Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2010, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2010, Page 23
mánudagur 29. nóvember 2010 úttekt 23 Heldur þú framhjá? níu algengar ástæður fyrir framhjáhaldi: 1. Leiði Leiði er líklega algengasta ástæðan fyrir því að fólk heldur framhjá. Það er erfitt að viðhalda neistanum í löngu sambandi. Þegar nýjabrumið hverfur tekur við grár hversdagsleikinn og þú saknar spennunnar. 2. Ósjálfstæði Þig vantar kjark til að slíta sambandinu og telur að framhjá- hald muni binda enda sambandið fyrir þig. 3. ringulreið Erfiðar, sérstakar og ruglandi aðstæður geta haft áhrif og orðið til þess að þú gerir mistök. 4. Virðingarleysi Þú hefur einu sinni haldið framhjá og komist upp með það. Hvað stoppar þig í að endurtaka leikinn? Misstirðu virðinguna fyrir makanum sem virðist fyrirgefa þér allt? 5. athygli Þér finnst þú ekki fá nógu mikla athygli frá makanum sem verður til þess að þú leitar eftir þessar athygli annars staðar. 6. Hefnd Auga fyrir auga. Svik fyrir svik. 7. Þörf fyrir staðfestingu Makinn er löngu hættur að hrósa þér fyrir útlitið. Einhverjum þarna úti gæti fundist þú eftirsóknarverð/ur. 8. Spennufíkn Sumir elska spennuna sem einkennir framhjáhald. Þeir elska feluleikinn og áhættuna sem fylgir stolnum ástarfundum. 9. Framhjáhald eða ekki framhjáhald? Sumir líta á fjórða stefnumót sem yfirlýsingu um að þið séuð par. Aðrir segjast eiga kærasta eftir tvö stefnumót. Einhverjum finnst kannski enn í lagi að hitta annað fólk ef þið hafið ekki rætt um hversu alvarlegt samband ykkar er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.