Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Blaðsíða 20
Borgarleikhúsið frumsýnir verkið Enron á fimmtudag:
Draumar, dramb og fall
nýr Diskur
kammerkórs
Smekkleysa hefur gefið út nýjan
geisladisk með flutningi Kammer-
kórs Suðurlands á verkum breska
tónskáldsins Sir John Tavener (f.
1944). Stjórnandi kórsins er Hilm-
ar Örn Agnarsson og með kórnum
syngja Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir
sópran og Hrólfur Sæmundsson
barítón. Margir kannast við verk Ta-
veners Prayer of the Heart en það
samdi hann sérstaklega fyrir Björk
og hún flutti verkið með Brodsky-
kvartettinum.
kynning í þjóð-
minjasafninu
Fimmtudaginn 23. september
kl. 16.30-18.00 verður fjöl-
breytt fræðslustarf Þjóðminja-
safns Íslands kynnt, ásamt sýn-
ingum, fyrirlestrum og öðru því
sem verður á dagskrá safnsins
í vetur. Kynningin hefst í fyrir-
lestrasal safnsins og er öllum
opin.
Nýjung á safninu er „Ó borg,
mín borg“, en það er herbergi
búið húsgögnum frá árunum
1955-65. Þar geta safngestir
sest niður, skoðað myndir og
handfjatlað muni frá þessum
árum.
rosemunthe í
LjósmynDasafni
reykjavíkur
Á sýningu danska ljósmyndarans
Johans Rosenmunthe „The Isle of
Human“ er dýr að finna á ólíkleg-
ustu stöðum. Dýrin falla inn í um-
hverfið á myndunum líkt og þau séu
á sínum heimaslóðum. Myndirnar
eru mikið unnar og eru samsettar úr
allavega tveimur eða fleiri mynd-
um. Sýningin er í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur dagana 23. september –
16. okóber og er opin virka daga frá
12 – 19 og frá 13 – 17 um helgar. Að-
gangur er ókeypis.
rafmagnað fimmtuDagskvöLD á faktorý
Fimmtudagskvöldið 23. september verður rafmagnað á skemmtistaðnum
Faktorý í miðbænum. Á neðri hæð staðarins verður haldið Full Moon-partí þar
sem plötusnúðarnir Dj Tommy White & Sir Dancelot munu halda uppi brjáluðu
fjöri. Á efri hæðinni munu svo Tonik, Ljósvaki og Futuregrapher halda tónleika.
Það verður ókeypis inn á alla þessa skemmtun og fjörið mun hefjast stundvís-
lega kl. 22.00 á báðum hæðum.
sveppi vinsæLL í kvikmynDahúsunum
Fyrsta íslenska þrívíddarmyndin, Algjör Sveppi og dularfulla hótelherberg-
ið, er aðra helgina í röð vinsælasta mynd landsins. Alveg frá því kvikmyndin
var frumsýnd hafa um tuttugu þúsund manns gert sér ferð í kvikmyn-
adhúsin til þess að sjá hana. Þessi mikla aðsókn á kvikmyndina, þýðir að
framleiðendur hennar geta vel við unað. Kvikmyndin hefur þénað um 20
milljónir í miðasölu. Næst vinsælasta kvikmynd landsins er Despicable Me
eða Aulinn ég og þriðja vinsælasta kvikmyndin er grínmyndin The Other
Guys.
20 fókus 22. september 2010 miðvikudagur
Flaggskip Borgarleikhússins þetta
leikárið verður frumsýnt á fimmtu-
daginn á Stóra sviðinu. Um er að ræða
hið heimsfræga verk Enron sem hefur
vakið athylgi um heim allan undan-
farið. Líkt og nafnið gefur til kynna er
verkið byggt upp á sögu stórfyrirtæk-
isins Enron sem óx með ógnarhraða
en varð svo á endanum eitt stærsta
fjármálahneyksli í sögu Bandaríkj-
anna.
Stefán Jónsson leikstýrir íslenskri
uppfærslu verksins en þýðandi er
Eirikur Örn Norðdahl. Börkur Jóns-
son sér um leikmynd og Helga Stef-
ánsdóttir búninga. Tónlist er í hönd-
um Sigtryggs Baldurssonar og Helga
Svavars Helgasonar en dansa semur
Sveinbjörg Þórhallsdóttir. 15 leikarar
taka þátt í sýningunni og má þar nefna
Stefán Hall Stefánsson, Jóhönnu Vig-
dísi Arnardóttur,Halldóru Geirharðs-
dóttur, Ellert A. Ingimundarson, Hall-
dór Gylfason og fleiri. Verkinu er lýst
sem blöndu sígilds harmleiks og kraft-
mikils gamanleiks. Saga um drauma
og þrá, dramb og fall.
Það er hin 29 ára gamla Lucy
Prebble sem er höfundur verksins en
Fortune Magazine valdi hana í hóp
þeirra 25 einstaklinga í heiminum
sem hafa þótt ná best utan um breytta
heimsmynd eftir heimskreppuna.
Verkið hefur vakið svo mikla lukku að
Sony Pictures hefur keypt kvikmynda-
réttinn nú þegar. Enron hefur gengið
fyrir fullu húsi í Lundúnum í heilt ár
en verkið er væntanlegt á fjalir leik-
húsa víða um heim á næstu mánuð-
um, meðal annars í Berlín, Hamborg,
Vínarborg, Bern, Stokkhólmi, Osló og
París. asgeir@dv.is
Enron Verður
frumsýnt á
morgun.
keppnisflokk-
urinn í ár:
n Aardvark (Bandaríkin, Argentína, 2010)
n At Ellen‘s Age (Þýskaland, 2010)
n Attenberg (Grikkland, 2010)
n Inside America (Austurríki, 2010)
n Jo For Jonathan (Kanada, 2010)
n The Four Times (Ítalía, 2010)
n Littlerock (Bandaríkin, 2010)
n Mandoo (Írak, 2010)
n Tomorrow (Frakkland, Rúmenía,
Ungverjaland, 2010)
n Song of Tomorrow (Svíþjóð, 2010)
n The Christening (Pólland, 2010)
fimm íslenskar
frumsýningar:
n Brim - Árni Ólafur Ásgeirsson
n Uppistandsstelpur - Áslaug
Einarsdóttir
n Ísland Úganda - Garðar Stefánsson,
Rúnar Ingi Einarsson
n Höllin - Héðinn Halldórsson
n Kraftur - síðasti spretturinn - Árni
Gunnarsson, Steingrímur Karlsson,
Þorvaldur Björgúlfsson
n Einnig sýndar á hátíðinni: Desem-
ber eftir Hilmar Oddsson, Mamma
Gógó eftir Friðrik Þór Friðriksson og
Kóngavegur eftir Valdísi Óskarsdótt-
ur.
miðaverð:
Hátíðarpassi sem gildir á allar myndir
- 9.000 kr. Átta miða afsláttarkort
(fyrir átta á eina sýningu eða einn á
átta) Stakur miði - 1.000 kr.
Upplýsingamiðstöð og miðasala
RIFF er í verslun Eymundsson í
Austurstræti. Sýningar mynda á RIFF
verða í Háskólabíói, Norræna húsinu,
Hafnarhúsinu við Tryggvagötu,
Iðnó, Tjarnarbíói og Bíó Paradís við
Hverfisgötu (í gamla Regnboganum)
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst á morg-
un. Á hátíðinni verða sýndar 140 myndir frá 29 löndum. Þar af
eru 28 íslenskar. Keppt verður í 14 mismunandi flokkum en 12
myndir keppa um aðalverðlaun hátíðarinnar.
RIFF, alþjóðlega kvikmyndahátíðin í
Reykjavík, verður sett í sjöunda sinn
á morgun. Opnunarmynd RIFF í ár
er bandaríska gamanmyndin Cyrus
eftir þá bræður Jay og Mark Duplass.
Myndin skartar stórleikurunum John
C. Reilly, Jonah Hill og Marisu Tomei í
aðalhlutverkum.
Að þessu sinni eru 140 myndir
sýndar á hátíðinni sem stendur yfir í
11 daga. Á þeim dögum verða hvorki
fleiri né færri en 350 sýningar á sex
sýningarstöðum. Myndirnar 140 eru
frá 29 löndum og þar af eru 28 íslensk-
ar myndir. Fimm myndir í fullri lengd
verða frumsýndar, þrjár sem sýndar
hafa verið áður og 16 stuttmyndir.
Að þessu sinni eru flokkarnir á
hátíðinni 14 talsins en það er einum
flokki fleira en í fyrra. Við bætist flokk-
urinn Betri heimur og í honum eru
sýndar myndir sem fjalla um mann-
réttindamál með einum eða öðrum
hætti. 12 myndir keppa í aðalflokkn-
um sem nefnist Vitranir. Þar er keppt
um verðlaunagripinn Gyllta lundann
en hann er veittur í sjötta sinn í ár.
Líkt og undanfarin ár verður sér-
stakur heiðursgestur á hátíðinni en
í fyrra var það enginn annar en Ósk-
arsverðlaunahafinn Milos Fore-
man. Að þessu sinni er það banda-
ríski kvikmyndagerðarmaðurinn Jim
Jarmusch og mun hann jafnframt
hljóta heiðursverðlaun hátíðarinn-
ar líkt og venja er. Fimm myndir eft-
ir Jarmusch verða sýndar í tengslum
við komu hans hingað til lands, auk
þess sem eiginkona hans, Sara Dri-
ver, kemur með honum til landsins
og svarar spurningum í tengslum
við sýningu á myndinni You Are Not
I sem þau hjónin gerðu saman árið
1981.
RIFF hefur stækkað ár frá ári og
að þessu sinni er búist við um 300 er-
lendum gestum á hátíðina. Sá hópur
samanstendur af fagfólki úr stéttinni,
og fjölmiðlafólki sem og fulltrúum
annarra þekktra kvikmyndahátíða.
Sem dæmi má nefna fulltrúa frá kvik-
myndahátíðunum Berlinale, Tor-
onto, Karlovy Vary og Tribecca.
asgeir@dv.is
350 sýningar
á 11 Dögum
Jonah Hill Leikur
eitt aðalhlutverk-
anna í opnunar-
mynd hátíðarinnar.