Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2011, Side 12
12 | Fréttir 19. janúar 2011 Miðvikudagur
Sigurjón Brink, tónlistarmaður og
þáttarstjórnandi á Bylgjunni, varð
bráðkvaddur á heimili sínu á mánu-
dagskvöldið, aðeins 36 ára gamall.
Sigurjón kenndi sér einskis meins
og enginn merkjanlegur aðdragandi
var að andláti hans. Var hann einn
heima með tveimur yngstu sonum
sínum og hringdi fimm ára gamall
sonur hans í Neyðarlínuna. Brugð-
ust lögregla og sjúkralið skjótt við en
lífgunartilraunir báru ekki árangur.
Líklega mun það ekki koma í ljós fyrr
en við krufningu hvað gerðist ná-
kvæmlega.
Lætur eftir sig konu
og fjögur börn
Eiginkona Sigurjóns er Þórunn Erna
Clausen. Börn þeirra eru Hauk-
ur Örn, fimm ára, og Róbert Hrafn,
tveggja ár. Fyrir átti Sigurjón tvö
börn úr fyrra sambandi, þau Aron
Brink, fimmtán ára, og Kristínu
Maríu Brink, tíu ára.
Listrænn og skapandi
Sigurjón fæddist í Reykjavík 29. ág-
úst 1974. Hann lauk gagnfræðanámi
í Hvassaleitisskóla og þaðan lá leið-
in í Fjölbrautaskólann í Breiðholti
þar sem hann var á listabraut. Sigur-
jón var bæði listrænn og skapandi.
Áhugi hans á myndlist og grafískri
hönnun dró hann í margmiðlunar-
nám í alhliða grafískri hönnun og
auglýsingagerð. Tónlistin átti þó hug
hans allan og var hann þekktur tón-
listarmaður.
Hvers manns hugljúfi
„Hann var hvers manns hugljúfi,
vinmargur og elskaður af samferða-
fólki sínu alla tíð,“ eru orðin sem
fjöskylda hans notar til þess að lýsa
honum. Þá segir hún að hann hafi
haft ástríðu fyrir og atvinnu af tónlist.
Áhuginn á tónlist kviknaði snemma
og var Sigurjón aðeins tólf ára þegar
hann fór að fitla við gítarinn. Hann
fór fljótlega að semja lög og stofnaði
ásamt vinum sínum hljómsveitina
In Bloom þar sem hann sló taktinn
á trommurnar. Hljómsveitin varð
þokkalega vinsæl og fór meðal ann-
ars til Bandaríkjanna og átti titillag
sjónvarpsmyndarinnar Missing
Brendan.
Farsæll tónlistarmaður
Á ferlinum var hann í fjölda hljóm-
sveita, þar á meðal í Rokk og Flavors
sem gaf út breiðskífu 2003. Sigurjón
samdi öll lögin á plötunni og einnig
flesta textana. Var hann aðalsöngv-
ari hljómsveitarinnar og gítarleikari.
Fyrsta sólóplata hans kom út fyrir
jólin 2009, Sjonni Brink. Á plötunni
eru lög eftir hann sjálfan og Guð-
mund Jónsson í Sálinni, meðal ann-
ars Brosið þitt lýsir mér leið. Sjálfur
samdi Sigurjón oft tónlist fyrir aðra
listamenn, eins og Skítamóral. Var
hann einnig fastasöngvari á stór-
tónleikum, hvort sem þeir voru til-
einkaðir John Lennon, Eagles eða
Vilhjálmi Vilhjálmssyni. Auk þess
túraði hann um landið með Gunnari
Ólasyni úr Skítamóral þar sem þeir
sungu fyrir landann með kassagítar-
inn sér við hönd.
Bítlið sló í gegn
Hann var einnig í „bítlinu“, eins og
hann kallaði það sjálfur á Hverfis-
barnum í fjögur ár með Jóhannesi
Ásbjörnssyni, vini sínum. Þeir settu
meira að segja upp tónleikinn Bítl,
þar sem þeir spiluðu lög Bítlanna.
Að tónleiknum komu fleiri góðvin-
ir Sigurjóns, Hilmir Snær Guðna-
son leikstýrði verkinu og Pálmi Sig-
urhjartarson var tónlistarstjóri þess.
Tónleikurinn fékk góða dóma og
áhorfendur sungu með, klöppuðu
og stöppuðu af gleði eftir frábæra
sýningu þar sem áhorfendur tóku
virkan þátt. Tónleikurinn gekk fyrir
fullu húsi 25 sýningar.
Sigurjón var einnig einn af stofn-
endum Vesturports. Tók hann til að
mynda þátt í að semja tónlistina við
leikritið Brim í uppsetningu leik-
hópsins. Þá tók hann þátt í uppsetn-
ingu fjölmargra leikverka, eins og Le
Sing á Broadway, Cuckoos Cabaret,
Footloose og Woychek í Borgarleik-
húsinu.
Vildi hjálpa ungum
tónlistarmönnum
Sigurjón tók einnig þátt í stofnun
hljóðversins Iceland Music Product-
ion, sem var 150 fermetrar að stærð
og útbúið fullkomnum græjum.
Markmiðið var ekki að leigja hljóð-
verið út og græða peninga heldur
að taka þátt í sköpuninni og hjálpa
ungum tónlistarmönnum af stað.
Þar var einnig boðið upp á námskeið
fyrir þá sem vildu læra að taka upp á
tölvuna heima. Vildi hann nýta þau
sambönd sem hann hafði sjálfur
skapað sér til þess að aðstoða ungt
hæfileikafólk við að komast áfram
hér heima sem og erlendis.
Landsþekktur í Eurovision
Hann varð landsþekktur fyrir þátt-
töku sína í Söngvakeppni Sjónvarps-
ins en árið 2005 söng hann lagið
Hjartaþrá eftir Bryndísi Sunnu. Ári
síðar sömdu þau Bryndís Sunna
saman lagið Áfram en bæði lögin
kepptu í úrslitum. Tók hann einn-
ig þátt árið 2010 með lagið Water-
slide sem hann samdi sjálfur. Sjonni
átti að keppa í forkeppni Eurovision
þann 29. janúar með lagið Aftur
heim, sem hann samdi við texta Þór-
unnar, eiginkonu sinnar. Hann ætl-
aði að flytja lagið sjálfur.
Stofnaði vefverslun með
systkinum sínum
Sigurjón var alla tíð afar drífandi
maður og kom víða við. Auk þess að
starfa við tónlist og þáttargerð í út-
varpi starfaði hann meðal annars í
IKEA og Hagkaupum. Hann sinnti
verslunarstörfum og veisluþjónustu
og stofnaði vefverslun með eigin-
konu sinni og systkinum, Árna Fil-
ippussyni og Nínu Dögg Filippus-
dóttur leikkonu. Hugmyndin var að
selja útlendingum íslenska hönnun,
tónlist og jafnvel bíómyndir. Hug-
myndin kom frá fósturföður hans,
Filippusi, sem vildi gjarna sjá fjöl-
skylduna vinna saman.
Fjölskyldan átti hug hans allan
Áhugamál Sigurjóns voru reynd-
ar margvísleg. Auk tónlistarinn-
ar hafði hann áhuga á íþróttum og
stundaði þær af kappi. Bjó hann
eitt sinn á Akureyri um tveggja ára
skeið og stundaði þá skíði af full-
um krafti. Hann var virkur í hesta-
mennsku og golfari í golfklúbbnum
Setbergi. Fótbolti þótti honum líka
skemmtilegur og reyndi hann að
spila og horfa á leiki þegar hann
gat. Fjölskyldan átti þó hug hans
allan. Sagði hann eitt sinn frá því
í viðtali að börnin væru ekki bara
með pabba í fótbolta heldur væru
þau farin að syngja og leika líka.
Fjölskyldan væri mikil tónlistarfjöl-
skylda og göngutúrarnir væru ekki
bara labb heldur heilmikill söngur
og leikur að auki.
Rómantískur listakokkur
Þórunn Erna sagði líka í viðtali fyr-
ir nokkrum árum að Sigurjón væri
rómantískur og lýsti meðal annars
skemmtilegustu gjöf sem hún hefði
fengið. Gjöfin var frá Sigurjóni en
hann söng ofsalega fallegt lag inn á
disk fyrir hana.
n Sigurjón Brink varð bráðkvaddur á mánudagskvöld n Var einn heima
með tveimur sonum sínum, fimm ára og tveggja ára n Fimm ára sonur
hans hringdi í Neyðarlínuna n Vinir hans og fjölskylda kveðja hann
Hvers manns hug-
ljúfi, vinmargur
og elskaður
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
„Hann var allt-
af brosandi, allt-
af heiðskír. Það eru fáir
menn sem eru aldrei
þungir og ef maður var
það sjálfur, þá var sólin
fljót að skína þegar mað-
ur var nálægt honum.
Minningarathöfn Vinir og
aðstandendur komu saman í
Vídalínskirkju á þriðjudagskvöldið
til þess að minnast Sigurjóns.