Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2010, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2010, Síða 10
10 fréttir 29. september 2010 miðvikudagur Jussanam Da Silva fær ekki atvinnu- leyfi hér á landi í kjölfar skilnaðar við eiginmann sinn þrátt fyrir góð meðmæli vinnuveitanda á meðan aðrir borgarar utan EES eiga greið- ara aðgengi að vinnumarkaði. Hjón- in Mauricio Weimar og Kelly Gar- bini eru meðal þeirra. Ástæðuna má rekja beint til þess að makar utan EES-ríkja missa dvalarleyfi vegna skilnaðar og þurfa þá að sækja um leyfi bæði til dvalar og atvinnu á nýjum forsendum. Jussanam hefði verið betur sett hefði hún sótt um dvalarleyfi á öðrum forsendum en hjúskap sínum. Fengu atvinnuleyfi vegna skorts á vinnuafli Sumarið 2009 var auglýst deildar- stjórastaða við tónlistardeild Hafra- lækjarskóla í Þingeyjarsveit. Þrír sóttu um stöðuna. Mauricio og Kelly Garbini kona hans eru bæði brasil- ískir ríkisborgarar og komu til Ís- lands 2008. Mauricio fékk stöð- una og kona hans var einnig ráðin tónlistarkennari við skólann. Þeg- ar Mauricio og Kelly eru ráðin til skólans eru þau þegar með tíma- bundið atvinnuleyfi vegna skorts á vinnuafli. Þau fengu það leyfi end- urnýjað til eins árs. Jussanam de Silva er hins veg- ar neitað um atvinnuleyfi á þeirri forsendu að hér sé atvinnuleysi og ekki var tekin afstaða til þess að hún hefði til að bera sérþekkingu sem nýttist á íslenskum vinnumarkaði umfram aðra. Þrátt fyrir atvinnuleysi hefur borið á manneklu á frístunda- heimilum borgarinnar og forráða- menn bera því við að erfiðlega gangi að fá fólk til að gegna störfum sem þessum. Nemendur halda tónleika Mauricio Weimar og Kelly Garbini Wenning eru ákaflega vel liðin af stjórnendum og nemendum Hafra- lækjaskóla. Þau kenna nemendum á fiðlu, gítar, slagverk, píanó, hljóm- borð, harmonikku og tónmennt. Að auki leggja nemendur stund á tónfræði, læra að efna til tónleika- halds og hvernig standa skuli að flutningi tónlistar, sköpun tónsmíða og spuna. Í Hafralækjaskóla sækja nemendur tíma í tónlistarnámi á skólatíma grunnskólans. Hafralækj- arskóli telst reyndar til frumkvöðla í skólastarfi hvað tónlistarkennsl- una varðar og í seinni tíð hefur svip- að skipulag verið tekið upp víða um land. Harpa Hólmgrímsdóttir, skóla- stjóri Hafralækjaskóli, er ánægð með framlag Mauricios til kennsl- unnar og segir hann ná vel til nem- enda; „Mauricio spilar á fiðlu með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, á gítar og slagverkshljóðfæri. Nem- endur hér eru hrifnir af honum og kennsluaðferðum hans og það er gaman að því lífi sem er í tónlistar- kennslunni hér. Nemendur halda tónleika fyrir sveitunga og troða upp á skemmtunum.“ Fengu góðar leiðbeiningar Mauricio og Kelly kunna að eig- in sögn afar vel við sig og segja ferl- ið við að flytja hingað til lands hafa verið fremur lipurt. Mauricio segist hafa fylgst með máli Jussanam og furðar sig á því að hún hafi ekki feng- ið jafngóða aðstoð og þau hjón við að flytjast hingað til lands. „Við fengum góðar og hnitmiðaðar leiðbeiningar frá starfsmönnum Útlendingastofu. Ég hef lagt áherslu á að mennta mig í hljóðfæraleik og þurfti að sýna fram á að ég hefði haldgóða þekkingu sem ég gæti miðlað áfram til nemenda. Það hlýtur að vera að hún hafi fengið misvísandi ráðgjöf. Einhver þarf að beina henni í rétt ferli svo njóta megi starfskrafta hennar hér því þetta er augljóslega öflug söngkona sem get- ur gefið af sér,“ segir Mauricio. Hefur ekkert frétt Jussanam segist ekki hafa frétt neitt um afgreiðslu kæru sinnar og hvort hún verði yfirhöfuð tekin til umfjöll- unar. „Ákvörðun um hvort mál Juss- anam verði tekið til efnislegrar með- ferðar hefur ekki verið tekin, það mál er enn til skoðunar hjá ráðuneytinu,“ staðfestir Margrét Erlendsdóttir, deildarstjóri í félagsmálaráðuneyt- inu. Jussanam hefur áhyggjur af 21 árs gamalli dóttur sinni sem hefur tímabundið dvalarleyfi sem renn- ur út í apríl á næsta ári. Hún getur ekki hugsað sér að skilja hana eftir hér á landi og vonast enn til þess að þær fái að dvelja hér saman. Skilnað- ur hennar við íslenskan eiginmann hennar gengur í gegn þann 15.októ- ber. Þau eiga í engum samskiptum vegna vandkvæða Jussanam við að leysa úr málum sínum og dótturinn- ar hér á landi. Brasilísk hjón fá leyfi en jussanam hafnað kristjaNa guðbraNdsdóttir blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is Umsókn jussanam da silva um landvistarleyfi var hafnað en umsókn brasílískra hjóna var samþykkt og starfa þau við tón- listarkennslu í Hafralækjarskóla í Aðaldal. Eins og Jussanam eru þau brasilískir ríkisborgarar en fengu tímabundið atvinnu- leyfi vegna skorts á vinnuafli. Þau þykja glæða dalinn lífi og almenn ánægja er með störf þeirra. Kæra Jussanam hefur enn ekki verið tekin til umfjöllunar og hún er enn í fullkominni óvissu um stöðu sína. Jussanam hefði verið betur sett hefði hún sótt um dval- arleyfi á öðrum forsend- um en hjúskap sínum. Mauricio og kelly í Hafralækjarskóla JussanamþarfbetriráðgjöfsegirMauricio. Áhyggjufull Jussanam hugnastekkiaðskiljadótt- ursínaeinaeftirálandinu. MyNd róbert reyNissoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.