Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Blaðsíða 13
miðvikudagur 24. nóvember 2010 fréttir 13
K: Og þú ferð síðan í bæinn og
leggur bílnum við Kolaportið og
ferð að labba á milli bara og ferð að
skemmta þér.
G: Já og fá mér í glas, já.
K: Þú sagðir að Hildur hefði hringt
í þig kringum tvöleytið og hún hefði
komið í bæinn og þið hefðuð hist svo
hálftíma síðar á Hressó.
G: Já.
K: Já og þið eruð á börunum að
drekka og svona að ert svona að reyna
að gleyma þessum áformum um að
drepa Hannes og þið farið meðal ann-
ars á Amsterdam og þar eruð þið byrj-
uð að drekka svolítið stíft sagðir þú?
G: Já.
K: Og þið eruð að skemmta ykk-
ur og þú heldur áfram að reyna að
gleyma þessu og Þið faið út og Hildur
vill fá meira í glas og þið farið inn á
Dubliner [...]
G: Já.
K: Svo eruð þið að ganga þarna
framhjá leigubílaröðinni og þú segir
alveg rosaleg biðröð og nenntir ekki
að bíða þannig þið fóruð í bílinn og
settust þar og þar ætluðuð þið að fara
að sofa, varst svona að spá í að fara að
sofa í bílnum sko.
G: Ég var að pæla í að sofa í bílnum
þar til ég gæti keyrt heim, það er að
segja.
K: En svo ókstu fullur heim sagðir
þú þarna heim í Klapparhlíð, þú hélst
á Hildi upp í rúm og hagræddir svona
koddanum undir hana og fórst sjálfur í
sófann en gast þá ekki sofið.
G: Nei.
K: Þessar hugsanir fara að sækja á
þig með að drepa Hannes?
G: Já.
K: Og þú sérð að þarna er upplagt
tækifæri til þess og þú ert með allt til-
búið í skottinu segir þú og þú sagðir
að þú hefðir verið tilbúinn með það
mjög lengi?
G: Já.
K: Og þú fórst út í bíl og lagðir
þarna við leikskólann í Setbergshverf-
inu og tókst úlpu úr skottinu, hettu,
og poka með dóti sagðir þú og það er
úr að þú gengur af stað og við ljósa-
staur þá setur þú poka yfir lappirnar
á þér, tape-ar þá fasta og setur á þig
latexhanska og nærð í hnífinn og setur
hulstrið í vasann og þú gengur áleiðis
í Háaberg og þú stoppar þig ekki af,
varst allan tímann að reyna að stoppa
þig samt af. Ferð að framhurðinni og
þar er allt læst og þá ferðu að hurðinni
í bílskúrnum. Þú labbar upp stigann
og ferð að Hannesi sofandi, stóðst
þarna í smá stund og...
[...]
K: Síðan hleypur þú út sagðir þú,
ferð að ljósastaur. Er það sami ljósa-
staur og við töluðum um fyrr?
G: Já.
K: Þar tekur þú húfuna af þér og
pokana af löppunum og þú ferð síðan
að bílnum og setur úlpuna og pokana
í skottið og ekur í burtu. Þú ferð að
bryggjunni í Hafnarfirði og þar tekur
þú pokann og úlpuna og hendir því
undir bryggjuna. Þú varst reyndar svo-
lítið tvísaga með úlpuna, þú sagðir að
þú hefðir tekið úlpuna og farið með í
ruslið við Eyrarholtið?
G: Nei, ég tók.
K: Hvaða föt fóru í ruslið við Eyr-
arholtið?
G: Það var bolurinn minn og bux-
urnar.
K: Já, þannig að þú hefur rugl-
ast bara. Þú sagðir að þú hefðir ráfað
eitthvað í kringum bryggjuna í Hafn-
arfirði. Síðan hefðir þú ekið heim og
farið inn, sett buxurnar og úlpu, sagðir
þú, en hvað var það, bolur?
G: Bolur.
K: Bolur, þannig að það er ekki rétt
með úlpuna? Þú sagðir nefnilega úlpu,
þess vegna spurði ég.
G: Ok.
K: Þú gekkst að Eyrarholti og hentir
þessu í ruslið þar. Þú kysstir svo Hildi
og lagðist í sófann, þú grést og grést
og gast ekki sofið. Þú verður var við að
X bróðir þinn vaknar og fer að horfa á
teiknimyndir og leggst hjá honum og
svo einhverju seinna þá vaknar Hildur
og þú skutlar henni heim og þú vildir
helst ekki hleypa henni út úr bílnum
sagðir þú, þegar heim var komið.
G: Nei.
K: Svo ferðu heim, lást í rúminu
og ef að ég skil þig rétt þá bara sofn-
aðir þú ekki, hreyfðir þig ekki, fórst í
ræktina og reynir að gleyma þessu. Þú
kemur heim og ferð að fylgjast með
fréttunum á miðlunum. Er það net-
miðlunum náttúrulega?
G: Já.
K:Síðan þegar sjónvarpið byrjar
þá segir mamma þín að Hannes sé
dáinn?
G: Já.
K: Og þú segir að þig hafi grunað
að hann væri dáinn en þarna fengið
endanlega staðfestingu er það ekki rétt
skilið?
G: Jú.
K: Og þú segir að þú hafir ekki sofið
almennilega síðan og þú fórst í tölvu-
leiki og reyndir að gleyma þessu. Og
þú gast ekki sofið og þú sendir meðal
annars þarna daginn eftir tölvupóst í
vinnuna um að þú gætir ekki mætt.
G: Ég sendi tölvupóstinn um
kvöldið.
K: Um kvöldið, var það um kvöld-
ið?
G: Það var sunnudagskvöldið.
K: Er þetta rétt með farið sem ég
hef farið með núna?
G: Já.
K: Ok, þá ætla ég svona að spyrja
þig kannski, þú sagðir áðan að allt
hefði verið tilbúið í skottinu mjög
lengi, skýrðu það nánar.
G: Sko ég hafði verið að pæla
hvað ég ætti að gera í þessu. Eins og
ég segi, ég elskaði Hildi. Eins og ég
segi, ég pældi í því að hvað ég ætti að
gera, hvort ég ætti að reyna að gleyma
þessu, hvort ég ætti að reyna að finna
bara einhverja aðra stelpu sem ég gæti
verið hrifinn af og ég pældi alltaf í því
hvort að ég ætti að bara að reyna að
drepa Hannes og ég svona hægt og ró-
lega byrjaði að safna hlutum í skottið
hjá mér. Ég átti hníf og átti úlpuna. Svo
einhvern tímann þá fór ég og keypti
límband og svo held ég að ég hafi ein-
hvern tímann stolið einhverjum poka
af latexhönskum í vinnunni minni
og svo held ég að ég hafi keypt þessa
lambhúshettu í, ég held að það hafi
verið 66°Norður, og ég hafi bara verið
að safna þessu öllu í skottinu hjá mér.
K: Þú ert búinn að safna þessu,
hvenær varstu búinn að safna þessum
hlutum í skottið endanlega?
G: Öllu?
K: Já.
B: Eða hvenær byrjaðir þú, manstu
það ?
G: Það var alveg bara 2009 sko.
B: Og hvenær var þetta tilbúið í
skottinu?
G: Svona í byrjun 2010.
K: Og ertu búinn að ganga með
þessa hugsun að drepa?
G: Já, en... ég var alltaf að finna af-
sakanir til að gera það ekki og stoppa
mig af en þetta kvöld, þetta var bara
allt svo fullkomið.
K: Hvað var fullkomið við þetta
kvöld?
G: Hildur var með mér allt kvöldið
og hún fór heim með mér, heim til
mín. Hannes var einn heima. Mér
fannst, að Hannes væri ekki þá myndi
Hildur bara vera áfram hjá mér.
K: Fannst þér þú vera búinn að ná
henni frá honum þarna þetta kvöld
eða?
G: Ég veit það ekki, ég veit það ekki
frekar, en ég kannski bara plataði sjálf-
an mig til að halda það, já, að núna
væri hún mín... ég var samt fljótur að
fatta eftir að Hannes var dáinn að það
var enginn séns á því.
K: Hvernig fattaðir þú það?
G: Ég bara, það var ljóst að ég
myndi ekki komast upp með þetta,
að það myndi fattast og Hildur myndi
aldrei tala við mig aftur.
K: Það er kannski eitt, af hverju
safnaðir þú þessum hlutum, í hvaða
tilgangi voru þeir?
G: Ég veit það ekki, ég hélt bara að,
ég gat ekki losnað við þessa hugsun
úr hausnum á mér og bara við það
að finna einn hlut og koma honum í
skottið að þá náði ég einhvern veginn
að, að ljúka hugsuninni, um kannski
að halda áfram. Það er að segja að
taka hana og halda áfram seinna með
hana. Ef ég gerði ekki neitt þá leið mér
rosalega illa, ég varð að gera eitthvað,
mér fannst nóg að setja eitthvað í
skottið hjá mér og vera með það til-
búið, þá náði ég að ýta því til hliðar en
það kom bara alltaf aftur.
K: Hvað kom þessari hugsun af
stað?
G: Það var bara Hildur. Hún hjálp-
aði mér svo mikið og ég bara, ég bara
algjörlega misskildi allt í kringum
hana Hildi greinilega. Ég hélt eins og
ég segi hún hjálpaði mér með mitt líf.
Ég hafði alltaf bara verið einn heima í
tölvunni. Fyrst var ég þakklátur en svo
varð ég ástfanginn og svo hefur þetta
bara orðið að þráhyggju, ég gat aldrei
hætt að hugsa um hana, hvað ég gæti
gert til þess að fá hana til mín.
B: Gerir þú þér grein fyrir þessu
núna, eða gerðir þú þér grein fyrir
þessu áður?
G: Ég geri mér grein fyrir þessu
núna, ég sé að það er helling af hlut-
um sem ég gerði mér ekki grein fyrir
en núna.
[...]
K: Þá er það kannski, hvaða til-
finningar barstu til Hannesar áður en
þetta gerðist?
G: Það var eiginlega ekkert, hann
var rosalega fínn gaur þegar ég hitti
hann fyrst sko. Hann var rosalega
almennilegur og fínn gaur og hérna
bauð mér í glas og svona, svolítið bara
hjálpaði mér, það er að þegar við vor-
um á djamminu. Eins og ég segi ég
hafði aldrei farið, og farið niður í mið-
bæinn, það var samt meira Hildur en
hann, en hann var þarna líka sko.
[...]
K: Hvaða tilfinningar berðu þá
til hans, mannsins sem þú ætlar að
drepa?
G: Ég vildi, ég vildi bara losna við
hann til að fá hana, ég var aldrei reiður
út í hann en ég vildi samt... bara eina
leiðin hélt ég var að losna við hann.
Hvort hann hafi bara sett upp ein-
hverja falska grímu og brosað þegar
hann var nálægt henni, ég man aldrei
eftir að hata hann, ég man aldrei eftir
því.
K: Þannig að ef ég tek þetta svona
heilt saman að þú ert búinn að ganga
með þessa tilfinningu svona eitthvað
frá 2009 eitthvað eftir að ástarjátningin
birtist þarna á YouTube.
[...]
K: Og þessar hugsanir sækja á þig
að drepa hann og ef ég skil þig rétt, til
þess að fá Hildi til þín?
G: Já.
K: Það kemur fram, þú lýsir því að
þú hafir sett poka á lappirnar, tape
og latex, og þú hafir sett á þig hettu
og fleira. Af hverju gerðir þú þetta,
af hverju bjóstu þig út með þessum
hætti?
G: Ég var búinn að hugsa um þetta
svo lengi, ég var búinn að hugsa um
þetta svo lengi og byrjaður að plana
þetta í hausnum á mér og hérna hugsa
um allar þessar bíómyndir og allt
þetta. Eins og ég segi hefði mig langað
til þess að komast upp með þetta en ...
K: Þú hefðir ætlað að komast upp
með þennan glæp, að drepa mann?
G: Ég ætlaði að reyna það, já.
K: En þú talaðir um kvikmyndir og
annað slíkt, skýrðu það nánar hvernig?
G: Maður horfir á CSI eða eitthvað
svoleiðis og maður sér alla þessa rann-
sóknarlögregluþætti, ég veit það ekki
en ég bara, maður fékk kannski bara
hugmynd að bara ef ég myndi bara
labba inn eins og ég er væri ég bara
gómaður á staðnum. Ég hélt að ef að
ég myndi þrauka og bara neita öllu þá
myndi þetta fara af því að ég hélt að ég
hefði ekki skilið neitt eftir. Þá gæti ég
einhvern veginn vonast til að seinna
meir fá Hildi til mín, en það gekk ekki.
K: Þannig að svona heilt yfir litið,
ég dreg þetta saman, þá varstu að gera
þetta með þennan útbúnað til þess að
fela slóða þína?
G: Ég var að reyna það, já.
K: Þú varst að reyna það.
B: Kannski eitt í þessu sambandi
að skórnir, sem þú varst tekinn í... ?
G: Já.
B: Þeir sem sagt gáfu það af sér að
það væri sem sagt mjög líklega blóð
undir þeim, nú ertu búinn að segja
okkur að þú settir poka yfir fæturna.
Getur þú útskýrt það hvers vegna
að... ?
G: Ekki hugmynd.
B: Þú gerðir þér ekki grein fyrir því
að kannski pokinn hefði rifnað eða?
G: Nei, ég var ekkert að kíkja á það,
hann hefur örugglega rifnað eða eitt-
hvað.
B: Það er líka annað sem mig lang-
ar til þess að spyrja þig að. Þú segir
að þú hafir staðið þarna yfir rúmi
Hannesar og hann hafi verið sofandi,
þú hafir staðið í einhver smá tíma og
hugsað, síðan tekur þú þessa ákvörð-
un að stinga Hannes?
G: Já.
B: Hann liggur á bakinu þá í rúm-
inu er það ekki?
G: Hann liggur á maganum eða
hann liggur á bakinu, jú, með magann
upp, jú.
B: Hann liggur á bakinu með mag-
ann upp?
G: Já.
„Þetta var bara allt svo fullkomið“
framhald á
næstu síðu
Óvíst um sakhæfi Gunnar Rúnar var metinn ósakhæfur en farið hefur verið fram á yfirmat og er því alls óvíst hvort hann verði
dæmdur sekur eða saklaus.