Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 24. september 2010 ERLENT 25 Fimm börn hafa dáið að undanförnu í Perú vegna hundaæðis sem vamp- íruleðurblökur, oft nefndar blóðsug- ur, smituðu þau af. Alls hafa tuttugu manns látist í afskekktum Ama- sónhéruðum í norðurhluta lands- ins. Heilbrigðisyfirvöld segja að alls hafi 3.500 manns verið bitnir af leð- urblökunum sem lifa á því að sjúga blóð úr dýrum. Fremur sjaldgæft er að vampíruleðurblökur sökkvi tönn- um sínum í menn en köldu veðurfari að undanförnu hefur verið kennt um mikla fjölgun þeirra. Talsmaður perúska heilbrigðis- ráðuneytisins segist óttast að fleiri láti lífið vegna hundaæðisins sem sýktar leðurblökur sýki menn af. Hann segir erfitt að koma bóluefni til afskekktra svæða í frumskóginum. Afskekktar byggðir „Umræddir staðir eru mjög afskekkt- ir og það getur tekið allt að fimmtán klukkutíma að komast til þeirra með því að sigla eftir frumskógarfljótun- um,“ útskýrir Fernando Borjas, emb- ættismaður í Chachapoyas höfuð- borg Amasónfylkis í Perú, fyrir BBC. Börnin sem létust voru á aldr- inum fimm til tíu ára og voru öll af þjóðflokkum Awajun og Wampis- indíána, sem búa í norðausturhluta perúska hluta Amasón, skammt frá landamærum Ekvador. Yfirvöld í Perú hafa sent björgun- arsveitir til afskekktu svæðanna og Fernando Borjas segir að 900 manns hafi þegar verið bólusettir. Indíán- arnir báðu yfirvöld um aðstoð þegar þeir áttuðu sig ekki á því hvaða sjúk- dómur hrjáði börnin. En þúsundir manna hafa hins vegar ekkert bólu- efni fengið – og sumir indíánanna hafa neitað því að láta sprauta sig. Ráðast á menn þegar dýrin hverfa Vampíruleðurblökur ráðast venju- lega á villt dýr og húsdýr en hafa á síðustu árum verið þekktar fyrir að ráðast á menn í auknum mæli, sér- staklega þar sem mikið skógarhögg hefur verið stundað með þeim af- leiðingum að vistkerfi þeirra fer úr skorðum og dýrin eru á bak og burt. „Leðurblökurnar éta á nóttinni og þegar þær finna ekki stór dýr ráðast þær á fólk,“ segir Borjas. Sumir hafa einnig viljað kenna óvenjulega köldu veðurfari í perúska hluta Amasón að undanförnu um þennan aukna fjölda vampíruleður- blaka. Allir deyja nema leðurblökurnar „Hundaæði  er bráð heilabólga sem öll spendýr geta smitast af. Sjúkdóm- urinn sem orsakast af veiru lýsir sér með krampaflogum, einkum í vöðv- um sem stjórna öndun og kyngingu. Annað sjúkdómseinkenni er mynd- un á miklu og seigfljótandi munn- vatni. [...]  Algengast er að menn smitist eftir hundsbit, sjaldnar eiga í hlut kettir, refir, apar eða blóðsug- ur [vampíruleðurblökur]. Öll þessi dýr deyja að lokum úr sjúkdómnum að blóðsugunum undanskildum. Fyrstu einkenni hundaæðis eru höf- uðverkur, sótthiti, lystarleysi, svefn- leysi og dofi umhverfis staðinn þar sem bitið var. Eftir fáeina daga verð- ur sjúklingurinn órólegur, kvíðinn og ruglaður. Fyrstu merki um hræðslu við vatn koma fram á þessu stigi og þau þróast oft hratt yfir í algera vatnsfælni með krömpum í öndun- ar- og kyngingarvöðvum. Að lokum verður fælnin svo alvarleg að sjúk- lingurinn getur ekki einu sinni kyngt eigin munnvatni heldur spýtir því og slefar. Flestir deyja eftir 1–2 vikna veikindi úr öndunarlömun og hjart- sláttartruflunum,“ segir á Vísindavef Háskóla Íslands. 5 600 777 Ei t t þ jó nustunúm er Örugg lausn í gámaflutningum frá asíu TVG-Zimsen er umboðsaðili CMA CGM á Íslandi. CMA CGM er eitt stærsta og öflugasta skipafélag í heimi. Viðskipta vinir TVG-Zimsen geta því alltaf treyst á skjóta og örugga flutninga á vörum frá Asíu. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 02 12 4 FIMM BÖRN LÁTIN EFTIR LEÐURBLÖKUBIT Leðurblökurnar éta á nóttinni og þegar þær finna ekki stór dýr ráðast þær á fólk. Leðurblökur sem sjúga blóð úr dýrum herja nú á indíána í perúska hluta Ama sónfrumskógarins. Þær bera hundaæði í menn og hafa fimm börn látist úr sjúkdómnum að undanförnu. Yfirvöld í Perú reyna að senda hjálpar- gögn til þessara afskekktu svæða. Blóðsuga Vampíruleðurblökur, oft nefndar blóðsugur, eru útbreiddar um alla Mið- og Suður-Ameríku. Þær sjúga blóð úr stórum dýrum en ráðast sjaldan á menn nema í hallæri. Þær bera oft hundaæði í fórnarlömb sín, en deyja sjálfar ekki úr sjúkdómnum. MYND WIKIPEDIA HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.