Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2011, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2011, Blaðsíða 3
Fréttir | 3Miðvikudagur 19. janúar 2011 Karl segist bæði skulda í Spari- sjóðnum í Keflavík og í Landsbank- anum í Keflavík. Hann segist ekki hafa greitt af láninu við Sparisjóð Keflavíkur en hafa greitt vexti af láninu við Lands- bankann. „Mér finnst ég hafa verið blekktur. Ég er alveg sannfærður um það að staða Sparisjóðsins í Keflavík hafi ekki verið eins góð og hún var sögð vera. Stór hluti af eignum sparisjóðsins var í Exista. Þess vegna held að ég þess- ar stofnfjáraukningarlánveitingar geti ekki talist vera löglegar… Tilfinning mín segir mér að þetta hafi verið svik og að þessi gjörningur eigi að ganga til baka.“ Karl segist vita af fjölskyldum í Húnaþingi sem skuldi allt upp í 150 milljónir króna vegna stofnfjáraukn- ingarinnar. Hann segist binda vonir við það að Sparisjóðurinn í Keflavík fari ekki í innheimtuaðgerðir fyrr en búið verður að rannsaka sparisjóðakerfið, líkt og ríkisstjórnin hefur boðað að gert verði. „Steingrímur [J. Sigfússon fjármála- ráðherra, innskot blaðamanns] sagði að það ætti að gera það. Þá kannski kemur í ljós hvort sparisjóðurinn var gjaldfær eða ekki þegar stofnfjáraukn- ingin átti sér stað,“ segir Karl. „Ég vil ekki eyða öllu því lausafé sem ég mun eiga það sem eftir lifir í að borga upp þessa skuld.“ Aðgerðir til handa einstaklingum vegna stofnfjárlána SpKef (af heimasíðu Sparisjóðs Keflavíkur) Vegna lána til stofnfjárkaupa í Sparisjóðnum í Keflavík hefur stjórn SpKef sparisjóðs fallist á skilmálabreytingar í samræmi við neðangreint: Almenn leið fyrir alla 1. Stofnfjárbréfalánum í ISK verði skilmála- breytt með þeim hætti að skuldabréfin verði færð í upphaflegan höfuðstól að viðbættum 3,75% óverðtryggðum vöxtum frá útgáfudegi skuldabréfanna. 2. Erlend lán verða færð á upphaflegt gengi gjaldmiðla að viðbættum 3,75% óverð- tryggðum vöxtum og þau færð yfir í íslenskar krónur. Vextir reiknast frá upphaflegum útgáfudegi. 3. Óski lántakendur eftir því að staðgreiða lánin að lokinni skilmálabreytingu verði að auki boðið upp á afslátt sem nemur 10 % af heildarstöðu. 4. Lánin verða óverðtryggð til allt að 25 ára. 5. Tekið er tillit til allra innborgana á lánin, þar með talinn inngreiddur arður árið 2008, sem nam 20% af heildaruppreiknuðu stofnfé. Innborganir bera sömu vexti og lánin, eða 3,75%. Sú reikniaðferð samræmist framkvæmd fjármálafyrirtækja innan SFF við leiðréttingu erlendra lána, þar sem höfuðstóll annar vegar tekur vexti, innborganir hins vegar og nettó uppgjörsupphæð myndar nýjan höfuðstól. Aðrar leiðir 1. Þeir lántakendur sem ekki geta vegna fjárhagsstöðu sinnar nýtt sér almennu leiðina fari í formlegt greiðslumat og niðurstaða þess ráði því hvaða úrræði verður í boði. a. Sértæk skuldaaðlögun. Leiðréttur höfuðstóll miðað við forsendur hér að ofan er lagður til grundvallar. b. Úrræði sem byggja á grundvelli laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti ofl, með síðari breytingum. c. Sértæk úrræði á grundvelli samkomulags á milli ríkisstjórnar, fjármálafyrirtækja og Samtaka atvinnulífsins frá desember 2010. Skattaleg meðferð Lántakendum er bent á að kynna sér möguleg skattaleg áhrif skilmálabreytinganna. Ekki liggja fyrir nein bein fordæmi fyrir því með hvaða hætti ríkisskattstjóri muni meðhöndla aðgerðir sem þessar. „FINNST ÉG HAFA VERIÐ BLEKKTUR“ Fjárfestingarfélagið Kista tapaði samtals um 24,5 milljörðum króna á árunum 2008 og 2009, sam- kvæmt ársreikningum félagsins fyrir þessi ár. Kista var fjárfesting- arfélag í eigu nokkurra sparisjóða, meðal annars Sparisjóðsins í Kefla- vík, SPRON og Sparisjóðs Svarf- dæla, sem var stofnað til að kaupa hlutabréf í eignarhaldsfélaginu Ex- ista árið 2007. Exista var að mestu í eigu Bakkabræðra en Kista var einn stærsti hluthafinn í því. Exista var svo aftur stærsti hluthafi Kaup- þings. Kista keypti mikið af hlutabréf- um í Exista á árunum fyrir banka- hrunið. Meðal annars keypti Kista hlutabréf í Exista fyrir 11,4 milljarða króna í júní árið 2007. Fjármunirnir fyrir hlutbréfakaupunum komu frá einstökum hluthöfum Exista. Í lok árs 2007 átti Kista hlutabréf í Exista sem metin voru á rúmlega 20 millj- arða króna. Til að fjármagna hluta- bréfakaupin var vitanlega gengið á þá fjármuni sem til voru í spari- sjóðunum sem áttu Kistu, fjármuni sem meðal annars höfðu fengist með sölu á stofnfjárbréfum í spari- sjóðunum í stofnfjáraukningum. 11 milljarða hlutafjáraukning Athygli vekur að í ársreikningi Kistu fyrir árið 2008 kemur fram að hluta- fé Kistu hafi verið aukið um rúma 11 milljarða króna á árinu 2008 sem síðan voru notaðir til að greiða niður skuldir félagsins. Þessir fjár- munir voru að hluta til sóttir til stofnfjáreiganda í sparisjóðunum með stofnfjáraukningum en margir fóru flatt á því að taka þátt í þess- um stofnfjáraukningum. Til dæmis íbúar í Keflavík, á Hvammstanga og Dalvík. Heimildarmaður DV, sem þekk- ir starfsemi Kistu ágætlega, seg- ir um félagið: „Fólk var hvatt til að taka þátt í stofnfjáraukningun- um með lánveitingum. Þar var far- ið illa með marga. Svo voru þessir peningar teknir og þeim eytt í Kistu sem aftur keypti í Exista. Fall Exista og það hvernig þeir bræður fóru með það félag er á endanum meðal annars tap fyrir stofnfjáreigendur á Hvammstanga og í Keflavík. Þannig að margir sitja eftir með sárt ennið út af þessu því það var í raun fólkið á Hvammstanga sem borgaði Bakka- bræðrum vegna Exista. Þetta voru ekki loftpeningar heldur runnu þeir beint úr vasa almennings.“ Líkt og rakið er hér við hliðina þurfa stofnfjáreigendur í sparisjóð- unum sem áttu í Kistu að greiða fjármálafyrirtækjum til baka þær skuldir sem hvíla á þeim persónu- lega vegna stofnfjáraukningar í sjóðunum; peninga sem á sínum tíma voru notaðir til að fjárfesta í Kistu og þar með Exista. Vildu vera með Heimildarmaðurinn lýsir Kistu sem aðferð stjórnenda sparisjóð- anna til að að fá hlutdeild í hagn- aðinum sem varð um tíma af starfsemi Exista og Kaupþings. Stjórnarformaður Kistu var Guð- mundur Hauksson, sparisjóðs- stjóri hjá stærsta hluthafa Kaup- þings, SPRON, sem áður hafði starfað í Kaupþingi. „Kista var að- göngumiði í partíið fyrir sparisjóð- ina í gegnum Exista. Lögð var gríð- arleg pressa á sparisjóðina að taka þátt í þessu. Sagt var við þá: Þið eruð ekki að hugsa um hagsmuni sparisjóðanna ef þið takið ekki þátt í þessu. Vissulega högnuðust menn til að byrja með en menn kunnu sér ekki hóf og stoppuðu ekki og fóru of langt í þessu... Menn voru komnir svo langt út fyrir stofnsam- þykktir og grunnhugmyndafræði sparisjóðanna.“ Kista er tæknilega gjaldþrota í dag og er unnið að slitum á félag- inu, samkvæmt ársreikningi fyrir 2009. AÐGÖNGUMIÐINN Í BANKAPARTÍIÐ n 11 milljarða hlutafjáraukning Kistu kom frá stofnfjáreigendum sparisjóða n Stofnfjáreigendur voru hvattir til að taka þátt í Kistu n 24 milljarða króna tap var af rekstri félagsins 2008 og 2009 „Fólk var hvatt til að taka þátt í stofnfjáraukningunum með lánveitingum. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Hlutafjáraukning Kistu frá almenningi Guðmundur Hauksson, stjórnarformaður Kistu, sést hér til hægri á aðalfundi Exista árið 2007 ásamt helstu stjórnendum félagsins. Guðmundur starfaði áður í Kaupþingi. Svo virðist sem 11 milljarða hlutafjáraukning Kistu árið 2008 hafi komið frá almenningi víða um land.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.