Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Page 26
„Þetta er alveg meiriháttar fínn gæi. Hann er mjög áhugasamur um ljós- myndun og veit alveg um hvað hann talar, sem gerir mitt starf miklu auð- veldara,“ segir ljósmyndarinn Bald- ur Bragason um fyrstu kynni sín af leikstjóranum David Fincher, en Baldur vinnur í nýjustu mynd Finchers, The Girl With The Dragon Tattoo, um þessar mundir. „Ég hitti hann fyrst í gær (mánudag) og mér var bara strax hent ofan í djúpu laugina. Ég tók um 1.100 ljósmynd- ir sem notaðar verða í myndinni og þarna voru um 20–30 aukaleikarar auk breska leikarans Julians Sand, og David Fincher að leikstýra þeim öllum bara fyrir mig, svo þetta var dálítið sjokk,“ segir Baldur og hlær. Að sögn Baldurs eru aðalleikar- arnir Daniel Craig og Robin Wright væntanleg til Svíþjóðar í næstu viku en tökur munu hefjast á mánudag- inn. Hann segir þetta stærsta verk- efni sem hann hafi unnið við og myndina vera stærstu kvikmynda- framleiðslu sem ráðist hefur ver- ið í á Norðurlöndunum. Baldur er mjög spenntur fyrir að vinna með Fincher en hann mun fylgja honum náið eftir á tökustað næstu vikurn- ar „Hann er með mjög flotta sýn og með mikið auga fyrir smáatriðum, það má eiginlega segja að hann sé algjörlega í sérflokki.“ Óhætt er að segja að aðdáendur Millennium- seríunnar eigi mikið í vændum. BALDUR BRAGASON UM DAVID FINCHER: Vignir Svavarsson, landsliðs- hetja og leikmaður Hannover- Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik, á von á barni með unnustu sinni Berglindi Höllu Elvudóttur. Þetta er fyrsta barn þeirra beggja en Berglind er sett í lok nóvember. Vign- ir söðlaði um fyrir tímabilið en hann lék áður ásamt Loga Geirs- syni hjá Lemgo. Það má segja að Hannover-Burgdorf sé hálfgert Íslendingalið en þar leika einnig Hannes Jón Jónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, og Aron Kristjánsson þjálfar liðið. 26 FÓLKIÐ 22. september 2010 MIÐVIKUDAGUR MARÍA BIRTA BJARNADÓTTIR: Baldur Bragason „Ég hitti hann fyrst í gær (mánudag) og mér var bara strax hent ofan í djúpu laugina. MEIRIHÁTTAR FÍNN GÆI Silfurhetjan Logi Geirsson og íþróttablaðamaðurinn Henry Birgir Gunnarsson hafa setið sveittir í allt sumar við að skrifa bókina 10.10.10 — Atvinnu- mannssaga, sögu Loga Geirsson- ar. Það var allt á síðasta snúningi á mánudagskvöldið þegar þeir félagarnir voru að klára bókina en þeir náðu þó að skila henni á réttum tíma á þriðjudagsmorg- un, samkvæmt heimildum DV sem herma að bókin sé miklu meira en íþróttasaga og að Logi fari mikinn í frásögnum sínum sem kunni sumar hverjar að koma við fólk. Logi hefur verið atvinnumaður í handknattleik í sex ár með Lemgo í Þýskalandi en nú leikur hann með uppeldis- félagi sínu, FH. LOGI SEGIR FRÁ ÖLLU BARN Á LEIÐINNI STRESSUÐ FYRIR KYNLÍFSATRIÐI Ég var allan daginn að undirbúa mig,“ segir María Birta Bjarnadóttir um kyn-lífssenuna sem hún leikur í í kvikmynd-inni Óróa. María Birta leikur eitt af stærri hlutverkum myndarinnar og kemur meðal ann- ars fram í einu opinskáasta kynlífsatriði sem sést hefur í íslenskri bíómynd. Hún segir það hafa verið frekar erfitt og bætir við: „Ég var mjög stressuð, en mér fannst þetta bara ganga vel.“ Í myndinni leikur María Judit sem hún seg- ir vera hálfgerðan vandræðaungling sem drekki mikið og sé ráðvilltur. María segist hafa verið meira eða minna í karakter allan tímann þar sem erfitt sé að leika manneskju eins og Judit. „Hún er alltaf eins og hún sé drukkin og ég sagði oft í gríni við leikstjórann að mér liði eins og ég hefði verið full allan tímann sem við tókum upp myndina,“ segir María og hlær. Þetta er í fyrsta skipti sem María Birta leikur í kvikmynd en áður hefur hún leikið í nokkrum auglýsingum. „Mér leið svolítið eins og mér væri kastað í sjóinn því ég hef litla leikreynslu og fyrsta tökudaginn minn tókum við upp stærsta atriðið mitt í myndinni. Það var bara einn, tveir og „act- ion“ og maður var kannski ekki alveg tilbúinn fyrir það,“ segir María Birta og hlær. Spurð hvernig hvernig henni hafi fundist að leika í kvikmynd segir María: „Þetta var mjög gaman en líka rosalega erfitt. Þetta var krefjandi verkefni enda grenntist ég talsvert á meðan ég lék í myndinni, en þrátt fyrir mikið álag gekk þetta þó allt saman mjög vel.“ María segist hafa mjög mikinn áhuga á kvikmyndaleik og geta vel hugs- að sér að leggja hann fyrir sig í framtíðinni, en í dag hún á hún tvær tískuvöruverslanir á Lauga- veginum; Maníu og verslunina Elítu sem verð- ur opnuð innan skamms og hefur hún í nógu að snúast í verslunarrekstrinum. Aðspurð um frek- ari frama í kvikmyndaleik segir hún ekkert vera fast í hendi en vonar að henni muni bjóðast fleiri hlutverk í framtíðinni. María segist ekki vera búin að sjá myndina en hún verður frumsýnd þann 14. október. „Ég fæ ekki að sjá myndina fyrr en á frumsýningu og ég er bæði spennt og stressuð. En ég hef fulla trú á Baldvini Z leikstjóra og hef litlar áhyggjur af því að þetta komi eitthvað hræðilega út,“ segir María og brosir. María Birta Bjarnadóttir leikur í kvik- myndinni Óróa sem byggð er á sögu eftir Ingibjörgu Reynisdóttur og verður frum- sýnd 14. október. Þetta er fyrsta hlutverk Maríu í kvikmynd og segir hún það hafa verið spennandi reynslu en jafnframt mjög krefjandi enda léttist hún um mörg kíló meðan á tökum stóð. Hún útilokar ekki frekari frama í kvikmyndaleik og vonast eftir að fá fleiri hlutverk til að spreyta sig á. María Birta „Skemmtilegt en krefjandi að leika í kvikmynd.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.