Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Blaðsíða 3
miðvikudagur 24. nóvember 2010 fréttir 3
StjórnSýSla
gamla ÍSlandS
Hafi þær áhyggj-ur verið á rökum
reistar gat varla verið
viðeigandi stjórnsýsla
að afgreiða slíkt mál
fyrir hönd skattgreið-
enda með einkabréfi.
30. desember í fyrra er lögð áhersla á
að ná sátt um starfslokin.
Samningur Barnaverndar-
stofu var upphaflega gerður við
Meðferðarheimilið Árbót ehf. Aðeins
um 2,6 milljóna króna skuldi hvíldi á
rekstrinum í árslok 2008. Snæfríður
og Hákon eiga einnig félagið Bragabót
ehf., en skuldir þess félags höfðu ekki
verið taldar fram í viðskiptum hjón-
anna við Barnaverndarstofu. Hins
vegar hefur Árbót ehf. greitt Bragabót
ehf. húsaleigu vegna meðferðarheim-
ilisins, alls um 54 milljónir króna á ár-
unum 2006 til 2008. Árlegar leigutekjur
Bragabótar vegna meðferðarheimil-
isins eru nú um 20 milljónir króna. Af
þessum tölum telur Barnaverndar-
stofa óhætt að álykta að húsaleigan
standi vel undir afborgunum af þeim
lánum sem Hákon og Snæfríður telja
að hvíli á Bragabót vegna meðferðar-
heimilsins.
Hitnar í kolunum
Af gögnum málsins má ráða að ráð-
herrarnir Árni Páll Árnason, þáverandi
félagsmálaráðherra, og Steingrímur J.
Sigfússon fjármálaráðherra hafi tek-
ið hjáleið fram hjá samningum, lög-
um og reglum um endanlegt upp-
gjör við Hákon og Snæfríði án þess að
byggja undir slík inngrip með því að fá
fyrst álit frá ríkislögmanni. Umræddur
tölvupóstur Steingríms til Árna Páls,
þremur vikum eftir uppsögn samn-
ingsins, hefst enda á athyglisverðum
orðum: „Það er mjög að hitna í kol-
unum fyrir norðan út af samskiptum
Braga/Barnaverndarstofu og Árbótar-
heimilisins.“ Fréttablaðið hefur upp úr
gögnum Árna Páls, sem fengin eru úr
félagsmálaráðuneytinu, að umræddan
„hita“ í málinu megi rekja til þrýstings
þingmanna í Norðaustur kjördæmi í
þágu hjónanna. Í tölvupóstinum beitir
fjármálaráðherrann sér síðan með eft-
irfarandi hætti: „Ég mun hvorki sam-
þykkja aukafjárveitingar né tilfærslu
fjármuna eftir því sem slíkt þarf míns
samþykkis nema betur verið farið of-
aní saumana á forsendum þessa alls.“
Í minnisblaði Braga Guðbrands-
sonar 9. febrúar á þessu ári kemur hins
vegar fram að Bolli Þór Bollason hafði
þá þegar staðfest þann skilning að ekki
þyrfti samþykki fjármálaráðuneytis
vegna fyrirhugaðrar starfsemi á vegum
Barnaverndarstofu að Geldingalæk og
að rekstrarfjárveiting til Árbótar yrði
notuð í aðra starfsemi.
Eðlilega að farið?
Í svörum sínum á Alþingi á mánudag-
inn taldi Steingrímur inngrip sín í Ár-
bótarmálið eðlileg. „Það er búið að
fara nákvæmlega eðlilega með þetta
mál... Ég tel að eðlilega hafi verið unn-
ið að þessu máli á allan hátt og í sam-
ræmi við lögheimildir og góða stjórn-
sýsluvenju.“
Í síðari ræðu sinni um málið þenn-
an dag sagði Steingrímur ennfremur:
„Hér var einfaldlega um það að ræða
að ljúka samningsbundnum sam-
skiptum með þeim hætti sem heppi-
legast er ef það tekst, að klára það með
samkomulagi.“
Með 30 milljóna samningi við
Snæfríði og Hákon var farið gegn vilja
Braga Guðbrandssonar sem byggði af-
stöðu sína á gerðum samningum, lög-
um og reglum. Ýmsir fulltrúar í kjör-
dæminu beittu sér í þágu rekstraraðila
Árbótar að því er Árni Páll fullyrðir.
Vert er í því sambandi að vísa til þeirr-
ar meginreglu um framkvæmd fjárlaga
að óheimilt sé að stofna til útgjalda án
lagaheimilda. Lög um fjárreiður ríkis-
ins setja einnig skorður í þessum efn-
um.
Alþingi á síðasta orðið
Niðurstaðan varð að Barnaverndar-
stofa hvarf frá málinu í mars. Í nið-
urlagi bréfs Braga og Heiðu Bjargar
Pálmadóttur, lögfræðings Barnavernd-
arstofu, til Bolla Þórs þann 25. mars
segir orðrétt: „Telji ráðuneytið rétt að
ákvarða um greiðslur til rekstraraðila
umfram það sem samningurinn gerir
ráð fyrir lítur Barnaverndarstofa svo á
að slíkar greiðslur eigi ekki að fara af
því fjármagni sem Barnaverndarstofu
er ákveðið á fjárlögum eða hafa áhrif
á fjárhag stofnunarinnar með neinum
hætti.“
Þrjátíu milljóna samningurinn,
sem lagt var fyrir félagsmálaráðuneyt-
ið að gera við Hákon og Snæfríði með
stuðningi þingmanna í Norðaustur-
kjördæmi, var gerður með fyrirvara
um samþykki Alþingis á fjáraukalög-
um og fjárlögum. Þegar hafa verið
greiddar 12 milljónir króna og standa
því eftir 18 milljónir. Þær greiðast af
fjáraukalögum eigi síðar en í árslok
samþykki Alþingi greiðslurnar.
Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur tek-
ið sér frest til mánaðarmóta til að
rökstyðja skipun Sigurðar Erlings-
sonar í stöðu forstjóra Íbúðalána-
sjóðs. Þrír umsækjendur, sem álit-
legastir þóttu í mati Capacent og
síðar Hagvangs, óskuðu eftir rök-
stuðningi fyrir ákvörðuninni í krafti
stjórnsýslulaga. Þau eru Yngvi Örn
Kristinsson, Vilhjálmur Bjarnason
og Elín Sigrún Jónsdóttir. Sigurð-
ur Erlingsson, sá er skipaður var,
var ekki í hópi þeirra sem hæfast-
ir þóttu, hvorki í fyrri né síðari at-
rennu, en tvívegis var staðan aug-
lýst laus til umsóknar sökum tafa
og vandræðagangs. Að minnsta
kosti tveir umsækjendanna íhuga
einnig að leggja málið fyrir um-
boðsmann Alþingis.
Sigurður starfaði sem yfirmað-
ur í Landsbankanum. Hann var
skipaður með örstuttum fyrirvara
eftir að meirihluti stjórnar Íbúða-
lánasjóðs hafið ákveðið að skipa
Böðvar Þórisson í starfið, en hann
var í hópi hinna fjögurra hæfustu.
Böðvar á meðal annars starfsferil
hjá Flögu, Sjóvá og fleiri fyrirtækj-
um að baki. Böðvar gekk hins veg-
ar úr skaftinu skömmu eftir að hon-
um var kynnt niðurstaða stjórnar
Íbúðalánasjóðs.
Flokks- og kunningjatengsl
„Það hefði getað haft áhrif á þessa
ráðningu en þegar upp er staðið
þá var hún einfaldlega hæfasti um-
sækjandinn,“ segir Jón Ásbergsson,
framkvæmdastjóri Íslandsstofu um
ráðningu Sifjar Einarsdóttur Gúst-
avsson. Sif var valin úr 160 manna
hópi til að gegna starfi ferðamála-
fulltrúa Íslandsstofu í New York. At-
hygli vakti að sá sem gegndi starf-
inu á undan henni var faðir hennar
en Jón segir að sú staðreynd hafi
ekki haft áhrif á ráðningu Sifjar.
„Við völdum Sif því hún hefur mikla
reynslu og ákváðum að láta hana
ekki gjalda fyrir að vera dóttir föður
síns,“ segir hann.
Ættartengsl
Hagvangur sá um að velja 20 af
umsækjendunum en þegar þrír
stóðu eftir tók nefnd á vegum Ís-
landsstofu lokaákvörðun. Í nefnd-
inni áttu sæti auk Jóns Ásbergsson-
ar, þeir Hlynur Guðjónsson og Jón
Gunnar Borgþórsson.
Einar Gústavsson, faðir Sifjar og
forveri hennar í starfinu, er bróðir
Magnúsar Gústavssonar aðalræð-
ismanns í New York til langs tíma.
Hann er aftur náinn og gamall
samstarfsmaður Friðriks Pálsson-
ar stjórnarformanns Íslandsstofu.
Hlynur Guðjónsson er viðskipta-
fulltrúi í New York. Samkvæmt
heimildum DV eru flestir framan-
greindra þekktir sjálfstæðismenn.
Hlynur var meðal annars fram-
kvæmdastjóri Sambands ungra
sjálfstæðismanna. Íslandsstofa er
að miklu leyti rekin fyrir almannafé
og opinbera gjaldtöku.
Vandræðalegar
stöðuveitingar
Umsækjendur um stöðu forstjóra Íbúðalánasjóðs hafa óskað
eftir rökstuðningi. Þeim hefur nú borist bréf þar sem stjórn
sjóðsins óskar eftir fresti til mánaðarmóta.
Fyrirheit um bætta stjórnsýslu í nýjum skýrslum
„Það er mat þingmannanefndarinnar að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis
sé áfellisdómur yfir íslenskri stjórnsýslu, verklagi hennar og skorti á formfestu
jafnt í ráðuneytum sem sjálfstæðum stofnunum sem undir ráðuneytin heyra.
Svo virðist sem aðilar innan stjórnsýslunnar telji sig ekki þurfa að standa skil
á ákvörðunum sínum og axla ábyrgð, eins og fram kemur í skýrslu rann-
sóknarnefndarinnar. Vegna smæðar samfélagsins skiptir formfesta, skráning
upplýsinga, verkferlar, tímamörk og skýr ábyrgðarsvið enn meira máli en í
stærri samfélögum. Í ljós kemur að upplýsingaskylda ráðuneyta og stofnana,
innbyrðis og út á við, virðist ekki hafa verið virk né heldur frumkvæðisskylda,
gagnsæi og rekjanleiki.“
(Úr skýrslu þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis)
„Þá hefur rannsóknarnefnd Alþingis sem fjallaði í skýrslu sinni um hrun íslensku
bankanna og starfshópur forsætisráðherra um viðbrögð stjórnsýslunnar við
skýrslunni dregið fram ýmsa
veikleika innan stjórnsýslunnar sem þörf er á að skoða nánar í því skyni að
gera þær úrbætur sem nauðsynlegar eru til að tryggja faglega, skilvirka og
trúverðuga stjórnsýslu.“
(Úr fyrri hluta skýrslu nefndar um endurskoðun á lögum um Stjórnarráð Íslands)
fögur fyrirheit
jóHAnn HAuksson
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Að minnsta kosti tveir umsækj-
endanna íhuga einnig
að leggja málið fyrir
umboðsmann Alþingis.
Í úrvalshópi Vilhjálmur Bjarnason
og fleiri hafa fengið bréf frá stjórn
Íbúðalánasjóðs þar sem beðið er um
frest til að rökstyðja skipun í fostjóra-
stöðu Íbúðalánasjóðs.
Íslandsstofa
færir út kvíar
Jón Ásbergsson
var nýverið ráðinn
framkvæmdastjóri
Íslandsstofu.
Hann mælti með
Sif Einarsdóttur
Gústavsson í söðu
ferðamálafulltrúa í
New York.