Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Blaðsíða 10
10 fréttir 24. september 2010 föstudagur Félagsmálaráðuneytið segir að því beri að vísa kæru Jussanam Da Silva frá á grundvelli þess að hún hafi borist of seint. Kæran barst 20 dögum of seint og ráðuneytið mun kanna hvort hægt sé að taka hana fyrir ef veiga- miklar ástæður eru fyrir seinkuninni. Elsa Arnardóttir hjá Fjölmenningarsetri segir tungumálaörðugleika og hátt flækjustig inn- an kerfisins oftar en ekki ástæðu þess að kærum er skilað of seint. Vinnumálastofnun hefur hafnað umsókn brasilískrar konu um áfram- haldandi landvistar- og atvinnuleyfi sökum þess að hún er skilin við ís- lenskan eiginmann sinn. Er kon- unni og dóttur hennar gert að yfir- gefa landið fljótlega þrátt fyrir að hún sé með atvinnu og sjái sjálfri sér far- borða. Mál Jussanam Da Silva er eins og stendur á borði félagsmálaráðuneyt- isins, það er kæra vegna synjunar Vinnumálastofnunar á atvinnuleyfi, sem aftur er bundið dvalarleyfi. Ekki er búið að ákveða hvort mál hennar verði tekið fyrir þar sem kæra barst eftir að kærufrestur rann út. Margrét Erlendsdóttir, deildar- stjóri á stjórnsýslu- og mannauðs- sviði í félags- og tryggingamálaráðu- neytinu, staðfestir að borist hafi kæra vegna synjunar Vinnumálastofnunar á umsókn um tímabundið atvinnu- leyfi fyrir Jussanam da Silva. Ekki búið að ákveða hvort kæran verði afgreidd Margrét tilgreinir að samkvæmt lög- um sé kærufrestur fjórar vikur frá því að ákvörðun Vinnumálastofnunar berst hlutaðeigandi aðilum. Í þessu tilviki hafi kæran borist nokkru eftir að fresturinn rann út og beri ráðu- neytinu því að vísa kærunni frá nema afsakanlegt verði talið að kæran hafi ekki borist fyrr eða ef veigamikl- ar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til efnislegrar meðferðar. „Ráðuneytið skoðar nú ástæður þess að kæran barst að liðnum kæru- fresti og mun ákvörðun um hvort efnisleg meðferð hennar fari fram liggja fyrir mjög fljótlega,“ segir Mar- grét. „Sótt er um umrætt atvinnuleyfi á grundvelli 8. gr. laga um atvinnu- réttindi útlendinga nr. 97/2002, eða um tímabundið atvinnuleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar. Verði niðurstaða ráðuneytisins sú að taka beri málið til efnislegrar með- ferðar felur það í sér nauðsynlega gagnaöflun þar sem meðal annars er óskað umsagnar Vinnumálastofnun- ar sem síðan er send kærendum og þeim gefinn kostur á að veita and- mæli. Ekki er unnt að segja fyrir um hve langan tíma slík málsmeðferð muni taka komi til efnislegrar með- ferðar málsins.“ Bréf Vinnumálastofnunar með synjuninni er dagsett 29. júní en kær- an barst ráðuneytinu 19. ágúst með undirskrift Jussanam. Harka í útgáfu atvinnuleyfa Fjölmenningarsetur hefur það hlut- verk að greiða fyrir samskiptum fólks af ólíkum uppruna og efla þjónustu við útlendinga sem búsettir eru á Ís- landi eða vilja flytja hingað að utan. Elsa Arnardóttir, framkvæmdastjóri Fjölmenningarseturs, segir mikla hörku í útgáfu atvinnuleyfa í því at- vinnuástandi sem ríkir. Hún tel- ur tungumálaörðugleika oft vera ástæðu þess að kærum er skilað of seint. „Starfsfólk Fjölmenningarseturs hefur einungis afskipti af málum þegar fólk leitar eftir aðstoð og þá nýtur fólk trúnaðar. Þannig gæti ég ekki tjáð mig um málefni Jussanam.,“ segir Elsa. Hún segir afar mikilvægt að stjórnvöld taki tillit til þess varð- andi kærufresti þegar innflytjendur eiga i hlut hversu tímafrekt og erfitt er fyrir innflytjendur að fá nauðsyn- lega aðstoð. Bæði til að skilja bréfin sem berast frá yfirvöldum sem oft eru á mjög erfiðri íslensku og í fram- haldinu gera sér grein fyrir mála- vöxtum og fá aðstoð við að skrifa kæruna. Óásættanleg töf Andrea Þórðardóttir, yfirmaður Juss- anam í Hlíðaskjóli, segir ferlið tíma- frekt og óásættanlegt að láta langan tíma líða. Henni finnst erfitt sem Ís- lendingi að horfa upp á meðferðina. Það hljóti að vera svigrúm í kerfinu til þess að veita góðri konu eins og Jussanam Da Silva betri og skilvirk- ari þjónustu. „Jussanam er kona sem íslenskt samfélag ætti að bjóða vel- komna af stolti. Hún hefur skilað af sér góðri vinnu í tvö ár,“ segir Andrea. Hún segist hafa kynnt sér lögin vel þegar mál Jussanam krafðist at- hygli hennar og það sem vakti athygli hennar er að það er hægt að vísa Jussanam úr landi þótt afgreiðslu umsóknar hennar eða umfjöllun um kæru sé ekki lokið. Jussanam Da Silva er vongóð og segist trúa því að hún fái að búa áfram á Íslandi. Ann- að væri sorgleg niðurstaða. Hún vissi ekki að tíminn sem hún hafði til að leggja fram kæru væri svo naumur. VÍSAÐ FRÁ VEGNA FORMGALLA Jussanam Da Silva er von-góð og segist trúa því að hún fái að búa áfram á Íslandi. Annað væri sorgleg niðurstaða. kriStJAnA guðbrAnDSDÓttir blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is Jussanam er vongóð Ogþakkar Íslendingumsýndanstuðningí málinu.MynD rÓbErt rEyniSSon DV100923380eða DV1009233834 Hugsanlega síðustu tónleikar Jussanam á landinu: Jussanam mótmælir með söng Jussanam da Silva heldur tónleika í kvöld, föstudagskvöld, klukkan 20 í sal Austurbæjarskóla, ásamt píanó- leikaranum Agnari Má Magnús- syni og trommuleikaranum Cheick Bangoura. „Ég ætla að mótmæla í söng,“ segir Jussanam sem seg- ist ætla að flytja mótmælalög, blús, djass og þekkt íslensk lög sem hún hefur samið við texta á portúgölsku. „Ég vona að sem flestir sjái sér fært að mæta því þetta verð- ur kannski í síðasta skipti sem ég syng á Íslandi ef allt fer á versta veg,“ segir Jussanam. Miða má kaupa í Draumalandi í Austurbæjarskóla og kosta þeir 1.000 krónur. Agnar Már Magnússon píanó- leikari segist eiga von á fullu húsi miðað við hvað fjölmiðlar hafa verið áhugasamir um málið og segir það leiðinlegt að í ljósi aðstæðna Jussan- am gætu þetta verið hennar síðustu tónleikar. Agnar kynntist Jussanam þegar hún bað hann um að spila með sér á Jazzhátíð Reykjavíkur í fyrra. „Við höfum verið að troða upp saman síðan þá. Bossanova-tónlist- in er henni í blóð borin og hún hefur margt að gefa bæði til tónlistarsam- félagsins okkar og samfélagsins alls. Tónlistin verður eitthvað svo rétt í hennar flutningi, það gerir fasið, tungumálið og tilfinningin. Það þýð- ir ekkert fyrir Íslendinga að herma þetta eftir. Það er missir að henni og mér finnst þetta hið sorglegasta mál því hún stóð sig vel í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur.“ kristjana@dv.is Agnar Már Másson á von á fullu húsi Hannsegirþaðsorglegtverðiþetta síðustutónleikarJussanamhérálandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.