Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2010, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2010, Side 29
MIÐVIKUDAGUR 29. september 2010 SVIÐSLJÓS 29 Á BARMI GJALDÞROTS Áttburamamman Nadya Suleman með bílskúrssölu: ALLT TIL SÖLU Það mátti gera góð kaup og komust færri að en vildu. NADYA SULEMAN Á barmi gjaldþrots með fjórtán börn. Söngvarinn Lenny Kravitz var frekar kvenlegur í klæðaburði þegar hann gekk um götur New York í síðustu viku. Lenny var klæddur í leðurbuxur, leðurstígvél, svarta mussu og með leðurtösku. Fatn- að sem flestar konur yrðu hæstánægðar með eins og sjá má á myndunum. Tímaritið People Magazine, líkt og svo mörg önnur, fjallaði um þetta sér- staka klæðaval söngvarans. Á vefsíðu tímaritsins fór fram könnun þar sem lesendur gátu valið á milli þess hvort þeim þætti klæðavalið ganga upp eða ekki. 85 prósent sögðu nei. Leðurklæddur Lenny Kravitz í New York: Kvenlegur Kravitz LENNY KRAVITZ Þorir að taka sénsa í klæðavali. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. Á ttburamamman al-ræmda Nadya Suleman, hélt bílskúrssölu á dög-unum í örvæntingar- fullri tilraun til að safna peningum. Sögur herma að hún sé á barmi gjaldþrots og muni brátt missa húsið sem hún býr í ásamt börn- unum sínum fjórtán. Bílskúrssal- an vakti mikla athygli ytra og þurfti lögreglan að loka götunni þar sem Nadya býr í Kaliforníu vegna fjölda fólks sem vildi gera góð kaup og berja hina frægu móður augum. Nadya segist hafa afþakkað boð um að sitja nakin fyrir í Playboy og leika í klámmynd en hún seg- ist aldrei ætla að sitja fyrir nakin. Hún segist vera góð móðir og setja börnin sín fjórtán í forgang, en hefur viðurkennt að það að eiga fjórtán börn sé erfiðara en hún hafi gert sér grein fyrir. Á meðal þess sem áttbura- mamman setti á sölu voru áritaður gjafabrjóstahaldari sem hægt var að kaupa á 3.000 krónur, fjórtán litlir púkabúningar sem börnin klæddust á hrekkjavökunni í fyrra, árituð sónarmynd af áttburunum, rautt bikiní sem Nadya klæddist í myndaþætti fyrir tímarit þar sem hún sýndi vöxtinn eftir áttbura- meðgönguna og lítill stóll sem sjónarpskonan Oprah Winfrey gaf mömmunni sem notaður hefur verið í skammarkrókinn. Vinir segja að Nadya hafi trúað því að almenningur myndi líta á hana sem hetju og allir myndu vera tilbúnir til að aðstoða hana um peninga og nauðsynjar en sú var ekki raunin og nú er hún sögð vera einmana, blönk og óhamingjusöm fjórtán barna móðir sem treystir á bætur frá ríkinu. KOMDU Í ÁSKRIFT! 512 70 80 dv.is/askrift FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.