Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Blaðsíða 38
80 ára á föstudag 38 ÆttfrÆði umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 24. september 2010 föstudagur Garðar Cortes skólastjóri söngskólans í reykjavík og fyrrv. óperustjóri Garðar fæddist í Reykjavík. Hann lauk gagnfræðaprófi í Hlíðardalsskóla í Ölf- usi 1957, var í guðfræðinámi í New- bold College í Englandi 1959–61, námi í Watford School of Music í Eng- landi 1963–69, lauk prófum frá Royal Academy of Music í London í söng- kennslu 1968 og Trinity College of Music í London í einsöng 1969, var í söngnámi hjá Linu Pagliughi í Gatt- eo Mare á Ítalíu 1978 og 1979, Helenu Karusso í Vínarborg 1980 og 1981 og í námi í ljóðasöng hjá dr. Erik Werba 1978–84. Garðar var skólastjóri Tónlistar- skólans á Seyðisfirði 1969–70, kenn- ari í ensku og tónlist í Réttarholtsskóla 1970–72, stjórnaði karlakórnum Fóst- bræðrum 1970–72, Samkór Kópavogs á sama tíma, var kórstjóri og stjórn- andi söngsveitarinnar Fílharmoníu 1971 og 1973–75, stofnaði Söngskól- ann í Reykjavík 1973 og hefur verið skólastjóri hans frá upphafi, stofnaði Kór söngskólans 1974 sem varð að Kór íslensku óperunnar en er nú Óperu- kórinn í Reykjavík, stofnaði Sinfóníu- hljómsveitina í Reykjavík 1975 og var stjórnandi hennar til 1979, stofnaði Íslensku óperuna 1979 og var óperu- stjóri hennar fyrstu tuttugu árin. Garðar hefur verið formaður Landssambands blandaðra kóra frá 1977, hefur verið stjórnandi á öllum norrænum kóramótum Nord Klang frá 1980 og hefur setið í aðalstjórn Nordiska Körkommitten (musikutval- ged) frá 1981. Hann hefur verið aðal- tenór við Íslensku óperuna frá upp- hafi og sungið mikið erlendis, m.a. á Írlandi, Englandi, öllum Norðurlönd- unum, Bandaríkjunum og Suður-Am- eríku. Helstu hlutverk Garðars: Alfredo í La Traviata; Manrico í Il Trovatore; Radames í Aidu; Floristan í Fidelio; Hoffmann í Hoffmann; Don Jose í Car- men; Pagliacci í Pagliacci; Macduff í Macbeth; Cavaradossi í Toscu; Otello í Otellu; og Sigmund í Valkyrjunum. Garðar hefur stjórnað söngleikjum, óperettum og óperum, s.s. Ég vil, Ég vil, Oklahoma, Cabaret, og Zorba hjá Þjóðleikhúsinu, og Pagliacci, Mikado, Leðurblökunni, Rigoletto, Töfraflaut- unni, Hans og Grétu, og Heimsfrum- sýningu á Galdra-Lofti eftir Jón Ás- geirsson, hjá Íslensku óperunni. Garðar stjórnaði óperunni Nóaflóðinu eftir Benjamín Britten á fyrstu Listahátíð og hefur stjórnað ýmsum stórum kórverkum og óra- toríum, s.s. Elía eftir Mendelssohn og Carmina Burana, eftir Orff í Carnegie Hall í New York 2004 og 2008. Út hafa verið gefnar plötur og geisladiskar með einsöng Garðars, og Alþingishátíðarkantatan, eftir Pál Ís- ólfsson, undir stjórn Garðars, var gefin út af Alþingi Íslendinga í tilefni hundr- að ára fæðingarafmælis Páls. Þá er væntanleg á geisladiski, undir stjórn Garðars, ópera Jóns Ásgeirssonar, Galdra-Loftur. Garðar var fyrsti móttakandi Bjart- sýnisverðlauna Bröstes, nú Alcoa, árið 1982. Fjölskylda Garðar kvæntist 21.11. 1970 Krystynu Cortes píanóleikara. Foreldrar Kryst- ynu eru Wladyslaw Blasiak, mynd- höggvari í Kings Langley í Englandi, og k.h., Beryl Blasiak listmálari. Dóttir Garðars og Rafnhildar Bjark- ar Eiríksdóttur, f. 1.1. 1943, er Sigrún Björk, f. 21.12. 1963, kennari á Blöndu- ósi og eru börn hennar Ísafold Björg- vinsdóttir, f. 10.12. 1991, og Kolbjörn Björgvinsson, f. 22.3. 1994. Börn Garðars og Krystynu eru Nanna María, f. 3.1. 1971, söngkenn- ari og óperusöngvari við Norsku óp- eruna en maður hennar er Sven Erik Saagbraten óperusöngvari og er dótt- ir Nönnu Maríu Krystyna María Cort- es Gunnarsdóttir, f. 12.1. 1996; Garð- ar Thór, f. 2.5. 1974, óperusöngvari, kvæntur Tinnu Lind Gunnarsdótt- ur leikkonu; Aron Axel, f. 25.9. 1985, söng- og tónlistarnemi við Mozarteum í Salzburg. Bróðir Garðars er Jón Kristinn, f. 6.2. 1947, tónlistarkennari, kórstjóri og bókaútgefandi í Reykjavík, kvæntur Álfrúnu Sigurðardóttur gjaldkera. Foreldrar Garðars: Axel Cortes, f. 3.12. 1914, d. 4.10. 1969, myndfaldari og verslunarmaður í Reykjavík, og k.h., Kristjana Jónsdóttir, f. 28.6. 1920, hús- móðir í Reykjavík. Ætt Axel var sonur Emanuels Cortes, yfir- prentara í Gutenberg Pétursson- ar Cortes, koparsmiðs í Stokkhólmi. Móðir Axels var Björg Jóhannesdótt- ir Zoega, trésmiðs í Reykjavík Jó- hannessonar Zoega, útgerðarmanns Jóhannessonar Zoega, glerskera Jó- hannessonar Zoega, fangavarðar í Reykjavík, frá Slesvík, af höfðingjaætt- inni Zuecca, líklega frá eyjunni Giu- decca í Feneyjum. Einn Zoega-niðja var Georg Nikolaj Nissen sem kvæntist Constanze Weber, ekkju Mozarts, og skrifaði fyrstu ævisögu tónskáldsins. Móðir Bjargar var Guðrún Jónsdóttir, b. í Starkaðarhúsum í Flóa Ingimund- arsonar, b. í Norðurkoti í Grímsnesi Jónssonar. Móðir Ingimundar var Guðrún Snorradóttir, b. í Kakkarhjá- leigu Knútssonar, og Þóru Bergsdóttur, ættföður Bergsættar Sturlaugssonar. Móðir Guðrúnar var Sigríður Sigurð- ardóttir, skipasmiðs á Hjallalandi Sig- urðssonar, og Guðrúnar Jónsdóttur, ættföður Bíldsfellsættar Sigurðssonar. Kristjana er dóttir Jóns, húsa- smíðameistara í Reykavík Magnús- sonar, b. á Hrauni í Ölfusi Jónssonar. Móðir Magnúsar var Guðrún, syst- ir Magnúsar, langafa Ellerts Schram, fyrrv. alþm., ritstjóra DV og forseta ÍSÍ, og langalangafa Páls Magnússonar, útvarpsstjóra RÚV. Guðrún var dóttir Magnúsar, b. á Hrauni Magnússonar, b. í Þorlákshöfn Beinteinssonar, lrm. á Breiðabólstað Ingimundarsonar, b. í Hólum, bróður Þóru í Kakkarhjáleigu. Móðir Jóns var Guðrún Halldórsdóttir, b. á Lágum Böðvarssonar, og Sigríðar Eiríksdóttur, b. á Litlalandi Ólafssonar. Móðir Sigríðar var Helga Jónsdóttir, b. á Vindási á Landi Bjarnasonar, ættföð- ur Víkingslækjarættar Halldórssonar. Móðir Kristjönu var Kristjana Frið- jónsdóttir, b. á Laugum í Hvammssveit Sæmundssonar. Móðir Friðjóns var Guðrún Guðmundsdóttir, skipasmiðs á Hóli Ormssonar, ættföður Ormsætt- ar Sigurðssonar. Móðir Guðrúnar var Margrét, systir Finns, afa Ásmundar Sveinssonar. Margrét var dóttir Sveins, b. í Neðri-Hundadal Finnssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur, syst- ur Þórdísar, langömmu Ragnheiðar, móður Snorra Hjartarsonar skálds. Í tilefni afmælisins býður Garðar til söngveislu í Langholtskirkju, á afmæl- isdaginn, föstudaginn 24.9. kl. 20.00. 70 ára á föstudag Jónas fæddist á Bíldudal og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Verzlunarskóla Íslands og lauk þaðan prófum 1950. Jónas var sýsluskrifari í Barða- strandarsýslu 1950–52, verslun- armaður hjá G. Zoega í Reykja- vík 1953, framkvæmdastjóri fyrir útgerð og fiskverkun á Bíldu- dal 1954–70, og deildarstjóri á fjármálasviði Háskóla Íslands í Reykjavík 1971–98. Jónas var oddviti Suðurfjarða- hrepps á Bíldudal 1954–70 og sat í stjórn Starfsmannafélags ríkis- stofnana 1975–85. Fjölskylda Jónas kvæntist 17.6. 1955 Guðríði S. Sigurðardóttur, f. 23.2. 1928, fyrrv. kaupkonu. Hún er dóttir Sig- urðar A. Guðmundssonar, skip- stjóra á Geirseyri við Pat reksfjörð, og Svandísar Árnadóttur húsmóð- ur. Synir Jónasar og Guðríðar eru Ásmundur Jónasson, f. 20.7. 1957, læknir, búsettur í Kópavogi, kvæntur Guðrúnu Vignisdóttur og eiga þau þrjú börn; Gylfi Jónas- son, f. 24.6. 1960, framkvæmda- stjóri, búsettur í Kópavogi, kvænt- ur Ásdísi Kristmundsdóttur og eiga þau tvö börn; Helgi Þór Jón- asson, f. 20.7. 1964, hagfræðing- ur, búsettur í Kópavogi, kvæntur Kristínu Pétursdóttur og eiga þau tvö börn. Dóttir Jónasar frá því fyrir hjónaband er Guðrún Jóna Jón- asdóttir, f. 31.12. 1952, skrifstofu- maður, en maður hennar er Ingi Halldór Árnason og á hún þrjú börn með Þóri Þórsteinssyni sem er látinn. Systur Jónasar: Ásta Ásmunds- dóttir, f. 25.7. 1923, nú látin, var búsett í Hafnarfirði; Svandís Ás- mundsdóttir, f. 28.6. 1925, nú lát- in, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Jónasar voru Ás- mundur Jónasson, f. 24.4. 1899, d. 5.3. 1995, sjómaður og verkamað- ur á Bíldudal, og Martha Ólafía Guðmundsdóttir, f. 4.4. 1892, d. 18.2. 1960, húsmóðir. Ætt Ásmundur var bróðir Matthíasar sálfræðiprófessors og Maríu, móður Reynis Axelssonar stærð- fræðiprófessors. Ásmundur var sonur Jónasar, búfræðings í Reykj- arfirði Ásmundssonar. Móðir Ás- mundar var Jóna Ásgeirsdótt- ir, b. á Álftamýri Jónssonar, pr. á Hrafnseyri Ásgeirssonar, prófasts í Holti í Önundarfirði Jónsson- ar, bróður Þórdísar, móður Jóns forseta. Móðir Jóns var Rannveig Matthíasdóttir, stúdents á Eyri Þórðarsonar, ættföður Vigurættar Ólafssonar, ættföður Eyrarættar- innar Jónssonar. Martha var dóttir Guðmund- ar, búfræðings í Hjallatúni Björns- sonar. Móðir Guðmundar var Þorbjörg Einarsdóttur, b. á Hall- steinsnesi Jónssonar, og Margrét- ar Arnfinnsdóttur, b. á Hallsteins- nesi, bróður Helgu, langömmu Björns Jónssonar ráðherra. Móðir Mörthu var Helga Jónsdóttir, út- vegsb. á Suðureyri Þorleifssonar, og Þórdísar Jónsdóttur. Jónas er að heiman á afmælis- daginn. Jónas Ásmundsson fyrrv. deildarstjóri 50 ára á sunnudag Þorbjörn fæddist á Patreksfirði og ólst þar upp til níu ára aldurs en síðan í Hlíðunum í Reykjavík. Hann var í Hlíðaskóla, stundaði síðar nám við Vélskóla Íslands og lauk þaðan vélstjóraprófi 1982. Þorbjörn var vélstjóri á tog- og nótaskipinu Húnaröst frá því að hann úskrifaðist og til 1990. Hann var síðan yfirvélstjóri á nýjum togara frá Þorlákshöfn, Jóhanni Gíslasyni ÁR, hóf störf hjá Vél- taki ehf. í Hafnarfirði snemma árs 1995 og stundaði þar ýmis störf tengd sjávarútvegi, starfaði við véladeild Héðins hf. í Garðabæ á árunum 1999–2005 en hefur síðan verið vélstjóri hjá þvottahúsinu Fönn í Reykjavík. Fjölskylda Þorbjörn kvæntist 9.7. 1993 Auði Aðalheiði Hafsteinsdóttur, f. 10.7. 1962, skrifstofumanni hjá Trygg- ingastofnun. Hún er dóttir Haf- steins Þórs Stefánssonar, f. 26.1. 1936, d. 21.5. 2000, skólameistara Fjölbrautaskólans í Ármúla, og Hallberu Ólafsdóttur, f. 29.5. 1936, húsmóður. Börn Þorbjörns og Auðar Að- alheiðar eru Hildur Hafdís Þor- björnsdóttir, f. 19.11. 1997; Davíð Þorbjörnsson, f. 10.2. 2000. Dóttir Þorbjörns frá fyrra hjónabandi er Una Dóra Þor- björnsdóttir, f. 20.10. 1983, nemi í óperusöng við Söngskólann í Reykjavík en sambýlismaður hennar er Ólafur Snorri Rafnsson íþróttafræðingur. Systkini Þorbjörns: Iðunn Gestsdóttir, f. 28.8. 1958, banka- starfsmaður í Reykjavík; Dav- íð Örn Gestsson, f. 5.3. 1962, d. 25.10. 1990, húsasmiður; Olgeir Gestsson, f. 7.10. 1965, múrari í Reykjavík. Hálfsystir Þorbjörns, samfeðra, er Kolbrún Steinunn Gestsdóttir, f. 11.2. 1954, þroskaþjálfi í Reykja- vík. Foreldrar Þorbjörns eru Gest- ur Guðjónsson, f. 20.7. 1933, fyrrv. húsvörður í Reykjavík, og Una Traustadóttir, f. 28.11. 1935, fyrrv. bréfberi. Þorbjörn Valgeir Gestsson vélstjóri í Hafnarfirði Hilmar Kristinsson fyrrv. formaður uglu – ungra jafnaðarmanna á suðurnesjum Hilmar fæddist í Reykjavík en ólst upp í Jökuldal fyrstu tvö árin og síð- an í Keflavík auk þess sem hann átti heima í Noregi í tvö ár. Hann var í Myllubakkaskóla og Holtaskóla, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja, lauk BA-prófi í stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands 2007 og er nú að ljúka MPA-námi í opin- berri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Hilmar starfaði við félagsmið- stöðina Fjörheima í tvö ár, starf- aði eitt sumar við Kölku, sorpeyð- ingarstöð, var aðstoðarmaður við rannsókn hjá Gunnari Helga Krist- mundssyni prófessor sumarið 2008 og starfaði hjá Gagnavörslunni í Reykjanesbæ 2008-2009. Hilmar hefur starfað með Sam- fylkingunni í Reykjanesbæ, sat í framkvæmdastjórn ungra jafnað- armanna 2003-2005, var formaður Uglu, ungra jafnaðarmanna á Suður- nesjum 2006-2009, og situr nú í mið- stjórn ungra jafnaðarmanna og kjör- dæmaráði Suðurkjördæmis. Fjölskylda Systir Hilmars er Hildigunnur Kristinsdóttir, f. 22.10. 1983, nemi í talmeinafræði við Háskóla Íslands. Foreldrar Hilmars eru Kristinn Hilmarsson, f. 24.10. 1955, talmeina- fræðingur, búsettur í Reykjanesbæ, og Sara Bertha Þorsteinsdóttir, f. 31.12. 1955, textílkennari við Myllu- bakkaskóla í Reykjanesbæ. 30 ára á föstudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.