Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2010, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2010, Side 20
Uni og Jón á Eyrarbakka Söngvaskáldin Uni og Jón Tryggvi hafa undanfarnar vikur boðið upp á tónleika að heimili sínu Merkigili á Eyrarbakka og hafa þau fengið til liðs við sig hina og þessa listamenn. Tón- leikar þessir hafa gengið vonum framar og verið vel sóttir og á næstu tónleikum mun sviðsmyndin ekki vera af verri endanum, haf og himinn sem skiptir litum á meðan tónlistin nærir hjört- un. Þriðju tónleikarnir þetta haustið verða haldnir sunnudagskvöldið 3. október kl. 20.00. Einnig mun Jónas Sigurðsson koma fram en hljóm- sveitin hans Ritvélar framtíðarinnar gefur út plötu í október. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00. Aðgangur er ókeyp- is, en frjáls framlög vel þegin. Ívar og PétUr tilnEfndir Ljósmyndasafn Reykjavíkur legg- ur metnað í að kynna íslenska ljósmyndara á alþjóðlegum vett- vangi og tilnefnir íslenska ljós- myndara til fernra alþjóðlegra verðlauna. Þessi verðlaun eru: Henri Cartier Bresson Awards, Hasselblad Awards, Leopold Godowsky, Jr. Color Photog- raphy Awards og The Deutsche Börse Photography Prize. Að þessu sinni tilnefnir safnið tvo ljósmyndara til Deutsche Bör- se-verðlaunanna 2011, þá Ívar Brynjólfsson og Pétur Thomsen. Ívar Brynjólfsson er tilnefndur fyrir sýningu sína Vinnustaðir al- vöru karla sem haldin var í Lista- safni Íslands fyrr á árinu. Pétur Thomsen er tilnefndur fyrir sýn- ingar sínar Thomsen & Thomsen, sem stóð yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í sumar, og Aðflutt landslag sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands. frEyJa dana sýn- ir á ólafsfirði Sama dag og göngin milli Ólafs- fjarðar, Héðinsfjarðar og Siglufjarð- ar verða opnuð, 2. október, verð- ur opnuð málverkasýning Freyju Dönu, Á heimaslóðum, í Listhúsinu á Ólafsfirði. Þetta er fimmta einka- sýning Freyju Dönu á Íslandi en hún hefur einnig sýnt verk sín í Edinborg í Skotlandi. Freyja Dana er fædd og uppalin á Ólafsfirði en býr nú í Edinborg. Á sýningunni eru 23 mál- verk unnin í pastel, krít og akríl og öll verkin eru unnin undanfarna 18 mánuði. Myndirnar eru fjölbreyttar: Landslag, sjórinn, fjaran, fólkið og dýr og fuglar. Sýningin er í minningu föður hennar, Kristjáns H. Jónsson- ar, fyrrverandi forstöðumanns Horn- brekku á Ólafsfirði, sem lést í júní. 20 fókus 29. september 2010 miðvikudagur MaMMa gógó fraMlag Íslands Íslenska kvikmynda- og sjónvarps- akademían kaus kvikmyndina Mömmu Gógó sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2011 í rafrænni kosningu sem fram fór 21.–24. september. Myndin fékk 43 prósent atkvæða meðlima akademíunnar. Kosið var á milli átta mynda sem frumsýndar voru á tímabilinu 1. október 2009–30. september 2010. Leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur er Friðrik Þór Friðriksson. Fyrsta framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna var kvikmyndin Land og synir árið 1981. Tvær íslenskar kvikmyndir hafa hlotið tilnefningu, ein í fullri lengd og ein stuttmynd. Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson var tilnefnd 1992 í flokknum besta erlenda kvikmyndin og Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson var tilnefnd í flokknum besta leikna stuttmyndin 2006. svEPPi skákar gEkko Sveppi skákaði sjálfum Gordon Gekko í bíóaðsókn helgarinnar sem leið. Algjör Sveppi og dularfulla hótel- herbergið var vinsælasta mynd landsins þriðju vikuna í röð. Í öðru sæti var teiknimyndin Dispicable Me en í því þriðja Wall Street: Money Never Sleeps. Sú kom ný inn en Michael Douglas er þar mættur aftur í hlutverki Gordons Gekko. Um 26.000 manns hafa lagt leið sína á mynd Sveppa en hún hefur þénað rúmar 27 milljónir króna. Sumarlandið er í 6. sæti yfir vinsælustu myndirnar en þetta var önnur helgi hennar í sýningum. Tæplega 3.500 manns hafa nú séð myndina. PlayStation Move er það nýjasta frá Sony en það er fjarstýring sem teng- ist sjónvarpinu í gegnum auga sem þú setur undir eða yfir sjónvarpið þitt. Tæknin er auðvitað eftirlíking af Nintendo Wii en Sony ætlar nú að ryðjast inn á þann markað með PS Move, fjórum árum eftir að Wii kom á markaðinn. Ég fékk í hendurnar Move-stýripinnann, PS Eye-mynda- vél og „nunchuck“-pinna en þeir leikir sem komu út á sama tíma og PS Move notast ekki við „nunchuck“. Það fyrsta sem ég tók eftir var hversu vel pinninn fór í hendi en hann er töluvert stærri en Wii- stýripinninn. Það sem maður finnur fljótt fyrir er hversu þægilega hristi- tæknin er notuð til að gera upplif- unina ekki bara skemmtilegri, held- ur auðveldari og betri. Að setja upp tólin er ekkert mál frekar en nokkuð annað frá PlayS- tation. Myndavélinni er einfald- lega komið fyrir undir eða yfir sjón- varpinu, svo er kveikt á pinnanum og maður fer í gegnum disk sem kennir manni það helsta. Maður er byrjaður að spila fyrsta leikinn inn- an við fimm mínútum eftir að tólin eru komin heim. Þá tel ég með þann tíma sem það tekur að taka þau upp úr pakkanum. Ég fór fyrst í leikinn Sports Champions sem ég dæmi hér að neðan. Þar fór ég fyrst í borðtenn- is og var hreinlega óhugnanlegt hversu vel PS Move hermdi eft- ir handahreyfingum mínum. Ég er ekki frá því að það sé ekki hægt að komast nær því að spila borðtennis í alvörunni nema þú sért bara mætt- ur á æfingu með Guðmundi Step- hensen. Helsti gallinn enn sem komið er, er hversu mismunandi stöður mað- ur þarf að taka eftir leikjum. Sumir leikir vilja hafa mann metra frá en aðrir kannski þrjá til fjóra metra. Þetta skiptir engu svakalegu máli en hlýtur að vera á meðal þess fyrsta sem Sony-menn munu kippa í lið- inn. Einnig er tiltölulega auðvelt að blinda augað en oft er nauðsynlegt að færa til húsgögn sé maður að spila leik þar sem fjarstýringin þarf að fara niður að gólfi. Minnsti hlut- ur getur myndað skugga sem augað nær ekki að komast framhjá. Þrátt fyrir þessa galla verð ég að segja að PS Move sé gífurlega vel heppnað. Það á líka bara eftir að verða betra með nýrri og betri leikj- um sem koma út. Það eru ekki marg- ir leikir til nú þegar en stóru nöfnin á borð við Killzone 3 og SOCOM 4 munu vera gerðir með PS Move- möguleika fyrir hendi. PS Move er ekki eitthvað sem á eftir að koma og fara. Fylgi Sony og leikjafram- leiðendur eftir þessari góðu byrjun verður þetta klárlega gífurlega vin- sælt og þurfa menn hjá Nintendo að fara að passa sig. Tómas Þór Þórðarson Frábært svar frá sony Það nýjasta frá Sony PlayStation er Move- tæknin sem á að koma fyrirtækinu inn á markaðinn sem Nintendo Wii hef- ur einokað. Þó PlayStation Move sé ekki gallalaust verður tilraunin að teljast hafa heppnast alveg ljómandi vel. Mikið fjör PlayStation Move er gott í partíin. Á vellinum heima í stofu SportS ChaMpionS er einn af þeim leikjum sem fylgdu útgáfu PlayStation Move-stýripinnans. Í leiknum er hægt að spila borðtennis, badminton, frisbí-golf, víkingaskylmingar, bogfimi og boccia. Move-pinninn er gjörsamlega búinn til fyrir þennan leik en bæði er hægt að taka vel á því standandi í borðtennis eða badminton og svo slaka á í frisbí- golfi eða boccia. Allir þessir fjórir leikir eru gjörsam- lega magnaðir og hægt að spila þá endalaust. Það sem dregur leikinn aftur á móti niður er bogfimin sem verður að teljast frekar misheppnuð og svo skylmingaleikurinn sem er algjört sorp. Fjórir af sex eru aftur á móti meira en nóg en Sports Champions er algjör skyldueign með PS Move. Hvernig tólið líkir eftir handahreyfingum manns er ótrúlegt. Virkilega vel heppnaður leikur. Rúllandi leiðindi Einn af leikjunum sem ég fékk með pinnanum var kung fu rider. Þar rúllar maður sér niður götur og torg á skrifstofustólum og reynir um leið að komast framhjá og í gegnum hindranir auk þess að sparka í vonda menn sem vilja þér illt. Satt best að segja hef ég vart prófað leiðinlegri leik. Þetta var eini leikurinn PS Move-leikurinn þar sem ekki var um að ræða nánast fullkomna tækni og var oft hreinlega erfitt að skilja hvernig maður átti að fara áfram eða hvað ætti að gera. Ljóst er að þessi skelfilegi leikur mun gleymast fljótt og því fyrr því betra. Algjör hryllingur. Hefjum fjörið Ef foreldrar vilja fá frið fyrir börnunum sínum þá kaupa þeir Start the party með PS Move-tækn- inni, flóknara er það ekki. Leikurinn er uppfullur af „mini“-leikjum þar sem tekist er á við alls konar þrautir. Reynt er að mála myndir, kremja flugur með badmintonspaða, stýra kjúklingum í rétta körfu með viftu og margt, margt fleira. Leikurinn er ekki bara fyrir börn. Þetta er alveg úrvals samkvæmisleikur en mynd er tekin af hverjum keppanda og fær hann að vera með sitt sigurhljóð og hvaðeina. Einnig er síðar í leiknum hægt að taka upp hljóð fyrir aðra. Pinninn er afar nákvæmur í leiknum sem gerir spilun alveg frábæra. Flottur leikur fyrir fólk frá 5–65 ára. Dúllustund við skjáinn eyepet er þitt eigið gæludýr á sjónvarpsskjánum en það er einn leikjanna sem fylgdi útgáfu PS Move. Hann virkar þannig að þú beinir auganu niður á gólf og innan stundar birtist þar egg sem þú þarft að fara vel með. Úr egginu kemur afskaplega dúllulegur api sem hægt er að leika sér með endalaust. Maður fær nýtt dót reglulega sem apinn vill leika sér með og svo þarf auðvitað að gefa honum að borða. Ég verð að segja að byrjun leiksins er nokkuð flókin fyrir þau allra yngstu, þó lítil börn muni án efa hafa gaman af því að klappa dýrinu. Á heildina litið er þetta afskaplega dúlluleg stund á stofugólfinu heima sem virkjar ímyndunarafl krakka. Þægileg fjarstýring Fjarstýringin fer vel í hendi og hristitæknin er afskaplega þægileg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.