Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 24. september 2010 UMRÆÐA 29
Um komandi ára-
mót stendur til að
flytja málaflokk
fatlaðra frá ríki
til sveitarfélaga.
Hugmyndin mun
vera að þjónust-
an verði betri, og
ódýrari líka, þótt
ekki séu allir jafn-
sannfærðir um
það. Undirbún-
ingur yfirfærsl-
unnar er talsvert
á eftir áætlun og
það virðist sem
kappið við tímann sé orðið meira en
forsjáin.
Í ágúst gaf Ríkisendurskoðun Al-
þingi skýrslu um þjónustu við fatlaða,
ekki síst um hinn fyrirhugaða flutn-
ing málaflokksins. Ýmislegt fannst
sem þótti ábótavant og telja skýrslu-
höfundar m.a. „... ámælisvert að ekki
skuli vera unnt að meta hvort og þá
hvaða ávinningi flutningur mála-
flokksins frá ríki til sveitarfélaga mun
skila vegna skorts á upplýsingum.“
Þá kemur fram að það eru fjárlög en
ekki þjónustuþörf sem hafa ráðið fjár-
framlögum, með öðrum orðum að
málaflokkurinn sé fjársveltur. Án þess
að þetta séu nýjar fréttir vakna spurn-
ingar um hvort nægilegir tekjustofn-
ar fylgi verkefnunum, til að sveitarfé-
lögin geti sinnt þeim vel. Og hvernig
breytinga ætli megi vænta þegar á
að spara peninga í fjársveltum mála-
flokki? Já, og hver ætli áhrifin verði í
skuldsettustu sveitarfélögunum?
Sveitarfélögin og ríkið verða víst
að útkljá það sín á milli sem að þeim
snýr. Þetta hnígur þó í sömu átt og sú
upplifun margs starfsfólks, að ekki sé
vandað til verks. Hér á ég einkum við
stuðningsfulltrúana, sem eru félags-
menn í SFR – stéttarfélagi í almanna-
þjónustu. Í samningi ríkisins og
sveitarfélaganna um yfirfærsluna er
fyrirvari um að finna þurfi „... ásættan-
lega lausn varðandi ófrágengin atriði,
svo sem aðild starfsmanna að stéttar-
félögum.“ Samband íslenskra sveitar-
félaga vill ekki viðurkenna samnings-
rétt SFR fyrir hönd þess starfsfólks
sem nú er í félaginu, heldur vill frek-
ar semja við önnur félög. Ekki er ljóst
hvort það eru bæjarstarfsmannafélög
eða félög á almenna vinnumarkaðn-
um sem sambandið vill semja við og
er því fjöldi stuðningsfulltrúa ugg-
andi vegna óvissunnar. Raunar hefur
meirihluti þess starfsfólks, sem nú er
í SFR, lýst skriflega yfir vilja til að vera
þar áfram. Meðal helstu ástæðna eru
hinn trausti lífeyrissjóður LSR sem og
styrktar- og símenntunarsjóðir félags-
ins. Og hver er fyrirstaðan?
Halldór Halldórsson, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
hefur sagt að það komi einfaldlega
ekki til greina að fólk haldi félagsað-
ildinni. Hann segir að aðild starfsfólks
að SFR mundi gerbreyta kjarasamn-
ingsumhverfinu vegna þess að það
sé félag ríkisstarfsmanna. Halldór á
að vita betur. SFR semur ekki bara við
ríkið, heldur líka við sjálfseignarstofn-
anir, hlutafélög og Reykjavíkurborg.
Ef hann setur það fyrir sig að SFR skuli
notast við stofnanasamninga í stað
starfsmats, þá hlýtur að mega ræða
það, frekar en að fara bara í baklás.
Ef á að flytja meira en þúsund manns
nauðuga milli stéttarfélaga, er þá til of
mikils mælst að fyrir því séu sterkari
rök en þetta?
Rök Halldórs mundu ekki einu
sinni halda þótt SFR væri hrein-
ræktað ríkisstarfsmannafélag. Þegar
heilbrigðisstofnanir voru færðar frá
sveitarfélögum til ríkisins um ára-
mótin 1989–1990 var lögum breytt
á þá leið að starfsfólkið gæti áfram
verið í bæjarstarfsmannafélögum ef
það vildi. Þess vegna eru í dag t.d.
margir starfsmenn fjórðungssjúkra-
húsa í bæjarstarfsmannafélögum en
ekki SFR. Stuðningsfulltrúar eru með
öðrum orðum ekki að heimta nein
forréttindi heldur bara að fá að njóta
sömu réttinda og aðrir og að það sé
komið fram við þá af þeirri virðingu
að lausnin sé líka ásættanleg fyrir þá.
Það eru nú öll ósköpin sem við för-
um fram á.
Hreppaflutningar
á stuðningsfulltrúum
VÉSTEINN
VALGARÐSSON
formaður félags ráðgjafa og
stuðningsfulltrúa sem er
fagdeild innan SFR.
Rök Halldórs mundu ekki einu
sinni halda þótt SFR
væri hreinræktað ríkis-
starfsmannafélag.
AÐSENF
Í allri umræðunni
um landsdóm er
alltaf talað um
að það sé dóm-
ur í sjálfu sér að
kalla hann sam-
an. Þetta er þvæla
og órökrétt hugs-
un. Þegar öku-
maður er sett-
ur fyrir dómara
vegna einhvers
meints brots,
er ekki búið að
dæma neitt. Dómarinn dæmir.
Þetta er hin eðlilega leið samfélag-
anna til þess að gera sín mál upp. Öku-
maður sem verður valdur að slysi er
færður í dóm og þar er kveðið á um
sekt eða sakleysi.
Það er alltaf eins og búið sé að
dæma hin fjögur fræknu þegar tal-
að er um landsdóm og alltaf gleym-
ist að dómurinn sem slíkur er óupp-
kveðinn. Hugasnlega verða einhverjir
sýknaðir.
Mig rennir í grun að Björgvin G.
muni fagna því að klára sín mál fyrir
landsdómi þótt svo að hinir geri það
ekki. Því miður er það svo að æra topp-
anna í stjórnmálunum virðist vera
mikilvægari en æra þjóðarinnar.
Því miður hafa lagatæknar ruglað
umræðuna með alls konar þvælu og
vitleysisgangi. Sagt að lögin um lands-
dóm séu úrelt og vond en hvergi er
minnst á að landsdómur er svo sér-
stakur að um hann gilda bara önnur
lögmál en sakamál almennt. Jú, lögin
eru sennilega úrelt, en þetta eru lögin
sem gilda. Hvaða sakamaður kæmist
upp með það að segja að lögin sem
hann hugsanlega hefur brotið, séu úr-
elt! Þetta er fáheyrt. Svona eru lögin og
það er rétt að helstu gerendur hruns-
ins eru sloppnir vegna fyrningar. En
ekki þessi fjögur sem um ræðir! Eigum
við þá bara að sleppa þeim?
VG verður nú að standa í lappirnar
og slíta stjórnarsamstarfinu ef lands-
dómur verður hundsaður. Nú er lag
að sýna hugrekki og taka áhættu. Ég er
þess fullviss að VG getur bara hagnast
á kosningum. VG og Hreyfingin gætu
mögulega náð meirihluta á þingi.
Svo ekki sé talað um nýjan besta
flokk sem myndi róta til sín atkvæðum.
Nú er lag. Samfylkingin mun ekki
ríða feitum hesti frá þessum kosning-
um og um leið gæti skapast rými fyrir
nýtt fólk að taka við kratakyndlinum.
Það er nefnilega söguleg nauðsyn.
Nú þegar
við stöndum
frammi fyr-
ir afleiðing-
um hrunsins
og ljóst virðist
vera að í mörg-
um tilvikum sé
um að kenna
spillingu inn-
an stjórnsýsl-
unnar og/eða
algerri sið-
blindu valda-
mikilla ein-
staklinga, þá kallar almenningur
eftir réttlæti en ekki síst breyting-
um. Nýtt og betra Ísland er fram-
tíðarsýn margra. Hvar er þá best að
byrja annars staðar en á grunnin-
um sjálfum? Grundvallarreglum
landsins: stjórnarskránni.
Að undanskildum þeim breyt-
ingum sem gerðar voru árið 1995
á mannréttindaákvæðum stjórn-
arskrárinnar þá hefur hún staðið
að mestu leyti óbreytt frá lýðveld-
isstofnun.
Fjölmargar stjórnarskrárnefnd-
ir hafa starfað á Alþingi frá árinu
1944, en lítið sem ekkert komið
út úr þeirri vinnu. Alþingismenn
hafa þó á þessu tímabili nokkrum
sinnum breytt stjórnarskrárákvæð-
um sem í raun varða þá sjálfa, s.s.
ákvæðum sem taka til atkvæða-
skiptingar í kosningum, kjördæma-
mála og starfa þingsins á einhvern
hátt. Þannig ákvæði hafa flogið í
gegn en aðrar breytingatillögur
eins og um skerpingu á þrískipt-
ingu ríkisvaldsins hafa dagað uppi.
Þetta ætti kannski að segja okk-
ur að stjórnlagaþing er bara stór-
góð hugmynd þar sem alþingis-
menn virðast einungis hafa haft
sína eigin hagsmuni í huga þegar
stjórnarskránni hefur verið breytt.
Það gengur ekki að flokkspólitík
ráði för og að alþingismenn setji
sér sjálfir reglur um eigin völd og
valdmörk. Óhjákvæmilega reyna
þeir að viðhalda eigin valdastöðu
og síns flokks í þjóðfélaginu.
Jafnvel Danir, sem við fengum
stjórnarskrána upphaflega frá, hafa
breytt sinni miklu meira en við Ís-
lendingar, t.d. með því að draga úr
valdi ráðherra.
Það er löngu tímabært að við
stofnum okkar nýja lýðveldi með
stjórnarskrá sem við semjum sjálf.
Stjórnarskráin á að vera samfé-
lagssáttmáli og á að geyma grunn-
reglur sem öll lög eiga að vera túlk-
uð með hliðsjón af. Við þurfum að
breyta þessum grundvallarreglum.
Við megum samt ekki gleyma því
að það er bara fyrsta skrefið af ótal
mörgum. Mikið þarf að breytast
í almennum lögum, framkvæmd
þeirra og siðferði stjórnmála-
manna og annarra. Við þurfum
hugarfarsbyltingu! En hálfnað verk
þá hafið er...
Stjórnarslit, takk fyrir
Er stjórnarskráin okkar
ekki bara í góðu lagi?
KJALLARI
AF BLOGGINU
TEITUR
ATLASON
nemi skrifar
SIGÞRÚÐUR
ÞORFINNS-
DÓTTIR
bloggar
RÁÐHERRA
OG AFSÖGN
n Þess er nú beðið með eftir-
væntingu hvort Svandís Svavars-
dóttir umhverfisráðherra segi af
sér embætti í
kjölfar þess að
vera dæmd fyrir
skipulagsklúð-
ur í Flóahreppi.
Það eru að vísu
ekki fordæmi
fyrir því að
ráðherrar axli
ábyrgð undir
slíkum kringumstæðum. Dómar
hafa fallið án þess að aðhafst væri
frekar í málum. Einhverjir hefðu
þó haldið að önnur viðmið væru
til staðar eftir hrun. Svandís á nú
þann kost að áfrýja til Hæstaréttar
og lengja þannig í ferli sínum.
BJÖRK Á ALMENNU
n Ofurstjarnan Björk Guðmunds-
dóttir er ekki mikið fyrir að
flagga auðævum sínum. Þótt hún
hafi örugglega efni á að ferðast
með einkaþotum lætur hún slíkt
ógert. Hún kom í vikunni fljúg-
andi frá London með Icelandair
og á almennu farrými. Í sömu vél
var útrásarvíkingurinn Róbert
Wessmann sem lét fara vel um sig
á Saga Class. Fjárhagsleg staða Ró-
berts er mjög óljós en hann varð
hvað frægastur fyrir að hafa gefið
Háskólanum í Reykjavík millj-
arð króna. Hann skilaði þó aldrei
nema hluta af gjöfinni.
DEILT VIÐ
MJALTAKONU
n Mikið uppnám hefur verið í starfs-
mannamálum á Útvarpi Sögu. Fyrst
lenti Arnþrúði Karlsdóttur útvarps-
stjóra og Sigurði G. Tómassyni þátt-
arstjórnanda illa saman í SMS-skeyt-
um og virðist hann vera hættur.
Síðan skall á nýtt stríð þegar Anna
Kristine Magnúsdóttir, stjórnandi
Milli mjalta og messu, sagðist í DV
hafa verið rekin af Sögu með tölvu-
pósti. Arnþrúður er ekki sammála
þeirri skilgreiningu og bendir á að
Anna hafi veikst en fengið greitt fyrir
þætti fram í tímann. Síðan hafi Milli
mjalta og messu einfaldlega verið
aflagður.
DAPURT NÁVÍGI
n Þáttur Þórhalls Gunnarssonar,
Návígi, fær fremur dræmar und-
irtektir í bloggheimum. Í fyrsta
þættinum var
viðtal við séra
Halldór Gunn-
arsson í Holti
um baráttu
hans við að fá
Ólaf Skúlason,
þáverandi bisk-
up, til að horfast
í augu við synd-
ir sínar og hverfa úr embætti.
Allt hafði þetta komið fram áður
í DV og víðar. Nú bíða menn þess
spenntir hvort eitthvað bitastæð-
ara verði í næsta þætti dagskrár-
stjórans fyrrverandi.
SANDKORN