Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Side 8
8 fréttir 24. nóvember 2010 miðvikudagur Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleig- andi útgerðarfélagsins Ísfélag Vest- mannaeyja, keypti samtals 30,72 prósenta hlut í Morgunblaðinu á síðasta ári þegar fjárfestahóp- ur undir forystu Óskars Magnús- sonar keypti útgáfufélag blaðsins. Þetta kemur fram í ársreikningi fé- lagsins Hlynur A ehf., sem virðist hafa verið stofnað utan um kaup hennar á Morgunblaðinu. Eignar- hlutur Guðbjargar í Morgunblað- inu er í gegnum eignarhaldsfélagið Fram ehf., en það á svo Hlyn A ehf., sem aftur á tæpan þriðjungshlut í félaginu Þórsmörk, sem keypti allt hlutafé í Árvakri – útgáfufélagi Morgunblaðsins. 200 milljónir út Í ársreikningi kemur fram að Guð- björg hafi borgað 200 milljónir króna fyrir sinn hlut í Morgunblað- inu. Eignarhaldsfélagið Hlynur A, sem stofnað var í fyrra, fékk til þess 200 milljóna króna lán frá öðru fyr- irtæki í eigu Guðbjargar. Ekki kem- ur fram hver veitti lánið, aðeins að það sé frá tengdu fyrirtæki. Líklega er því um að ræða Fram ehf. Í gegn- um það félag á Guðbjörg einnig hlut sinn í Ísfélagi Vestmannaeyja. Hingað til hefur ekki verið gefið upp hversu mikið hver hluthafi á í Morgun- blaðinu. Óskar Magnússon, sem titlaður er útgefandi Morgunblaðs- ins, er framkvæmdastjóri og eini stjórnarmaður Þórsmerkur. Hann hefur komið fram fyrir hönd eig- enda blaðsins, en legið hefur fyrir að Guðbjörg hafi keypt hlut í blað- inu, en ekki hversu stóran. Aðrir hluthafar eru meðal annars Þor- steinn Már Baldvinsson í útgerðar- félaginu Samherja og Óskar Magn- ússon. Forríkur fjárfestir Enn er óljóst hvort fjárfesting Guðbjargar í Morgunblaðinu skili henni einhverju til baka, en rekst- ur félagsins var mjög erfiður í fyrra. 1,3 milljarða tap var á útgáfunni og tekjur lækkuðu um milljarð á milli ára. Guðbjörg ætti hins vegar að geta lagt blaðinu til aukið fé, en hún var skattadrottning landsins í fyrra, en hún greiddi 343 milljónir króna í opinber. Guðbjörg er stór- eignakona því hún er sem fyrr segir aðaleigandi Ísfélags Vestmanneyja, sem er eitt stærsta útgerðarfélag landsins, með um 4.460 þorsk- ígildistonna aflaheimildir, eða sem svarar um 1,65 prósentum af fisk- inum í sjónum umhverfis Ísland. Ísfélagið er metið á milljarða, en samkvæmt ársreikningi félags- ins frá 2008 eru aflaheimildirnar metnar á 6,3 milljarða og fiskiskip félagsins eru metin á 3,5 milljarða króna. Guðbjörg Matthíasdóttir keypti samtals 30,72 prósenta hlut í Morgunblaðinu í fyrra. Utan um kaupin var stofnað eignarhaldsfélagið Hlynur A ehf., en í ársreikningi þess kemur fram að félagið lagði út 200 milljónir króna til kaupanna, sem það fékk að láni frá öðru fyrirtæki í eigu Guðbjargar. Mikið tap var á útgáfu Morgunblaðsins í fyrra. Svona á Guðbjörg í Mogganum Fram ehf. Hlynur A ehf. Þórsmörk ÁrvakurMorgunblaðið valGeir örn raGnarsson blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Í ársreikningi kemur fram að Guðbjörg hafi borgað 200 milljónir króna fyrir sinn hlut í Morgunblaðinu. Guðbjörg Matthíasdóttir Setti200milljónir krónaíMorgun- blaðiðogkeypti um30prósenta hlutíblaðinu. REIDDI FRAM 200 MILLJÓNIR Niðurskurður á Landspítalanum er farinn að bitna á gæðum hjúkrun- unarvara sem keyptar eru til spítal- ans. Þetta fullyrða tveir starfsmenn í heilbrigðisgeiranum sem unn- ið hafa á Landspítalanum. Þeir vilja ekki koma fram undir nafni starfs síns vegna. Fyrir vikið þurfi að nota meira magn af hjúkrunarvörum og þannig náist alls ekki sá sparnaður sem stefnt var að. Annar þeirra seg- ir að í sumum tilfellum séu nálar svo lélegar eða gallaðar að þær stingi varla í gegnum húð og stundum þurfi að henda tveimur til þremur nálum fyrir hverja eina sem er í lagi. Starfs- maðurinn segir einnig að umbúðir utan um vörur sem eigi að vera sótt- hreinsaðar séu í mörgum tilfellum það lélegar að þær rifni við minnsta hnjask. Hann segir að ekki sé hægt að taka neina áhættu með slíkt og því sé nauðsynlegt að henda vör- um í rifnum umbúðum. Hann getur ekki ímyndað sér að af þessu hljótist mikill sparnaður þegar upp er stað- ið. Landspítalanum hefur verið gert að skera niður um 6 milljarða króna síðastliðin tvö ár. Sjúkraliði sem starfað hefur á Landspítalanum með hléum í nokkur ár staðfestir þetta. Þegar sjúkraliðinn, sem vill heldur ekki koma fram undir nafni, hóf aftur störf á Landspítalanum í sumar eft- ir nokkurt hlé, segist hann hafa orð- ið þess greinilega var að aðrar og töluvert lakari hjúkrunavörur voru komnar í notkun. „Ég fann greini- legan mun á sprautum, nálum og slíkum vörum. Við erum bara að nota ódýrustu vörurnar og margt af þessu er bara drasl sem þarf að nota meira af.“ Anna Stefánsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjúkrunar á Land- spítalanum vildi þó ekki kannast við þessi vandamál og sagðist ekki hafa heyrt af þeim. solrun@dv.is Starfsmenn Landspítalans ósáttir við niðurskurðaraðgerðir: Óánægjameðhjúkrunarvörur Mikill niðurskurður Skoriðhefur veriðniðurumrúma6milljarðaá Landspítalanumsíðastliðintvöár. Morgunverðar- fundur UNIFEM Árlegur morgunverðarfundur UNIFEM á Íslandi verður haldinn fimmtudaginn 25. nóvember á Hót- el Loftleiðum. Á fundindum verður nýtt alþjóðlegt átak UNIFEM og UN Global Compact kynnt, sem nefn- ist Jafnréttissáttmálinn. Búið er að samþykkja og staðfesta marga sátt- mála hvað varðar jafnrétti og stöðu kvenna og hafa frjáls félagasamtök, ríkisstjórnir og alþjóðlegar stofnan- ir unnið hörðum höndum að því að bæta líf kvenna um heim allan, að því er fram kemur í tilkynningu frá UNIFEM á Íslandi. Jólatréð ekki sent Frá HaMborG: Kveikt á Ham- borgartrénu Ljósin á jólatrénu á Miðbakka Reykjavíkurhafnar verða tendruð á laugardaginn klukkan 17. Í tilkynn- ingu frá Faxaflóahöfnum segir að jólatréð á Miðbakkanum eigi sér langa og merka sögu því félagsskap- urinn Wikingerrunde í Hamborg í Þýskalandi hafi í 44 ár sent jólatré til Reykjavíkurhafnar. Trénu hafa fylgt góðir gestir frá Hamborg en tilefni þessarar gjafar er táknrænn þakklætisvottur til íslenskra togara- sjómanna sem gáfu svöngu fólki mat við höfnina í Hamborg á fyrstu árunum eftir seinni heimsstyrjöld- ina. Félagið Wikingerrunde hefur nú að mestu hætt starfsemi enda fækkað í hópnum og því var afráðið að senda ekki tré til Reykjavíkur að þessu sinni. Þrátt fyrir þessa breytingu hafa stjórnendur Faxaflóahafna ákveð- ið að halda áfram þeirri venju að tendra ljósin á Hamborgartrénu á Miðbakka og bjóða viðskiptavin- um og velunnurum að taka þátt í athöfninni. Ólafur í Abu Dhabi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, var heiðursgestur við vígslu Masdar-tækniháskólans í Abu Dhabi á þriðjudaginn. Byggingin er teikn- uð af arkitektinum Norman Foster og í tilkynningu frá embætti forseta Íslands kemur fram að byggingin sé talin sjálfbærasta bygging veraldar þar sem mengun og úrgangur eru komin niður að núllmarkinu. Krónprins Abu Dhabi, Moham- med bin Zayed Al Nahyan, bauð forsetanum til athafnarinnar vegna stuðnings hans frá upphafi við þá framtíðarsýn sem Masdar endur- speglar. Tækniháskólinn er fyrsta byggingin sem vígð er í Masdar-borg en henni er ætlað að varða veginn til sjálfbærrar framtíðar og sýna fram á hvernig hægt sé að nota tæknina til að koma í veg fyrir koltvísýringsút- blástur og mengun um leið og allur úrgangur er endurnýttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.