Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Blaðsíða 31
SólSkinSvefurinn Eins og greint hefur verið frá hefur Óskarsverðlaunaleikkonan Kate Winslet stofnað góðgerðarsamtök fyrir einhverf börn í tengslum við heimildarmyndina Sólskinsdrengur eftir Friðrik Þór Friðriksson. Kate talaði inn á ensku útgáfu myndarinnar sem fjallar um einhverfa drenginn Kela. Vefsíðu samtakanna, sem heita Gullni hatturinn eða Golden Hat Foundation, er að finna á vefslóðinni www. goldenhatfoundation.org. Það var íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki, Davíð og Golíat, sem gerði vefinn. Á síðunni er meðal annars að finna brot úr myndinni sem heitir á ensku A Mother’s Courage: Talking Back to Autism. föStudagur n Rottweiler á Prikinu Það er VIP-helgi á skemmtistaðnum Prikinu. Á föstudaginn byrja Kristó og vinir hans um klukkan 22.00 en á eftir þeim tekur við Danni D. Það verða síðan sjálfir Rottweiler-hundarnir sem trylla lýðinn alla nóttina með öllum sínum klassísku slögurum. n Októberfest HÍ Háskóli Íslands í samstarfi við Ring stendur fyrir Októberfest frá fimmtudegi til laugardags. Föstudagskvöldið er að- alkvöldið, þegar sest verður að drykkju, borðað „bratwurzt“ og menn reyna að finna Þjóðverjann í sér. Til skemmtunar verða meðal annars þýsk dansveit og jóðl. Það kostar 1.900 krónur inn en gamanið hefst kl. 19.00. laugardagur n Buffið aftur á kreik Hin magnaða ballhljómsveit Buff er komin úr sumarfríi og byrjar að skemmta um helgina. Ballið byrjar á Players á laugardagskvöldið en þar verður frítt inn fyrir konur til klukkan eitt. Miðaverðið er aðeins 1.500 krónur þannig að dyggir aðdáendur Buffsins ættu að skella sér í Kópavoginn. n Sveitaball á Októberfest Á laugardagskvöldið á Októberfest Háskóla Íslands verður búið til sveitaball í miðborg Reykjavíkur. Skítamórall ætlar að sjá um dansleikinn en Atli skemmt- analögga sér um að þeyta skífum bæði fyrir ball og í hléi. Miðinn á ballið kostar aðeins 1.900 krónur. n Allir vinir á SPOT Danskir dagar verða haldnir hátíðlegir á skemmtistaðnum SPOT í Kópavogi á laugardagskvöldið. Vinir vors og blóma mæta og sjá um stuðið eins og þeim er einum lagið. n Dansveisla á Selfossi Það ætti enginn að ganga út með óhristan rassinn eftir dansveisluna sem boðið verður upp á á 800 Bar á Selfossi á laugardagskvöldið. DJ Óli Geir, DJ Frigore úr Plugged-hópnum, DJ Þórður Daníel og DJ Atli ætla gjörsamlega að gera allt bilað. Það verður frítt inn fyrir stelpur til klukkan eitt. n Abba á Zimzen Laugardagskvöldið verður Abba-kvöld á skemmtistaðnum Zimzen þar sem öll bestu lög þessarar mögnuðu hljómsveitar verða spiluð. Þeir sem mæta í ABBA-búningi þurfa ekki að fara í röð og sá eða sú sem mætir í flottasta ABBA-búningnum fær 10.000 króna inneign á barnum. n Hvanndalsbræður á Græna Hattinum Sprelligosarnir í Hvanndalsbræðrum ætla að spila á tónleikastaðnum Græna Hattinum á Akureyri á laugardagskvöld. Tónleikarnir eru í tilefni átta ára afmælis Hvanndalsbræðra en þeir munu spila öll sín helstu lög og sprella eins og þeim einum er lagið. Upptökur hafnar á Hlemmavídeó: Púsl og dramatík daglega „Við erum ekki langt á veg komin en við erum byrjuð,“ segir Styrmir Sigurðsson leikstjóri Hlemmavíd- eó aðspurður um hvernig gengi í tökum. „Við erum komin með efni í tvo þætti, en fyrstu þættirnir fara í loftið þegar við erum enn í tökum þannig að nú erum við bara á fullu að klippa.“ Aðspurður hvort ekki sé frekar óvenjulegt að hefja sýningu sjónvarpsseríu þegar ekki er búið að taka upp síðustu þættina svar- ar Styrmir því játandi. „Það er frek- ar sérstakt jú, en þetta er orðin svo smurð vél hérna hjá okkur og við getum unnið hlutina mjög hratt án þess að vera í einhverju fúski.“ Þessa dagana má sjá tökulið- ið á hlaupum víðsvegar í póst- númeri 105 en þættirnir eru að mestu leyti teknir upp á svæðinu í kringum Hlemm. „Mér þykir mjög vænt um svæðið þarna í kringum Hlemminn. Götur eins og Þverholt, Skúlagata, Hverfisgata og þar í kring eru hin gleymda Reykjavík ef svo má segja og eru ekki mjög mikið fyrir augað en þarna eru skuggaleg port og bakhús og það er heimur sem við viljum vera í,“ segir Styrmir og hlær. Hann segir tökurnar hafa gengið áfallalaust fyrir sig eða eins áfalla- laust og hægt er þegar um kvik- myndatökur er að ræða. „Þetta er bara svona eins og gengur og ger- ist í kvikmyndabransanum. Það eru svona þrjú hundruð hindranir á hverjum degi sem maður þarf að komast yfir. Það er kannski rign- ing þegar ekki á að vera rigning og fleira í þeim dúr, svo þetta getur verið mikið púsl og það er dramat- ík nokkrum sinnum á dag. En þetta blessast yfirleitt að lokum sem bet- ur fer, enda mjög vant og fært fólk sem er að vinna í þessum þáttum.“ Með aðalhlutverk fara Pétur Jóhann Sigfússon, Ágústa Eva Erlendsdótt- ir, Vignir Rafn Valþórsson og Gunn- ar Hansson og fer fyrsti þátturinn í loftið sunnudaginn 24. október. föstudagur 24. september 2010 fókus 31 Hvað er að GERAsT? ólöf arnaldS fær góða dóma Ólöf Arnalds er um þessar mundir á hljómleikaferðalagi erlendis til að fylgja eftir nýju plötunni sinni Innundir skinni. Hún er um þessar mundir á tónleikaferðalagi um Bretland og heldur til Bandaríkjanna að því loknu. Ólöf hefur á undanförnum mánuðum vakið mikla athygli og hefur platan feng- ið góðar viðtökur. Tónlistartímaritið Mojo gefur plötunni fjórar stjörnur og segir Ólöfu vera þjóðargersemi og næstu vonarstjörnu Íslands. Hin víðlesna fréttasíða guardian.co.uk birti viðtal við hana í menningarhluta sínum á dögunum þar sem Ólöf segir oft erfitt að vera íslenskur tónlistamaður þar sem fólk sé gjarnt á að bera tónlist hennar saman við tónlist Bjarkar og Sigur Rósar. En Björk syngur einmitt með Ólöfu í einu lagi á plötunni. skilur ákvarðanir skillings Verkið hefur vakið svo mikla lukku að Sony Pictures hefur keypt kvikmyndaréttinn nú þegar. Þá er verkið væntanlegt á fjalir leikhúsa víða um heim á næstu mánuðum, meðal annars í Berlín, Hamborg, Vínarborg, Bern, Stokkhólmi, Osló og París. Mikil sýning Einhverjum gæti eflaust þótt leikrit um fjármálafyrirtæki og efnahags- mál fráhrindandi og eins og Stefán kom inn á í upphafi hljómar það ekki mjög heillandi. Hann fullvissar hins vegar áhorfendur um að allir fái eitt- hvað fyrir sinn snúð. „Þetta er mikil og stór sýning. Hún er stór í sniðum og tæknilega flókin. Það eru í raun bara öll trixin notuð og öllu til tjald- að.“ Þó svo að verkið byggi á sögu En- ron þá er það mannlegi þátturinn sem er ekki síður áberandi. „Þetta er blanda af mjög dramatískri fram- vindu og í raun meðölum söngleiks- ins. Þannig að allir ættu að finna eitt- hvað við sitt hæfi.“ Mikil lífsreynsla í Djúpinu Stefán Hallur hefur í nógu að snú- ast þessa dagana en hann er einn- ig væntanlegur í tveimur kvikmynd- um auk annarra leiksýninga. „Ég var að ljúka tökum á Djúpinu sem Balt- asar Kormákur leikstýrir,“ en hug- myndin að myndinni er fengin frá samnefndu leikriti Jóns Atla Jónas- sonar. Jón skrifar handrit myndar- innar ásamt Baltasar. „Djúpið fjallar um skipskaðann á Hellisey VE. Þeg- ar Guðlaugur Friðþórsson synti sex kílómetra og gekk yfir hraunið í Vest- mannaeyjum. Frækilegt afrek sem flestir Íslendingar hafa nú heyrt sög- una af.“ Stefán Hallur fer með hlutverk skipstjórans í myndinni og segir tök- urnar hafa verið ævintýri. „Þetta var mikil lífsreynsla. Það var tekið upp í sjónum, neðansjávar, í sundlaugum og á hinum ýmsu stöðum.“ Stefán leikur einnig í myndinni Rokland sem er væntanleg á næstu mánuðum og er byggð á bók Hall- gríms Helgasonar. „Mér skilst að klippingar séu bara að klárast þannig að hún ætti að verða tilbúin hvað af hverju.“ asgeir@dv.is Stefán Hallur Er einnig væntanlegur í kvimyndunum Djúpið og Rokland. Styrmir Sigurðsson: „Skugga- leg port og bakhús er heimur sem við viljum vera í.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.