Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2010, Page 16
16 erlent 29. nóvember 2010 mánudagur
Tina Nedergaard, menntamálaráð-
herra Danmerkur, vill sjá meiri aga
í skólastofum grunnskóla. Í viðtali
við Jótlandspóstinn segir hún að
foreldrar muni brátt neyðast til að
sækja börn sín í skólann, hagi þau
sér of illa. „Það þarf að ríkja meiri
agi í skólunum. Eins og staðan er
núna virðumst við hafa snúið við
líkamlegri refsingu, á þann hátt að
nú nota börnin líkamlegt ofbeldi
gegn kennurum sínum. Það geng-
ur ekki.“
Að mati Nedergaard hefur sam-
félagið þróast í þá átt að börnin hafa
nú meira vald en þeim sé hollt. Nú
sé kominn tími til að gera eitthvað
í málunum. „Fyrir 30 eða 40 árum
heyrði maður aldrei á það minnst
að kennarar þyrftu sérmenntun í
því að leysa úr deilum. Í þá daga litu
börnin á kennara sem ímynd valds.
Nú verða foreldrar að haga upp-
eldi barna sinna þannig að þau beri
nauðsynlega virðingu fyrir kennur-
um sínum.“
Talið er að agamál verði innifal-
in í nýju frumvarpi um menntamál í
Danmörku, en fjölmiðlar þar í landi
telja að miklar breytingar séu í vænd-
um í menntakerfinu. Hvað sem því
líður eru skólastjórar í Danmörku í
það minnsta ánægðir með áherslu
á agamál. „Það er ekkert nema gott
um það að segja að foreldrar þurfi að
vera meðvitaðir um hvernig mennt-
un barna þeirra miðar,“ segir Anders
Balle, forstöðumaður félags skóla-
stjóra í Danmörku. Samtök foreldra
grunnskólabarna, Skole og forældre,
eru hins vegar ekki jafn ánægð með
ummæli Nedergaard. Talsmaður
samtakanna sagði þau vera „vand-
ræðalega tilraun til að sýna ákveðni.“
Menntamálaráðherra Danmerkur er orðinn leiður á því að börn geti beitt kennara sína ofbeldi:
Vill meiri aga í skólastofur
Friðrik prins og María prinsessa Ræða við dönsk skólabörn.
„HNEYKSLANLEG“
MÆTING MUGABES
Robert Mugabe, forseti Simbabve, hef-
ur tilkynnt komu sína á ráðstefnu leið-
toga Afríkuríkja með Evrópusamband-
inu – en ráðstefnan hefst í borginni
Trípolí í Líbíu í dag. Ekki eru allir á eitt
sáttir við komu einræðisherrans á ráð-
stefnuna og hafa embættis menn frá
Evrópusambandinu látið hafa eftir sér
að það sé „hneykslanlegt“ að Mugabe
ætli sér að mæta. Meðal þeirra sem
verða viðstaddir fyrir hönd Evrópu-
sambandsins eru Herman Van Rom-
puy, forseti ráðherraráðsins, og José
Manuel Barroso, forseti framkvæmda-
stjórnarinnar. Á ráðstefnunni stendur
til að ræða framtíðarhorfur í Afríku og
reynt verður að svara því með hvaða
hætti Evrópusambandið geti lagt
hönd á plóginn við að vænka horfur í
álfunni. Aðaláhersluatriðin sem rædd
verða eru meðal annars hagvöxtur, er-
lendar fjárfestingar, atvinnusköpun
og, síðast en ekki síst, „góðir stjórn-
arhættir“. Það verður óneitanlega for-
vitnilegt að heyra skoðun Mugabes á
þeim.
Bannaður í ESB
Mugabe lætur vandlætingu Evrópu-
sambandsins ekki hafa áhrif á sig.
Einræðisherranum, sem fagnaði 86
ára afmæli á árinu, er til að mynda
bannað að ferðast til Evrópusam-
bandslanda og þar eru allar eign-
ir hans frystar. Síðan árið 2002 hefur
sambandið beitt markvissum refsiað-
gerðum gegn Simbabve en auk ferða-
bannsins hefur viðskiptahöftum verið
beitt og algert bann ríkir við að selja
landinu vopn. Ástæðan eru slæm-
ir stjórnarhættir Mugabes, sem hef-
ur stýrt landi sínu með harðri hendi
síðan árið 1980. Hann lætur sig ekki
muna um að þagga niður í gagnrýn-
endum sínum og eru mannréttindi lít-
ils metin undir hans stjórn. Hann sigr-
aði í forsetakosningum gegn Morgan
Tsvangi rai árið 2008 eftir að hafa tapað
fyrri umferð kosninganna, en fyrir þær
seinni urðu miklar blóðsúthellingar í
Simbabve – Mugabe beitti skipulögðu
ofbeldi til að fá sínu framgengt.
Gagnrýndi Mugabe og
var bannaður í kjölfarið
Einn háværasti gagnrýnandi Muga-
bes í Brussel er breski Evrópuþing-
maðurinn Geoffrey Van Orden. Fyrir
gagnrýni sína hefur honum reyndar
verið meinað að ferðast til Simbabve,
hann hefur fengið stimpilinn „persona
non grata“ þar í landi. Hann segir að
Evrópusambandið hefði átt að beita
þrýstingi til að banna Mugabe að vera
viðstaddur ráðstefnuna. „Mugabe
heldur áfram að traðka á mannréttind-
um Simbabve búa, hann hefur svívirt
pólitískt samkomulag sitt við Morgan
Robert Mugabe, forseti Simbabve, ætlar
að mæta á ráðstefnu ESB og leiðtoga
Afríkuríkja. Það gerir hann þrátt fyrir
mótmæli embættismanna ESB. Hefði átt
að banna honum að mæta, segir Evrópu-
þingmaður.
BjöRn tEitSSon
blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is
Robert Mugabe Lætur
engan segja sér fyrir verkum.
Wikileaks ógni
mannslífum
Lögfræðingur hjá utanríkisráðuneyti
Bandaríkjanna, Harold Koh, segir að
ný skjöl sem Wikileaks ætlar sér að
birta geti stefnt fjölmörgum manns-
lífum í hættu. Þetta sagði hann í
bréfi sem hann hefur sent Julian
Assange, stofnanda Wikileaks. Bréfið
er svar til Assange, sem hafði ásamt
lögfræðingi sínum, spurst fyrir um
öryggi þess fólks sem kynni að koma
fyrir í þeim leyniskjölum sem stend-
ur til að birta. Koh sagði einnig, að
bandarísk stjórnvöld myndu hvorki
semja við, né starfa með Wikileaks,
hvorki nú né síðar.
Mótmæli á Írlandi
Á laugardaginn mótmæltu Írar lán-
töku ríkisstjórnarinnar hjá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum og Evrópusam-
bandinu. Í Dyflinni safnaðist fólk
saman á götum úti, en talið er að
rúmlega 100 þúsund manns hafi
tekið þátt í mótmælunum þar. Lán-
ið, sem Írland tekur, mun nema 85
milljörðum evra, sem jafngildir rúm-
lega 13 þúsund milljörðum íslenskra
króna. Ekki hefur verið gefið upp
hverjir vextirnir af láninu verða, en
sérfræðingar telja að þeir verði 6,7
prósent. Til samanburðar greiða
Grikkir aðeins 5,2 prósent vexti af
140 milljarða evra láninu sem þeir
neyddust til að taka í maí.
Karl verður kóngur
Vilhjálmur Bretaprins hefur látið
hafa eftir sér að það sé „engin spurn-
ing“ hver verði næsti konungur í
Bretlandi. Á undanförnum árum
hefur verið rætt um það hvort ganga
eigi fram hjá Karli Bretaprinsi, föður
Vilhjálms. Karl hefur hlotið talsverða
gagnrýni fyrir vafasamt einkalíf og
hefur samband hans við núver-
andi eiginkonu sína, Camillu Par-
ker-Bowles, löngum verið umdeilt.
Margir Bretar hafa ekki fyrirgefið
Karli skilnaðinn við Díönu prins-
essu, en breska þjóðin vildi ólm sjá
hana sem drottningu – enda var hún
vinsæl með eindæmum.