Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2010, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2010, Síða 16
16 erlent 29. september 2010 miðvikudagur LoðfíLabein í stað fíLabeins Rússar nýta sér nú alþjóðlegt bann á viðskiptum með fílabein. Þeir safna skögultönnum úr hinum útdauðu loðfílum og selja víða um lönd. Talið er að vinsældir loðfílabeins geti orð- ið miklar, fólk geti átt muni úr þessu fágæta efni án þess að fílategundir nútímans þjáist. Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur sést skarta skartgripum sem unnir eru úr skögultönnum loðfíla og rætt er um að ný tískubóla sé að myndast. Hlýnandi veðurfar á jörðinni hefur í för með sér að lög í jarðvegi á heimskautasvæðum, sem frost fór aldrei úr, þiðna. Það gerir íbú- um í norðanverðri Síberíu auðveld- ara fyrir að grafa upp hræ loðfílanna sem þar liggja grafnir og frosnir í tug, hugsanlega hundraða milljóna tali. Dýraverndunarsinnum, sem umhugað er um velferð núlifandi fílategunda í Afríku og Indlandi, líst vel á að nýta loðfílahræin, þar sem líklegt þykir að það muni draga úr ólöglegum fílaveiðum. 150 milljónir loðfíla 60 tonn af loðfílabeini eru seld frá Rússlandi til Kína á hverju ári, en kínverski fílabeinsmarkaðurinn er sá stærsti í heimi. Vísindamenn telja að það sé aðeins brotabrot af þeim miklu loðfílabirgðum sem hvíla í rússneskri jörð. Þeir telja að allt að 150 milljónir loðfíla liggi frosnir í sí- freranum í Síberíu, sem grafa megi upp. „Á hverju ári leita hundruð, hugsanlega þúsundir manna, að loðfílahræjum í túndrunni í norð- anverðri Síberíu frá miðjum júní til september,“ segir í nýlegri skýrslu um málið. Hlýnun jarðar hjálpar Loðfílar eru taldir hafa birst á jörð- inni fyrir 4,8 milljónum ára og orðið útdauða fyrir að minnsta kosti 3.600 árum. Nú þegar hlýnun jarðar gerir að verkum að ísilagðar túndrur Síb- eríu þiðna hraðar verður sífellt auð- veldara að finna vel varðveittar leif- ar þessara virðulegu skepna. Þetta hefur gert marga rússneska viðskiptamenn áhugasama um þessa nýstárlegu en ævafornu vöru en hægt er að selja loðfílabein mun hærra verði en venjulegt fílabein. Hvert kíló getur kostað um sextíu þúsund íslenskar krónur. Verndar fíla Áhugamenn um verndun fíla vonast til að kaup og sala á beinum hinna löngu útdauðu loðfíla muni auk- ast enn frekar og muni á endanum koma í veg fyrir svartamarkaðasölu á fílabeini. „Hinn mikli innflutn- ingur á loðfílabeini í Hong Kong, sem aðallega er sent til meginlands Kína, minnkar líklega þörfina á fíla- beini frá Afríku. Það mun vonandi, þegar fram í sækir, lækka verð á fíla- beini og minnka áhuga manna á því að veiða fíla,“ segir í skýrslunni. Helgi Hrafn guðmundsson blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Vísindamenn telja að allt að 150 milljónir loðfíla liggi frosnir í sífreran- um í Síberíu, sem grafa megi upp. LoðfílarkallasthópurútdauðrafílaafættkvíslsemnefnistMammuthus.Leifar þessarastórvöxnuspendýrahafafundistíjarðlögumallrameginlandanna nemaíÁstralíuogSuður-Ameríku.Leifarnarhafaeinungisfundistíjarðlögum frá Pleistósen-tímabilinusemnæryfirtímannfráþvífyrir1,6milljónumára framaðlokumísaldarfyrir10.000árum.  Aðöllumlíkindumersíberískiloðfíllinn, Mammuthusprimigenius,kunn- asturloðfílaendahöfðuþeirtalsvertmiklaútbreiðslu.Ótalleifarhafafundistaf þeimogmeiraaðsegjadjúpfrystdýríheilulagi.Lítillloðfílskálfurertildæmis tilsýnisínáttúrusögusafninuíSt.PétursborgíRússlandi. Áloðfílumvorutværgerðirafhárum.Innrihárinsemlíkjastþelhárum sauðkindarinnarvorugulbrúnaðlitog2–3sentímetralöng.Ytriháringáfu loðfílumnafnsitt.Þauvoruvoldugogmikilhár,dökkbrúnaðlitogalltupp íhálfanmetraálengd.Loðfílarvorumeðþykktskinnlíktogfílarnútímans ogmjögþykktfitulagsemgatveriðalltað8sentímetraráþykkt.Eyrunvoru minnieneyruafrískuogasískufílanna,sennilegavegnaþessaðloðfílarnir lifðuákaldaristöðumenafrískirogasískirfílargera.Skögultennurloðfílagátu veriðgríðarlegastórar.Loðfílarlifðuájurtumoghafaheimskautajurtirfundistí frosnumhræjumloðfílaíJakútskíNorður-Síberíu. Margirfræðimennteljaaðloðfílarnirhafidáiðútviðlokísaldarfyrirum10 þúsundárumþóaðsumirhaldiþvíframaðþeirhafiennveriðáferlinokkrum þúsundumárumsíðar.Ekkierljósthversvegnaloðfílarnirdóuútenmenn hallasthelstaðþvíaðástæðanséveðurfarsbreytingarsemurðuviðlokísaldar, eftilvillásamtofveiði. Tekið af Vísindavef Háskólans. Hvernig voru loðfílar? Rússar selja nú grimmt skögultennurnar úr frosnum hræum loðfíla í Síberíu. Þær geta skartgripagerðarmenn notað í stað hins löngum eftirsótta hefðbundna fíla- beins, sem bannað er að selja í heiminum. Milljónir loðfíla liggja frosnar í sífreran- um. Dýraverndurnarsinnar telja að það geti stuðlað að verndun fíla í heiminum. skögultenntar skepnur Loðfílarskörtuðugríðarstór- umskögultönnum.Menngrafanúuppvelvarðveitt hræþeirraítúndrumSíberíuogseljabeintilKína. Taliðeraðaukinsalaáskögultönnunumgetiminnkað eftirspurninaeftirólöglegufílabeini. mYnd WiKiPedia Vel nýtanleg bein Útskurðuraf loðfílúrloðfílabeini.Loftslagsbreyt- ingarájörðinniþýðaaðauðveldara erorðiðaðgrafahræloðfílannaupp. mYnd reuTers

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.