Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Blaðsíða 12
12 fréttir 24. september 2010 föstudagur „Ég var á Íslandi um daginn og ég fékk eiginlega sjokk yfir verðlaginu. Kaffið sem ég drekk hérna í Svíþjóð er þri- svar sinnum dýrara á Íslandi. Ég fór með bíl í skoðun og það var 100 pró- sent dýrara en í Svíþjóð. Það er of dýrt að vera Íslendingur,“ segir Einar Lár- usson, tveggja bara faðir sem flutti með fjölskyldu sinni til Svíþjóðar í byrjun árs. Einar vakti athygli í vikunni þegar hann sendi þingheimi bréf þar sem hann lýsti því að hann væri búinn að fá nóg af íslensku þjóðfélagi. Búið væri að ræna fólkið aleigunni. Hann væri alvarlega að íhuga að hætta að borga af lánum sínum. Venjulegu fólki úthýst „Mér finnst þetta orðið svo mikið rugl og vitleysa. Það gengur bara ekki upp hvernig þjóðfélagið og kerfið virkar. Það eru allt of mörg dæmi um að farið sé illa með venjulegt fólk,“ segir Einar og tekur dæmi um kvikmyndagerðar- manninn sem kom fram í Kastljósi í fyrrakvöld. „Hann fær hvítblæði og verður fyrir tekjutapi. Hann býr í verð- mætri eign en getur ekki borgað leng- ur. Missir húsið og er boðið að leigja það á meira en þrjú hundruð þús- und krónur á mánuði. Svo sér maður menn sem hafa farið hamförum um viðskiptalífið og bankana og hafa sog- að þá innan frá. Þeir fá tugi milljarða afskrifaða eins og ekkert sé – og fá jafn- vel að búa í eignum sínum. Mér finnst eiginlega ógeðslegt að horfa á þetta,“ segir Einar og bætir við að venjulegt fólk sé rekið af heimilum sínum með skít og skömm: „Þetta er réttlæti nor- rænu velferðarstjórnarinnar.“ Hann segir enn fremur að það hafi aldrei verið talað um hvað það kosti að afskrifa milljarðaskuldir útrásar- víkinganna. „En þegar talið berst að Jóni og Gunnu úti í bæ, þá er allt orðið svo rosalega dýrt og fjármálastöðug- leikinn er í hættu ef þau fá sanngjarna leiðréttingu á sínum málum. Það er bara einfaldlega þannig að það fá ekki allir sömu meðferð og sumir eru bara mun jafnari en aðrir,“ segir hann. Ekki samanburðarhæft Einar, sem starfar í hugbúnaðargeir- anum í Svíþjóð, segir að árin 2006 og 2007 hafi þau hugleitt að flytja út, þar sem hann gat fengið vinnu og konan hafði augastað á frekara námi. Þau hafi hins vegar ákveðið að vera um kyrrt á Íslandi og byggja sér hús. Svo hafi hrunið komið með tilheyrandi hækkunum og skertum lífskjörum. „Ástandið heima á Íslandi varð ekki síst til þess að við ákváðum að flytja út. Við konan fluttum með tvö leikskóla- börn til Svíþjóðar í janúar og hér líð- ur okkur vel,“ segir Einar. Konan hans, sem er hjúkrunarfræðingur og með meistaragráðu í íslensku, er í námi en hann starfar hjá hugbúnaðarfyrirtæki sem er dótturfyrirtæki þess sem hann vann hjá á Íslandi. Þau leigja hús í um 50 kílómetra fjarlægð frá Stokkhólmi en greiða einnig af húsinu sem þau byggðu á Íslandi. Einar segir að samfélagið í Svíþjóð sé miklu manneskjulegra en á Íslandi. Hugsanagangurinn sé allt annar. Verðlagið sé allt annað og kaupmátt- urinn ekki samanburðarhæfur. Þau njóti enn fremur góðs af því að fá er- lendan gjaldeyri til að borga lánin heima, sem hafi hækkað og hækkað. „Fólk hristir höfuðið og hlær“ Einar segist hafa bundið vonir við að ný ríkisstjórn breytti þeirri stefnu sem frjálshyggjustefnan hafi markað á Ís- landi. „En svo sér maður bara núna í morgun að það er enn verið að ráða inn í embættiskerfið, tímabundið og án auglýsingar. Maður hristir bara hausinn og skilur þetta ekki. Ríkis- stjórnarflokkarnir eru búnir að tala svo lengi um að allt eigi að breytast. Þeirra tími sé kominn. Þetta er hins vegar bara alveg eins og stjórnvöld ráða ekki við ástandið,“ segir Einar sem hefur ekki í hyggju að flytja til Ís- lands í bráð. „Maður saknar auðvitað þess sem manni finnst gaman að gera á Íslandi. Ég hef unun af landinu og er með ákveðna heimþrá. En þegar mað- ur hefur þennan möguleika, að búa annars staðar í betra samfélagi, þá er valið ekki erfitt,“ segir hann. Einar segir enn fremur að þó þeim hafi tekist að leigja húsið sitt á Ís- landi sé greiðsluviljinn ekki óþrjót- andi. „Við erum farin að spá í því hvað maður eigi að gera. Að borga af þessu láni er eins og að henda peningun- um inn í brennsluofn. Það hefur ekk- ert að segja og lánin bara hækka. Þessi blessaða verðtrygging virðst vera nátt- úrulögmál sem ekki má snerta,“ segir hann og heldur áfram: „Þegar ég lýsi ástandinu fyrir vinnufélögunum hrist- ir fólk bara höfuðið og hlær. Það skil- ur ekki að ég skuli alltaf borga af hús- næðisláninu mínu en samt hafi það hækkað um þrjár til fjórar milljónir síðan ég tók það. Fólk bara skilur þetta ekki.“ Bankarnir eignast húsin Einar vakti athygli í vikunni þegar hann sendi öllum þingheimi og efna- hags- og viðskiptaráðherra bréf þar sem hann lýsti viðhorfi sínu til stjórn- valda. „Þar sem ég get ekki farið nið- ur á Austurvöll og lamið þar potta og pönnur ákvað ég að fara þessa leið,“ segir hann og bætir við að viðbrögð- in sem hann fékk hafi komið honum á óvart. Pressan greindi frá bréfinu í vikunni og sagði frá því að Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfing- arinnar, hefði verið sú eina sem sendi svar. „Það hefði hver sem er getað skrifað þetta bréf. Mér finnst hins veg- ar að það þurfi að ræða þessa hluti og vandamálið sem þjóðin glímir við er mjög aðkallandi. Það eina sem mað- ur sér á næstunni er gjaldþrot heim- ilanna. Bankarnir eignast húsin og hvað svo?“ spyr Einar en bréfið sem hann skrifaði má lesa hér til hliðar. Jákvæðir og jarðbundnir Svíar Einar segir aðspurður að Íslending- ar eigi mjög auðvelt með að aðlagast öðrum Norðurlandabúum. Heilbrigð- is- og menntakerfið sé að mörgu leyti svipað en það sé mun auðveldara að komast af í samfélaginu í Svíþjóð en á Íslandi. „Reynsla mín af Svíum er mjög góð. Þeir eru mjög jákvæðir en jarðbundnir og myndu aldrei haga sér eins og við höfum gert,“ segir Ein- ar og bætir við að hann hafi um dag- inn verið að bera saman vexti af bíla- lánum í Svíþjóð og á Íslandi. Svíunum bjóðist lán á þriggja til fjögurra pró- senta vöxtum á meðan íslenskir vextir séu nú allavega helmingi hærri. „Svo þegar maður talar við þá segja þeir að þriggja til fjögurra prósenta vextir séu rán.“ „Ef Íslendingur vinnur milljón í happadrætti fær hann aðra milljón að láni og kaupir tveggja milljóna króna bíl. Ef Svíinn fær vinninginn kaupir hann bíl á hálfa milljón og leggur hálfa milljón inn á bankabók,“ segir Einar um muninn á Svíum og Íslendingum. Einar Lárusson er tveggja barna faðir sem flutti með fjölskyldu sinni til Svíþjóðar í janúar. Hann segist hafa fengið nóg af ástandinu á Íslandi og segir að fjölskyldunni líði mjög vel í Svíþjóð, þar sem samfélagið sé manneskjulegra og fólkið jákvæðara en hér á landi. Einar sendi þingheimi harðort bréf í vikunni þar sem hann lýsti viðhorfi sínu til ástandsins. „Ógeðslegt að horfa á þetta“ BaLdur guðmundSSon blaðamaður skrifar: baldur@dv.is Bréf Einars til viðskiptaráðherra og allra þingmanna Sæll,hæstvirturviðskiptaráðherra. Égerbúinnaðborgaallarmínarskuldiruppítoppfráfyrstadegieftirhrun.Ég fékknógafþessuþjóðfélagisemþúertaðtakaþáttíaðskapaogfluttimeðmína fjölskylduút.ViðerumbæðiháskólamenntuðoghöfðumfínavinnuáÍslandiog þaðvarekkertsembentitilþessaðviðværumaðmissaokkaratvinnu.Samtsem áðurákváðumviðaðflytjaaflandibrottþegaraðviðsáumíhvaðstefndi. Íljósiþinnaummæla16.09.2010„Verðtryggðlánverðaekkileiðrétt–Allirbera byrðarnarefillafer“semmámeðalannarslesahérhttp://www.pressan.is/Frettir/ Lesafrett/arni-pall-verdtryggd-lan-verda-ekki-leidrett---allir-bera-byrdarnar-ef- illa-fer Núnaerfariðaðlæðastaðmannisútilfinningaðekkertmunibreytast, þeirsemaðrænduokkuraleigunnivalsaumogfáafskrifaðeinsogenginnsé morgundagurinnenviðþurfumaðborgaallarþæróréttlátuskuldirsemáokkur dynjaogtakaáokkurhækkaniráverðbólgusemerafleiðingafviðskiptasnilld þessarasömuræningja. Einsogtitillinngefurtilkynnaþáerégalvarlegaaðspáíþaðaðhættaaðborga fyrirþettabankaránogþiðgetiðþáhirtþettahússemég„á“áÍslandi,þaðer hvorteðerbúiðaðrænaölluöðru. Þarsemégbýídaghefégþaðfínt,meðmjöggóðlaunogfrábæravinnu.Það semmestuskiptireraðhérnaertekiðáglæpamönnumogvanhæfirstjórnmála- mennþurfaaðaxlaábyrgðásinnivinnu.Þaðmyndit.d.aldreilíðastaðráðherra myndiráðavinsinntilaðgegnaembætti,ensíðarkæmiádaginnaðumsækj- andinnerbúinnaðskiljaeftirsigsviðnajörðhvarsemhannkemur,færhundruð milljónaafskrifaðaroghrökklastsvoíburtueftireinndagístarfi.Ráðherrannog vinurinnkemursíðanframfyriralþjóðogreyniraðmokameiriskítofanáhauginn tilaðfelaskítinnsemþegarerbúinnaðhlaðastupp. Nei,takkoggangiykkurvelíþessumendalausaskrípaleiksemykkurfinnst svogamanaðleika.Fyrirallamunihaldiðáframaðhagaykkureinsogtrúðar,því annarserekkertefnitilfyrirSpaugstofunaogáramótaskaupið. Kv.EinarLárusson bRÉF TIL VIÐSKIPTARÁÐHERRA En þegar maður hefur þennan möguleika, að búa annars staðar í betra samfélagi, þá er valið ekki erfitt. „Það er of dýrt að vera Íslendingur“ EinarLárusson tölvunarfræðingur fluttimeðfjölskyldu sínatilSvíþjóðar. Líður vel í Svíþjóð Einarogfjölskylda leigjasérþetta fallegahúsum50 kílómetrafyrirutan höfuðborgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.