Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2010, Page 24
KOLBEINN BJARGAÐI AZ Íslenski landsliðs-
framherjinn Kolbeinn Sigþórsson bjargaði stigi fyrir AZ Alkmaar
um helgina þegar liðið gerði jafntefli við Heerenveen á heima-
velli, 2–2. Gestirnir héldu að þeir hefðu tryggt sér sigur með
marki níu mínútum fyrir leikslok en Kolbeinn jafnaði metin af
mikilli yfirvegun á lokamínútu leiksins. AZ hefur heldur betur
tekið sig saman í andlitinu síðustu vikur og er búið að lyfta sér
upp í fjórða sæti hollensku deildarinnar og er nú aðeins fimm
stigum á eftir toppliði PSV Eindhoven.
GYLFI MEÐ FIMMTA MARKIÐ
Gullfóturinn Gylfi Sigurðsson skoraði sitt fimmta
mark í þýsku Bundesligunni um helgina. Honum var
treyst til að fara á vítapunktinn í uppbótartíma þeg-
ar liðið var undir gegn Bayern Leverkusen, 2–1. Gylfa
brást hvergi bogalistin og tryggði hann liði sínu stig
fyrir framan rétt tæplega 30.000 manns á heimavelli
Hoffenheim. Hoffenheim er sem stendur í sjötta
sæti deildarinnar með 22 stig.
MOLAR
LEIKJUM FRESTAÐ
VEGNA VEÐURS
n Veðurfar á Bretlandseyjum um
helgina varð til þess að nokkr-
um leikjum var frestað. Mikið
vetrarríki er í
Bretlandi, snjór
og hálka. Með
herkjum tókst að
bjarga leikj-
unum í ensku
úrvalsdeildinni
en báðum
leikjunum sem
áttu að fara fram
í Skotlandi – viðureignum Dundee
og Rangers og svo Motherwell og
Hearts – var frestað. Óttast Bretar
nú að vetur eins og í fyrra gangi í
garð en þá þurfti að fresta á annað
hundrað leikjum á tveggja mánaða
tímabili sem olli gífurlegum
röskunum varðandi leikdaga og
þurftu mörg lið að spila sex til átta
leiki í sama mánuðinum þegar
snjórinn fór.
VAN DER SAR
HLÝTUR AÐ HÆTTA
n Sir Alex Ferguson, knatt-
spyrnustjóri Manchester United,
þykist handviss um að hollenski
markvörðurinn
Edwin Van der
Sar leggi skóna
á hilluna eftir
tímabilið en
hann er orðinn
fertugur. „Ég
er búinn að
sætta mig við að
þetta sé síðasta
tímabilið hans Edwins. Það er
sorglegt að segja það en það verður
erfitt að vera markvörður á fimm-
tugsaldrinum. Það er eitthvað sem
kom fyrir Peter Shilton, allt í einu,
vegna aldurs síns, gat hann lítið. Ég
held að Edwin sé of stoltur til þess
að láta það gerast,“ segir Ferguson.
UPP UM SEX SÆTI
n Þýski kylfingurinn Martin Kaym-
er kláraði tímabilið á Evrópu-
mótaröðinni með því að klifra upp
í efsta sæti Evrópulistans. Hann
vann lokamót
ársins í Dúbaí
um helgina og
varð því yngsti
maðurinn í
tuttugu og
eitt ár til að
enda tímabilið
efstur. Hann er
aðeins 25 ára.
Fyrir efsta sætið fékk Kaymer rétt
tæpa milljón punda í bónus en 4,6
milljóna punda potti var skipt á
milli fimmtán stigahæstu kylfinga
Evrópu.
LOEB HEIMSMEISTARI
SJÖUNDA ÁRIÐ Í RÖÐ
n Frakkinn Sebastian Loeb, sem
vann á dögunum sinn sjöunda
heimsmeistaratitil í röð í rallakstri,
er handviss um að eina tækifæri
hans til að aka Formúlubíl hafi
runnið honum
úr greipum.
Loeb bauðst að
aka fyrir Toro
Rosso í loka-
mótinu í fyrra
en tókst ekki að
fá ofurbílprófið
sem ökuþórar
í Formúlunni
verða að hafa. „Þetta var bara
hugmynd hjá Red Bull í fyrra en
því miður tókst þetta ekki. Nú er
þetta gleymt og grafið. Ef ég fæ
tækifæri til að aka Formúlubíl mér
til skemmtunar mun ég taka því
en ég mun ekki keppa á einum
slíkum,“ segir Loeb.
24 SPORT UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON tomas@dv.is 29. nóvember 2010 MÁNUDAGUR
Einn af stærstu knattspyrnuleikjum
ársins, El Clasico, viðureign erki-
fjendanna Barcelona og Real Madr-
id, fer fram í kvöld á Nou Camp í Bar-
celona. Ástæða þess að leikurinn fer
fram á mánudegi sem þekkist ann-
ars ekki á Spáni eru kosningar þar í
landi. Börsungar fá í kvöld frábært
tækifæri til að vinna Real Madrid í
fimmta skiptið í röð en það myndi
stuðningsmönnum Katalóníuliðsins
ekki þykja miður.
Barcelona hefur haft ótrúlega yf-
irburði gagnvart erkifjendum sín-
um síðustu tvö árin og hefur unnið
Real fjórum sinnum í röð. Á hundr-
að og áttatíu mínútum af fótbolta á
milli liðanna í fyrra tókst Real ekki
einu sinni að skora mark. Barca vann
heimaleikinn 1–0 með marki Zlatan
Ibrahimovic og seinni leikinn 2–0
með mörkum Messis og Pedros. Fyr-
ir tveimur árum fóru leikirnir 2–0 á
Nou Camp og 6–2 á Bernabeu.
„Þetta verður auðvitað frábær
leikur. Við vitum vel hversu sterkt lið
Real er og það hefur ekki verið betra
í mörg ár. Stuðningsmenn okkar þrá
fimmta sigurinn í röð en við megum
ekki hugsa of mikið um það. Ef við
spilum okkar leik þá vinnum við Real
eins og í síðustu leikjum. Það verður
samt ótrúlega erfitt. Þetta ætti þó að
verða sýning,“ segir Sergio Busquets,
miðjumaður Barcelona.
tomas@dv.is
Stórleikur Barcelona og Real Madrid:
Fimm í röð hjá Barca?
Tveir bestu? Það ætti að
verða veisla að sjá líklega
tvo bestu knattspyrnumenn
heims inni á sama vellinum.
MYND REUTERS
„Þetta var svo sem ágætur leikur,“
segir Júlíus Jónasson, landsliðsþjálf-
ari kvenna í handbolta, um tapið
gegn Serbíu í gær á fjögurra landa
móti sem fór fram í Noregi. Ísland
tapaði leiknum, 30–28, en á laugar-
daginn tapaði Ísland með sex mörk-
um gegn Dönum og með tuttugu
og eins marks mun gegn Noregi í
fyrsta leiknum á föstudaginn. „Serb-
ía er með mjög sterkt lið en við vor-
um búin að fara yfir málin og ræða
hvernig við ætluðum að stöðva skytt-
urnar þeirra og leikkerfin. Við fórum
aðeins framar í vörninni en vaninn
er og það gekk fínt. Það var þó eins
í þessum leik og gegn Danmörku að
við nýttum færin okkar ekki nægilega
vel til að byrja með,“ segir Júlíus.
Áhætta að fara á mótið
Ísland hefur leik á EM á þriðjudag
eftir viku og var því þetta sterka mót
í Noregi lokaundirbúningur liðsins
fyrir EM. Það á þó eftir einn lokað-
an æfingaleik næsta sunnudag gegn
Spáni. „Við tókum áhættu með því
að fara á þetta mót. Við hefðum get-
að staðið uppi með þrjú slæm töp
sem hefði ekki haft góð áhrif á liðið
andlega,“ segir Júlíus sem segist hafa
gagnrýnt stelpurnar eftir stóra tapið
gegn Noregi.
„Eftir leikinn á föstudaginn gagn-
rýndum við stelpurnar og þær gagn-
rýndu sig sjálfar. Þær svöruðu svo
þeirri gagnrýni mjög vel og hlustuðu
greinilega á hana. Þær komu sterk-
ar til baka í leikjunum gegn Dönum
og Serbum sem skipti auðvitað öllu
máli upp á sálartetrið. Ég hef ver-
ið að sjá mikið af því sem ég hef lagt
upp með á þessu móti og ég held að
við séum bara í ágætis málum,“ seg-
ir Júlíus.
Framfarir í öllum leikjum
Gegn Dönum var Ísland með nítján
tæknileg mistök sem er ekki væn-
legt til árangurs. „Hluti af þessum
tæknifeilum var tilkominn vegna
þess hversu mikið við vorum að flýta
okkur í sókninni. Gegn Dönum vor-
um við að keyra hratt í sóknirnar og
leita að möguleikum of lengi. Gegn
Serbum drógum við úr hraðanum og
stilltum upp þegar við sáum að þetta
var ekki að ganga. Það var verið að
flýta sér of mikið gegn Danmörku,“
segir Júlíus sem er bara nokkuð
bjartsýnn fyrir stóru stundina þann
7. desember.
„Ég er alla vega talsvert bjart-
sýnni núna en á föstudaginn. Það
var framför frá leik til leikjar og
það er auðvitað það sem þjálfarar
horfa til. Gegn Serbíu sá ég mikla
gleði og stemningu í liðinu og bar-
áttu. Það var mikill karkater í stelp-
unum, fannst mér, að vilja gera
svona vel eftir tvö erfið töp. Ég vil
samt ekki hljóma eins og einhver
sigurvegari því við töpuðum auð-
vitað öllum leikjunum. Þær bættu
sig þó alltaf á milli leikja og á því
verð ég að byggja,“ segir Júlíus Jón-
asson.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lauk í gær keppni á sterku fjögurra liða móti í
Noregi með tapi gegn Serbíu, 30–28. Íslenska liðið tapaði öllum leikjunum á mótinu en
bætti sig mikið milli leikja. Fyrsti leikurinn tapaðist með 21 marks mun gegn Noregi.
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
„BJARTSÝNNI EN
Á FÖSTUDAGINN“
Nokkuð sáttur Júlíus Jónasson var ánægður með hversu mikið liðið bætti sig á milli
leikja. MYND EGGERT JÓHANNESSON
Góður leikur Hrafnhildur Skúladóttir var markahæst gegn Serbíu.
MYND EGGERT JÓHANNESSON