Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Qupperneq 25
FÖSTUDAGUR 24. september 2010 ERLENT 25
Fimm börn hafa dáið að undanförnu
í Perú vegna hundaæðis sem vamp-
íruleðurblökur, oft nefndar blóðsug-
ur, smituðu þau af. Alls hafa tuttugu
manns látist í afskekktum Ama-
sónhéruðum í norðurhluta lands-
ins. Heilbrigðisyfirvöld segja að alls
hafi 3.500 manns verið bitnir af leð-
urblökunum sem lifa á því að sjúga
blóð úr dýrum. Fremur sjaldgæft er
að vampíruleðurblökur sökkvi tönn-
um sínum í menn en köldu veðurfari
að undanförnu hefur verið kennt um
mikla fjölgun þeirra.
Talsmaður perúska heilbrigðis-
ráðuneytisins segist óttast að fleiri
láti lífið vegna hundaæðisins sem
sýktar leðurblökur sýki menn af.
Hann segir erfitt að koma bóluefni
til afskekktra svæða í frumskóginum.
Afskekktar byggðir
„Umræddir staðir eru mjög afskekkt-
ir og það getur tekið allt að fimmtán
klukkutíma að komast til þeirra með
því að sigla eftir frumskógarfljótun-
um,“ útskýrir Fernando Borjas, emb-
ættismaður í Chachapoyas höfuð-
borg Amasónfylkis í Perú, fyrir BBC.
Börnin sem létust voru á aldr-
inum fimm til tíu ára og voru öll af
þjóðflokkum Awajun og Wampis-
indíána, sem búa í norðausturhluta
perúska hluta Amasón, skammt frá
landamærum Ekvador.
Yfirvöld í Perú hafa sent björgun-
arsveitir til afskekktu svæðanna og
Fernando Borjas segir að 900 manns
hafi þegar verið bólusettir. Indíán-
arnir báðu yfirvöld um aðstoð þegar
þeir áttuðu sig ekki á því hvaða sjúk-
dómur hrjáði börnin. En þúsundir
manna hafa hins vegar ekkert bólu-
efni fengið – og sumir indíánanna
hafa neitað því að láta sprauta sig.
Ráðast á menn þegar
dýrin hverfa
Vampíruleðurblökur ráðast venju-
lega á villt dýr og húsdýr en hafa á
síðustu árum verið þekktar fyrir að
ráðast á menn í auknum mæli, sér-
staklega þar sem mikið skógarhögg
hefur verið stundað með þeim af-
leiðingum að vistkerfi þeirra fer úr
skorðum og dýrin eru á bak og burt.
„Leðurblökurnar éta á nóttinni og
þegar þær finna ekki stór dýr ráðast
þær á fólk,“ segir Borjas.
Sumir hafa einnig viljað kenna
óvenjulega köldu veðurfari í perúska
hluta Amasón að undanförnu um
þennan aukna fjölda vampíruleður-
blaka.
Allir deyja nema
leðurblökurnar
„Hundaæði er bráð heilabólga sem
öll spendýr geta smitast af. Sjúkdóm-
urinn sem orsakast af veiru lýsir sér
með krampaflogum, einkum í vöðv-
um sem stjórna öndun og kyngingu.
Annað sjúkdómseinkenni er mynd-
un á miklu og seigfljótandi munn-
vatni. [...] Algengast er að menn
smitist eftir hundsbit, sjaldnar eiga
í hlut kettir, refir, apar eða blóðsug-
ur [vampíruleðurblökur]. Öll þessi
dýr deyja að lokum úr sjúkdómnum
að blóðsugunum undanskildum.
Fyrstu einkenni hundaæðis eru höf-
uðverkur, sótthiti, lystarleysi, svefn-
leysi og dofi umhverfis staðinn þar
sem bitið var. Eftir fáeina daga verð-
ur sjúklingurinn órólegur, kvíðinn og
ruglaður. Fyrstu merki um hræðslu
við vatn koma fram á þessu stigi
og þau þróast oft hratt yfir í algera
vatnsfælni með krömpum í öndun-
ar- og kyngingarvöðvum. Að lokum
verður fælnin svo alvarleg að sjúk-
lingurinn getur ekki einu sinni kyngt
eigin munnvatni heldur spýtir því
og slefar. Flestir deyja eftir 1–2 vikna
veikindi úr öndunarlömun og hjart-
sláttartruflunum,“ segir á Vísindavef
Háskóla Íslands.
5 600 777
Ei
t t
þ jó
nustunúm
er
Örugg lausn í
gámaflutningum
frá asíu
TVG-Zimsen er umboðsaðili CMA CGM
á Íslandi. CMA CGM er eitt stærsta og
öflugasta skipafélag í heimi.
Viðskipta vinir TVG-Zimsen geta því alltaf
treyst á skjóta og örugga flutninga á
vörum frá Asíu.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
02
12
4
FIMM BÖRN LÁTIN
EFTIR LEÐURBLÖKUBIT
Leðurblökurnar éta á nóttinni og
þegar þær finna ekki stór
dýr ráðast þær á fólk.
Leðurblökur sem sjúga blóð úr dýrum
herja nú á indíána í perúska hluta
Ama sónfrumskógarins. Þær bera
hundaæði í menn og hafa fimm börn
látist úr sjúkdómnum að undanförnu.
Yfirvöld í Perú reyna að senda hjálpar-
gögn til þessara afskekktu svæða.
Blóðsuga Vampíruleðurblökur, oft nefndar blóðsugur, eru útbreiddar um alla
Mið- og Suður-Ameríku. Þær sjúga blóð úr stórum dýrum en ráðast sjaldan á
menn nema í hallæri. Þær bera oft hundaæði í fórnarlömb sín, en deyja sjálfar
ekki úr sjúkdómnum. MYND WIKIPEDIA
HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is