Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Blaðsíða 55
föstudagur 24. september 2010 sport 55 Þrjú lið geta orðið Íslandsmeistarar á lokadegi Íslandsmótsins: Titillinn í höndum Breiðabliks Síðasta umferðin í Pepsi-deild karla fer fram um helgina en allir leik- irnir sex verða leiknir á laugardag- inn klukkan 14.00. Ljóst er að tit- illinn fer hvergi á loft á heimavelli en liðin þrjú sem eiga möguleika á bikarnum stóra leika öll á útivelli. Breiðablik mætir Stjörnunni úti, ÍBV heldur til Keflavíkur og Íslands- og bikarmeistarar FH mæta Fram í Laugardalnum. Titillinn er í höndum Blika, svo einfalt er það. Kópavogspilt- arnir eru níutíu mínútum frá sín- um fyrsta Íslandsmeistaratitli og þurfa þeir ekki að gera annað en leggja lið Stjörnunnar, sem lauk keppni fyrir löngu, að velli. Jafn- tefli gæti dugað Breiðabliki en þá verður ÍBV að gera jafntefli gegn Keflavík eða tapa. Ljóst er að FH nær Breiðabliki aldrei, nema Blik- ar tapi leiknum, því afar ólíklegt er að FH vinni upp tíu mörk í einum og sama leiknum. FH er Íslandsmeistari í einn dag í viðbót en þeir þurfa að fá allt með sér í lokaumferðinni ætli það að verða meistari. Ætli FH sér tit- ilinn verða bæði Breiðablik og ÍBV að tapa, ekkert minna dugar fyr- ir Heimi Guðjónsson og strákana hans. Breiðablik verður án bæði besta leikmanns Íslandsmótsins, Alfreðs Finnbogasonar, og fyrirliðans Kára Ársælssonar. Eyjamenn verða án hins magnaða Tryggva Guðmunds- sonar og er það heldur betur skarð fyrir skildi hjá báðum liðum. Eng- in spenna er fyrir utan baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn því ljóst er hvaða lið falla og að efstu fjögur eins og þau standa í dag fara í Evr- ópukeppni. Stjarnan - Breiðablik Stjörnuvöllur kl. 14:00 Keflavík - ÍBV Sparisjóðsvöllurinn kl 14:00 Fram - FH Laugardalsvöllur kl. 14:00 Staða efStu liða Lið L U J T Mörk Stig 1. Breiðablik 21 13 4 4 47:23 43 2. ÍBV 21 13 3 5 35:23 42 3. FH 21 12 5 4 45:31 41 meiStaraefnin Verða Blikar meistarar? Breiðablik hefur aldrei orðið meistari en FH gæti stolið titlinum á síðustu stundu. Ekki með Tryggvi Guðmundsson verður í stúkunni þegar ÍBV mætir Keflavík. „Við verðum með fyrstu tvo dag- ana í opinni dagskrá, svo lokum við henni á miðvikudaginn,“ segir Hilm- ar Björnsson, sjónvarpsstjóri Skjás Golfs, nýrrar íþróttasjónvarpsstöðv- ar sem fjallar – eins og nafnið gefur til kynna – alfarið um golf. Hilmar var lengi sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 Sports en var sagt þar upp störfum fyrr á árinu. Hann fór þá með þessa hugmynd um golfsjónvarpstöð upp á Skjái Einn þar sem vel var tekið í hana. Hilmari tókst síðan að hafa golfið af fyrrverandi vinnuveitanda sínum þegar samningar losnuðu. Er Hilmar einnig búinn að fá til sín lýs- endur Stöðvar 2 Sports, fyrrverandi Íslandsmeistarana Úlfar Jónsson og Þorstein Hallgrímsson. Svo gæti far- ið að Hilmar endurveki Skjá Sport og nappi fleiri greinum af sínum fyrrverandi samstarfsfélögum. Engin símtöl frá 365 Golfið hefur verið ein af aðalíþrótt- um Stöðvar 2 Sports, á eftir fót- boltanum. Samkvæmt heimildum DV voru ekki allir á eitt sáttir á 365 þegar fréttist að Hilmar væri bú- inn að „ræna“ af þeim golfinu. „Ég fékk engin símtöl. Þetta voru bara samningar sem voru lausir. Ég vissi að þeir myndu losna í sumar og ég náði þessum réttum,“ segir Hilmar en hvernig var að ganga inn á skrif- stofu Skjásins vopnaður hugmynd um sjónvarpsstöð sem fjallaði ein- ungis um golf. „Í rauninni var vel tekið í þetta frá upphafi. Það er náttúrulega algjör sprenging í golfi. Áður en við fórum af stað vorum við samt með rýni- hópa til að meta áhuga fólks á svona stöð. Niðurstöðurnar úr því voru mjög jákvæðar og lykillinn að því að við fórum af stað. Golf er alltaf að verða vinsælla og vinsælla og eins sjónvarpstöðvar sem fjalla aðeins um eina íþróttagrein,“ segir Hilmar. Hefst með Rydernum Fyrsta mótið sem sýnt verður frá er Ryder-bikarinn þar sem Ameríka og Evrópa leiða saman hesta sína. Mót- ið hefst á fimmtudaginn og verða allir dagarnir í beinni útsendingu. Áður en PGA-mótaröðin hefst svo aftur í janúar verður Skjár Golf með nokkur mót í beinni sem aldrei áður hafa verið sýnd hér á landi. „Eftir Ryderinn fer að aukast spennan á Evróputúrnum. Fimmtu- daginn eftir Ryderinn hefst Dun- hill Links-mótinu og nær öll mót- in á Evrópumótaröðinni sem endar á hápunktinum, Dubai World Championship. Einnig sýnum við mót sem ekki hafa verið sýnd áður eins og Grand Slam of Golf og ann- að mót í Ástralíu, stór mót sem Tig- er til dæmis mætir alltaf á. Þá er eitt mót eftir í heimsmótaröðinni sem við sýnum frá,“ segir Hilmar. Samstarf stöðvarinnar og klúbbanna Áskriftin að Skjá Golfi kostar 2.890 krónur á mánuði en bindir þú þig í tólf mánuði færðu Golfkort frá stöð- inni sem býður upp á ýmsa mögu- leika. Skjár Golf vinnur til dæmis með klúbbunum utan höfuðborg- arsvæðisins. Gerð verða kynning- armyndbönd golfvelli, sem eru að verða tuttugu talsins, meðal ann- ars Kiðjabergið magnaða þar sem Landsmótið fór fram í ár, en á móti fá áskrifendur afslátt þegar þeir spila þar. „Þetta er rosalega jákvætt fyrir vellina úti á landi sem eiga kannski ekki fjármagn til að kynna sig. Allt í einu fá þeir bara flott kynningar- myndband sem verður á heimasíð- unni og sýnt fjörutíu sinnum í sjón- varpinu. Á móti fáum við auðvitað þennan afslátt. Það segir sig sjálft að ef þú nýtir afsláttinn með því að spila nokkra hringi á ári á völlunum okkar, æfir þig í básum, kaupir vör- ur í Hole in One eða ferð í golfferð- ina þína með Úrval-Útsýn ertu kom- inn langt upp í áskrifargjaldið,“ segir Hilmar en frekari upplýsingar um golfkortið má skoða á skjargolf.is. Skjár Sport gæti lifnað við Nú þegar er Skjár Golf komin með tæpa þúsund áskrifendur og stöð- in ekki enn farin í loftið. „Það er búið að panta hjá okkur áskrift- ir sem kemur skemmtilega á óvart. Byrjunin lofar allavega góðu,“ segir Hilmar sem er spenntur fyrir mánu- deginum en ef þetta gengur upp, gæti Hilmar hugsað sér að bæta við íþróttagreinum inn á Skjá Golf? „Miðað við þau viðbrögð sem við erum að fá núna erum við ekki að fara setja neinar aðrar íþróttir inn á Skjá Golf. Hins vegar erum við opin fyrir því að skoða aðrar íþróttagrein- ar,“ segir Hilmar. „Það gæti alveg verið að ég bank- aði upp á hjá fólki og dustaði rykið af Skjá Sporti. Ég held að það væri sniðugra en að hrófla við Skjá Golfi. Útboðið fyrir Meistaradeildina fer í gang næsta sumar og ég tel mig nú þekkja þann markað ágætlega,“ seg- ir Hilmar Björnsson. Á mánudaginn tekur til starfa ný íþróttasjónvarpsstöð á Íslandi. Skjár Golf fer þá í loftið en henni stýrir fyrrverandi yfirmaður Stöðvar 2 Sports, Hilmar Björnsson. Golfarar fá þarna allt beint í æð og Hilmar útilokar ekki að dusta rykið af Skjá Sporti og gera tilboð í Meistaradeildina þegar samningar losna í sumar. Fólk pantaði stöðina fyrir fram TómaS þóR þóRðaRSon blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Það gæti alveg verið að ég muni banka hér upp á hjá fólki og dusta rykið af Skjá Sporti. REynduR Hilmar Björnsson hefur mikla reynslu í rekstri íþróttasjónvarpsstöðva.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.