Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2010, Síða 38
80 ára á föstudag
38 ÆttfrÆði umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 24. september 2010 föstudagur
Garðar Cortes
skólastjóri söngskólans í reykjavík og fyrrv. óperustjóri
Garðar fæddist í Reykjavík. Hann lauk
gagnfræðaprófi í Hlíðardalsskóla í Ölf-
usi 1957, var í guðfræðinámi í New-
bold College í Englandi 1959–61,
námi í Watford School of Music í Eng-
landi 1963–69, lauk prófum frá Royal
Academy of Music í London í söng-
kennslu 1968 og Trinity College of
Music í London í einsöng 1969, var í
söngnámi hjá Linu Pagliughi í Gatt-
eo Mare á Ítalíu 1978 og 1979, Helenu
Karusso í Vínarborg 1980 og 1981 og
í námi í ljóðasöng hjá dr. Erik Werba
1978–84.
Garðar var skólastjóri Tónlistar-
skólans á Seyðisfirði 1969–70, kenn-
ari í ensku og tónlist í Réttarholtsskóla
1970–72, stjórnaði karlakórnum Fóst-
bræðrum 1970–72, Samkór Kópavogs
á sama tíma, var kórstjóri og stjórn-
andi söngsveitarinnar Fílharmoníu
1971 og 1973–75, stofnaði Söngskól-
ann í Reykjavík 1973 og hefur verið
skólastjóri hans frá upphafi, stofnaði
Kór söngskólans 1974 sem varð að Kór
íslensku óperunnar en er nú Óperu-
kórinn í Reykjavík, stofnaði Sinfóníu-
hljómsveitina í Reykjavík 1975 og var
stjórnandi hennar til 1979, stofnaði
Íslensku óperuna 1979 og var óperu-
stjóri hennar fyrstu tuttugu árin.
Garðar hefur verið formaður
Landssambands blandaðra kóra frá
1977, hefur verið stjórnandi á öllum
norrænum kóramótum Nord Klang
frá 1980 og hefur setið í aðalstjórn
Nordiska Körkommitten (musikutval-
ged) frá 1981. Hann hefur verið aðal-
tenór við Íslensku óperuna frá upp-
hafi og sungið mikið erlendis, m.a. á
Írlandi, Englandi, öllum Norðurlönd-
unum, Bandaríkjunum og Suður-Am-
eríku.
Helstu hlutverk Garðars: Alfredo
í La Traviata; Manrico í Il Trovatore;
Radames í Aidu; Floristan í Fidelio;
Hoffmann í Hoffmann; Don Jose í Car-
men; Pagliacci í Pagliacci; Macduff í
Macbeth; Cavaradossi í Toscu; Otello í
Otellu; og Sigmund í Valkyrjunum.
Garðar hefur stjórnað söngleikjum,
óperettum og óperum, s.s. Ég vil, Ég
vil, Oklahoma, Cabaret, og Zorba hjá
Þjóðleikhúsinu, og Pagliacci, Mikado,
Leðurblökunni, Rigoletto, Töfraflaut-
unni, Hans og Grétu, og Heimsfrum-
sýningu á Galdra-Lofti eftir Jón Ás-
geirsson, hjá Íslensku óperunni.
Garðar stjórnaði óperunni
Nóaflóðinu eftir Benjamín Britten
á fyrstu Listahátíð og hefur stjórnað
ýmsum stórum kórverkum og óra-
toríum, s.s. Elía eftir Mendelssohn og
Carmina Burana, eftir Orff í Carnegie
Hall í New York 2004 og 2008.
Út hafa verið gefnar plötur og
geisladiskar með einsöng Garðars, og
Alþingishátíðarkantatan, eftir Pál Ís-
ólfsson, undir stjórn Garðars, var gefin
út af Alþingi Íslendinga í tilefni hundr-
að ára fæðingarafmælis Páls. Þá er
væntanleg á geisladiski, undir stjórn
Garðars, ópera Jóns Ásgeirssonar,
Galdra-Loftur.
Garðar var fyrsti móttakandi Bjart-
sýnisverðlauna Bröstes, nú Alcoa, árið
1982.
Fjölskylda
Garðar kvæntist 21.11. 1970 Krystynu
Cortes píanóleikara. Foreldrar Kryst-
ynu eru Wladyslaw Blasiak, mynd-
höggvari í Kings Langley í Englandi,
og k.h., Beryl Blasiak listmálari.
Dóttir Garðars og Rafnhildar Bjark-
ar Eiríksdóttur, f. 1.1. 1943, er Sigrún
Björk, f. 21.12. 1963, kennari á Blöndu-
ósi og eru börn hennar Ísafold Björg-
vinsdóttir, f. 10.12. 1991, og Kolbjörn
Björgvinsson, f. 22.3. 1994.
Börn Garðars og Krystynu eru
Nanna María, f. 3.1. 1971, söngkenn-
ari og óperusöngvari við Norsku óp-
eruna en maður hennar er Sven Erik
Saagbraten óperusöngvari og er dótt-
ir Nönnu Maríu Krystyna María Cort-
es Gunnarsdóttir, f. 12.1. 1996; Garð-
ar Thór, f. 2.5. 1974, óperusöngvari,
kvæntur Tinnu Lind Gunnarsdótt-
ur leikkonu; Aron Axel, f. 25.9. 1985,
söng- og tónlistarnemi við Mozarteum
í Salzburg.
Bróðir Garðars er Jón Kristinn, f.
6.2. 1947, tónlistarkennari, kórstjóri
og bókaútgefandi í Reykjavík, kvæntur
Álfrúnu Sigurðardóttur gjaldkera.
Foreldrar Garðars: Axel Cortes, f.
3.12. 1914, d. 4.10. 1969, myndfaldari
og verslunarmaður í Reykjavík, og k.h.,
Kristjana Jónsdóttir, f. 28.6. 1920, hús-
móðir í Reykjavík.
Ætt
Axel var sonur Emanuels Cortes, yfir-
prentara í Gutenberg Pétursson-
ar Cortes, koparsmiðs í Stokkhólmi.
Móðir Axels var Björg Jóhannesdótt-
ir Zoega, trésmiðs í Reykjavík Jó-
hannessonar Zoega, útgerðarmanns
Jóhannessonar Zoega, glerskera Jó-
hannessonar Zoega, fangavarðar í
Reykjavík, frá Slesvík, af höfðingjaætt-
inni Zuecca, líklega frá eyjunni Giu-
decca í Feneyjum. Einn Zoega-niðja
var Georg Nikolaj Nissen sem kvæntist
Constanze Weber, ekkju Mozarts, og
skrifaði fyrstu ævisögu tónskáldsins.
Móðir Bjargar var Guðrún Jónsdóttir,
b. í Starkaðarhúsum í Flóa Ingimund-
arsonar, b. í Norðurkoti í Grímsnesi
Jónssonar. Móðir Ingimundar var
Guðrún Snorradóttir, b. í Kakkarhjá-
leigu Knútssonar, og Þóru Bergsdóttur,
ættföður Bergsættar Sturlaugssonar.
Móðir Guðrúnar var Sigríður Sigurð-
ardóttir, skipasmiðs á Hjallalandi Sig-
urðssonar, og Guðrúnar Jónsdóttur,
ættföður Bíldsfellsættar Sigurðssonar.
Kristjana er dóttir Jóns, húsa-
smíðameistara í Reykavík Magnús-
sonar, b. á Hrauni í Ölfusi Jónssonar.
Móðir Magnúsar var Guðrún, syst-
ir Magnúsar, langafa Ellerts Schram,
fyrrv. alþm., ritstjóra DV og forseta ÍSÍ,
og langalangafa Páls Magnússonar,
útvarpsstjóra RÚV. Guðrún var dóttir
Magnúsar, b. á Hrauni Magnússonar,
b. í Þorlákshöfn Beinteinssonar, lrm.
á Breiðabólstað Ingimundarsonar, b. í
Hólum, bróður Þóru í Kakkarhjáleigu.
Móðir Jóns var Guðrún Halldórsdóttir,
b. á Lágum Böðvarssonar, og Sigríðar
Eiríksdóttur, b. á Litlalandi Ólafssonar.
Móðir Sigríðar var Helga Jónsdóttir, b.
á Vindási á Landi Bjarnasonar, ættföð-
ur Víkingslækjarættar Halldórssonar.
Móðir Kristjönu var Kristjana Frið-
jónsdóttir, b. á Laugum í Hvammssveit
Sæmundssonar. Móðir Friðjóns var
Guðrún Guðmundsdóttir, skipasmiðs
á Hóli Ormssonar, ættföður Ormsætt-
ar Sigurðssonar. Móðir Guðrúnar var
Margrét, systir Finns, afa Ásmundar
Sveinssonar. Margrét var dóttir Sveins,
b. í Neðri-Hundadal Finnssonar og
Guðrúnar Guðmundsdóttur, syst-
ur Þórdísar, langömmu Ragnheiðar,
móður Snorra Hjartarsonar skálds.
Í tilefni afmælisins býður Garðar til
söngveislu í Langholtskirkju, á afmæl-
isdaginn, föstudaginn 24.9. kl. 20.00.
70 ára á föstudag
Jónas fæddist á Bíldudal og ólst
þar upp. Hann stundaði nám við
Verzlunarskóla Íslands og lauk
þaðan prófum 1950.
Jónas var sýsluskrifari í Barða-
strandarsýslu 1950–52, verslun-
armaður hjá G. Zoega í Reykja-
vík 1953, framkvæmdastjóri fyrir
útgerð og fiskverkun á Bíldu-
dal 1954–70, og deildarstjóri á
fjármálasviði Háskóla Íslands í
Reykjavík 1971–98.
Jónas var oddviti Suðurfjarða-
hrepps á Bíldudal 1954–70 og sat
í stjórn Starfsmannafélags ríkis-
stofnana 1975–85.
Fjölskylda
Jónas kvæntist 17.6. 1955 Guðríði
S. Sigurðardóttur, f. 23.2. 1928,
fyrrv. kaupkonu. Hún er dóttir Sig-
urðar A. Guðmundssonar, skip-
stjóra á Geirseyri við Pat reksfjörð,
og Svandísar Árnadóttur húsmóð-
ur.
Synir Jónasar og Guðríðar
eru Ásmundur Jónasson, f. 20.7.
1957, læknir, búsettur í Kópavogi,
kvæntur Guðrúnu Vignisdóttur og
eiga þau þrjú börn; Gylfi Jónas-
son, f. 24.6. 1960, framkvæmda-
stjóri, búsettur í Kópavogi, kvænt-
ur Ásdísi Kristmundsdóttur og
eiga þau tvö börn; Helgi Þór Jón-
asson, f. 20.7. 1964, hagfræðing-
ur, búsettur í Kópavogi, kvæntur
Kristínu Pétursdóttur og eiga þau
tvö börn.
Dóttir Jónasar frá því fyrir
hjónaband er Guðrún Jóna Jón-
asdóttir, f. 31.12. 1952, skrifstofu-
maður, en maður hennar er Ingi
Halldór Árnason og á hún þrjú
börn með Þóri Þórsteinssyni sem
er látinn.
Systur Jónasar: Ásta Ásmunds-
dóttir, f. 25.7. 1923, nú látin, var
búsett í Hafnarfirði; Svandís Ás-
mundsdóttir, f. 28.6. 1925, nú lát-
in, húsmóðir í Reykjavík.
Foreldrar Jónasar voru Ás-
mundur Jónasson, f. 24.4. 1899, d.
5.3. 1995, sjómaður og verkamað-
ur á Bíldudal, og Martha Ólafía
Guðmundsdóttir, f. 4.4. 1892, d.
18.2. 1960, húsmóðir.
Ætt
Ásmundur var bróðir Matthíasar
sálfræðiprófessors og Maríu,
móður Reynis Axelssonar stærð-
fræðiprófessors. Ásmundur var
sonur Jónasar, búfræðings í Reykj-
arfirði Ásmundssonar. Móðir Ás-
mundar var Jóna Ásgeirsdótt-
ir, b. á Álftamýri Jónssonar, pr. á
Hrafnseyri Ásgeirssonar, prófasts
í Holti í Önundarfirði Jónsson-
ar, bróður Þórdísar, móður Jóns
forseta. Móðir Jóns var Rannveig
Matthíasdóttir, stúdents á Eyri
Þórðarsonar, ættföður Vigurættar
Ólafssonar, ættföður Eyrarættar-
innar Jónssonar.
Martha var dóttir Guðmund-
ar, búfræðings í Hjallatúni Björns-
sonar. Móðir Guðmundar var
Þorbjörg Einarsdóttur, b. á Hall-
steinsnesi Jónssonar, og Margrét-
ar Arnfinnsdóttur, b. á Hallsteins-
nesi, bróður Helgu, langömmu
Björns Jónssonar ráðherra. Móðir
Mörthu var Helga Jónsdóttir, út-
vegsb. á Suðureyri Þorleifssonar,
og Þórdísar Jónsdóttur.
Jónas er að heiman á afmælis-
daginn.
Jónas Ásmundsson
fyrrv. deildarstjóri
50 ára á sunnudag
Þorbjörn fæddist á Patreksfirði
og ólst þar upp til níu ára aldurs
en síðan í Hlíðunum í Reykjavík.
Hann var í Hlíðaskóla, stundaði
síðar nám við Vélskóla Íslands og
lauk þaðan vélstjóraprófi 1982.
Þorbjörn var vélstjóri á tog- og
nótaskipinu Húnaröst frá því að
hann úskrifaðist og til 1990. Hann
var síðan yfirvélstjóri á nýjum
togara frá Þorlákshöfn, Jóhanni
Gíslasyni ÁR, hóf störf hjá Vél-
taki ehf. í Hafnarfirði snemma árs
1995 og stundaði þar ýmis störf
tengd sjávarútvegi, starfaði við
véladeild Héðins hf. í Garðabæ á
árunum 1999–2005 en hefur síðan
verið vélstjóri hjá þvottahúsinu
Fönn í Reykjavík.
Fjölskylda
Þorbjörn kvæntist 9.7. 1993 Auði
Aðalheiði Hafsteinsdóttur, f. 10.7.
1962, skrifstofumanni hjá Trygg-
ingastofnun. Hún er dóttir Haf-
steins Þórs Stefánssonar, f. 26.1.
1936, d. 21.5. 2000, skólameistara
Fjölbrautaskólans í Ármúla, og
Hallberu Ólafsdóttur, f. 29.5. 1936,
húsmóður.
Börn Þorbjörns og Auðar Að-
alheiðar eru Hildur Hafdís Þor-
björnsdóttir, f. 19.11. 1997; Davíð
Þorbjörnsson, f. 10.2. 2000.
Dóttir Þorbjörns frá fyrra
hjónabandi er Una Dóra Þor-
björnsdóttir, f. 20.10. 1983, nemi
í óperusöng við Söngskólann
í Reykjavík en sambýlismaður
hennar er Ólafur Snorri Rafnsson
íþróttafræðingur.
Systkini Þorbjörns: Iðunn
Gestsdóttir, f. 28.8. 1958, banka-
starfsmaður í Reykjavík; Dav-
íð Örn Gestsson, f. 5.3. 1962, d.
25.10. 1990, húsasmiður; Olgeir
Gestsson, f. 7.10. 1965, múrari í
Reykjavík.
Hálfsystir Þorbjörns, samfeðra,
er Kolbrún Steinunn Gestsdóttir,
f. 11.2. 1954, þroskaþjálfi í Reykja-
vík.
Foreldrar Þorbjörns eru Gest-
ur Guðjónsson, f. 20.7. 1933, fyrrv.
húsvörður í Reykjavík, og Una
Traustadóttir, f. 28.11. 1935, fyrrv.
bréfberi.
Þorbjörn
Valgeir Gestsson
vélstjóri í Hafnarfirði
Hilmar Kristinsson
fyrrv. formaður uglu – ungra jafnaðarmanna á suðurnesjum
Hilmar fæddist í Reykjavík en ólst
upp í Jökuldal fyrstu tvö árin og síð-
an í Keflavík auk þess sem hann átti
heima í Noregi í tvö ár. Hann var í
Myllubakkaskóla og Holtaskóla, lauk
stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla
Suðurnesja, lauk BA-prófi í stjórn-
málafræði frá Háskóla Íslands 2007
og er nú að ljúka MPA-námi í opin-
berri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.
Hilmar starfaði við félagsmið-
stöðina Fjörheima í tvö ár, starf-
aði eitt sumar við Kölku, sorpeyð-
ingarstöð, var aðstoðarmaður við
rannsókn hjá Gunnari Helga Krist-
mundssyni prófessor sumarið 2008
og starfaði hjá Gagnavörslunni í
Reykjanesbæ 2008-2009.
Hilmar hefur starfað með Sam-
fylkingunni í Reykjanesbæ, sat í
framkvæmdastjórn ungra jafnað-
armanna 2003-2005, var formaður
Uglu, ungra jafnaðarmanna á Suður-
nesjum 2006-2009, og situr nú í mið-
stjórn ungra jafnaðarmanna og kjör-
dæmaráði Suðurkjördæmis.
Fjölskylda
Systir Hilmars er Hildigunnur
Kristinsdóttir, f. 22.10. 1983, nemi í
talmeinafræði við Háskóla Íslands.
Foreldrar Hilmars eru Kristinn
Hilmarsson, f. 24.10. 1955, talmeina-
fræðingur, búsettur í Reykjanesbæ,
og Sara Bertha Þorsteinsdóttir, f.
31.12. 1955, textílkennari við Myllu-
bakkaskóla í Reykjanesbæ.
30 ára á föstudag