Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Blaðsíða 22
22 fréttir 24. september 2010 föstudagur
Þrjátíu og sex prósent þeirra Íslend-
inga sem létust í fyrra dóu vegna
sjúkdóma í blóðrásarkerfi, að því er
fram kemur í nýjum tölum frá Hag-
stofunni. Það er sama hlutfall og árið
áður og raunar svipað og undanfar-
in ár.
2002 Íslendingar létust í fyrra á
sama tíma og 5.027 fæddust. Sé að-
eins tekið mið af barnsfæðingum og
andlátum fjölgaði Íslendingum því
um ríflega þrjú þúsund í fyrra. Þann
1. janúar voru Íslendingar 317.630
talsins og hafði fjölgað um 38 þús-
und frá árinu 2000.
Litlar breytingar milli ára
Hagstofan heldur utan um töl-
fræði um það hvers vegna Íslend-
ingar deyja en fram kemur að ekki
hafi orðið teljandi breytingar á dán-
artíðni eftir helstu flokkum dánar-
meina frá fyrra ári. „Vegna fámenn-
is á landinu geta þó tilviljanasveiflur
milli ára verið nokkrar og ber því að
taka samanburði um dánarmein
milli einstakra ára varlega,“ segir á
vef Hagstofunnar.
Af þeim 729 Íslendingum sem lét-
ust úr blóðrásarsjúkdómum í fyrra
dóu 350 úr blóðþurrðarhjartasjúk-
dómum og 159 úr heilaæðasjúkdóm-
um.
Krabbamein eru sem fyrr næst-
stærsti flokkur dánarmeina. Í fyrra
dóu 562 af völdum illkynja æxla
eða krabbameina en það er svipað-
ur fjöldi og síðustu ár. Flestir þeirra
dóu úr lungnakrabbameini en sam-
kvæmt vef Krabbameinsfélagsins má
rekja 90 prósent lungnakrabbameina
til reykinga. 56 létust vegna illkynja
æxlis í eitil- og blóðmyndandi vef en
50 létust vegna krabbameins í ristli,
19 konur og 31 karl. Þá létust 53 karl-
ar úr illkynja æxli í blöðruhálskirtli
en aðrar tegundir illkynja æxla voru
fátíðari, samkvæmt Hagstofunni.
140 ótímabær dauðsföll
Á eftir blóðrásarsjúkdómum og
krabbameinum dóu flestir úr sjúk-
dómum í öndunarfærum árið 2009,
eða 175. Dauðsföll vegna ytri orsaka
og eitrana eru fjórði stærsti flokkur-
inn þegar kemur að dauðsföllum.
Undir þann flokk falla óhöpp of ýms-
um toga, til dæmis umferðaróhöpp,
sjálfsvíg, manndráp og atburðir þar
sem óvíst er um ásetning. Hundrað
og átján þeirra sem létust í fyrra falla
í þennan flokk en tölfræði yfir dánar-
orsakir í fyrra er nánast óbreytt frá ár-
inu á undan.
Þá má geta þess að 140 ótíma-
bær dauðsföll urðu á Íslandi í fyrra.
„Ótímabær dauðsföll eru andlát
vegna tiltekinna dánarorsaka sem
hefði mátt komast hjá með viðeig-
andi meðferð eða forvörnum.“
Lífsstílsbreytingar
Guðmundur Þorgeirsson, hjarta-
læknir og prófessor við læknadeild
Háskóla Íslands, segir að víðast hvar
í heiminum séu hjarta- og æða-
sjúkdómar algengasta dánarorsök-
in. Hann segir hins vegar að gríð-
arlega góður árangur hafi náðst á
Íslandi undanfarin ár. „Ef við lítum
á aldursstaðlaðar dánarorsakir, þar
sem jafn gamlir einstaklingar eru
bornir saman, hefur dánartíðni úr
kransæðasjúkdómum lækkað gríð-
arlega á Íslandi, eða um 80 prósent.
Þetta miðast við tímabilið frá 1980 til
2005,“ segir Guðmundur.
Hann segir ástæðurnar fyrst og
fremst mega rekja til lífsstílsbreyt-
inga. „Það er nú minni neysla á mett-
aðri fitu þannig að meðalkólesteról á
Íslandi hefur lækkað, reykingatíðn-
in hefur verulega lækkað og með-
alblóðþrýstingur hefur líka lækkað
talsvert - líklega vegna minni salt-
neyslu,“ segir hann og bætir við að
margt sé á góðri leið en við munum
aldrei geta útrýmt þessum sjúkdóm-
um alveg. „Úr einhverju verðum við
að deyja,“ segir hann.
Þjóðin þyngist
Guðmundur segir að þó góður ár-
angur hafi náðst séu neikvæðir þætt-
ir líka til. „Þjóðin er að þyngjast og al-
gengi sykursýki fer aðeins hækkandi
fyrir vikið. Enn þá er nokkuð stór
hluti þjóðarinnar kyrrsetufólk, jafn-
vel þótt líkamsrækt í frístundum hafi
aukist verulega,“ segir hann og bæt-
ir við að þótt verulega hafi dregið úr
reykingum á undanförnum áratug-
um reyki enn um 20 prósent fullorð-
inna karlmanna. Það vegi þungt þeg-
ar komi að heilbrigðisvandamálum.
Guðmundur segir að grundvallar-
atriðin í forvarnarstarfi séu einföld:
„Mataræði þarf að vera fjölbreytt og
hollt, við þurfum að stunda reglu-
bundna hreyfingu, vera reyklaus og
tileinka okkur hófsemi í lífsháttum,“
segir hann.
Stjórnvöld ýti undir neyslu á
hollum mat
Aðspurður segir Guðmundur æskilegt
að hollur matur á borð við grænmeti
og ávexti sé ódýr í samanburði við
annan mat. „Öll þessi tilboð á sælgæti,
til að mynda um helgar, eru andstæð
öllum hollustusjónarmiðum,“ segir
hann og bætir við að í Bandaríkjunum
versni mataræðið eftir því sem lífs-
kjörin versni og atvinnuleysi aukist.
Það sé vegna þess að óhollur matur sé
ódýrari en hollur matur.
Gísli Jónsson hjartalæknir tekur í
sama streng og segir óheppilegt hvað
hollur matur sé dýr samanborið við
sætindi. „Verslanakeðjan Kiwi í Nor-
egi tók upp á því að draga 25 prósenta
virðisaukaskatt af ávöxtum og græn-
meti. Það væri íhugunarvert fyrir
stjórnvöld að kanna slíka möguleika
til að ýta undir neyslu á ávöxtum og
grænmeti, svo dæmi séu tekin,“ segir
hann.
Gísli tekur í sama streng og Guð-
mundur þegar hann er spurður um
áhættuþætti hjarta- og æðasjúk-
dóma. Hann telur þó að streita sé
vanmetinn áhrifaþáttur. Rannsókn
sem hann hafi gert í tengslum við
nám sitt hafi sýnt að margir hafi tal-
að um að hafa verið undir miklu and-
legu álagi síðustu dagana fyrir krans-
æðastíflu. Hann segir enn fremur að
yfirvöld ættu að einbeita sér að for-
vörnum þegar kemur að hjarta- og
æðasjúkdómum. „Það er oft verið að
spara aurinn en henda krónunni –
með því að leggja ekki nógu mikið fé í
mannauð og fyrirbyggjandi starfsemi.
Til lengri tíma sparar það samfélginu
miklar upphæðir,“ segir hann.
Flestir deyja úr
æðasjúkdómum
Sjúkdómar í blóðrásarkerfi eru sem fyrr algengasta dánarorsök Íslendinga. Hjartalæknar segja að mataræði
og lífsstíll Íslendinga hafi breyst til batnaðar en þjóðin sé engu að síður að þyngjast. Fjölbreytt mataræði,
hreyfing, reykleysi og hófsemi skipti mestu þegar kemur að hjarta- og æðasjúkdómum.
baLdur guðmundSSon
blaðamaður skrifar: baldur@dv.is
Lífslíkurviðfæðinguvoru79,1árað
meðaltaliíríkjumOECDárið2007
oghöfðuaukistumrúmtíuárfrá
árinu1960.Árið2007voruævilíkur
áÍslandi81,2ár,eðaþærfimmtu
hæstumeðalríkjaOECD.Lífslíkur
íslenskrakarlavoru79,4ár,aðeins
lægrieníSvissþarsemþærvoru
hæstar.LífslíkurkvennaáÍslandivoru
82,9áreðaí10.–12.sætiOECD-landa
ásamtAusturríkiogNoregi.Hæstar
voruþæríJapan,86,0ár.Kynjamunur
áævilíkumviðfæðinguvar5,6árað
meðaltaliíríkjumOECDenminnstur
áÍslandi,3,5ár.
Verðum 81 árs
Dánarorsök ÍslenDinga 2009
Vegna ytri orsaka (t.d. slysa)
5,9%
Sjúkdómar í
öndunarfærum
8,7%
blóðrásarsjúkdómar
36,4%
Krabbamein
28,1%
aðrar ástæður
20,7%
Úr einhverju verðum við
að deyja.
algengasta dánar-
orsökin Hreyfing,fjöl-
breyttmataræði,reykleysi
oghófssemiskiptirmestu
þegarkemuraðhjarta-
ogæðasjúkdómum.
margir hreyfa sig ekki Guðmundur
segirennnokkuðstóranhlutaþjóðar-
innarkyrrsetufólk.