Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2010, Page 18
„Algjörlega, en það
stefnir í gott
samband,“ segir
ÞORBJÖRG
MARINÓSDÓTT-
IR. Hún sagði
upp hjá Séð og
heyrt á
þriðjudag eftir
að ritstjóra
hennar, Eiríki
Jónssyni,
var sagt
upp sama
dag.
VAR ÞETTA MAKA-
LAUS ÁKVÖRÐUN?
„Nó komment.“
n Eiríkur Jónsson, ritstjóri Séð
og heyrt, vill ekkert tjá sig um
uppsögn sína. – DV.is
„Ég tek þetta að mér af því
að ég treysti mér fullkom-
lega til þess og hef áhuga á
þessu.“
n Rúnar Kristinsson verður áfram þjálfari KR,
en eftir að hann tók við fór liðið úr neðri hluta
deildarinnar í möguleika á Íslandsmeistaratitli.
– Fréttablaðið
„Það hvarflar
ekki að Ólafi að
segja af sér.“
n KSÍ tók fram fyrir hendurnar á
Ólafi Jóhannessyni, landsliðsþjálfara í
knattspyrnu, og leyfði Eyjólfi Sverrissyni að velja
þá sem hann vildi í U21 árs landsliðið.
– Fótbolti.net
„Ég hef lengi staðið
vaktina með mínum
nánustu samstarfsmönn-
um og þegar þeir eru farn-
ir sé ég ekki ástæðu til að
vera þarna lengur.“
n Blaðakonan Þorbjörg Marinósdóttir er
hætt á Séð og heyrt í kjölfar brottrekstrar Eiríks
Jónssonar. – Pressan
„Í grunninn er
þetta ferðaþátt-
ur en það fléttast
margt inn í þetta
eins og lífsstíll og
heilsa.“
n Ívar Guðmundsson segir frá nýjum þætti
sem hann og félagi hans, Arnar Grant, eru að
byrja með. – DV
Fasískir femínistar
Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttar-lögmaður gantaðist með það á dögun-um að hann upplifði það sem höfnun að hafa ekki sætt kynferðislegri áreitni
af hálfu prestis. Honum fannst það fyndið. Þá
sem bentu honum á að brandarinn væri takt-
laus og ósmekklegur kallaði hann hræsnara,
teprukellingar, uppfulla af heilagri vandlæt-
ingu og húmorslausa. Lífið væri of stutt til þess
að vera fúll á móti.
Þessi sami hæstaréttarlögmaður hef-
ur farið þó nokkrum sinnum fyrir dóm með
kynferðisbrotamál. Í vor varði hann vænd-
iskaupanda og lýsti yfir ánægju sinni með að
þinghaldið væri lokað. Sagði málið sjálft snar-
galið og löggjöfina kengvitlausa. Hann sagði
að þetta mál væri dæmi um að „mussukell-
ingar“ á þingi vildu bæta heiminn en hugsuðu
ekkert út í afleiðingarnar.
Mussukellingar og femínistar eru honum
ekki að skapi. Fasískir femínistar sem vilja
hengja menn án dóms og laga voru umræðu-
efnið í grein sem hann skrifaði fyrir Morg-
unblaðið árið 2007. Þar fjallaði hann um
opinbera umræðu um sýknudóm í kynferðis-
brotamáli og blöskraði honum viðbrögð dóm-
stóls götunnar og já, femínista. Skjólstæðingi
sínum lýsti hann sem saklausum, barnungum
pilti.
Rétt er að taka það fram að þessi „saklausi,
barnungi piltur“ hans Sveins Andra var full-
orðinn maður sem ýtti konu inn á salernið
á Hótel Sögu, læsti, dró niður um hana, ýtti
henni niður á salernið og síðan niður á gólf þar
sem hann kom fram vilja sínum .
Dómararnir sem dæmdu í málinu töldu
ljóst að hún hefði ekki viljað eiga við hann
samræði eða önnur kynferðismök. Engu að
síður var hann sýknaður af ákæru um nauðg-
un. Forsenda sýknudómsins var að háttsemi
hans féll ekki að skilgreiningu dómaranna á
ofbeldi. Þá efuðust þeir um ásetning ákærða
þar sem konan mótmælti ekki fyrr en hún var
farin að finna til. Hún fraus.
Skilaboðin voru skýr. Svo lengi sem kon-
an mótmælir ekki máttu gera við hana það
sem þú vilt. Væri kannski farsælla að ganga út
frá því að samþykki þurfi að liggja fyrir áður
en samræði hefst fremur en að gera konuna
ábyrga fyrir því að láta karl vita af því að hann
sé að nauðga henni?
Kannski voru dómararnir á sömu línu og
Sveinn Andri og töldu lífið of stutt til þess að
vera fúll á móti. Þess vegna væri allt í lagi að
grínast með kynferðisbrotamál. Þessi dóm-
ur var lélegur brandari. Hæstiréttur ómerkti
dóminn og sendi hann aftur í hérað þar sem
maðurinn var fundinn sekur. Það var síð-
an staðfest í Hæstarétti þar sem Jón Steinar
Gunnlaugsson skilaði reyndar sératkvæði og
vildi sýknu.
Árið 2009 voru 130 nauðganir tilkynntar
til Neyðarmóttöku vegna nauðgana. Sama ár
voru 7 sakfelldir fyrir nauðgun. Hvar er húm-
orinn í því?
Sveinn Andri ritaði í pistli á dögunum að fátt
væri alvöru fjölmiðli mikilvægara en traust
þeirra sem á hann hlýða eða lesa. Við hljótum
að gera sömu kröfu til hæstaréttarlögmanna.
Við verðum að geta treyst dómgreind þeirra og
annarra sem að réttarkerfinu standa. Það væri
ágætis byrjun að taka kynferðisbrot alvarlega.
INGIBJÖRG DÖGG KJARTANSDÓTTIR RITSTJÓRI SKRIFAR. Það væri ágætis byrjun að taka kynferðisbrot alvarlega.
Niðurstaðan úr
kosningu Al-
þingis yfir ráð-
herrunum
fjórum á þriðju-
daginn er óréttlát
sem slík. Alþingi
komst þar að því
að ákæra bæri
Geir H. Haarde
einan fyrir emb-
ættisverk sín og
vanrækslu í að-
draganda banka-
hrunsins en ekki
hina ráðherrana þrjá. Þessi niður-
staða er óréttlát sem slík vegna þess
hvernig komist var að henni, vegna
þeirra forsendna sem hún byggir
á en ekki vegna þess að niðurstað-
an sjálf, að ákæra Geir, sé endilega
röng.
Í þessari athugun felst jafnframt
ekki sá gildisdómur að það hafi ver-
ið réttmætt að ákæra ekki hina ráð-
herrana þrjá. Sú niðurstaða getur
verið gagnrýnd á sömu forsendum
og ákæran gegn Geir.
Niðurstaða Alþingis er dæmi um
ákvarðanatöku þar sem niðurstað-
an getur ekki orðið réttlát vegna
þess að ekki er komist að henni á
réttlátan, hlutlægan hátt heldur
byggir hún á pólitískum, hlutdræg-
um forsendum. Þrjátíu og þrír þing-
menn töldu að ákæra bæri Geir en
þrjátíu sögðu að ekki bæri að ákæra
hann. Úrslitin réðust á atkvæðum
fjögurra þingmanna Samfylking-
arinnar, þeirra Sigríðar Ingibjargar
Ingadóttur, Ólínu Þorvarðardóttur,
Helga Hjörvars og Skúla Helgason-
ar. Þau töldu öll að ákæra bæri Geir
en þyrma ætti Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur, fyrrverandi formanni
Samfylkingarinnar.
Með þessari niðurstöðu í kosn-
ingunni má segja að þingmenn
Samfylkingarinnar hafi tekið
ákvörðun að skera eigin flokksfor-
mann, og þar með sömuleiðis eigin
flokk, úr snörunni í formlega upp-
gjörinu við pólitíska þátt íslenska
efnahagshrunsins. Eftir stendur sú
niðurstaða Alþingis að Geir einn sé
sá ráðherra sem hafi gert nægilega
mörg axarsköft, eða gerst sekur um
nægilegt aðgerðaleysi, í aðdraganda
hrunsins til að hægt sé að refsa hon-
um fyrir þessi afglöp í starfi.
Ef þingkosningarnar í fyrra hefðu
farið á annan veg hefði niðurstað-
an tvímælalaust orðið önnur í þess-
ari kosningu. Segjum til dæmis ef
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn-
arflokkurinn – eins ólíklegt og það
kann að hljóma – hefðu myndað
meirihlutastjórn eftir kosningarn-
ar. Þá hefði niðurstaðan án nokk-
urs vafa orðið sú að ekki bæri að
ákæra neinn af ráðherrunum. Þetta
hefði verið ákveðið í bakherbergjum
flokkanna, forysta Sjálfstæðisflokks-
ins hefði líklega sagt þingmönnum
sínum og Framsóknarflokksins að
greiða atkvæði á þennan hátt, líkt og
nánast öruggt er að forysta Samfylk-
ingarinnar hafði sín áhrif á hvernig
kosið var á þriðjudaginn. Að sama
skapi hefði niðurstaðan í kosn-
ingunni orðið allt önnur ef Vinstri
grænir hefðu náð meirihluta með
Hreyfingunni og myndað ríkisstjórn
– eins fjarstæðukennt og það kann
að hljóma. Þá hefðu allir þingmenn
flokkanna tveggja greitt atkvæði
með því að ákæra bæri alla ráðherr-
anna fjóra – líkt og allir þingmenn
flokkanna gerðu reyndar á þriðju-
daginn.
Þessar ímynduðu en líklegu
niðurstöður úr kosningunni um
hvaða ráðherra ætti að senda fyr-
ir landsdóm sýna enn frekar það
sem kosningin um ákærurnar und-
irstrikar: Aðferðafræðin við skera
úr um hvort ákæra eigi þingmenn
eða ekki á þennan hátt er gölluð af
því að hún er pólítísk og hlutdræg
en ekki fagleg og hlutlæg eins og
hún ætti að vera til að hægt væri að
taka mark á henni. Hefja þarf þessa
ákvarðanatöku um sekt eða sakleysi
þingmanna í einstökum hitamál-
um yfir tímabundna pólitíska hags-
muni þar sem seta tiltekinna flokka
í ríkisstjórn getur haft úrslitaáhrif
á hvernig kosið er. Kosningin sýn-
ir líklega fyrst og fremst fram á þá
bresti sem eru í þessu kerfi og mik-
ilvægi þess að aðrir og hlutlægari og
hlutlausari aðilar en þingmennirnir
sjálfir greiði sjálfir atkvæði um sak-
næmi hvers annars. Auðvitað koma
þingmenn höggi á pólitíska and-
stæðinga sína og fría sig og sína ef
þeir geta það.
Niðurstaðan úr slíkri kosningu
verður aldrei annað en óréttlát og
fátt er kannski gremjulegra og meira
svekkjandi fyrir Alþingi og þjóðina
alla en að komast að réttri niður-
stöðu á röngum forsendum og geng-
isfella þar með niðurstöðuna sjálfa
og allt ferlið sem niðurstaðan bygg-
ir á. Eftir þessa kosningu standa orð
Jóns Hreggviðssonar og æpa á okk-
ur – „Vont er þeirra ránglæti en verra
er þeirra réttlæti“. Geir H. Haarde
fær samúð sem fórnarlamb frá hluta
þjóðarinnar eftir þá óheppilegu út-
reið að vera dæmdur sekur af pól-
itískum andstæðingum sínum fyrir
syndir sem þeir sjálfir eiga hlutdeild
í. Réttlætið hlýtur í eðli sínu alltaf að
vera sanngjarnt en þetta réttlæti er
ósanngjarnt. Geir H. Haarde – af öll-
um mönnum – er orðinn píslarvott-
ur á röngum forsendum.
Óréttlæti Alþingis
LEIÐARI
SPURNINGIN
KJALLARI
BÓKSTAFLEGA
18 UMRÆÐA 29. september 2010 MIÐVIKUDAGUR
SVELLKALDUR
SIGMUNDUR
n Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, formaður Framsókn-
arflokksins, er óhræddur við
að gera upp
skuggalega for-
tíð flokks síns
hvað varðar
einkavæðingu
bankanna.
Þetta kemur
fram í því að
hann hefur nú
lagt fram breyt-
ingartillögu vegna skýrslu þing-
mannanefndar Atla Gíslason-
ar. Leggur Sigmundur Davíð til
að einkavæðing bankanna verði
rannsökuð. Víst er að Halldór Ás-
grímsson, annar tveggja höfuð-
paura einkavæðingarinnar, kann
honum ekki miklar þakkir fyrir.
BARNUNGUR
ÞINGMAÐUR
n Víðir Smári Petersen er yngsti
maður sem tekið hefur sæti á
þingi. Víðir er varaþingmaður
Jóns Gunnarssonar, þingmanns
Sjálfstæðisflokksins, og settist á
þing í vikubyrjun. Hann er að-
eins 21 árs og 319 daga gamall.
Fyrra met átti Sigurður Magn-
ússon sem tók sæti á þingi árið
1971, þá 23 ára og 167 daga gam-
all. Víst er að Víðir á í vændum
glæsta framtíð innan Sjálfstæð-
isflokksins en hann er lögfræði-
menntaður.
ÞORFINNUR TIL
BELGÍU
n Margir velta fyrir sér hver taki
við ritstjórn Eyjunnar þegar Þorf-
innur Ómars-
son hverfur á
braut á næst-
unni. Þorfinn-
ur hefur látið
í veðri vaka að
brotthvarf hans
verði með afar
friðsömum
hætti. Það má
þó ljóst vera að eigendur Eyjunn-
ar hafa ekki verið ánægðir því
auglýst var eftir nýjum ritstjóra
án samráðs við Þorfinn. Sjálf-
ur er hann á förum til Belgíu
þar sem eiginkona hans, Ástrós
Gunnarsdóttir, ætlar að setja upp
dansstúdíó.
GRÁTBÓLGINN
BJÖRN
n Björn Bjarnason, fyrrverandi
ráðherra, er líkt og margir sem
standa yst til hægri í Sjálfstæðis-
flokknum hald-
inn miklu óþoli
gagnvart Agli
Helgasyni sjón-
varpsmanni.
Það var sem
olía á eld þegar
Egill setti inn
athugasemd á
Eyjuna við þá
„frétt“ að Björn vildi ekki stjórn-
lagaþing en legði til að kosið yrði
til Alþingis. „Hann spurði fullur
vandlætingar, hvað ritstjóra Eyj-
unnar hefði þótt fréttnæmt við
það, sem ég skrifaði,“ bloggaði
Björn grátklökkur vegna mann-
vonsku Egils.
SANDKORN
TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK
ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR:
Lilja Skaftadóttir
RITSTJÓRAR:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
FRÉTTASTJÓRI:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
UMSJÓN HELGARBLAÐS:
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
UMSJÓN INNBLAÐS:
Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is
DV Á NETINU: DV.IS
AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010,
ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050.
SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
INGI F. VIL-
HJÁLMSSON
fréttastjóri skrifar
Geir H. Haarde fær samúð sem
fórnarlamb frá hluta
þjóðarinnar eftir þá
óheppilegu útreið að
vera dæmdur sekur af
pólitískum andstæðing-
um sínum fyrir synd-
ir sem þeir sjálfir eiga
hlutdeild í.