Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2010, Qupperneq 26
26 FÓLKIÐ 29. nóvember 2010 MÁNUDAGUR
Kemst Vala
inn?
Vala Grand bíður þessa dagana
niðurstöðu dómnefndar fegurðar-
samkeppninnar Ungfrú Ísland. Vala
fór í prufur fyrir helgi en frá því er
sýnt í nýjasta þættinum af Veröld
Völu Grand í netsjónvarpi mbl.is.
Vala sýnir meðal annars í þættinum
brot úr spjalli sínu við dómnefndina
en hún segir það alltaf hafa verið
draum sinn að taka þátt en að hún
hafi aldrei trúað því að hún myndi fá
tækifæri til þess. Þá kom Vala fram á
baðfötum líkt og aðrar stúlkur sem
reyna fyrir sér í keppninni.
Gillz og
Sigga Kling
á rúm-
stokknum
Gillz sat fyrir á rúmstokknum með
Sigríði Klingenberg og birtir myndina
á heimasíðu sinni. www.gillz.com.
„Ákvað að lífga upp á póstinn með
einni rándýrri mynd af mér og
snillingnum henni Siggu Kling,“ segir
hann á síðunni.
Egill hefur verið önnum kafinn
undanfarnar vikur en á milli þess
sem hann situr fyrir með góðum
konum hefur hann unnið sleitulaust
í tökum á nýjum þáttum sem verða
frumsýndir á Stöð 2 á næstunni. Þá
fylgir hann eftir útgáfu nýrrar bókar
sinnar.
T ískubloggið www.tisku-blogg.blogspot.com hef-ur vakið mikla athygli og umtal vegna óvæginn-
ar gagnrýni á fyrirbærið tískublogg
og hnyttinna skrifa um neyslugræðgi
og bleikar áherslur fjölmiðla. Það er
Hildur Knútsdóttir sem stendur á bak
við tískubloggið.
Hildur tók upp á því að blogga
vegna þess hversu mikið henni leiðast
tískublogg. „Það var ákveðið tómarúm
í lífi mínu þegar ég byrjaði að blogga,
ég hafði nýverið lokið námi í ritlist og
sent inn handrit að skáldsögu. Tísku-
blogg er fyrirbæri sem ég hreinlega
skil ekki. Þetta eru neyslublogg þar
sem stelpur taka myndir af sér í nýj-
um fatnaði, ræða snyrtivörur og fleira.
Mér leiðast þau og þykja þau innan-
tóm og einsleit. Ég held að konur vilji
lesa eitthvað gáfulegra. Þegar um er
að ræða framboð á efni fyrir konur í
fjölmiðlum þá held ég að framboð á
þessu efni sé töluvert meira en eftir-
spurnin.“
Hildur gefur út sína fyrstu skáld-
sögu hjá Forlaginu næsta vor og vinn-
ur á Pipar/TBW auglýsingastofu við
textaskrif. „Alter egóinu“, tískublogg-
aranum,H sinnir hún í frítíma sínum.
„Alter egóið“ hefur reyndar staðið
í miklum ritdeilum upp á síðkastið.
„Tískubloggarinn H er duglegur að
senda öðrum tískubloggurum póst,
þá helst Hlín Einarsdóttur á bleikt.
is, Pjattrófunum á Eyjunni og Mörtu
Maríu á Pressunni. Flestar þeirra
taka hæðninni illa og eru viðkvæmar
fyrir gagnrýni. Til að mynda þá eyða
Pjattrófurnar út öllum neikvæðum
athugasemdum og meinuðu H að-
gang að athugasemdakerfi þeirra
um tíma. En þær tóku mig svo aftur
í sátt.“ kristjana@dv.is
Hildur Knútsdóttir heldur úti tískubloggi til höfuðs öðrum tískubloggum:
TÍSKUBLOGG
ERU LEIÐINLEG
GUÐMUNDUR OG ÁSA NINNA:
Parið Guðmundur Hall-grímsson og Ása Ninna Pétursdóttir eru nýir eigendur GK sem rekur
fataverslun á Laugavegi í Reykja-
vík og eigin hönnun og framleiðslu
undir merkinu Collection Reykja-
vík. Ása Ninna tekur við hönnun
línunnar en hún vakti mikla athygli
fyrir nýjustu fatalínu sína, Pardus í
sumar. Fötin eru litrík og fjörleg og
hönnuð bæði á börn og fullorðna.
Ása Ninna og Guðmundur eru
nýlega flutt heim frá Danmörku.
Áður en Ása Ninna flutti út hafði
hún stundað nám í Listaháskóla
Íslands og í Kaupmannahöfn nam
hún meðal annars hjá hönnuðin-
um Helle Mardahl.
Eftir að hún kom heim byrjaði
hún á því að gera litla barnafata-
línu og gekk hún framar vonum.
Í framhaldinu sýndi Ása Ninna
línu sem samanstóð af peysum,
bolum, kjólum og klútum. Guð-
mundur segir að þótt að Ása
Ninna hafi fjörlegan götustíl þá
standi til að halda í þá klassík
sem einkennt hefur línu GK Coll-
ection. Í versluninni megi síð-
an seinna meir greina ákveðn-
ar breytingar en þau ætli sér að
fara rólega í þær. „Litlar breyting-
ar geta haft mikið að segja,“ seg-
ir Guðmundur. „Við ætlum að
auka úrvalið og fríska aðeins upp
á andrúmsloftið án þess að tapa
gamla andanum. Að sjálfsögðu
verður síðan hönnun Ásu Ninnu
seld í versluninni eftir einhvern
tíma.“ kristjana@dv.is
GK hefur náð undraverðum árangri með
merkinu Collection Reykjavík og náði
meðal annars að selja hönnun sína til hátt
í hundrað verslana á Norðurlöndunum.
Nú hafa nýir aðilar tekið við rekstrinum.
KOMIN HEIM
OG KEYPTU GK
Nýir eigendur GK-Reykjavík
Guðmundur og Ása Ninna festu
kaup á GK nýverið.
Pardus Fallegur kjóll úr Pardus-línu
Ásu Ninnu.