Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2010, Page 25
HAFNARFJARÐARSLAGUR NÚMER
TVÖ Annar slagur risanna úr Hafnarfirði, FH og Hauka, í N1-
deild karla í handbolta fer fram á þriðjudagskvöldið klukkan
19.45 í Kaplakrika. FH-ingar fóru illa með erkifjendur sína í fyrsta
leik liðanna að Ásvöllum í byrjun október en þá höfðu þeir hvít-
klæddu sigur, 28–19. Það er því ljóst að Haukar vilja hefna ófar-
anna en bæði lið hafa valdið nokkrum vonbrigðum á tímabilinu,
þá sérstaklega Íslands- og bikarmeistarar Hauka. Leikurinn verð-
ur í beinni útsendingu á RÚV.
JÓN ARNÓR MEÐ 14 STIG Körfuknatt-
leiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur í
sínu liði, CB Granada, þegar það tapaði naumlega fyrir
Bizkaia Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í
gær, 77–75. Jón Arnór skoraði fjórtán stig á þeim tuttugu
og sex mínútum sem hann spilaði og gaf þess utan fimm
stoðsendingar og tók eitt frákast. Granada er sem stend-
ur í sextánda og þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar
spænsku með fjögur stig.
MÁNUDAGUR 29. nóvember 2010 SPORT 25
Martraðarnóvember mánuði Chel-
sea í ensku úrvalsdeildinni lauk í
gær með jafntefli á St. James‘s Park
gegn Newcastle, 1–1. Andy Carroll
skoraði einu sinni sem oftar fyr-
ir heimamenn en Salomon Kalou
jafnaði metin fyrir Chelsea á loka-
mínútu fyrri hálfleiks. Í seinni hálf-
leik fór Chelsea svo afar illa að ráði
sínu en framherjum liðsins virtist
fyrirmunað að koma boltanum í
netið.
Chelsea missti því toppsætið
í ensku úrvalsdeildinni sem það
hefur haldið allt frá því flautað
var til leiks í ágúst. Herfilegt gengi
þess í nóvember hefur hjálpað
Manchester United að klifra í topp-
sætið en 7–1 sigur United á Black-
burn um helgina kom United á
toppinn og hefur það tveggja stiga
forskot á Chelsea og Arsenal.
Í nóvember spilaði Chelsea
fimm deildarleiki. Það hóf mán-
uðinn með tapi gegn Liverpool,
2–0, á Anfield en vann síðan sinn
eina leik í mánuðinum á heima-
velli gegn Fulham. Eftir það tap-
aði Chelsea tveimur leikjum í röð,
gegn Sunderland og Birmingham.
Gegn Sunderland átti liðið ekkert
meira skilið enda tapaði það 3–0
en gegn Birmingham átti liðið 27
skot að marki sem Ben Foster varði
öll. Fjórða stigið af fimmtán mögu-
legum í nóvember var svo innbyrt
með jafntefli gegn Newcastle í gær.
Til að bæta gráu ofan á svart náði
Manchester United að jafna hina
ótrúlegu markatölu Chelsea með
stórsigrinum á Blackburn en liðin
eru nú með sama markamun en
Manchester United hefur skorað
fleiri mörk. tomas@dv.is
Fjögur stig af fimmtán mögulegum í nóvember:
Chelsea fallið af toppnum
Hvað á ég að gera?
Carlo Ancelotti þarf
að berja sjálfstraust í
Chelsea.
MYND REUTERS
Tottenham vann frábæran sigur á
Liverpool, 2–1, þegar liðin mættust í
lokaleik fimmtándu umferðar ensku
úrvalsdeildarinnar. Martin Skrtel skor-
aði bæði fyrir Liverpool og Tottenham
áður en hinn eldfljóti Aaron Lennon
tryggði Tottenham sigurinn með marki
á annarri mínútu í uppbótartíma. Með
jöfnunarmarki Tottenham varð ljóst að
öll liðin í ensku úrvalsdeildinni skor-
uðu í einni og sömu umferðinni en það
hefur aldrei áður gerst. „Þetta var erfitt
en við gerðum vel. Við þurftum að hafa
mikið fyrir sigrinum,“ sagði William
Gallas, fyrirliði Tottenham eftir leikinn.
„Það er alltaf erfitt að spila gegn Liver-
pool en við sýndum öllum í dag hversu
megnugir við erum,“ sagði Gallas.
Enginn meistaradeildar-
hausverkur
Tottenham hefur oftar en stuðnings-
mönnum þess líkar farið illa út úr leikj-
um í ensku úrvalsdeildinni hafi því
gengið vel í Evrópukeppni í sömu vik-
unni. Öruggur sigur Tottenham á Wer-
der Bremen í vikunni hafði þó engin
áhrif á liðið sem spilaði frábæran fót-
bolta á móti fínu Liverpool-liði. Buðu
bæði lið upp á mikla skemmtun og
ótrúlegt að fleiri mörk hafi ekki verið
skoruð.
Tottenham lét tvívegis verja frá sér
á línu og þá brenndi Jermaine Defoe
af sjöttu vítaspyrnunni á sínum úrvals-
deildarferli. Átta
mörk voru skor-
uð og sex klúður
af vítapunktinum, hreint skelfileg töl-
fræði hjá Defoe. Martin Skrtel skoraði
mark Liverpool en hann varð einnig
svo ólánsamur að setja boltann í eigið
net. Það var síðan Aaron Lennon sem
tryggði Tottenham stigin þrjú sem lyftu
Tottenham upp í fimmta sætið þegar
hann skoraði á 92. mínútu.
Frábær leikur
Harry Redknapp, stjóri Tottenham,
var eðlilega kampakátur eftir sigur-
inn en hann var orðinn vel pirraður á
hliðarlínunni vegna þess hversu illa
liði hans gekk að skora. „Þvílíkur léttir.
Liverpool spilaði vel og var hættulegt.
Þetta var alveg frábær leikur. Liverpool
átti mikið í leiknum og gat skorað fleiri
mörk, sérstaklega þegar við fórum að
fara út úr stöðum. Við spiluðum samt
mjög vel líka. Þeir vörðu frá okkur skot
og við klúðruðum víti. Sem betur fer
tókst okkur að skora,“ sagði Redknapp
en kollega hans, Roy Hodgson var öllu
fúlari. Hann var mest svekktur með að
Jamie Carragher verði líklega lengi frá
þar sem hann fór úr axlarlið í leiknum.
„Þetta er mjög slæmt. Hann fór úr axl-
arlið. Það er virkilega svekkjandi fyr-
ir hann, sérstaklega þar sem þetta var
hans 450. leikur fyrir Liverpool í úrvals-
deildinni. Nú verðum við án hans og
Gerrards í einhvern tíma. Þessir menn
eru lífæð liðsins,“ sagði Hodgson.
LENNON HETJAN
Á ANFIELD
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Tottenham vann góðan sigur á Liverpool,
2–1, í lokaleik helgarinnar í ensku úrvals-
deildinni. Aaron Lennon varð hetja Tot-
tenham þegar hann skoraði sigurmarkið
í uppbótartíma. Slóvakinn Martin Skrtel
skoraði fyrir bæði lið.
Kátir piltar
Tottenham-menn
fögnuðu sigrinum vel.
MYND REUTERS
Tvö mörk Martin Skrtel
skoraði fyrir bæði liðin.
MYND REUTERS
ÚRSLIT
ENSKA ÚRVALSDEILDIN
Aston Villa - Arsenal 2-4
0-1 Andrey Arshavin (9.), 0-2 Samir Nasri (45.), 1-2 Ciaran Clark
(52.), 1-3 Marouane Chamakh (56.), 2-3 Ciaran Clark (70.), 2-4
Jack Wilshere (93.).
Stoke - Man. City 1-1
0-1 Micah Richards (81.), 1-1 Matthew Ethrington (90.).
Bolton - Blackpool 2-2
0-1 Ian Evatt (28.), 0-2 Luke Varney (57.), 1-2 Martin Petrov (76.),
2-2 Mark Davies (89.).
Fulham - Birmingham 1-1
0-1 Sebastian Larsson (20.), 1-1 Clint Dempsey (53.).
West Ham - Wigan 3-1
1-0 Valon Behrami (34.), 2-0 Victor Obinna (56.), 3-0 Scott Parker
(75.), 3-1 Tom Cleverly (86.).
Wolves - Sunderland 3-2
1-0 Kevin Foley (50.), 1-1 Darren Bent (67.), 1-2 Danny Welbeck
(77.), 2-2 Stephen Hunt (81.), 3-2 Sylvan Ebanks-Blake (89.).
Man. United - Blackburn 7-1
1-0 Dimitar Berbatov (2.), 2-0 Ji Sung Park (23.), 3-0 Dimitar
Berbatov (27.), 4-0 Dimitar Berbatov (47.), 5-0 Nani (48.),
6-0 Dimitar Berbatov (62.), 7-0 Dimitar Berbatov (70.), 7-1
Christopher Samba (83.).
Everton - West Brom 1-4
0-1 Paul Scharner (16.), 0-2 Chris Brunt (27.), 1-2 Tim Cahill (42.),
1-3 Somen Tchoyi (76.), 1-4 Youssuf Mulumbu (87.).
n Mikel Arteta, Everton (58.), Youssuf Mulumbu, WBA (87.).
Newcastle - Chelsea 1-1
1-0 Andy Carroll (6.), 1-1 Salomon Kalou (45.).
Liverpool - Tottenham 1-2
1-0 Martin Skrtel (41.), 1-1 Martin Skrtel (65. sm), 1-2 Aaron
Lennon (90.+2).
STAÐAN
Lið L U J T M St
1. Man. Utd 15 8 7 0 35:16 31
2. Chelsea 15 9 2 4 29:10 29
3. Arsenal 15 9 2 4 32:17 29
4. Man. City 15 7 5 3 20:12 26
5. Tottenham 15 7 4 4 23:20 25
6. Bolton 15 5 8 2 28:22 23
7. Sunderland 15 4 8 3 19:18 20
8. Stoke City 15 6 2 7 19:19 20
9. Newcastle 15 5 4 6 23:22 19
10. Liverpool 15 5 4 6 17:19 19
11. Blackpool 15 5 4 6 23:29 19
12. WBA 15 5 4 6 20:26 19
13. Blackburn 15 5 3 7 18:25 18
14. Birmingham 15 3 8 4 16:18 17
15. Aston Villa 15 4 5 6 17:24 17
16. Everton 15 3 7 5 17:19 16
17. Fulham 15 2 9 4 15:18 15
18. Wigan 15 3 5 7 11:26 14
19. Wolves 15 3 3 9 17:27 12
20. West Ham 15 2 6 7 14:26 12
ENSKA B-DEILDIN
Barnsley - Watford 0-0
Bristol C. - Sheff. Wed 3-0
Crystal Palace - Doncaster 1-0
Midlesbrough - Hull 2-2
Preston - Millwall 0-0
QPR - Cardiff 2-1
Heiðar Helguson er kominn aftur í leikmannahóp QPR eftir
meiðsli en hann sat allan tímann á bekknum að þessu sinni.
Reading - Leeds 0-0
Bæði Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson eru
enn fjarverandi vegna meiðsla.
Scunthorpe - Coventry 0-2
Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry og var
tekinn af velli í uppbótartíma.
Burnley - Derby 2-1
Norwich - Ipswich 4-1
STAÐAN
Lið L U J T M St
1. QPR 19 11 8 0 35:9 41
2. Cardiff 19 11 3 5 34:20 36
3. Swansea 19 10 3 6 24:16 33
4. Derby 19 9 3 7 33:23 30
5. Norwich 19 8 6 5 31:26 30
6. Coventry 19 9 3 7 27:23 30
7. Burnley 19 7 8 4 30:23 29
8. Leeds 19 8 5 6 32:32 29
9. Nottingham F. 18 6 9 3 21:16 27
10. Doncaster 19 7 6 6 30:29 27
11. Reading 19 6 8 5 28:22 26
12. Barnsley 19 7 5 7 24:29 26
13. Portsmouth 19 7 4 8 26:27 25
14. Watford 19 6 6 7 32:30 24
15. Millwall 19 6 6 7 21:21 24
16. Ipswich 19 7 3 9 21:26 24
17. Bristol City 19 6 5 8 22:28 23
18. Hull 19 5 7 7 17:23 22
19. Leicester 18 6 4 8 23:31 22
20. Sheffield Utd 19 6 4 9 16:27 22
21. Scunthorpe 19 6 2 11 23:32 20
22. Cr. Palace 19 6 2 11 23:35 20
23. Middlesbro 19 5 3 11 19:29 18
24. Preston 19 4 3 12 23:38 15