þjóða á Vesturlöndum mynda menn bræðrareglu innan þessarar stétt- ar. Lendi einhver þeirra bak við lás og slá koma reglubræður á vettvang og vitna um sakleysi eða sjúkdóma og þar með er viðkomandi sleppt. Ég hef tekið þátt í fjölþjóðlegu starfi lögfræðinga. Við tökum þessu sem meginreglu og viljum berjast gegn þessari mismunun, refsileysi hinna ríku og voldugu. Við höfum eitt ný- legt dæmi frá Frakklandi. 15. maí (2009) var kveðinn upp dómur yfir Charles Pasqua, fyrrverandi innan- ríkisráðherra, en hann er nú 82 ára. Hann hafði verið ákærður fyrir spill- ingu og fyrir að hafa komið undan sem svarar 170 milljónum króna. Þetta var hafið yfir allan vafa. Ríkis- lögmaður krafðist eins árs skilorðs- bundins fangelsis. Í næsta réttar- sal var verið að dæma 19 ára mann. Hann hafði stolið sem svarar 40 þús- und íslenskum krónum í matvörum. Viltu giska á hvaða dóm hann hlaut? Jú, eins árs fangelsi óskilorðsbund- ið. Íslenska þjóðin er sködduð og ég finn til samstöðu með henni og finn til með henni þegar ég hugsa til af- leiðinganna af bankahruninu. Byrð- arnar sem henni er ætlað að bera eru eins og eftir mikla styrjöld.“ Allir jafnir fyrir lögum – eða þannig Hvorki íslensk lög né séríslensk laga- hyggja hefur verndað íslenskan al- menning gegn þeim hneigðum sem Eva Joly víkur hér að. Þvert á móti er hægt að setja fram rökum studda tilgátu um að leiðtogar stjórnmála- stéttarinnar, hagsmunasamtaka og fyrirtækja hafi með liðsinni rétt- arvörslukerfisins og dómstólanna tryggt fámennri forréttindastétt hægindi og refsileysi um áratuga- skeið. Þetta viðgekkst í krafti klíku- skapar, kunningjaveldis og frænd- hygli sem Jón Þorláksson, stofnandi Sjálfstæðisflokksins, varaði við á þriðja áratug síðustu aldar. Allt var svo hjúpað nauðsynlegri leynd sem gegnsýrði starf stjórnmálaflokka sem fóru lengstum með valdstjórnina. Hér er verðugt að líta til reglu sem Eva Joly setur fram í ofangreindri bók sinni: Gegnsæi verður að fylgja frels- inu. Gegnsæi án frelsis brýtur í bága við mannréttindi. Frelsi án gegnsæ- is greiðir hins vegar leið til lögbrota. Íslenskir þingmenn mættu að ósekju leiða hugann að röksemdum Evu Joly þegar þeir standa frammi fyrir því að sækja þrjá til fjóra ráð- herra til ábyrgðar vegna meintrar vanrækslu og afglapa sem áttu áreið- anlega þátt í kerfishruni bankanna árið 2008. Smælingjum refsað Á sama tíma og hnípin þjóð í skuldavanda og óvissu hlýðir dög- um saman á kjörna fulltrúa sína ræða í þaula rök sem geta hafið fyrr- verandi ráðherra upp í gamalkunn- ugt refsileysi forréttindastéttarinn- ar velkjast fáir þeirra í vafa um að níu ungmenni verði að hljóta mak- leg málagjöld fyrir að hafa brotist inn í Alþingi og ógnað landstjórn- inni í búsáhaldabyltingunni. „Hver, sem ræðst á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess er hætta búin, lætur boð út ganga, sem að því lýtur, eða hlýðir slíku boði, skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár, og getur refs- ingin orðið ævilangt fangelsi, ef sak- ir eru mjög miklar,“ segir í hegning- arlögunum frá árinu 1940. Er ekki framangreint dæmi Evu Joly endurkveðið hér í smáatriðum? Smælingjarnir eiga að hlýða lögun- um, valdsmenn og auðkýfingar búa við refsileysi. En hvernig var það: Var stjórn- málastéttin ekki í vitorði með bankaribböldum, óhæfum seðla- bankastjórum og ónýtum banka- eftirlitsmönnum þegar þeir brutust inn á heimili og inn í fyrirtæki þessa lands og höfðu af þeim nær allt eig- ið fé? Rökin eru margvísleg og þau reyna á skýrleika hugsunarinnar. En í samhenginu, sem smám sam- an er dregið upp og haldið er að al- menningi, liggja áhrif og völd. Sam- hengið, sem upp er dregið, á sér oft rætur í hagsmunum frekar en hug- sjónum eða háleitum hugmyndum um réttlæti, sanngirni, mannrétt- indi og ást á málefnalegri umræðu. Þetta ber að hafa í huga þegar menn vilja bæta heiminn. Tilvera ofar lögunum 1 ARATÚNSBLOGGARI: LJÓTT AÐ SJÁ ÁVERKANA Andrés Helgi Vikt- orsson lýsir áverkum fórnarlambs Aratúnshjóna. 2 ÞÓTTIST VERA SONUR SINN OG KOM UPP UM BARNAPERRA Breti sat fyrir barnaníðingi og yfirbugaði hann í kjölfar átaka. 3 ÞRÍR ALVARLEGA SLASAÐIR EFTIR BÍLSLYS – ÞYRLA KÖLLUÐ ÚT Alvar- legt bílslys varð á þriðjudagsmorgun á milli Minni-Borgar og Svínavatns. 4 „ÓLAFUR RAGNAR BYRJAÐUR AÐ SKILJA HEIMINN“ Fyrrverandi ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneyt- inu gagnrýndi forseta Íslands. 5 HEIMILIN ENN Í ÓVISSU Enn ríkir óvissa þrátt fyrir dóm Hæstaréttar Íslands um gengistryggð lán. 6 ENN FRÁLEITARA AÐ GERA INGIBJÖRGU SÓLRÚNU ÁBYRGA Bjarni Benediktsson vill ekki draga Ingibjörgu fyrir landsdóm. 7 KANNABISREYK LAGÐI YFIR GRUNNSKÓLA Vindátt breyttist þegar verið var að eyða kannabis- efnum á Nýja-Sjálandi. MEST LESIÐ á dv.is MYNDIN Hver er konan? „Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF.“ Hvar ólstu upp? „Í Vesturbænum.“ Hvað drífur þig áfram? „Ætli það séu ekki bara góðar hugmyndir og skemmtilegt fólk.“ Hvar vildirðu helst búa ef ekki á Íslandi? „Spáni.“ Hvað borðarðu í morgunmat? „AB-mjólk með múslí.“ Hvaða bíómynd sástu síðast? „Ég horfði síðast á mynd sem er á dagskránni, Glen Gold The Genius Within og svo sá ég alveg frábæra mynd sem heitir Last Train Home.“ Er RIFF-hátíðin í ár sú stærsta? „Já, það hafa aldrei verið fleiri myndir og aldrei fleiri gestir komið erlendis frá. Það koma um 300 manns á okkar vegum og svo kemur líka fullt af túristum. Fólk er greinilega að taka eftir okkur erlendis.“ Hvernig hefur mætingin verið undanfarin ár? „Það hafa um 7-8 prósent af íslensku þjóðinni verið að sækja hátíðina sem er bara meiriháttar.“ Hvað er athyglisverðast í ár? „Jim Jarmusch, Noam Chomsky, og svo leikstjórarnir sem eru að keppa um verðlaunin okkar, Gyllta lundann. Svo er fullt af heimildamyndum líka sem fjalla um hitt og þetta sem kemur okkur öllum við. Að ónefndum íslensku myndunum á hátíðinni. Hefur verið erfiðara að framkvæma RIFF eftir hrunið? „Já, það verður nú að viðurkennast. Þetta hefur verið meiri barátta en það er bara til svo ótrúlega margt gott fólk sem er tilbúið að hjálpa til.“ Hvert á maður að snúa sér ef mann langar að sjá mynd á RIFF? „Riff.is eða fara í Eymundsson í Austur- stræti á milli klukkan 12.00 og 19.00 alla daga. Þar færðu allar upplýsingarnar beint í æð.“ MAÐUR DAGSINS KJALLARI „Nei, það er ég ekki.“ SIGURÐUR J. INGÓLFSSON 73 ÁRA, VAKTMAÐUR HJÁ HB GRANDA „Nei, alls ekki.“ KOLBRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR 30 ÁRA, VINNUR VIÐ AÐHLYNNINGU „Nei.“ JÓHANN G. JÓHANNSSON 63 ÁRA, TÓNLISTAR- OG MYNDLISTAMAÐUR „Já.“ ÞORGERÐUR ÁSMUNDSDÓTTIR 44 ÁRA, NEMI „Ég hef enga skoðun á því.“ JAKOB MÁR STEFÁNSSON 30 ÁRA, NEMI ERTU ÁNÆGÐ/UR MEÐ ENDURKOMU ÞORGERÐAR KATRÍNAR Á ALÞINGI? DÓMSTÓLL GÖTUNNAR MIÐVIKUDAGUR 22. september 2010 UMRÆÐA 19 Brim Þrátt fyrir linnulítið blíðviðri lætur haustið nú á sér kræla. Fyrsta haustbrælan er komin og farin og vetur konungur minnir á sig með ölduróti og snjó í fjallatoppum. Þessi brot dundu á skerjum í sunnanverðum Álftafirði á Austfjörðum þegar ljósmyndari átti leið þar um í byrjun vikunnar. MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar Við tökum þessu sem meginreglu og viljum berjast gegn þessari mismunun, refsileysi hinna ríku og voldugu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.