Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Síða 22
22 úttekt 22. september 2010 miðvikudagur
Ég hefði aldrei trúað því þegar við vorum enn að bíða eftir jákvæðri niður-stöðu að innan fjögurra
ára væri ég að ganga með fjórða og
fimmta barnið. Það erfiða við ófrjó-
semisbaráttuna er óvissan, að vita
ekki hversu oft við þurfum að ganga
í gegnum þennan rússíbana, hversu
oft við eigum eftir að verða fyrir von-
brigðum og eyða jafnvel fullt af pen-
ingum og tilfinningum í eitthvað sem
verður aldrei,“ segir fjölburamamm-
an Katrín Björk Baldvinsdóttir sem
er komin 20 vikur á leið með tvíbura.
Missti einn þríburann
Katrín Björk og eiginmaður hennar,
Eyþór Már Bjarnason, höfðu reynt
að eignast barn um árabil. Árið 2006
fóru þau í fyrsta skipti í uppsetn-
ingu á frystum fósturvísum, þar sem
þau höfðu loksins fengið fósturvísa
í frysti eftir þriðju smásjármeðferð-
ina, en í það skiptið með gjafasæði
og voru tveir frystir fósturvísar settir
upp. Annað eggið skipti sér í tvennt
og Katrín og Eyþór áttu von á þrí-
burum, eineggja strákum og stelpu.
Óeðlilegar æðatengingar í fylgju ollu
því að annar drengurinn fékk nánast
allt blóðflæðið en hinn fékk litla sem
enga næringu, af völdum sjúkdóms
sem kallast TTTS.
Katrín var send til Belgíu þar
sem leiseraðgerð var framkvæmd á
þeim æðum í fylgjunni sem tengdu
blóðrásir barnanna en allt kom fyrir
ekki. Þríburi A, Bjarni, lést á 24. viku
og þau komu svo öll í heiminn eft-
ir 28 vikur. Í dag eru Baldvin Ásgeir
og Elísabet Heiða heilbrigðir þriggja
ára sólargeislar foreldra sinna sem
verða stóru systkini í febrúar þeg-
ar litlu systkini þeirra koma í heim-
inn. „Við biðum með að segja þeim
frá fjölguninni þar til eftir 20. vikna
sónarinn. Þau höfðu ekkert verið að
spá í þetta fyrr og er greinilega alveg
sama þótt móðir þeirra fitni. Elísabet
sýnir kúlunni meiri áhuga en hon-
um er nokk sama. Þau átta sig senni-
lega ekkert á þessu enda bara rúm-
lega þriggja ára.“
Litlar líkur á tvíburum
Þegar þau Eyþór vildu reyna aft-
ur, eftir að hafa sett upp síðustu
frystu fósturvísana haustið 2009, var
ákveðið að reyna tæknisæðingu þar
sem notast hafði verið við gjafasæði
í síðustu smásjármeðferðinni. „Í síð-
ustu skoðuninni kom eitt eggbú í ljós
og því benti ekkert til þess að hætta
væri á tvíburaþungun. Læknirinn
varð sjálfur mjög hissa þegar það
kom í ljós að þau voru tvö. Við feng-
um staðfest að um tvíeggja tvíbura
væri að ræða í 20 vikna sónar þegar
við sáum að þetta eru stelpa og strák-
ur, en líkurnar á því höfðu verið mjög
miklar þar sem þau eru hvort í sínum
sekknum og hvort með sína fylgjuna.
Það var mikill léttir að sjá það, því þá
er ekki aftur hætta á TTTS. Það hef-
ur því annað eggbú náð að þroskast á
síðustu metrunum. Þetta átti að vera
okkar síðasta meðferð enda fannst
okkur við mjög rík með þessi tvö sem
við eigum fyrir og meðferðir taka allt-
af á andlega. Ég hafði enga trú á að
við myndum fá fjölbura aftur en samt
var eitthvað sem sagði mér að geyma
barnadótið. Ég hef verið til í að lána
það en ekki gefa eða selja sem kem-
ur sér vel núna enda ekki margt sem
okkur vantar.“
Fjögur börn yngri en fjögurra
ára
Þrátt fyrir allt segir Katrín áfallið ekki
hafa verið mikið þegar í ljós kom að
um tvíbura væri að ræða. „Við átt-
um reyndar bágt með að trúa þessu,
hristum bara höfuðið í vantrú, en
okkur brá meira þegar við áttum von
á þremur. Núna vitum við að við get-
um þetta, þótt það sé náttúrulega
annað að vera með fjögur börn yngri
en fjögurra ára,“ segir hún brosandi
og bætir við að viðbrögðin sem þau
fái séu alltaf jákvæð. „Fólk er hissa
og finnst þetta frábært. Flestir segja
að það verði nóg að gera og ég mót-
mæli því ekki. Eins fáránlega og það
hljómar eftir svona ófrjósemisbar-
áttu þá viðurkenni ég að ég kvíði
stundum fyrir því ég veit hvað er erf-
itt að vera með tvö lítil og hvað þá
með tvö önnur sem eiga sínar dram-
astundir. Stundum þyrmir því yfir
okkur en ég veit að þetta er samt af-
skaplega mikið lúxusvandamál.“
Stefnir á dramalausa
meðgöngu
Katrín nýtur meðgöngunnar en
vegna sögunnar er sjaldnast langt
í áhyggjurnar. „Ég hef tvisvar áður
orðið ófrísk, fyrst missti ég fóstrið og
síðast fékk ég aðeins tvö af þremur
börnum til mín. Hugsanir eins og:
„Mun ég fá þau bæði til mín?“ koma
upp en ég reyni samt að njóta með-
göngunnar. Á þessum tíma síðast
var ég komin í algjöra sófalegu en í
dag er ég eldhress, er í meðgöngu-
jóga og fer að synda reglulega enda
engin ástæða til annars. Ég hef þó
aðeins fengið í bakið og finn fyrir
þreytu í bumbunni sem getur verið
út af keisaraskurðinum en ég kvarta
ekki. Ég passa mig þó á að hvílast og
fara vel með mig því ég ætla mér að
ganga með fram yfir áramót og von-
andi tekst það. Mér fannst við búin
að upplifa nóga dramatík og stefndi
á dramalausa einburameðgöngu en
því hefur nú verið breytt í drama-
lausa tvíburameðgöngu,“ segir hún
brosandi og bætir við að það sé nota-
legt að hugsa til þess að hún eigi eft-
ir að geta jánkað því þegar hún verði
spurð hvort þetta séu tvíburar. „Fólk
getur verið ótrúlega forvitið. Við töl-
um um þríburana því þótt eitt af
börnunum sé látið voru þau þrjú.
Það verður því gott að geta brosað og
sagt: „Já, þau eru tvíburar,“ án þess að
fara í flækju.“
Stjórnarmenn fá óskabörn
Katrín er formaður Tilveru, sam-
taka um ófrjósemi, en félagið held-
ur aðalfund þann 19. október.
„Það eru allir velkomnir á fundinn
en staðsetning hans verður aug-
lýst á heimasíðu Tilveru, tilvera.
is, á næstu dögum. Á aðalfundin-
um verður meðal annars kosin ný
stjórn. Okkur mun vanta nokkra
nýja stjórnarmenn að þessu sinni.
Mjög margir sem fara í stjórn fá
loksins óskabörnin í hendurnar og
Eins fáránlegt og það hljómar eft-ir svona ófrjósemisbaráttu þá viður-
kenni ég að ég kvíði stundum fyrir því ég veit
hvað er erfitt að vera með tvö lítil og hvað þá
með tvö önnur sem eiga sínar dramastundir.
Katrín Björk Baldvinsdóttir varð ófrísk að
þríburum árið 2006 eftir langa baráttu við
ófrjósemi. Eftir erfiða meðgöngu lést eitt
barnið en hin tvö eru heilbrigðir þriggja
ára sólargeislar foreldra sinna. Katrín
Björk er aftur ófrísk og í þetta skiptið að
tvíburum. Í febrúar munu þau hjónin eiga
fjögur börn yngri en fjögurra ára. „Lúxus-
vandamál,“ segir Katrín Björk sem er for-
maður Tilveru – samtaka um ófrjósemi.
Stækkandi fjölskylda Baldvin Ásgeir
og Elísabet Heiða eru rúmlega þriggja
ára. Þau höfðu ekki veitt stækkandi maga
móður sinnar neina athygli en vita nú af
væntanlegum systkinum.
Mynd RóBeRt ReyniSSon
Fjögur börn yngri
en fjögurra ára Fólk getur verið ótrúlega forvitið. Við tölum um þríburana því þótt eitt barnanna sé látið voru þau þrjú.