Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2010, Page 26
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra:
26 fólkið 24. nóvember 2010 miðvikudagur
SterkaSta kona ÍSlandS:
Biggi veira
15 ára
GusGus fagnar 15 ára afmæli sínu
um þessar mundir. Hljómsveitin
hefur selt yfir hálfa milljón eintaka
af plötum sínum á alþjóðavísu og er
vel þekkt nafn í elektrónískri tónlist.
Þessum áfanga sveitarinnar er fagnað
með safnplötu. Plötuumslagið hefur
vakið mikla athygli en það prýðir
einn stofnanda hljómsveitarinnar,
Bigga veiru. Það er hönnuðurinn
Linda Loeskow sem hannaði um-
slagið en það prýða myndir af Bigga
veiru 15 ára gömlum á ferðalagi
með fjöldskyldu sinni í Þýskalandi
árið 1983. GusGus hefur gengið í
gegnum margar mannabreytingar,
en í dag eru hljómsveitarmeðlimirnir
þrír; Biggi veira (Birgir Þórarinsson),
President Bongo (Stephan Stephen-
sen) og Daníel Ágúst. Þeir eru allir
meðal stofnenda sveitarinnar.
Vinsælt fall
Myndband af íslenskum strák að
detta af hjóli hefur heldur betur
slegið í gegn á YouTube. Frá því að
myndbandið var sett inn þann 15.
nóvember hefur rúmlega ein milljón
manns horft á það. Í myndbandinu,
sem er tekið upp á þjóðhátíð í
Vestmannaeyjum árið 2008, sést
ungur maður ætla að stökkva á
hjóli. Það tekst ekki betur til en svo
að hann fellur kylliflatur á andlitið,
enda eflaust töluvert ölvaður. Eins og
segir er myndbandið nokkuð gamalt
en þegar það var sett á vefsíðuna
failblog.com sló það í gegn með
fyrrgreindum hætti.
Í nýrri bók sinni, Ástin & stjörnu-
merkin, miðlar Ellý Ármanns boð-
skap um samskipti kynjanna út frá
fræðum stjörnumerkjanna. Í bók-
inni geta áhugasamar konur lært
allt um það hvernig þær geta parað
sig saman við karla í hinum ýmsu
stjörnumerkjum, hver er líkleg-
astur til þess að uppfylla fantasíur
þeirra og lesið stuttar reynslusögur
íslenskra kvenna um stjörnumerki
og sambönd.
Nokkrar konur mæla með bók-
inni aftan á kápu hennar. Þeirra á
meðal er Katrín Júlíusdóttir iðn-
aðaráðherra sem segir: „Stjörn-
urit ástarinnar fyrir hina ungu
og einhleypu... og okkur hin líka
því ástin er síung. Frábær bók frá
sannri stjörnu.“
Katrín segist vera stjörnuspeki-
nörd. „Mér fannst stjörnuspekin
afar heillandi á unglingsárunum.
Ég grúskaði mikið í þessari speki
og hélt mikið upp á bók sem þá
var afar vinsæl eftir Gunnlaug
Guðmundsson stjörnuspeking og
dundaði mér við að gera stjörnu-
kort. Ég er mjög fegin að Ellý sér
bara um þetta núna. Henni tekst
verkið vel og er svo jákvæð og glett-
in.“ Aðspurð hvaða stjörnumerki
hún sé í kemur hún blaðamanni á
óvart: „Ég á afmæli í dag [þriðju-
dag]! Þannig að ég er bogmaður en
rísandi sporðdreki. Það er víst al-
veg snúin blanda.“
t il þess að ná góðum árangri við æfing-ar breytti Þóra Þor-steinsdóttir, sterkasta kona Íslands, stof-
unni heima hjá sér í æfingasal. Tæk-
in pantaði hún á netinu og maður-
inn hennar hjálpaði henni að smíða
hnépressu. Heimilishaldið síðustu
mánuði hefur því litast af áhuga-
málum heimilismóðurinnar en hún
segir það ekki koma að sök. Börnin
hennar fjögur stundi júdóíþróttina
grimmt og því hafi þau einfaldlega
gaman af þessu og hvetji hana óspart
til dáða.
Aðspurð hvað drífi hana áfram
segist hún ávallt klára það sem hún
tekur sér fyrir hendur. „Ég klára allt
sem ég byrja á og geri það eins vel og
ég get. Ég tók ákvörðun um að taka
þátt í þessari keppni fyrir 10 mánuð-
um með vinkonu minni Rósu. Síðan
þá höfum við æft stíft saman heima
í stofu. Hún náði fjórða sætinu svo
við getum báðar verið stoltar af ár-
angrinum.“
Þóra segist borða venjulegan
heimilismat og mikið af honum. „Ég
tek vítamín en engin fæðubótar-
efni eða drykki. Ég læt mér
einfaldlega duga venjuleg-
an heimilismat og borða
ógurlega mikið af hon-
um. Ég vildi fara sem
eðlilegasta leið að
settu marki.“
Samkeppnin
var hörð og náði
Þóra að sigra með
minnstum mun,
eða einu stigi.
Hún segist ætla
að halda áfram að
bæta sig. „Næst á
döfinni er að halda
áfram að styrkja mig. Ég er auðvitað
stolt af árangrinum og á örugglega
mikið inni enda búin að æfa í tiltölu-
lega stuttan tíma.“
Aðspurð hvort hún eigi sér ein-
hverjar fyrirmyndir segir hún það
helst vera móður sína. „Það má kom-
ast langt á góða skapinu og því að
vera hress. Þannig er mamma og
vonandi ég líka.“ Hún segist sjálf vilja
vera góð fyrirmynd. „Við vinkonurn-
ar teljumst þéttar og mig langar til að
hvetja þéttar og feitar konur áfram til
afreka. Feitar konur eru líka íþrótta-
menn. Þær geta allt!“
kristjana@dv.is
Þóra Þorsteinsdóttir er sterkasta kona Íslands. Þessi
kraftmikla kona er óhemju metnaðargjörn en hún
byrjaði að æfa fyrir aðeins 10 mánuðum og hefur
stundað æfingarnar heima í stofu sinni á Stokks-
eyri þar sem hún býr ásamt manni sínum og fjórum
börnum. Hún segir feitar konur líka íþróttamenn.
feitar konur
geta allt!
Frábær árangur heima í
stofu Þóra Þorsteinsdóttir
æfði í aðeins 10 mánuði og
hreppti titilinn sterkasta
kona Íslands.
Á kafi
í stjörnuspeki
Á kafi í stjörnuspeki Katrín
Júlíusdóttir er forfallin áhuga-
kona um stjörnuspeki.