Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Blaðsíða 21
­20–30­árum­og­hann­hefur­lagt­mik- ið­á­sig,“­segir­Þórir­Jökull. Hann­ bendir­ á­ að­ meðlimir­ í­ kirkjum­ sem­ Helgi­ hafði­ forgöngu­ um­ að­ yrðu­ stofnaðar­ í­ Eþíópíu­ séu­ gríðarlega­margir.­„Ég­er­þess­fullviss­ að­Helgi­á­megnið­af­því,­eða­allt­það­ gott­skilið­sem­um­hann­er­sagt­í­því­ samhengi.­Sjálfur­kannast­ég­ekki­við­ neitt­nema­alúð­hans­og­get­ekki­bor- ið­honum­neitt­nema­gott­vitni,­hvað­ varðar­ mín­ kynni­ af­ honum.­ Þetta­ er­ auðvitað­ áfall­ fyrir­ okkur­ öll­ sem­ kynntumst­ ekki­ þessari­ hlið.­ Það­ er­ alveg­ ljóst­ að­ það­ er­ mörgum­ mjög­ brugðið,“­segir­hann.­ Sjálfur­ starfaði­ Þórir­ sem­ sendi- ráðsprestur­ í­ Kaupmannahöfn­ og­ átti­þá­samskipti­við­Helga­á­meðan­ hann­var­prestur­Íslendinga­í­Noregi.­ „Á­ þeim­ tíma­ var­ hann­ í­ talsverðu­ sambandi­ við­ okkur­ hina­ prestana­ í­ útlöndum.­Það­var­gott­eitt­orð­sem­ fór­af­honum­innan­kirkjunnar.­Hann­ hefur­lengi­verið­viðloðandi­kirkjuna,­ en­ fór­ til­ þess­ að­ gera­ seint­ að­ læra­ guðfræði­og­var­seinn­að­taka­vígslu.­ Hann­var­ekki­einn­af­þeim­sem­rauk­ í­guðfræði­á­milli­tvítugs­og­þrítugs.“ Fyrirmynd annarra trúboða Kristján­Sverrisson­fetaði­slóð­Helga­ FÖSTUDAGUR 24. september 2010 NÆRMYND 21 Helgi er vel lið-inn. Hann er þannig týpa sem forðast átök og deildur. „ÞAÐ BÝR MARGT Í EINUM MANNI“ Halldóra Halldórsdóttir, starfskona Stígamóta, segir að það sé mjög vel þekkt að kynferðisbrotamenn eða heimilisof- beldismenn séu hvers manns hugljúfi út á við. „Þeir búa flestir yfir kænsku og eiga það sameiginlegt að vera með mikla stjórnunarþörf og fá mikið kikk út úr því að stjórna öðrum. Þeir ráðast gjarna á þá sem hafa lægsta þröskuldinn og minnstar varnir.“ Þá segir hún að börn séu auðveld bráð fyrir barnaníðinga, því það sé auðvelt að stjórna þeim. „Eins sorglegt og það nú er, því það eru auðvitað til raunverulegir barnavinir, þá er það oft merki um eitthvað varhugavert þegar menn eru miklir barnavinir og sækjast í það að passa börn og vinna með börnum. Aðferðafræðin er alltaf sú sama. Þeir lokka til sín börn og svæfa foreldrana með því að telja þeim trú um að þeir séu svo ofboðslega miklir barnavinir og góðir menn. Það er því oftast mikið áfall þegar foreldrarnir komast að því að þessir menn voru að misnota börnin þeirra um leið og þeir eru svona ofsalega elskulegir við þá. Það er oft erfitt að átta sig á þessu. Ef ég á að taka dæmi þá er full ástæða til þess að staldra við og skoða málið ef fullorðinn karlmaður gerir sér dælt við barn og vill gjarna bjóða því með sér í bíltúr og annað slíkt. Þetta er samt svo viðkvæmt og vandmeðfarið því auðvitað viljum við heldur ekki búa í samfélagi þar sem samskipti fólks einkennast af paranoju. Innst inni viljum við nefnilega alltaf trúa því að það sé hægt að sjá það utan á mönnum að þeir séu barna- níðingar. Það sé eitthvað sem gefi það til kynna. En það er aldrei þannig. Fólk hefur enga ástæðu til annars en að treysta þeim. Þetta eru alls konar menn í alls konar stöðum í samfélaginu og hópurinn er eins margbreytilegur og hann getur orðið. Það er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að átta okkur á. Þetta stendur ekki utan á mönnum og við þurfum að trúa börnum þegar þau reyna að segja frá ofbeldi. Oftast gera börn ekki nema eina tilraun til þess að segja frá ofbeldinu og ef það er ekki tekið rétt á móti þeim er hætt við því að þau þegi fram á fullorðinsár. Eins og má sjá núna þegar allt þetta fullorðna fólk er að opna á sín gömlu mál.“ Innst inni vilj-um við nefni- lega alltaf trúa því að það sé hægt að sjá það utan á mönnum að þeir séu barnaníð- ingar. Þeir eru oft hvers manns hugljúfi Helgi Hróbjartsson Þessi mynd var tekin af Helga árið 1981 og birtist í Tímanum. þegar­ hann­ hélt­ til­ Noregs­ og­ það- an­til­Eþíópíu­þar­sem­hann­starfaði­ sem­ trúboði.­ Hann­ kynntist­ Helga­ og­ varð­ þeim­ vel­ til­ vina.­ „Allt­ sem­ ég­ veit­ og­ þekki­ til­ Helga­ er­ mér­ til­ fyrirmyndar.­Ég­kynntist­ávexti­starfs­ hans.­Við­þyrftum­að­eiga­fleiri­eins­ og­ hann.­ Þó­ að­ það­ sem­ er­ uppi­ á­ borðum­ núna­ sé­ ekki­ gott­ mál,­ því­ miður.­Þetta­tekur­á­mig.“­ Hann­segir­að­það­hafi­verið­mik- ið­ áfall­ að­ heyra­ af­ kynferðisbrot- um­Helga­gagnvart­piltunum­þrem- ur.­Helgi­kom­honum­alltaf­vel­fyrir­ sjónir­ og­ hvað­ sem­ hann­ kunni­ að­ hafa­gert­myndi­Kristján­enn­treysta­ honum­ fyrir­ mjög­ mörgu.­ „Hann­ var­ hvers­ manns­ hugljúfi.­ Ég­ leit­ á­ hann­ sem­ vin­ minn.­ Ég­ kynntist­ honum­fyrst­í­Noregi­og­síðan­í­Eþí- ­ópíu.­Hann­heimsótti­okkur­þangað­ þegar­hann­var­á­ferðinni.­Hann­var­ reyndar­ alltaf­ á­ ferðinni­ fram­ og­ til­ baka.“ Valdi leiðtoga Úti­ kynntist­ Kristján­ mörgum­ sem­ höfðu­ orðið­ á­ vegi­ Helga­ og­ hann­ hafði­ jafnvel­ rétt­ hjálparhönd.­ „Hann­hjálpaði­mjög­mörgum­með­ mjög­ margt.­ Fyrir­ það­ nýtur­ hann­ virðingar.­Hann­var­mjög­umtalaður­ þarna­og­það­tala­allir­vel­um­hann.­ Enda­var­hann­búinn­að­byggja­upp­ kristilegt­ starf­ á­ mjög­ stóru­ svæði­ og­það­felur­ í­sér­að­hann­þurfti­að­ pikka­út­leiðtoga­og­kennara.­Þegar­ yfirvöld­ voru­ að­ leita­ að­ góðu­ fólki­ átti­það­oft­saman,­það­þótti­gott­að­ vera­með­kristilegt­fólk­við­stjórnar- taumana.“­ Umdeildur og utan kerfis Helgi­starfaði­fyrst­og­fremst­á­stóru­ svæði­ í­ Suður-Eþíópíu­ við­ landa- mæri­ Sómalíu.­ Þar­ voru­ margir­ stórir­ kristilegir­ söfnuðir­ sem­ Helgi­ hafði­ tekið­ þátt­ í­ að­ byggja­ upp,­ en­ hann­kom­ekki­einn­að­því.­Þar­var­ til­dæmis­norsk­kona­sem­var­komin­ yfir­áttrætt­en­keyrði­um­allt­á­mótor- ­hjóli­til­þess­að­flytja­fólki­boðskap- inn.­ „Helgi­ var­ mikið­ í­ hjálparstarfi­ og­þetta­hélst­allt­í­hendur.­Á­síðustu­ dögum­ hefur­ fólk­ dregið­ upp­ alls­ konar­ myndir­ af­ Helga­ hér­ og­ þar.­ Hann­ er­ sveipaður­ ævintýraljóma­ og­ þó­ að­ hann­ eigi­ innistæðu­ fyrir­ því­ langflestu­ vantar­ eitthvað­ inn­ í­ þessa­sögu.“ Helgi­var­mjög­umdeildur­á­tíma- bili­þó­að­flestir­hafi­tekið­hann­í­sátt­ með­ tímanum.­ „Það­ var­ vegna­ þess­ að­ hann­ fór­ alltaf­ sínar­ eigin­ leið- ir.­ Við­ vorum­ þarna­ á­ vegum­ kristi- legra­samtaka­og­ef­við­fórum­í­þorp­ þar­sem­vantaði­skóla­gátum­við­ekk- ert­farið­í­það­að­safna­peningum­og­ byggja­ skóla.­ Við­ þurftum­ að­ fylgja­ ákveðnu­regluverki.­En­Helgi­fór­alltaf­ sínar­eigin­leiðir.­Hann­var­alltaf­með­ mörg­ járn­ í­eldinum­og­naut­stuðn- ings­margra,­bæði­hér­heima­og­úti,­ og­gekk­bara­ í­svona­mál.­Auðvitað­ voru­ langflestir­ jákvæðir­ gagnvart­ því­ en­ sumir­ urðu­ pirraðir­ á­ því­ að­ það­væri­ekki­farið­eftir­settum­regl- um.­En­ég­held­að­það­hafi­aðallega­ verið­fyrir­mörgum­árum­og­fólk­sé­ búið­ að­ taka­ hann­ í­ sátt.­ Fólk­ veit­ orðið­að­það­er­bara­þannig­að­kerf- ið­er­svona­en­svo­er­það­Helgi­sem­ stendur­ þar­ fyrir­ utan.­ Það­ er­ alltaf­ allt­að­gerast­hjá­honum.“ Á vini og kunningja víða Helgi­kom­Kristjáni­fyrir­sjónir­sem­ opinn­og­einlægur­maður.­Hann­sá­ ekki­þessa­lokuðu­hlið­á­honum­sem­ er­lýst­hér­að­ofan.­„Það­býr­margt­í­ einum­ manni.­ Sumir­ eru­ á­ útopnu­ við­vissar­aðstæður­en­draga­sig­svo­í­ hlé­við­aðrar­aðstæður.­Þegar­ég­hitti­ hann­var­hann­opinn­og­einlægur.“­ Það­sama­segir­maður­sem­starf- aði­ lengi­ sem­ trúboði­ í­ Afríku­ og­ kynntist­ Helga­ þar.­ „Hann­ var­ alla­ jafna­ glaðlyndur,­ opinn­ og­ jákvæð- ur.­ Það­ var­ alltaf­ stutt­ í­ hláturinn.­ Þannig­ var­ mín­ upplifun­ af­ honum­ þó­ að­ ég­ hafi­ aldrei­ verið­ á­ með- al­ hans­ nánustu­ vina.­ Helgi­ heim- sótti­ okkur­ í­ einn­ eða­ tvo­ daga­ og­ þá­ fórum­ við­ víða­ saman­ á­ mótor- hjóli.­Hann­var­mikill­ævintýramað- ur.­Hann­átti­líka­mjög­auðvelt­með­ að­mynda­sambönd­við­fólk.­Það­er­ hans­helsti­styrkleiki.­Hann­er­mjög­ duglegur­ við­ að­ hafa­ samband­ við­ fólk­ og­ á­ marga­ vini­ og­ kunningja.­ Ég­ veit­ samt­ ekki­ hverjir­ eru­ hans­ nánustu­vinir.“­ Vildi frelsa múslima Trúboðinn­ bendir­ á­ að­ Helgi­ hafi­ ­yfirleitt­ séð­ um­ sínar­ ferðir­ sjálf- ur­ og­ oft­ verið­ í­ litlu­ sambandi­ við­ norsku­ og­ íslensku­ kristniboðafé- lögin.­„Hann­hefur­staðið­fyrir­utan­ það­síðustu­ár.­Hann­valdi­það­sjálf- ur­að­fara­þessa­leið­þegar­hún­opn- aðist­ einhvern­ veginn­ fyrir­ honum,­ að­ starfa­ á­ eigin­ vegum.­ Það­ hefur­ þó­ ekki­ alltaf­ verið­ vinsælt.“­ Norsk- ur­samstarfsmaður­hans­og­vinur­til­ margra­ára­lýsti­því­til­dæmis­þannig­ að­Helgi­væri­ekki­allra.­„Hann­get- ur­ ekki­ unnið­ með­ öllum­ og­ ekki­ geta­ allir­ unnið­ með­ honum.­ En­ hann­er­stór­maður­með­stórt­hjarta­ og­kemst­þangað­sem­aðrir­komast­ ekki­og­afrekar­það­sem­aðrir­afreka­ ekki.“ Kollegar­hans­höfðu­líka­áhyggjur­ af­því­hve­mikla­áherslu­hann­lagði­á­ að­ná­til­múslimanna­en­hann­vildi­ að­þeir­yrðu­kristnir­„í­hópum“,­eins­ og­ hann­ orðar­ það­ sjálfur­ í­ viðtali­ við­ Ragnar­ Schram­ fyrir­ tímaritið­ Bjarma­árið­2004.­Þar­kemur­einnig­ fram­að­hann­var­með­gæluverkefni­ sem­ yfirstjórn­ kristniboðsins­ vissu­ lítið­ um­ eins­ og­ grunnskólann­ sem­ kirkjan­rekur­í­litlu­þorpi­utan­vega,­ Gúrra.­ Einn á slóðum heimamanna Ragnar­ Gunnarsson,­ framkvæmda- stjóri­ Sambands­ íslenskra­ kristni- boðsfélaga,­ tekur­ þó­ undir­ að­ það­ sé­ekki­æskilegt­að­trúboðar­starfi­á­ eigin­ vegum.­ „Ég­ er­ ekki­ sáttur­ við­ það­að­menn­fari­út­á­eigin­vegum.­ Sjálfur­ hef­ ég­ alltaf­ staðið­ í­ þeirri­ meiningu­ að­ það­ sé­ æskilegast­ að­ fólk­ fari­ út­ á­ vegum­ samtakanna­ þannig­að­það­sé­allt­uppi­á­borðum­ varðandi­það­sem­gert­er,­fjármál­og­ annað.­ Það­ er­ bara­ öruggara.­ Við­ höfum­ ákveðnar­ skyldur­ gagnvart­ samstarfskirkjum­okkar­erlendis.“­ Helgi­ starfaði­ mestmegnis­ á­ þeim­slóðum­í­Eþíópíu­þar­sem­fáir­ Íslendingar­ voru­ og­ nánast­ eng- ir­ útlendingar­ yfirhöfuð.­ „Hann­ var­ þarna­að­austanverðu­í­Waddera­og­ Neghelle­ þar­ sem­ trúboðar­ okkar­ eru­almennt­ekki.­Í­þetta­eina­skipti­ sem­ hann­ fór­ út­ á­ vegum­ íslensku­ samtakanna­ í­ kringum­ aldamótin­ var­hann­jafnvel­enn­austar.­Það­var­ ekki­mikið­af­útlendingum­þar­sem­ hann­var­en­ég­veit­að­það­voru­þó­ nokkrir­Norðmenn­þar­á­sama­tíma­ og­ hann­ þó­ að­ ég­ viti­ ekki­ hversu­ mikil­samskipti­þeir­áttu,“­segir­trú- boðinn.­Eftir­því­sem­hann­best­veit­ fór­ Helgi­ síðast­ út­ í­ sumar­ og­ þar­ áður­í­janúar­þegar­ný­kirkja­var­vígð­ en­ Helgi­ hafði­ haft­ einhverja­ um- sjón­með­því.­ Stoppar stutt á hverjum stað Helgi­setti­hempuna­fyrst­upp­í­Hrís- ey­þar­sem­hann­var­sóknarprestur­ í­ tvö­ ár­ á­ árunum­ 1984–1986.­ „Ég­ veit­ ekki­ af­ hverju­ hann­ hætti­ þar,”­ segir­ trúboðinn.­ Sjálfur­ lýsti­ Helgi­ því­ í­ fyrrnefndu­ viðtali­ í­ tímaritinu­ Bjarma­að­fjölskyldan­hefði­mótað­ hann­og­kallið­ til­kristniboðs­hefði­ komið­ snemma.­ „Faðir­ minn­ var­ mjög­upptekinn­af­kristniboðinu­og­ var­ í­ stjórn­ kristniboðssambands- ins­heima­alveg­frá­upphafi­þess­og­ til­ dauðadags.­ Ég­ var­ með­ kristni- boðann­ í­ maganum­ allan­ tímann,­ alveg­frá­tólf­ára­aldri,­þótt­ég­talaði­ ekki­um­það­við­nokkurn­mann.“ Helgi­ fór­ fyrst­ til­ Eþíópíu­ árið­ 1967­ og­ var­ þá­ þar­ í­ þrjú­ ár.­ Hann­ fór­síðan­af­og­til­út­þar­til­hann­fór­ til­Senegal­í­kringum­1988.­Trúboð- inn­sem­ekki­vill­láta­nafns­síns­get- ið­segir­að­hann­hafi­sennilega­ver- ið­ í­ fjögur­ eða­ fimm­ ár­ í­ Senegal.­ „Síðan­var­hann­kannski­í­fjögur­ár­ á­okkar­vegum­í­Eþíópíu­í­kringum­ aldamótin.­ Annars­ hefur­ hann­ yf- irleitt­ ekki­ stoppað­ lengi­ á­ einum­ stað.­ Fyrir­ sex­ árum­ fór­ hann­ að­ fara­ í­ styttri­ ferðir­ og­ var­ kannski­ í­ Eþíópíu­í­tvær­til­fjórar­vikur­í­senn­ og­fór­kannski­eina­ferð­á­ári.­­ En­eftir­því­sem­ég­best­veit­var­ hann­virtur­og­dáður­fyrir­sín­störf.­ Predikanirnar­ hans­ voru­ líka­ ­alltaf­ vinsælar­ en­ höfðuðu­ ekki­ til­ allra.­ Hann­ var­ duglegur­ að­ segja­ sögur.­ Það­ var­ líka­ einn­ helsti­ styrkleiki­ hans,“­segir­trúboðinn.­ Einsetumaður á átakasvæðum Ljóst­ er­ að­ Helgi­ hefur­ í­ gegnum­ tíðina­ unni­ mikið­ og­ gott­ starf­ og­ þessi­trúboði­virðir­hann­fyrir­það.­ „Hann­ hefur­ lagt­ mikið­ á­ sig­ fyr- ir­ aðra­ og­ líf­ hans­ er­ sveipað­ hálf- gerðum­ ævintýraljóma.­ Flugvélin­ hans­á­líka­þátt­í­að­auka­ljómann­í­ kringum­hann.­Með­tilkomu­henn- ar­gat­hann­líka­farið­víðar­og­hjálp- að­fleirum.“­ Helgi­var­giftur­norskri­konu­og­ hún­ fór­ með­ honum­ í­ fyrstu­ Afr- íkuferðina­ áður­ en­ slitnaði­ upp­ úr­ sambandinu.­Hann­bendir­á­að­eft- ir­skilnaðinn­hafi­Helgi­getað­sinnt­ ýmsu­ sem­ fjölskyldufólk­ átti­ erfið- ara­með­að­gera.­Á­ferli­sínum­sem­ trúboði­ fór­ Helgi­ á­ átakaslóðir­ og­ var­oft­í­hættu.­Í­viðtalinu­í­Bjarma­ ræddi­Helgi­við­blaðamanninn­um­ erfiðleika:­ „Þótt­ ég­ skilji­ ekki­ allt- af­ hvers­ vegna­ erfiðleikarnir­ koma­ þá­ hef­ ég­ aldrei­ litið­ svo­ á­ að­ Guð­ hafi­ ­yfirgefið­ mig.­ Ég­ hef­ alltaf­ treyst­ orði­ Guðs­ og­ hann­ er­ alltaf­ með­mér­þótt­ég­hafi­ekki­alltaf­til- finningu­fyrir­því.­Sú­fullvissa­hefur­ haldið­í­mér­lífinu.“ Hefur kynnst mannlegu eðli Samkvæmt­ lögum­ er­ Ragnari­ ekki­ heimilt­ að­ tjá­ sig­ opinberlega­ um­ nafn­mannsins­sem­játaði­kynferð- isbrot­gegn­þremur­piltum­í­síðustu­ viku­og­eins­er­honum­óheimilt­að­ ræða­ opinberlega­ um­ nafngreind- an­ mann­ í­ því­ samhengi­ eða­ stað- festa­með­öðrum­hætti­um­hvern­er­ að­ræða.­Hann­segir­þó­að­honum­ hafi­brugðið­mjög­þegar­málið­kom­ upp.­„Að­sjálfsögðu­brá­mér­mikið­ við­að­heyra­þessar­fréttir.­Þær­voru­ mikið­áfall­fyrir­mig­og­marga­aðra.­ En­ ég­ trúði­ þessu­ strax.­ Ástæð- an­ fyrir­ því­ er­ sú­ að­ ég­ hef­ kynnst­ mannlegu­ eðli­ og­ hef­ lent­ í­ mörgu­ um­ævina.­Ég­veit­að­þessi­brestur­er­ í­sumum­mönnum­og­aðrir­svipað- ir.­Þannig­að­ég­tók­þetta­strax­mjög­ alvarlega.­ Ég­ hafði­ enga­ ástæðu­ til­ þess­að­efast­um­að­það­væri­verið­ að­segja­satt­og­rétt­frá.­Í­svona­mál- um­er­það­líka­lykilatriði­að­fórnar- lömb­séu­tekin­alvarlega­og­þeim­sé­ trúað­þar­til­annað­kemur­í­ljós.­Þær­ reglur­sem­starfsmenn­samtakanna­ fylgja­kveða­líka­á­um­að­svona­mál­ séu­ alltaf­ tekin­ föstum­ tökum­ og­ brugðist­sé­við­þeim­strax.“­ Annars hefur hann yfirleitt ekki stoppað lengi á einum stað. Það var ekki mik-ið af útlending- um þar sem hann var.M Y N D M O R G U N B LA Ð IÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.