Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2010, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2010, Page 2
Skiptar skoðanir hafa verið um kosn- ingar til stjórnlagaþings og menn deilt um hvort önnur mikilvægari verkefni ættu að ganga fyrir. Kosningafyrir- komulagið var umdeilt sem og und- irbúningur kosninganna. Afleiðingar þessa má sjá á fyrstu tölum um kjör- sókn í kosningunum sem fram fóru um helgina, en hún er sú dræmasta á Íslandi síðan kosningaréttur varð al- mennur. Alls lögðu 36,7 prósent kosn- ingabærra manna leið sína á kjörstað um helgina en kjörsókn á landsvísu hefur einungis einu sinni mælst lægri síðustu áratugina en það var í þjóðar- atkvæðagreiðslunni um Icesave, fyrr á þessu ári. Einkennileg kosningabarátta „Það mátti nú alveg búast við lítilli kjörsókn þó að maður renni nú oft blint í sjóinn með það,“ segir Gunn- ar Helgi Kristinsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Ís- lands, og bætir við að ýmsar ástæð- ur séu fyrir því. Stjórnlagaþingið hafi verið umdeilt fyrirbæri og einhverjir hafi einfaldlega ekki haft áhuga á því. Kosningaaðferðin hafi einnig verið þannig að fólk þurfti að hafa mikið fyr- ir því að kjósa og það hafi verið flókið. Eins hafi hún ekki boðið upp á mark- vissa kosningabaráttu. „Þetta er ein- kennilegasta kosningabarátta sem ég hef séð. Hluti af því að fá fólk á kjör- stað er að frambjóðendur nái í gegn með sinn málstað. Í þessari baráttu voru hvorki málefnin skýr né náðu persónur frambjóðendanna almenni- lega í geng. Þeir voru of margir og eng- in tök á því að gera þeim skil sem vert hefði verið,“ segir Gunnar Helgi. Engar hliðstæður Hann bendir á að fara þurfi aftur á 19. öld til að fá hliðstæður við þessa þátt- töku. Einungis í atkvæðagreiðslum í sveitarfélögum á borð við kosningu um hundahald og Reykjavíkurflugvöll má sjá lægri tölur en á landsvísu sé ekkert hliðstætt þessu. Aðspurður um áhrif kjörsóknar- innar segir hann að þetta veiki stöðu Stjórnlagaþings að einhverju leyti. „Það má gera ráð fyrir að inn komi fólk sem er með fá atkvæði á bak- inu en það þarf ekki að vera neikvætt með öllu,“ segir hann. Þetta fólk hafi eftir sem áður það hlutverk að semja stjórnarskrána og þarf að því að sann- færa Alþingi og þjóðina um að það geti samið góða stjórnarskrá. Sjálfstæðismenn stór hluti af þeim sem sátu heima Sögusagnir hafa gengið um að ákveðnir stjórnmálaflokkar hafi ákveðið að sniðganga kosningarn- ar og hvatt sína menn til að gera hið sama. „Ef við erum að tala um sjálf- stæðismenn þá held ég að það hafi verið beggja blands. Einhverjir sjálf- stæðismenn auglýstu, að manni sýndist, tillögur að lista en mér finnst líklegt að stór hluti þeirra hafi set- ið heima. Það má ætla að þeir eigi alla vega hlutfallslega stóran hluta af þeim sem kusu ekki. Það var ljóst að sjálfstæðismenn höfðu ekki mik- inn áhuga á þessu fyrirbæri,“ bætir hann við. Kjörsókn í öðrum löndum Kjörsókn á Íslandi hefur verið oft- ast verið yfir 80 prósent sem telst gott ef litið er á kjörsókn annarra landa. Í Bretlandi hefur kosninga- þátttaka verið að meðaltali um sjötíu af hundraði síðustu þrjátíu árin. Í Bandaríkjunum hefur al- mennt um helmingur kosninga- bærra manna kosið en í Sviss hefur kjörsókn ekki farið upp fyrir fimm- tíu prósent. Á Norðurlöndunum er kjörsóknin mest í Danmörku og Svíþjóð. Í Noregi hefur hún verið í kringum 70 prósent en lægst er hún í Finnlandi eða rúm 60 prósent að meðaltali. 2 fréttir 29. nóvember 2010 mánudagur VEIKIR ÞINGIÐ Kosning til stjórnlagaþings fór fram um helgina en kjörsóknin var frekar dræm. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor segir að það þurfi að fara aftur til 19. aldar til að finna hliðstæður og hann gerir ráð fyrir að þetta veiki stöðu stjórnlagaþings. Það þurfi þó ekki að vera neikvætt með öllu. GunnHildur StEinarSdóttir blaðamaður skrifar: gunnhildur@dv.is Bretland 76 % 72 ,7 % 75 ,3 % 77 ,7 % 71 ,4 % 59 ,4 % 61 ,4 % 65 ,1 % 19 79 19 83 19 87 19 92 19 97 20 01 20 05 20 10 Sviss 48 ,3 % 48 ,9 % 46 ,5 % 46 % 42 ,2 % 43 ,3 % 45 ,2 % 48 ,3 % 19 79 19 83 19 87 19 91 19 95 19 99 20 03 20 07 danmörk 19 79 19 81 19 84 19 88 19 90 19 94 19 98 20 01 20 05 20 07 85 ,6 % 83 ,3 % 88 ,4 % 85 ,7 % 82 ,2 % 84 ,3 % 85 .9 % 87 ,1 % 84 ,5 % 86 ,6 % Bandaríkin 19 80 19 84 19 88 19 92 19 96 20 00 20 04 20 08 52 ,6 % 53 ,1 % 50 ,1 % 55 ,1 % 49 % 51 ,2 % 56 ,7 % 57 ,4 % 1980 F 1983 Þ 1987 Þ 1988 F 1991 Þ 1995 Þ 1996 F 1999 Þ 2003 Þ 2004 F 2007 Þ 2009 Þ 2010 Þa 2010 S 90 ,5 % 88 ,3 % 90 ,1% 72 ,8 % 87 ,6 % 87 ,4 % 85 ,9 % 84 ,1% 87 ,7 % 62 ,9 % 83 ,6 % 85 ,1% 62 ,7 % 36 ,7 % FForsetakosningarÞAlþingiskosningarÞaÞjóðaratkvæðagreiðslaSStjórnlagaþing kosningaþátttaka á íslandi í 30 ár kosningaþátttaka víða um heim Gunnar Helgi Kristinsson Gunnar Helgisegirþettaveraeinkennilegustu kosningabaráttusemhannhafiséð. Á kjörstað Dræmþátttakavar íkosningunumumhelgina. Mynd róBErt rEyniSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.