Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2010, Qupperneq 19
Hugtökin frelsi
og réttlæti eru að
ýmsu leyti mót-
sagnakennd. Ef ég
nýt algjörs frelsis á
ég ekki að þurfa að
réttlæta mig fyr-
ir neinum dóm-
stól eða þurfa að
líða afleiðingar
fyrir tjón sem ég
gæti hafa valdið
öðrum. Hver sem
stendur í vegi mín-
um á skilið þá refsingu sem ég ákveð að
úthluta.
Hugmyndin um réttlæti dregur úr
sterkustu frjálshyggjuhvötum okkar og
neyðir okkur, sem kjósa að lifa í sam-
félagi við aðra, að haga hegðun okkar í
samræmi við þau viðurlög sem við því
liggja að hunsa réttindi annarra.
Pilsfaldakapítalismi og öfgafrjáls-
hyggja Davíðs Oddssonar og félaga
hans, sem lagði landið í rúst hafði –
fyrirsjáanlega – í för með sér hrikalegt
óréttlæti og það blasir nú alls staðar við
í íslensku samfélagi.
Hinir ríku urðu ríkari
Kerfið sem stofnað var fyrir íslensku
auðvaldsstéttina til að þvo sitt illa
fengna fé er einfalt: meðlimirnir stofn-
uðu svimandi fjölda hlutafélaga og
einkahlutafélaga. Þau fengu síðan gríð-
arleg lán frá bönkunum – sem stjórn-
að var af óhæfum og siðlausum eig-
endum. Eigendur eháeffanna greiddu
sjálfum sér há laun, bónusa og arð,
sem áttu engan rétt á sér. Þegar ekki var
lengur hægt að standa í þeim þykjustu-
leik að vera að reka raunveruleg fyrir-
tæki, var því sem eftir var af eignunum
beint úr eháeffunum í ný skúffueháeff,
upprunalega eháeffið fór í gjaldþrot
og eigendurnir fengu bankana (enn
stjórnað af góðvinum þeirra í samsær-
inu) til að afskrifa lánin eða gefa eftir
veðrétti á eignum upprunalega eháeffs-
ins. Árangurinn: hinir ríku urðu ríkari,
bankarnir töpuðu fjárfestingum sínum
og ríkið (þ.e. íslenskir skattgreiðendur)
sat eftir með reikninginn.
En svona virkar kerfið fyrir venju-
legt fólk: lántakandi skuldar 40 millj-
ónir eftir að hafa tekið lán fyrir fasteign
sem var keypt á uppsprengdu verði á
hátindi bólumarkaðarins. Hann missir
vinnuna. Þrátt fyrir að grátbiðja bank-
ann um að henda ekki sér og fjölskyld-
unni úr húsinu gengur bankinn að
eigninni, selur hana fyrir hluta af skuld-
inni og eignast síðan persónulega kröfu
á hendur skuldaranum. Jafnvel þó við-
komandi verði gjaldþrota er hann per-
sónulega ábyrgur fram á grafarbakk-
ann fyrir afganginum af skuldinni. (Skv.
gjaldþrotalögunum getur fyrningar-
frestur krafna verið fjögur, tíu eða tut-
tugu ár eftir því um hvaða kröfu er að
ræða og með því að rjúfa fyrninguna á
þessu tímabili er unnt að viðhalda kröf-
unni um aldur og ævi.) Sá gjaldþrota
hefur enga vinnu, ekkert heimili, dóm á
sig um kröfu sem hann mun aldrei geta
greitt, en sem bankinn mun geta hald-
ið sem eign í bókum sínum um aldur
og ævi. Eina leiðin úr ævilöngum þræl-
dómi er miði frá Íslandi – aðra leiðina
– sem þar með glatar allri sinni fjárfest-
ingu í þessum borgara – menntun, heil-
brigðisþjónustu o.s.frv.
Réttarbrot
Flest venjulegt fólk hefur einfaldlega
ekki minnsta möguleika á að notfæra
sér peningaþvættiskerfi auðvaldsstétt-
arinnar. Við höfum ekki lögmenn til
að semja og skrá skjöl, endurskoðend-
ur til að sigla milli reglugerðaskerja eða
bankastjóra sem eru til í að veita okk-
ur veðlaus lán. Við eigum ekki góðvini
í bankakerfinu, sem meta velferð okkar
meir en heilbrigði kerfisins, og sem eru
til í að strika út skuldir okkar án þess að
heimta flís úr holdi okkar í staðinn.
Þetta ástand er ekki til komið vegna
þess að um sé að ræða lagabrot. Né
heldur er brotalöm í lögunum. Lögin
eru ekki mistúlkuð af dómstólum eða
eftirlitsaðilum. Það er akkúrat svona
sem lögunum, eins og fulltrúar okkar
sömdu þau og samþykktu, er ætlað að
virka. Þetta ástand er hins vegar réttar-
brot.
Meðal siðmenntaðra þjóða gera
stjórnvöld sér yfirleitt grein fyrir því
að hagsmunir fjöldans verða að vega
þyngra en óskir fárra. Á Íslandi er þessu
þveröfugt háttað. Hér eru lögin sér-
hönnuð til að tryggja að síhærra hlutfall
þjóðarauðsins renni alltaf í sama far-
veg: til fámenns forréttindahóps. Frelsi
íslenska auðvaldsins til að færa fjár-
magn úr einum vasa í annan, án tillits
til þess tjóns sem það veldur þjóðinni,
er af löggjafanum álitið mikilvægara en
velferð þjóðarinnar.
Venjulegur launþegi með lán í van-
skilum á hvorki frelsi né framtíð. Hann
stritar allan daginn eins og Sisyphus,
ýtandi hnullungnum upp hæðina til
þess eins að horfa á eftir honum alla
leiðina niður að kvöldi og byrja aftur
upp á nýtt daginn eftir. Hann ver svefn-
lausum nóttum í áhyggjur af hvernig
hann eigi að láta enda ná saman fram
að næstu útborgun.
Ræna meirihluta þjóðarinnar
John Locke ritaði: „Tilgangur laganna
er ekki sá að banna eða hefta, heldur að
varðveita og auka frelsi. ...þar sem ekki
eru lög, þar er ekkert frelsi.“ Ísland pils-
faldafrjálshyggjunnar varð aldrei „zero-
government“-frjálshyggjuríkið sem
Milton Friedman og fylgismenn hans –
eins og Davíð Oddsson – sáu í hilling-
um, heldur mun óhuggulegra fyrirbæri.
Við höfum lög á bókunum, en þeim er
sérstaklega ætlað að ræna meirihluta
þjóðarinnar auði sínum, frelsi og rétt-
læti.
Hin svokallaða vinstri stjórn sem
nú er við völd hefur tækifæri til að rétta
hlut almennra skuldara og breyta gjald-
þrotalögunum þannig að ábyrgð skuld-
ara á kröfum sem ekki fást greiddar við
gjaldþrotaskipti falli niður. Enginn fyrn-
ingarfrestur. Það er réttlátur biti sem
jafnvel hægrisinnuðustu ríkisstjórnir
Bandaríkjanna hafa löngu kyngt.
Hafliði HalldóRsson er forseti
klúbbs matreiðslumeistara. Íslenska
kokkalandsliðið náði sjöunda sæti á
heimsmeistaramótinu í matreiðslu
sem fram fór í Lúxemborg á
dögunum. Hafliði segir móralinn í
landsliðinu góðan en að menn séu
komnir með blóð á tennurnar og setji
nú stefnuna enn lengra.
Íslenskur matur
Í uppáhaldi
1 Helgu Sigríði Haldið Sofandi: KinKaði Kolli til föður SínS
Helga Sigríður veiktist skyndilega og
var send til Svíþjóðar með sjúkraflugi.
2 WiKileaKS: íSlenSKir Stjórn-málamenn á nálum Wikileaks
gæti birt gögn sem eru viðkvæm fyrir
íslensk stjórnvöld.
3 SálfræðiKennari í Hí fórnar Höndum: nemendur í BuBBleS
og á faceBooK Kennari í sálfræði
talaði opinskátt um skýrslur sem hún
var að fara yfir.
4 dýraSta HúS í Heimi gnæfir yfir fátæKraHverfi Misskipting
auðs er mikil á Indlandi þar sem
dýrasta hús heims er.
5 framBoðSpóStur á atvinnulauSa Gissur Pétursson,
forstjóri Vinnumálastofnunar, sendi
framboðspóst á atvinnulausa.
6 BandaríKjamenn vara WiKileaKS við: margir gætu
týnt lífi
Bandarísk stjórnvöld eru stressuð
vegna yfirvofandi birtingar
viðkvæmra gagna.
7 dræm KjörSóKn – talna að vænta um Hádegi Fáir kusu í
kosningum til stjórnlagaþings sem
fram fóru á laugardaginn.
mest lesið á dv.is myndin
Hver er maðurinn? „Hafliði Halldórsson
matreiðslumaður og forseti klúbbs
matreiðslumeistara.“
Hvar ertu uppalinn? „Vestur á fjörðum á
bæ sem heitir Ögur í Ísafjarðardjúpi.“
Hvað drífur þig áfram? „Áhugi fyrir
faginu og metnaður fyrir hönd ungra mat-
reiðslumanna, veitingastaða og hráefnisins
frábæra sem við höfum.“
Uppáhaldsmatur? „Íslenskur matur þar
sem notast er við hefðirnar en á nútíma-
legan hátt.“
Hvar líður þér best? „Heima með
fjölskyldunni.“
Átt þú þér fyrirmynd? „Það eru foreldrar
mínir í einu og öllu.“
Hvað borðarðu á aðfangadag? „Rjúpu
eða aðra villibráð.“
Hvernig leist þér á heimsmeistarana
singapúr? „Þetta var mjög flott hjá þeim.
Þau komu virkilega vel undirbúin og með
her manna á bak við sig. Það sem skilur á
milli stóru þjóðanna og litlu er fjármagn og
fjöldi þeirra sem stendur á bak við liðin.“
Hvernig er mórallinn í landsliðinu?
„Mórallinn er virkilega góður. Menn eru
stoltir af árangrinum en komnir með blóð á
tennurnar og vilja meira næst.“
Hvenær vaknaði áhugi þinn á mat-
reiðslu? „Á barnsaldri. Ég byrjaði snemma
að hjálpa mömmu heima í eldhúsinu í
sveitinni.“
Hvað þýðir þessi velgengni fyrir
Ísland? „Það er eftir því tekið að við eigum
góða kokka sem þýðir að ferðamenn geta
treyst því að þeir fái góða þjónustu og
góðan mat þegar þeir koma. Menn geta
líka notað þetta í útflutningsgreinum.
Ísland er matarland.“
Hvað er fram undan? „Úrvinnsla úr
þessu móti. Við þurfum að fara yfir gögn
og ljósmyndir, bæði varðandi okkar
frammistöðu og annarra. Svo förum við að
forma plan fyrir næstu keppni, vinna að
þeim veiku punktum sem við vitum að við
getum bætt og halda áfram að fínpússa
það sem við skoruðum hæst í.“
maður dagsins
„Nei, en það var nú ætlunin, var að
vinna og steingleymdi því. Fannst líka
svo erfitt að velja.“
Tanja andeRsen ValdimaRsdóTTiR
21 ÁRS StaRFaR Í BaKaRÍI
„Já, ég kaus.“
eiRÍkUR GUðmUndsson
24 ÁRa ÞÚSuNdÞJaLaSMIðuR
„Nei.“
Tanja ólafsdóTTiR
42 ÁRa SKeMMtaNaStJóRI
„Já, og var vel undirbúinn.“
ÞoRsTeinn sVeinsson
52 ÁRa NeMI
„Nei, ég er ekki með aldur til þess.“
kaRen GUðmUndsdóTTiR
16 ÁRa NeMI
KauStu til StjórnlagaþingS?
dómstóll götunnar
mánudagur 29. nóvember 2010 umræða 19
Jafnrétti og frelsi fyrir alla
kjallari
Íris erlings-
dóttir
fjölmiðlafræðingur skrifar
BoRGaRsTjóRi Jón Gnarr tók til máls á austurvelli þegar ljósin voru tendruð á óslóartrénu á sunnudag. Mikill mannfjöldi kom
saman í frostinu og fagnaði fyrsta sunnudegi í aðventu. mynd RóBeRT Reynisson