Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2011, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2011, Síða 2
2 | Fréttir 19. janúar 2011 Miðvikudagur n 200 stofnfjáreigendur í Húnaþingi sitja uppi með um 2 milljarða skuldir n Stofnfé sparisjóðs sveitarinnar var þúsundfaldað 2007 n Kista er tæknilega gjaldþrota með 12 milljarða skuldir n Stofnfjáreigendur kalla eftir rannsókn á sparisjóðakerfinu Um 200 stofnfjáreigendur á Hvamms- tanga og í nærliggjandi sveitum á Norðurlandi vestra skulda Sparisjóði Keflavíkur um tvo milljarða króna vegna tveggja stofnfjáraukninga sem farið var í árið 2007. Þá rann Sparisjóð- ur Húnaþings og Stranda inn í Spari- sjóðinn í Keflavík. Stofnfé sparisjóðs- ins var þúsundfaldað í samrunanum, aukið úr 1,9 milljónum króna upp í 1,9 milljarða króna. Sparisjóðurinn í Keflavík fjármagnaði fyrri stofnfjár- aukninguna og Landsbankinn þá síð- ari. Stjórn Sparisjóðsins í Keflavík hef- ur samþykkt skilmálabreytingar á lán- unum sem fela í sér lægri greiðslu- byrði fyrir skuldara sem tóku lán fyrir stofnfjárbréfum hjá sjóðnum. Skil- málabreytingarnar voru kynntar á vef sjóðsins í síðustu viku og ná yfir alla stofnfjáreigendur í sjóðnum sem fjár- mögnuðu stofnfjárbréfakaup með lán- um frá sjóðnum. Ýmsir þeirra íbúa á Hvammstanga og í nærliggjandi sveitum sem tóku lán fyrir stofnfjáraukningunni eru ekki sáttir við að þurfa að greiða lán- in til baka og hyggjast leita réttar síns. Margir stofnfjáreigendur á svæðinu hafa ekkert greitt af lánunum, hvorki vexti né af höfuðstól, frá hruninu um haustið 2008. Mál stofnfjáreigenda í Húnaþingi er sambærilegt málum stofnfjáreig- enda í nokkrum öðrum sparisjóðum víða um landið, til dæmis í Sparisjóði Svarfdæla á Dalvík og í Byr. Mynstr- ið er yfirleitt það sama: Stofnfjáreig- endur tóku lán fyrir kaupunum þegar stofnfé sjóðanna var aukið og sitja nú eftir með milljóna króna skuldir þar sem stofnféð er lítils eða jafnvel einskis virði. Peningarnir sem fengust í stofn- fjáraukningunum voru svo oft á tíðum notaðir til að fjármagna aðrar áhættu- fjárfestingar, meðal annars hlutabréfa- kaup í íslenskum eignarhaldsfélögum. Frá 200 þúsundum í 20 milljónir Reimar Marteinsson, þrítugur formað- ur félags fyrrverandi stofnfjáreigenda í Sparisjóði Húnaþings og Stranda og kaupfélagsstjóri á Hvammstanga, segir að ekki sé óalgengt að stofnfjáreigend- ur hafi átt á bilinu 160 til 190 þúsund krónur í sparisjóðnum fyrir stofnfjár- aukninguna. Eignarhlutur þeirra sem áttu stofnfé fyrir 160 til 190 þúsund fór upp í 16 til tæplega 20 milljónir króna með þátttöku í stofnfjáraukningunni og voru þessir fjármunir teknir að láni í flestum tilfellum – í einhverjum tilfell- um var borgað fyrir bréfin með reiðu- fé. „Þannig að það eru nokkrir sem skulda í dag eitthvað yfir 20 milljónir. Ef um hjón er að ræða geta skuldirnar verið komnar upp í 40 til 60 milljónir króna,“ segir Reimar. Staðan er því sú að fólk sem átti lítinn eignarhluta í litlum sparisjóði á Norðurlandi vestra, eignarhlut sem var kannski virði hálfra mánaðarlauna, stendur uppi í dag með skuldir sem nema margföldum árstekjum þess. Samkvæmt tilmælunum frá Sparisjóði Keflavíkur stendur til að innheimta þessar skuldir þó að sjóðurinn ætli sér að koma umtalsvert til móts við stofn- fjáreigendurna. Reimar segist sjálfur sitja uppi með talsverðar skuldir vegna stofnfjáraukn- ingarinnar. Hann segir að skuldirnar séu það miklar að hann geti ekki greitt af þeim. „Þær eru umfram greiðslu- getu,“ segir hann. Reimar segir að til að setja skuld- ir þessara tvö hundruð einstaklinga í samhengi hafi heildartekjur allra 1.300 íbúa í Húnaþingi vestra og Bæj- arhreppi verið um tveir milljarðar króna árið 2009. „Þessi skuldsetning liggur því gríðarlega þungt á samfélag- inu. Hver niðurstaðan verður varðandi meðhöndlunina á þessum skuldum mun hafa gríðarleg áhrif á búsetuskil- yrði í þessu bæjarfélagi í framtíðinni,“ segir Reimar. Vita ekki í hvað peningarnir fóru Reimar segir aðspurður að hann viti ekki í hvað peningarnir fóru sem Sparisjóðurinn í Keflavík fékk með stofnfjáraukningunni. Spurður hvort það geti verið að peningarnir hafi runnið inn í fjárfestingarfélagið Kistu, sem Sparisjóðurinn í Keflavík átti tæp- lega þriðjungshlut í, segir hann að það sé einn möguleikinn. Kista fjárfesti nær eingöngu í hlutabréfum Exista, eignarhaldsfé- lags Bakkabræðra og stærsta hluthafa Kaupþings. „Það er það sem við höld- um. Það eru ýmsar kenningar á lofti en við náttúrulega vitum ekki neitt um það fyrir víst. Annað sem ég hef heyrt er að sparisjóðurinn hafi verið með stór erlend lán á gjalddaga í ársbyrj- un 2008 og að sjóðurinn hafi þurft að endurfjármagna þau,“ segir Reimar og bætir því við að á þessu stigi séu pæl- ingar um tilganginn með stofnfjár- aukningunni ekki annað en getgátur. Kista skuldar nærri 12 milljarða Ársreikningi Kistu fyrir árið 2009 var nýlega skilað til ársreikningaskrár rík- isskattstjóra. Í ársreikningnum kem- ur fram að Kista hafi tapað rúmlega tveimur milljörðum króna árið 2009 og að eigið fé sjóðsins sé neikvætt um rúmlega tíu milljarða króna. Félagið er því tæknilega gjaldþrota og skilur eft- ir sig skuldir upp á tæpa 12 milljarða, meðal annars við Arion banka og Ís- landsbanka samkvæmt ársreikningn- um. Níu milljarðar af skuldum félags- ins eru gjaldfallnir. Í ársreikningnum kemur fram að engin starfsemi hafi verið í Kistu árið 2009 og að unnið sé að slitum á félag- inu í samvinnu við kröfuhafa. Eignum félagsins, rúmum 1.300 milljónum króna, verður þá skipt upp á milli kröfuhafa félagsins. Kista reyndist mörgum sparisjóð- um dýrkeypt því auk Sparisjóðsins í Keflavík áttu Sparisjóður Reykjavíkur, Mýrarsýslu og Svarfdæla stóra eignar- hluti í honum. Rannsókn mikilvæg Af þessum sökum segir Reimar að mikilvægt sé að það fari fram rann- sókn á starfsemi sparisjóðanna á árunum fyrir hrunið. „En við vitum eiginlega ekki neitt og munum ekki vita neitt fyrir víst fyrr en það fer af stað einhver rannsóknarnefnd sem skoðar málefni sparisjóðanna. Okkur langar líka að vita hver staða Sparisjóðsins í Keflavík var á þessum tíma, hvort hún hafi verið eins góð og okkur var sagt. Ég held að útlánasafn þeirra hafi verið talsvert verra en okkur var sagt, lán til hlutabréfakaupa með veði í bréfunum og annað slíkt,“ segir Reimar. Svik, segir stofnfjáreigandi Karl Sigurgeirsson, 67 ára skrifstofu- maður á Hvammstanga og stofnfjár- eigandi, segist hafa keypt stofnfé í sparisjóðnum fyrir nokkrar milljónir króna árið 2007 og fengið lán til þess frá Sparisjóði Keflavíkur og einnig frá Landsbanka Íslands. „Okkur var sagt að arðgreiðslurnar af bréfunum myndu borga lánin upp… Þú verður að athuga það að sparisjóðurinn er 100 ára fjármálastofnun í samfélaginu okkar og fólk hefur alltaf treyst hon- um fyrir sínu eins og maður segir… Ég skulda um 30 milljónir króna í dag,“ segir Karl en samkvæmt því sem hann segir var fjárfestingin kynnt fyrir stofn- fjáreigendunum á þeim forsendum að þeir gætu ekki tapað á henni. Karl segir að einnig hafi verið sagt við stofnfjár- eigendurna að eign þeirra í sjóðnum yrði að engu ef þeir tækju ekki þátt í stofnfjáraukningunni. „FINNST ÉG HAFA VERIÐ BLEKKTUR“ Hluthafar í Kistu SPRON HF. 48,5% Sparisjóðurinn í Keflavík 31,5% Sparisjóðurinn í Mýrarsýslu 10,3% Sparisjóður Svarfdæla 7,1% Eyrareldi ehf. 1,6% Þrælsfell ehf. 1,2% Kista flokkað með Exista í rannsóknarskýrslunni: „Þriðji stærsti aðilinn var svo Kista-fjárfestingarfélag ehf, sem var fjárfestingarfélag sparisjóðanna utan um eignarhlut þeirra í Exista. Kista átti nær eingöngu hlutabréf í Exista, og jók hlut sinn talsvert árið 2007 með lánum frá Kaupþingi, Glitni og Straumi. Kista fellur því undir Existahópinn hér þar sem eignir þess eru alveg háðar Exista og útlán til félagsins þar með einnig.“ Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Fjárfesti í Exista Sparisjóðurinn í Keflavík fjárfesti í mikl- um mæli í Exista í gegnum fjárfestingarfélagið Kistu. Hér er mynd frá aðalfundi félagsins árið 2007. Forstjórar félagsins, Erlendur Hjaltason og Sigurður Valtýsson, sjást á myndinni ásamt Bakkabræðrum, Lýð og Ágústi Guðmundssonum. Milljarða skuldir Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Húnaþings og Stranda eru stórskuldugir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.