Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2010, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2010, Síða 13
miðvikudagur 29. september 2010 fréttir 13 leit og aðferðin er huglægt mat. Mat sem samræmist reglum rökfræð- innar, almennum þekkingaratrið- um og viðurkenndum niðurstöðum vísindarannsókna. Nauðgun er tal- in til alvarlegustu brota sem unnt er að fremja en þau brot eru jafnframt einna erfiðast að færa sönnur á enda nýtur sjaldnast vitna við.“ Allur vafi er sakborningi í hag Þrátt fyrir það og þrátt fyrir að töl- urnar séu eins og þær eru þá telur Valtýr ekki ástæðu til þess að gefast upp. Hann segir það ekki vonlaust að kæra nauðgun. „Mikið hefur áunnist og breyting hefur orðið hér á. Refs- ingar hafa þyngst og það er orðið nokkuð gott hlutfall sakfellinga þeg- ar ákæra er gefin út. Þetta er alls ekki vonlaust, við verðum bara að halda áfram.“ Til að ná fram sakfellingu þurfi ákæruvaldið að sanna sök svo óum- deilt sé. „Allur skynsamlegur vafi fellur sakborningi í hag. Réttarkerf- ið byggist á þeirri grundvallarreglu. Það má kannski segja að það halli á ákæruvaldið sem þarf að sanna sekt. Verjandi hefur meiri rétt.“ Frekar ákært í kynferðisbrotamálum Hann nefnir prófessorsmálið þar sem kennari við Háskóla Íslands var sýknaður af Hæstarétti af ákæru um kynferðislega misnotkun gagnvart dóttur sinni. „Þá var tekist á um það hversu langt ætti að ganga þar sem viðkomandi viðurkenndi að hann hefði lyft upp sænginni, gægjufíkn og allskyns kynferðislega tendensa en var sýknaður af meginatriðum. Það er ekkert hægt að segja til um þetta. Dómar nást fram og stund- um ekki. Aðalmálið er að við fylgj- um ákveðnum reglum og að öllum sé ljóst eftir hvaða reglum við erum að vinna. Ég hef haldið því fram að það sé frekar ákært og látið reyna á sökina í þessum málum en öðrum og senni- lega með réttu. Það ætti samt ekki að vera þannig. Það á að ákæra ef ákær- andi telur að sönnunargögn leiði til sakfellingar. Samkvæmt lögum má ekki ákæra í málum þar sem ber- sýnilegt er að sakfelling muni ekki ná fram að ganga. Við gerum það ekki, það er bara bannað. Svo að það er í okkar höndum að vinna þessi mál og við reynum það. En fólk verður líka að vera með- vitað um það hvað það þýðir að kæra mann. Í dag er bara allt kært, alveg endalaust, ekki bara í nauðgunar- málum heldur öllum málum. Nið- urfellingar í öðrum málaflokkum eru líka mjög margar. Guðrún Jónsdóttir á Stígamót- um segir að hún telji mál nauðgun ef kona kemur til hennar og segir að sér hafi verið nauðgað. Það sé nóg fyrir hana. Það er ágætt sjónarmið út af fyrir sig en við getum ekki unnið út frá því.“ Falskar kærur Guðrún staðfestir þetta og segir að þar sé ekki hægt að ganga út frá öðru en að kona sem til þeirra leiti sé að segja satt. Annað þjóni engum tilgangi, enda harla ólík- legt og tilgangs- laust í sjálfu sér að konur leiti sér aðstoðar við að vinna úr afleið- ingum kynferð- isofbeldis sem aldrei varð. En eins og Valtýr segir ganga ekki allir út frá því vísu að kynferð- isofbeldi hafi átt sér stað þótt kona segi að sér hafi verið nauðgað. Líf- seig mýta varðandi kynferðisofbeldi er að konur beri upp rangar sakar- giftir. Kannski í hefndarhug, vegna athyglissýki, lygasýki eða af því að hún skammist sín. Alls konar ástæð- ur eru nefndar sem ástæða þess að konur ljúgi til um kynferðisofbeldi. Í bæklingi frá Stígamótum um nauð- ganir kemur fram að talið sé að falsk- ar kærur séu innan við tvö prósent í nauðgunarmálum, sem er sambæri- legt hlutfall við það sem gengur og gerist í öðrum málaflokkum. Ákært fyrir rangar sakargiftir Valtýr segir að ríkissaksóknari fái eitt til tvö mál á ári þar sem rangar sak- argiftir séu bornar upp. Nú er eitt mál undir í Hæstarétti þar sem kona kærði þrjá menn fyrir nauðgun. Þeir áttu allir afbrotasögu að baki og voru færðir í fangelsi. „Það var lítið hlust- að á þá þegar þeir voru settir inn. En svo kom í ljós að einn þeirra hafði tekið atvikið upp á símann sinn. Þar sást hvar hún hvatti þá áfram og hót- aði að kæra þá ef þeir myndu ekki sinna henni. Þannig að það var fall- ið frá nauðgunarkæru og gefin út ákæra gegn henni fyrir rangar sakar- giftir. Héraðsdómur sýknaði í málinu á þeim forsendum að hún hefði ver- ið undir svo miklum áhrifum áfengis og vímuefna að það skýrði viðbrögð hennar. En að baki hverju einasta nauðg- unarmáli liggur gríðar- leg vinna og kostnaðurinn við vinn- unna er ótrúlega mikill. Þessi mál eru rannsökuð mjög ítarlega og ef mál- ið kemur ekki fullrannsakað til okkar sendum við það aftur til lögreglunnar. Við leggjum mikla vinnu í nauðgun- armál og teljum okkur fara eins langt og hægt er til þess að ná fram sakfell- ingu. Þannig að við gerum þá kröfu að það sé ekki verið að blekkja okkur til að setja menn inn. Því áfrýjuðum við niðurstöðu héraðsdóms og mál- ið liggur núna fyrir í Hæstarétti. Við töldum það ekki gefa gott fordæmi að hægt væri að afsaka sig með áfengis- og vímuefnanotkun .“ Völdin tekin af þeim Ríkissaksóknari lítur þó ekki svo á að konur beri fram rangar sakargiftir ef ekki næst að færa sönnur á mál þeirra. „Oft er óljóst hvað gerðist í raun. Sum mál eru að okkar mati langt frá því að vera nauðgun en þau eru líka langt frá því að vera rangar sakargiftir. Það að kona upplifi eitthvað sem nauðgun er annað en að kæra vísvitandi saklaus- an mann. Þegar kona kærir nauðgun sem aldrei átti sér stað kemur yfirleitt tvennt til. Henni líður illa út af mál- inu eða það er ágreiningur varðandi það sem gerðist, hvort það telst ólög- mæt nauðung, nauðgun eða hvað. Oft fara mál í þennan farveg þegar at- burðinum er lokið og hún fær sam- viskubit. Hugsar kannski með sér: „Hvað segir kærastinn?“, „Hvað var ég að gera?“, „Hvað á ég að segja for- eldrum mínum?“ Þá sann- færir hún sig um að þetta hljóti að hafa verið nauðgun. Ég held að í mörg- um tilfell- um séu þessar stelpur bara ekkert að pæla í þessu. Þetta hljóti bara að vera nauðgun. Þegar foreldrar eða kærasti kemst í málið og þær segja að þetta hafi ekki verið með þeirra vilja eru völdin tekin af þeim og maskínan fer af stað. Allt í einu eru þær komnar upp á Neyðarmóttöku og þær verða að kæra. En þótt foreldrar eða kærasti hafi komist í málið og það sé kært lít- um við ekki á það sem rangar sakar- giftir.“ Þannig viljum við hafa þetta Lögreglan getur fellt niður þau mál sem hún telur fjarstæðukennd ef þau eru ekki fullrannsökuð. „Ef rannsókn er lokið verður lögreglan að senda málið til ríkissaksóknara og við met- um hvort það eigi að gefa út ákæru eða fella málið niður. Til þess að við ákærum í málinu verða sönnunargögnin að vera svo sterk að það er ekki hægt að véfenga það með skynsamlegum rökum að viðkomandi hafi framið verknaðinn. Þannig viljum við hafa þetta því að því minni sönnunarkröfur sem gerð- ar eru því meiri hætta er á að maður verði fundinn sekur um afbrot sem hann hefur ekki framið.“ Í helgarblaði DV verður ítarleg út- tekt á afdrifum nauðgunarmála í kerf- inu. Þá verður farið yfir mál sem hafa verið felld niður hjá ríkissaksóknara og skoðað hvað veldur því hversu lít- ill hluti þeirra sem leita til Neyðarmót- töku vegna nauðgana kærir nauðgunina til lögreglu. Fæst nauðgunarmál fara fyrir dóm Langflest nauðgunarmál sem berast ríkissaksóknara eru felld niður og mýtan um falskar kærur er lífseig. Þó eru innan við 2 prósent kærðra nauðgana byggð á röngum sakargifturm samkvæmt upplýsingum frá Stígamótum. Samkvæmt lögum má ekki ákæra í málum þar sem bersýnilegt er að sakfelling muni ekki ná fram að ganga. Verjandinn hefur meiri rétt Valtýr Sigurðsson segir að það halli á ákæruvaldið í nauðgunarmálum þar sem saksóknara beri að sanna sekt. Sakborningur nýtur alltaf vafanS 2010 n 70 - Komur til Neyðarmóttöku vegna nauðgana n 32 - Mál til umfjöllunar hjá ríkissaksóknara n 7 - Niðurfellt n 13 - Ákært n 3 - Sýkna n 6 - Sakfelling Í einu máli var maður bæði sakfelldur og sýknaður, sakfelldur fyrir brot á börnum en sýknaður fyrir brot gegn fullorðinni manneskju. 2009 n 130 - Komur til Neyðarmóttöku vegna nauðgana n 42 - Mál til umfjöllunar hjá ríkissaksóknara n 28 - Niðurfellt n 15 - Ákært n 7 - Sýkna n 7 - Sakfelling Í einu málinu var hluti málsins felldur niður en ákært í öðrum hluta hans. 2008 n 118 - Komur til Neyðarmóttöku vegna nauðgana n 46 - Mál til umfjöllunar hjá ríkissaksóknara n 32 - Niðurfellt n 14 - Ákært n 6 - Sýkna n 7 - Sakfelling Tölur frá Ríkissaksóknara AFDRIF NAUÐGUNARMÁLA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.